Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1944, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1944, Blaðsíða 4
4 ylSIH SUNNUDAGSBLAÐ ...■■"" .... ........ ' ".... ......................■"■■■.V ..... Vegna stríðsins er Roosevelts betur gætt en nokkurs annars í sögu leynilögreglunnar amer- ísku. Og þegar á allt er litið, þá er Roosevelts forseta bezt gætt af öllum einstaklingum i hinum frjáls.a heimi. Bandarikjaþing fól leynilögreglunni að annast öryggi Bandarikjaforseta stuttu eftir að McKinley forseti var myrtur (1901). Fyrsti flokkur leynilögreglu- manna tók að gegna störfum í Hvíta húsinu í forsetatíð Theo- dores Roosevelts. Síðan þá hef- ir engin tilraun, sem likleg var til að bera árqngur, verið gerð til að ráða forsetann af dögum, og er þetta að miklu leyti að þakka reglu leynilögreglunnar „að gefa ekkert tækifæri“. Þegar forsetinn er utan dyra Hvíta hússins, er bókstaflega hvert þverfet rannsakað, þar sem leið hans liggur. Ökunnir menn, sem langar til að standa nálægt forsetanum, eru athug- aðir, einn eftir annan. Þetta er gtílt, hvort sem um er að ræða söfnuð í kirkju eða gesti, er snæða miðdegisverð í Hvíta húsinu. 1 þau fáu skipti, sem forset- inn borðar kvöldverð annars staðar en i Hvíta húsinu,, er hver einasti þjónn, sem vinnur í eða nálægt hyggingunni, sem borða á í, athugaður og aftur athugaður af leynilögreglunni löngu áður en setzt er að snæð- ingi. 1 hvert skipti, sem mað- ur finnst í slíkum tilfellum, sem hefir á sér glæpaeinkenni, er veitingamanninum eða gestgjaf- anum, sem í hlut á tilkynnt, að hann verði að fjarlægja mann- inn, sem um er að ræða, eða forsetinn sitji kyrr í Hvíta hús- inu að öðrum kosti. Á hóteli einu í Washington, þar sem forsetinn átti að borða fyrir nokkrum árum, fundu leynilögreglumennirnir meðal starfsmannanna næstum fimm- tíu félaga og sumir þeirra höfðu á sér glæpaeinkenni. Ef skemmtun á að vera i Hvíta húsinu að kvöldi dags, verður að gefá upp nöfn þeirra, sem eiga að annast skemmtiat- riðin. Þessir menn eru athug- aðir, alveg án tillits til frægð- ar þeirra. Roosevelt hefir á seinni tím- um ekki haft tíma til að taka á móti nema örfáum gestum. Hann fer þó ennþá í kirkju nokkrum sinnum á ári og án til- lits til þess, hve oft forsetinn hefir hlýtt messu í einkakirkju, þá athugar leynilögreglan hvern ferþumlung i kirkjunni áður en forsetinn kemur og fær hjá prestinum skár yfir þá meðlimi safnaðarins, sem koma til guðs- þjónustunnar. Á nýársdag 1942, þegar for- setinn og Winston Churchill fóru í Kristkirkjuna i Alexand- ria í Virginia, til að hlýða messu í stúkunni, sem George Wash- ington hafði einu sinni setið í, var meðlimum safnaðarins, sem leyft var að vera viðstadd- ir, ekki tilkynnt þetta fyrr en stuttu áður en þessir 2 frægu menn gengu inn í litlu tigvd- steinakirkjuna.Presturinn hafði lagt fram skrá yfir þá meðlimi safnaðarins, sem hann ætlaði að láta koma til guðsþjónustunn- ar. Leynilögreglan framkvæmdi hina venjulegu rannsókn sina og fann ekkert athugavert. Það var samt ekki tilkynnt um komu þessara stórmenna til kirkjunnar, en skömmu fyrir dögun á nýársdag kom sendi- maður frá kirkjunni ríðandi til þeirra safnaðarmeðlima, sem koma áttu til guðsþjónustunn- ar. Hverjum þeirra var afhent aðgangskort að messunni. Á kortinu var ekkert minnzt á komu þeirra Roosevelts og Churchills, en sendimaðurinn sagði: „Þér munuð sjá eftir því, ef þér komið ekki núna.“ Flestir þeirra, sem boðin fengu, voru komnir í sæti sín kl. 10, þegar guðsþjónustan átti að hefjast, og þar sátu þeir gapandi áf undrun, þegar Roosevelt og Churchill gengu inn kirkjugólf- ið. — Fyrir utan, allt i kringum kirkjuna, hafði hermönnum, sem vopnaðir voru rifflum og vélbyssum, verið komið fyrir á húsþökum. Álíka vel vopnaðir menn voru i trjágöngunum alls- staðar i nágrenninu og yfirleitt allsstaðar, þar sem hægt var að nálgast kirkjuna. Þessir menn vörnuðu öllum, sem ekki höfðu skilríki, að koma nálægt þess- um stað. Mennirnir, sem gæta forset- ans eru flestir ungir menn og röskir. Þeir eru ágætar skyttur, skjóta bæði vel af handvélbyss- um og skammbyssum, sem þeir bera alltaf á sér, þegar þeir eru að gegna störfum sínum. Mán- aðarlega æfa þeir sig í nokkrar klukkustundir í skotfimi. Hver þeirra verður að geta skotið markvisst, með livorri hönd- inni sem er, því að enginn getur sagt um, hvorum megin hann kann að verða við vagn forset- ans, þegar hættu ber að hönd- um. Markvísi byssa þeirra er reynd á einhverjum erfiðustu Washington, höfuðborg Bandáríkjanna. Myndin er tekin, er hersýning fer fram i hjarta borgarinnar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.