Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1944, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1944, Blaðsíða 6
6 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Pallesen kennari, er einnig var meðhjálpari og söngvari í Hilstrupkirkju, var á lieimleið af stjórnarfundi um trygging- armál. Er liann kom í námunda við kirkjuna fór að rigna. Það var enn töluverður spölur heim til hans. Pallesen mundi allt í einu eftir því, að hann átti geymda regnlilíf í kirkjunni. Hann tók upp vasaskriðljósið, og gekk í gegnum sáluhliðið. Þetta var í nóvembermánuði, kl. 11 að kveldi. Kirkjugarð- urinn var óyndislegur, og Palle- sen fór ósjálfrátt að hugsa um en þá var manni, sem krafðist þess að fá að tala við forset- ann sjálfan, ýtt inn í skrifstofu Jimmys. „Hvað er þér á hönd- um, vinur sæll?“ sagði Jimmy og horfði á manninn gegnum gleraugun. „Eg verð að tala við forsetann“, sagði maðurinn, og var þessi byrjun í samræmi við það, sem hann hafði lieyrt mörg hundruð sinnum áður, á hverju einasta ári. Þá tók maðurinn að segja samhengislausa sögu um fjandsamlega njósnara, sem væru á vakki kringum forset- ann og hann yrði að vara þenn- an æðsta handhafa fram- kvæmdavaldsins við. Jimmy spurði hann rólega, hvaða kúla væri á vösum hans. „I starfi mínu getur þú búizt við hverju sem er af mér“, sagði maðurinn og lagði marg- hleypu á borðið fyrir framan sig. Jimmy tók byssuna og lét hana ofan í skúffu hjá sér. Þá glotti máðurinn og snörl- aði: „Heldur þú að eg sé eins vitlaus og þú heldur“, sagði hann, fór ofan í frakkavasa sinn og tók upp aðra marg- hleypu. Jimmy henti einnig þessari byssu ofan í skrifborðs- skúffu sína og sagði. „Þú ert sniðugur.“ „Já, er það ekki,“ sagði hinn, „heldur þú kannske að eg hafi ekki séð við þessum útlendu njósnurum." Og enn náði hann í byssu ofan í vasa sinn. Er Jimmy hafði hent þess- ari byssu ofan í skúffu sina, hristi liann höfuðið undrandi og sagði: „Ættum við annars ekki að fara i smá reiðtúr og spjalla saman um þetta mál; forsetinn er nefnilega önnum kafinn þessa stundina.“ Það var ekki fyrr en búið var að setja þriggja byssu manninn undir geðveikraeftir- lit, að hann tók að efast um skilning Jimmys og hollustu við þetta mál. (Lausl. þýtt úr Liberty). ^másagfa eftir Hartin Jensen. drauga og draugasögur. En liann vissi að það var í mótsögn við guðsorð, að trúa draugasög- um. „Öttalaus þú ætíð sért,“ raulaði Pallesen, og flýtti sér. Hann opnaði kirkjuna. Það ískraði í hjörunum og kennar- inn fann til hræðslu. Hann gekk inn í kirkjuna og lýsti yfir hekkjaraðirnar til heggja liliða. Regnhlífina hafði hann lagt í sæti sitt, er var á innsta bekk. Pallesen var kominn stutt á- leiðis er hann missti vasaljósið niður á gólfið. Hann greip ljóskerið og lýsli inn 1 kórinn. Hann deplaði augunum og gat ekki trúað því, er hann sá. Framan við altarið, í bæli því, er búið var til úr púðum þeim er altarisgestir krupu á, lágu tvær manneskjur. Það var karl og kona, bæði ung. Þau voru sofandi. Kápu stúlkunnar höfðu þau breitt yfir sig. Það sem sást, voru höfuð þeirra, og handleggir og fætur stúlk- unnar. Maðurinn var dökk- hærður. Höfuð hennar hvíldi á öxl piltsins. Þau voru ljóm- andi falleg. En Pallesen var of æstur til þess að gefa því gaum. Hann skalf af æsingi og mátti vart mæla. Þau vöknuðu, að líkindum vegna þess að ljósið skein á þau. Pilturinn reis upp við olnboga og deplaði augun- um, þreif í stúlkuna og talaði til hennar. Hún vaknaði, reis upp til hálfs, roðnaði og varð utan við sig er hún sá ljósið. Það varð stutt þögn. Þá mælti Pallesen: „Inga — og Hans Jörgen!“ Ungi maðurinn opnaði munn- ■ inn, en sagði ekkert. Hann reis hægt á fætur og stúlkan einnig. „Nú skulum við fara,“ mælti Jörgen við Inger, í hálfum hljóðum, á meðan hann hjálp- aði henni í kápuna. Hún laut niður og ætlaði að grípa púð- ann og láta á sinn stað. Pallesen mælti: „Láttu þá vei'a.“ Þau hrukku við, rödd lians var svo harðneskjuleg. Svo gengu þau, hægt og álút, út úr kirkjunni. Pallesen kennari stóð margar mínútur framan víið a.lta'rið, og horfði á „hreiðrið". En sú vanhelgun á guðs heilaga húsi — og rétt við altarið! „Spörinn hefir fundið liús, svalan sitt hi’eiður — þín ölt- ingarorð komu fram í liuga Pallesens. En lianh rejuxdi að hrinda þeim frá sér. Það væri guðlast að hugsa þannig. Palle- sen vai’ð djúpt snortinn.-Hann hafði kennt þeim háðum. Jörg- en var einn hezti nemandi hans. Og Inger sem söng svo vel. Hve gömul ætli þau sé orð- in? Rétt um tvítugt. Jafnaldr- ar. Hans Jörgen var einbii’ni, sonur efnaðs óðalsbónda. Fað- ir Inger var kirkjugarðsvörður og liringjai’i við þessa kirkju. En hún var vinnukona á hæ í sveitinni. Hún hlaut að hafa náð í kirkjulyklana hjá föður sínum. Hve lengi skyldu þau liafa liaft kirkjuna til stefnu- móta? Pallesen andvarpaði þungan. Strax á morgun ætl- aði liann að fara til prestsins, og tala við hann.. Púðana hreyfði hann ekki. Prestur skyldi sjá þá með eigin aug- um. „Corpus delicti,“ tautaði Pallesen. Hann var gjarn á að nota útlend orð. Pallesen gleymdi að taka regnhlífina er liann yfirgaf kirkjuna. Kom hann því hold- votur heim. Kona lians settist upp i rúm- inu og ætlaði að ávita hann vegna þess hve seint hann kæmi. En hún lét það niður falla, er hún sá hve hátíðlegur maður hennar var. Það var sami hátíðleikinn og er hann las bænir í kirkjunni. Pallesen hafði ákúeðið að segja ekki konu sinni frá því er hann sá í kirkjunni. En hann gat ekki þagað. Frú Pallesen blóðroðnaði á meðan hann sagði henni frá þessu hneyksli. Þetta þótti ljótasta saga, er lengi hafði heyrst í Hilstrup- sókn. Og næsta dag áður en klukkan var orðin tíu, var fréttin kojnin í „Neytenda- verzlunina“. Allan daginn var fjöldi manns í húðinni og ræddi hneykslismál þetta frá öllum hliðum E'r prestui’inn sást fara á hjóli lieinx til Hans Jörgen, komst spenningurinn á hæsla stig. Að klukkustund liðinni hélt prestur heimleiðis. Já, þetta var frétt sem sagði sex. Einhver sagði: Maren Vaiig er ef til vill ekki eins horubrött í dag og venjulega. Undir þessa athugasemd var tekið með hrifningu. Það var kunnugt að móðir Hans Jörgen ætlaðist til að hann kvæntist ingfrú Petru í Hilstrupbæ. Flana vildi Maren fá fyrir tengdadóttur. Þennan dag var Maren Vang ekki upp með sér.. Hún sat við borðsendann í dagstofunni, og liorfði á son sinn. Andlit henn- ar var steinrunnið. Hans Jörg- en leit ekki á hana. Hann fylgdi prestinum eftir með augunum þar sem hann, virðulegur og í hægðum sínum, lijólaði niður veginn. Jörgen liafði liðið hræðilega illa á þessum klukkustundar langa fundi með prestinum og foreldrun- um. Ojrð prestsins hljómuðu enn í eyruni hans. „Hans Jörgen! Hefurðu gleymt hverju þú lofaðir, er þú réttir mér liöndina á ferming- ardegi þínum?“ „Hvernig gastu fengið af þér að gera þetta?“ spurði móðir hans í þriðja sinn. Hans Jörgen sneri sér við og horfði á liana. Andlit lians var þvermóðskulegt, en fölt og mæðulegt. Það var enga iðrun né ótta á svip lians að sjá, að- eins heiskja og þreyta. Hvað átti þessi gauragangur að jiýða? Snerti þetta alla hér- aðsbúa? — I kirkjunni liafði hann lifað sínar indælustu stundir. Á hinum hljóðu kvöld- um hafði liann þarna verið frjáls með Inger. Fyrr þekkti hann ekki neitt frjálsræði. Jörgen vissi að það var þýð- ingarlaust að útskýra þetta fyrir móður sinni. Hann sagði því aðeins eina setningu: „Þú hefðir átt að leyfa okkur að trúlofast.“ Hún svaraði: „Eg vildi liugsa sem bezt fyrir framtið þinni.“ 1 dag gat Maren ekki rifist. Þetta var svo voða- legt. Áform hennar höfðu eyði- lagst. Hún liafði lengi glaðst af því með sjálfri sér hve mik- il brúðkaupsveizla skyldi liald- in verða er Jörgen gengi að eiga Pelru frá Hilstrupbæ. Hún liafði séð þau í anda gefin sam- an í kirkjunni að viðstöddu miklu fjölmenni. En nú? Nú mundi ekkert kirkj,ubrúðkaup haldið. Það liafði presturinn sagt ákveðið. Ekki eftir að þetta hafði skeð. Og svo skyldi hann velja Ing- er. Hún var dóttir Mikkels hringjara og grafar- eða kirkju- garðsvörðs. — Hún ætlaði eklci að láta son sinn tengjast þess- konar fólki. Þvílíkt ólán að Inger skyldi vera ráðin á Iieim- ilið. Hún liafði farið í taug- arnar á Maren strax fyrsta dag- inn. Hún var of fjörug og ung- gæðisleg. Hún var of frek. Hún liefði átt að hafa það hugfast hverra manna hún var. Hans Jörgen stóð og liorfði

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.