Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1944, Page 8

Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1944, Page 8
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 8Í»M Fyndni og flónska. (Eftir handriti Bencdikts prests » Þórðarsonar). 1. Einhver ljær Fúsa mussu! Einhverju sinni hittust þeir á Akureyri, Stefán amtmaður Þórarinsson og Sigfús prófast- ur Jónsson í Höfða (1760— 1803). Amtmaður var þá létt- asta skeiðs aldurs síns, fram- g.jarn mjög og bráðlyndur; pró- fastur hniginn að aldri, gleði- maður og skáld gott, einarður, og hélt jafnan hlut sínum, við hvern sem var að skipta. Þeim amtmanni har sitthvað á milli, og lét prófastur sitt ekki minna; reiddist amtmaður og hafði þau orð um, að réttast væri, að hann hefði prófast af hemp- unni. Prófastur lét sér ekki bilt við verða og svaraði: „Farðu til fjandans með hana, kajrl minn! Einhver ljær Fúsa mussu!“ 2. Það er stand á Goddastöð- um! Á dögum Stefáns prests Benediktssonar í Hjarðarholti í Dölum biuggu hjón á Godda- stöðum, og Loftur hét og Mar- grét. Loftur var sonur Halldórs bónda á Hvoli í Saurbæ, en Margrét dóttir .Tóns Þórðarson- ar á Höskuldsstöðum, bróðir Bergþórs í Ljárskógum. Þau Löftur áttu jörðina, er þau bjuggu á. Er þau höfðu búið þar skamma stund, veiktist Loftur og lá rúmfastur um hríð. Varð Margrét því að sjá fyrir búinu, og stunda mann sinn 1 tegunni. F.inhvern dag, er Margrét var við búverk, kemur henni 1 hug, að maður sinn befði beðið um að drekka, er hún fór úr bað- stofnnni. Lætur hún þá mjólk í ask og her innar, og er hún kemur í haðstofu kallar Iiún: „Hér er að drekka, Loftur! — Seztu unp og taktu við!“ Loft- ur anzar engu, og hrevfir sig bv^rrn'. Margrét kallar aftur og híð hriðía sinn. en ekki gegnir T oftur. Gengur Margrét þá að rúminu, ætlar hún að hann sofi og vill vekia hann, en finnur hrátt hverskyns var: Loftur var dauður. Stnndu síðar fór hún að sinna búvprinim sinum sem áður. En er hún kemur fram í eldhúsið, gér bún að dauður er eldurinn Kólnadnr leirhver npp i óbyggðnm o Island er ekki að ófyrirsynju nefnt land andstæðnanna, land elds og ísa. Hvar sem farið er imi óbyggðir landsins rekst mað- ur á þessar andstæður, víða gefur að líta rjúkandi hveri við ræt- ur jöklanna og sumstaðar rýkur jafnvel upp úr jökulsprungum — svo gífurlegar eru andstæðurnar í óbyggðunum íslenzku. Sú mynd, er hér birtist, er tekin í Vonai’skarði og sýnir kólnaðan leirhver skammt frá rótum Vatnajökuls, inni í mestu og hrjóstrugustu öræfum Islands. I Vonarskarði er víðáttumikið vatns- og leirhverasvæði, en sumir hverirnir eru þornaðir upp og sér þar aðeins í djúpar holur niður í jarðveginn með leir- skorpu í kring. og mjólkin í pottinum orðin að gelli. Verður henni þá enn meir amasamt, og gengur út, mætti manni á hlaðinu, og er þau höfðu heilsast, mælti hún: „Það er stand á Goddastöðum núna: drepinn eldurinn, kolyst í pott- inum og Loftur liggur dauður inni í rúmi!“ 3. Embættisframi. Eitt sinn gisti Steingrímur biskup á yfir- reið hjá gömlum prófasti. Bar þeim margt á góma og það með- al annars, hversu lítil laun pró- fastur hefði. Hafði prófastur þessi þjónað embætti lengi og þóttist því mega trútt um tala. Gerðist hann allskorinorður að lokum, og kvað svo að orði, að betra væri að vera böðull en prófastur. „Það liggur þá næst, prófastur minn, að segja sig frá þessu og sækja um hitt.“ 4. Þúsund munnar. Þegar Sigurður prestur Grímsson kom að Þönglabakka 1819, liöfðu bændur þar í sóknum eigi þýðzt messusöngbókina nýju í kirkjunni og héldu Grall- arasöngnum óbreyttum. Presti líkaði það eigi, og mælti fram með bókinni við þá, og létu þeir að orðum hans, og sungu sálma úr bókinni. Liðu svo nokkrir sunnudagar, að ekki bar til tíð- inda. Þá lét prestur þá eitt sinn syngja sálminn: „ö, þó eg hefði þúsund munna“, en þá varð þeim felmt við, og mæltu svo, að þó þeir hefðu ei nema einn munninn, yrði þeim fullerfitt að reita í hann, hvað þá heldur ef þeir væru þúsund. 5 Fátt af guðsbörnum. Jón prestur Ásgeirsson í Skapta- túni, er þjónaði Nesþingum 1792—1834, kom eitt sinn um vertíð að Ingjaldshóli, til messu- g.iörðar, og var miög fátt af sóknarmönnum komið til kirkj- unnar, en margt af vermönnum. Þegar prestur gekki í kirkjuna og leit yfir söfnuðinn mælti hann: „Fátt af guðsbörnum; flest útróðrannenn.“ 6. Strákurinn, sem ekki öf- undaði kónginn. Piltur einn um- komulítill hófst einu sinni upp úr eins manns hljóði á vökunni og mælti: „Ekki get eg öfund- að kónginn.“ Hann var spurður hvað til bæri. „Mér hefir verið sagt,“ svaraði hann, „að kóng- urinn verði að greiða hár sitt á hverjum degi og kemba sér, en þó að eg giöri það ekki nema einu sinni á ári, þá þvkir mér það full-illt og vlldi hebt ftl.drei gera það.“ Kirkjuleiðslan. Þegar séra Benedikt Pálsson, er síðast var prestur að Stað á Reykjanesi (f 1843), þjónaði Miklagarði 1 Eyjafirði, bar svo til, að hjón giftust í sókn hans, og ól kon- an barn mánuði síðar. Prestur taldi það lausaleiksbrot og af- tók að leiða konuna í kirkju. Kom hún tvívegis svipferðis. Fer þá bóndi á fund prófasts að Hrafnagili, og kærir prest fyrir honum. Prófastur ritar þá presti bréf, og skipaði honum að Ieiða konuna í kirkju. Fékk hann bónda bréfið, að hann færði presti það. Fer nú bóndi erindi feginn til kirkjunnar næsta sunnudag, og er prestur gengur í kirkju, er konan setz( á stól fyrir aftan ldrkjudyr, en bóndi situr í kórbckk og rétt- ir presti bréfið prófasts. Prestur tekur við bréfinu og veit hvað vera muni, lítur á og segir: „Nú mun eg mega láta undan.“ „Og það ætla eg þér“, mælti bóndi. Prestur tekur seint til embættis- gjörðar, og fer að öllu tómlega. Veður var hvasst og kalt. Hirti hann eigi, þótt konan skylfi af kulda við kirkjudyr. Áður en hann færi 1 stól, gekk hann fram að leiða konuna í kirkju; og er hann kemur í kirkjudyr, segir hann: „Stattu upp, Lauga! Komdu, Geii*Iaug!“ Tók hann þá í hönd hennar og mælti: „Gakktu í þirkju! Breyttu beþ ur en áður!“ Prestur sleppti henni þar, og gekk inn þegar. Lygasögulistin. Þegar séra Arnór Jónsson, er síðar varð prófastur í Vatnsfirði, þjónaði Hestþingum, bjó Stefán amt- maður Stephensen á Hvítár- völlum. Arnór var þá ungur og þá gleðimaður mikill. Henti hann mjög gaman af skrítnum smásögum og hafði þær oft á hraðbergi. Oft hafði hann og sömu söguna upp aftur og aft- ur. Tíðum ræddu þeir saman, Arnór prestur og amtmaður, og verður amtmanni þá að orði, eitt sinn er Arnór var með sögu eina, er amtmanni þótti ósenni- leg og prestur hafði sagt hon- um áður: „Þú ert búinn að Ijúga þessu svo oft, að þú ert farinn að trúa því sjálfur." Karl einn, er gengið hafði til skrifta með öðru fólki, hvarf úr kirkjunni undan útdeilingu, og er henni var lokið, vantaði karlinn. Meðhjálparinn gengur út að leita hans, og finnur hann inni í eldhúsi á bænum, og er hann þar við skófnapott. Með- hjálparinn segir horium hvar komið sé í kirkjunni og skipar honum að koma þegar með sér. Þá segir karl: „Skárri eru það nú skrattáns lætin! Ekki ligg- ur líf við! Má eg ekki skafa pottinn áður?“

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.