Vísir Sunnudagsblað - 01.10.1944, Blaðsíða 2
2
nokkuru leyti frumritaður. Allt
það, sem nú hefir verið talið,
frá verkun skinnsins til ritunar
bókarinnar, hefir verið mikið
verk margra handa. Má full-
yrða, að í öðrtim löndum en á
íslandi hefðu aðeins auðugar
stofnanir eða ríkustu menn
færzt í fang að koma sér upp
öðru eins handriti, því að áður
en prentlistin kom til sögunnar
voru bækur næsta dýrar og fá-
gætar.“
Jón Hákonarson.
Það var Jón Hákonarson í
Víðidalstungu, sem lét skrifa
Flateyiarbók, en hann er fædd-
ur 1350 og líklegt að hann hafi
dáið laust eftir 1400, sennilega
1 „svarta dauða“.
1 formálanum segir Nordal
ennfremur:
„T annál Flatey.iarbókar er
getið fæðingarárs Jóns — eins
og föður hans og afa — og síð-
an þess eins um hann, að hann
hafi árið 1394 ásamt ýmsum
öðrum mönnum verið nefndur
í gerð af Birni Einarssyni (Jór-
salafara). Hefir hann 1 það sinn
verið i fylcd með Birni á Vest-
fiörðum. I Nýja annál er Jón
Hákonarson nefndur einu sinni,
og hafa þeir Guðbrandur Vig-
fússon og Finnur Jónsson báðir
ráðið af þeim stað, að hann hafi
þá verið staddur (eða jafnvel
búandi) á Austurlandi. Annáls-
greinin hljóðar svo: (1398)
„Höggvinn * Páll gaddur Guð-
mundsson fvrir það, er hann
særði Jón bónda Hákonarson
lemstrarsári í þingreið. Komst
hann í kirkju að Eiðum í Fljóts-
dalshéraði og var síðan tekinn
þaðan með þeim hætti, að hann
var borinn út úr kirkjunni sof-
andi. Gerðu það þrír menn í
dularklæðum og urðu eigi
kenndir af alþýðu. Var hann
fluttur norður um land og
höggvinn á Húnavatnsþingi.
Bauð hann mörg boð áður sér
til lífs, og vildu Norðlendingar
þau eifgi hafa, því engir treyst-
ust að eiga hann yfir höfði sér.“
— Ef hvorki er oflesið né van-
lesið, stendur hér ekkert um,
hvar Jón hafi verið særður.
Páll gaddur virðist hafa verið
norðlenzkur, hann er fluttur
austan o. s. frv. Er langsenni-
legast, að hann hafi komizt
undan eftir tilræðið við Jón og
farið huldu höfði, unz til hans
fréttist á Austurlandi, menn
voru gerðir eftir honum, hann
leitaði bar hælis, sem hann var
þá kominn, — en mál hans ver-
ið dæmt í Húnavatnsþingl
vegnn þess. að þar átti Jón Há-
i
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ
Skarð á Skarðsströnd,
konarson heima og liklega þeir
báðir, hvort sem Jón hefir ver-
ið staddur sunnan eða norðan
heiða, þegar hann var særður í
þingreiðinni.“
Saga Flateyjarbókar.
„Nú skal vikið að því, sem
helzt verður vitað um sögu bók-
arinnar eftir dauða Jóns Hákon-
arsonar, og einkum örlögum
hennar, meðan hún var hér á
landi.
Jón Hákonarson 'átti tvö
börn, sam nafngreind eru í
heimildum, Helga og Guðnýju.
Helgi erfði Víðidalstungu eftir
föður sinn, en Guðný síðan
hálfa jörðin'a eftir Helga hróð-
ur sinn látinn. Hin hálflendan
rann fyrst til ekkju Helga, Mar-
grétar, en því næst til föður
hennar, Þorleifs Marteinssonar.
Rétt fyrir 1416 hefir Þorleifur
Árnason keypt hluta Guðnýjar
af manni hennar, Sveini Berg-
þórssyni.
Þorleifur Árnason (d. 1433)
var sonur Árna Einarssonar
prests, Hafliðasonar. Seinni
tíma fræðimenn hafa haft.það
hver eftir öðrum án frekari at-
hugunar, að fyrri kona Árna
Einarssonar • og móðir Þorlerfs
hafi verið Guðný Hákonardótt-
ir, systir Jóns í Víðidalstungu.
En fyrir þessu er því miður
enginn stafur í gömlum og gild-
um heimildum, og virðist fyrst
hafa verið gizkað á það af mis-
skilningi, að Árni hafi átt G«ð-
nýju, dóttur Jóns Hákonarson-
ar, og Víðidalstunga komizt
með þeim hætti í eigu Þorleifs
Árnasonar, en síðan, er það
reyndist bersýnilega rangt, hafi
því verið breytt svo, að kona
Árna hafi ekki verið Guðný
Jónsdóttir, heldur Guðný Há-
konardóttir. — Seinni kona
Árna Einarssonar var Ragnlieið-
ur Sæmundsdóttir, sunnlenzk
og að öllum líkindum af ætt
Oddaverja. Hún átti Auðbrekku
í Hörgárdal, og erfði Þorleifur
hana hálfa, en keypti hálfa ár-
ið 1406. Fluttist hann ])á þang-
að frá Grenjaðarstöðum.
Vér verðum að una því, ef
nýjar heimildir koma ekki 1
ljós, að Guðný Hákonardóttir
hverfi algjörlega úr sögunni, en
ókunnugt sé um fyrri konu
Árna Einarssonar og móður
Þorleifs. Ef til vill kynni það
að benda til einhverra mág-
semda eða skyldleika við það
Víðidalstungufólk, að Þorleifur
skyldi slægjast eftir að kaupa
jörðina. Þess má geta, að þeir
Árni Eiharsson óg Björn Jór-
salafári áttu saman mikil jarða-
kaup 1399. Seldi Björn Árna þá
jarðeignir á Suðurlandi fyrir
jarðir í Húnavatnsþingi, en eng-
in jarðanna, sem Árni selur, var
úr eigu þeirra Víðidalstungu-
manna, svo að vitað sé. Jarð-
eignir gengu þá og þó sérstak-
lega síðar, eftir plaguna, mjög
kaupum og sölum milli auð-
manna, eftir því sem þeim þótti
sér henta. Mátti það vera nægi-
leg ástæða fyrir Þorleif til þess
að kaupa Víðidalstungu, að
hann var ættaður úr Húna-
vatnsþingi- og kunnugur þar,
en jörðin höfuðból og fáanleg
til kaups. Þorleifur lcvæntist ár-
ið 1405 Kristínu, dóttur Björns
Jórsalafax-a (Vatnsfjarðar-
Kristínu), sem áður hafði átt
Jón Guttormsson, bróður Lofts
ríka. Hafa þau* gerzt umsvifa-
mikil í búskap og jarðakaupum.
Var eðlilegt, að þau keyptu
jarðir vestan Eyjafjarðar (þau
virðast hafa átt bú í Glaumbæ
í Skagafirði), því að þau áttu
von í Vatnsfirði og bjuggu þar
síðar. Frá þeim er komin geysi-
rríikil ætt og margt stórmenni.
Sonur þeirra var Bjöm ríki Þor-
leifsson, hirðstjóri, sem veginn
var af Englendingum á Rifi
1467. Hann átti Ólöfu Loftsdótt-
ur ríka. Þau erfðu Skarð á
Skarðsströnd og bjuggu þar.
Dóttir .þeirx-a Þorleifs og Krist-
ínar var Solveig, sem fyrst átti
Orm, son Lofts ríka. Þau
biuggu í Víðidalstungu. Solveig
skildi við Loft og gerðist fylgi-
kona Sigmundar prests Stein-
dórssonar. Þeii-ra sonur var
Jói\ lögmaður (d. 1520). Hann
eignaðist Víðidalstungu og bjó
þar. Síðan gekk jörðin í ætt
lians allt fram á vora daga.
Þetta hefir verið rakið hér
vegna þess, að um bækur Jóns
Hákonarsonar og seinni feril
þeirra má fá allörugga vitn-
eskju með því að kynna sér,
hvað varð af eignum hans og
einkum höfuðbólinu.
Eigur Þorleifs Marteinssonar,
sem fyrr var getið, runnu til
tveggia dætra ólafs staða, bróð-
ur lians, 1427. Frá 1428 er til
samningur milli manna þeirra
ólafsdætra og Vatnsfjai’ðar-
Kristínar, að hún skuli láta gera
upp kirkjuna í Víðidalstungu,
sem hafði brunnið, en þeir
gjalda Ki’istínu tvær jarðir
vegna kostnaðar af kirkjusmíð-
inni. Almennt hefir verið talið,
að þau Þorleifur og Kristín hafi
keypt liinn helming Víðidals-
tungu um þetta leyti, og þykir
mér það sennilegast, þótt ekki
sé það skjalfest. En víst er, að
jörðin er síðar öll 1 eigu þeiri’a
niðja. T|
Solveig, dóttir Ólafs staða,
átti Guðmund Þorláksson. Son-
ur þeirra hefir án efá verið Jón
Guðmundsson, sem átti Sess-
elju Sumarliðadóttur, Loftsson-
ar ríka. Þeirra sonur var Gi’ím-
ur lögréttumaður á Vatnshoi’ni
í Haukadal. Hans son var Berg-
þór, sem seldi -Guðbrandi Þor-
lákssyni Vatnshorn 1581 og
gerðist um leið próventumaður
biskups. Bergþór hefir flutzt til
Hóla skömmu síðar, og haft þá
Vatnshyrnu með sér. Þar
hefir Arngrímur lærði kynnzt
henni og kennt hana við heim-
ili Bergþórs. Það virðist því ein-
sætt, að bókin hefir vei’ið erfða-
gripur í hér um bil tvær aldir
og er kennd við Vatnshorn í
Haukadal. Hún hefir geymst vel
fram yfir 1600, en þá byrja
hrakningar hennar, sem fyrr
var getið. Er það hörmulegt, að
hennar skyldi ekki vera betur
gætt, slíkir menn sem þeir voru,
niðjar og náfrændur Guðlxrands
biskups.
Þá víkur sögunni beint til
Flateyjarbókar. Neðan yið hinn
forna formála á fyrstu blaðsíðu
hennar stendur með hendi frá
17. öld: „Þessa bók á eg, Jón
Finnsson, að gjöf míns sáluga
föðurföðurs, .Tón Bjornssonar,
svo sem bevísingar til finnast
skulu, en var mér af mínum
sáluga föður, Finni Jónssyni,
sjálfum persónulega afhent og
i þeirri meiningu til eignar
fengin. Til merkis ríxitt nafn hér
fyrir neðan. Jón Finnsson með
eigin hönd.“ .Tón Finnsson var
kominn í beinan karllegg af
Þorleifi Árnasyni: