Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 01.10.1944, Qupperneq 3

Vísir Sunnudagsblað - 01.10.1944, Qupperneq 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Þorleifur Árnason I Björn ríki I Þorleifur hirðstjóri I Björn á Reykhólum J Jón i Flatey I Finnur I Jón Þorleifur Árnason mun hafa eignazt bókina, um leið og hann keypti hálfa Víðidalstungu af Guðnýju Jónsdóttur og manni hennar. Hefur Flateyjarbók þá áður fallið í hlut Guðnýjar Jónsdóttur (eftir bróður sinn eða föður), en Vatnshyrna í hlut Þorleifs Marteinssonar. Björn ríki á Skarði hefir síðan erft Flateyjarbók eftir Þorleif föður sinn. Einhvern tíma um eða öllu heldur nokkuru eftir miðja 15. öld hefir verið bætt inn i hana þeim 23 blöðum, sem á eru sögur þeirra Magnúsar góða og Haralds harðráða. Má telja vafalítið, að það hafi verið gert meðan hún var á Skarði. En þar hefir bók- in að líkindum verið í full 46 ár, frá dauða Þorleifs Árnasonar til dauða Ólafar ríku (1479), en siðan gengið í arf til Þorleifs, sonar hennar (d. 1486), og Björn á Reykhólum erft hana eftir föður sinn. Þessi íauki frá 15. öld er að vísu myndarlega úr garði gerður, eftir því sem tíðkast um handrit frá þeim tíma, en stendur samt bók Jóns Hákonarsonar mjög að baki um frágang. Einkum eru upphafs- stafirnir stórum svipminni og ekki gerðir af slíkri listfengi sem stafir Magnúsar prests Þór- hallssonar. Það var hvort tveggja, að þeir menn, sem áttu Flateyjarbók í hér um bil 230 ár hver fram af öðrum, voru engir kotungar, enda hafa þeir kunnað að meta bókina og varðveitt hana sem kjörgrip ættarinnar. Á það bendir greinilega klausa sú um eignarheimild á henni, sem Jón Finnsson ritaði og áður var til- færð. Jón Björnsson ge^ir þá ráðstöfun við Finn son sinn, að bókin gangi til sonarsonar síns og nafna, svo að ekki verði um þrætt. Einu sinni á þessu tímabili var Flateyjarbók samt hætt komin. I skrá um bækur stað- arins i Skálholti árið 1612 hefir Oddur biskup Einarsson ritað þetta: „Finnur Jónsson í Flatey á hér stóra sögubók, sem hér hefir legið nokkur ár. Þar eru á kónga sögur og nokkuð annað. Hún skal komast með góðum skilum til hans aftur, þá hann vill ekki liða hana hér lengur.“ Árið 1629 brann staðurinn i Skálholti og þær bækur, sem voru ekki í kirkjunni. En þá hefir bók Finns Jónssonar að líkindum verið komin aftur vestur í Flatey, hvort sem Odd- ur biskup hefir tekið rögg á sig og skilað henni, — ekki viljað „liða hana lengur“ í Skálholti. Um miðja 17. öld var eyðing skinnbóka á Islandi orðin sem hráðust. Margt dró til þess, með- al annars fátækt þjóðarinnar og slæm húsakynni, sem frá fornu fari höfðu valdið því, að bækur geymdust illa, brunnu o. s. frv. En samt má ekki gera of mikið úr því, sem fræðimenn einatt hafa haldið fram, að skinnbók- unum hafi verið eytt vegna þess, að þjóðin hafi verið and- lega dauð og smekkur hennar á fornritin glataður. Mér liggur við að segja, að því sé þveröf- ugt farið, svo undarlegt sem það kann að virðast í fljótu bragði. Menn vildu einmitt 1 e s a forn- ritin. Þess vegna gengu þau manna á milli til láns, skitnuðu, máðust, gengu úr sér, og framar öllu þess vegna vildu menn heldur pappírsafrit, sem voru fyrir allra hluta saldr miklu auðlesnari. Þegar skinnbók hafði verið afrituð á pappír, var hún fyrst í verulegum háska stödd. Hún var úrelt, gengin úr gildi, vanhirt eða gripið til blaða úr henni til ýmissa þarfa. Til þess var engin von, að alþýða manna eða venjulegir fróðleiks- menn skildu muninn á gildi skinnbókar og pappírsbókar sama efnis fyrir fræðimenn og framtiðina. I rauninni má segja, að Árni Magnússon hafi fyrstur manna skilið þetta til hlítar — og í siðustu forvöð til þess að bjarga flestum þeim skinnbóka- leifum, sem hann náði á Is- landi. Svo að einungis eitt dæmi sé tekið af mörgum, skal hér minnzt á örlög handritsins af Islendingabók Ara. Sira Jón Er- lendsson í Villingaholti skrifaði þá bólí, í tveimur eintökum fyr- ir Brynjólf biskup Sveinsson eftir mjög gamalli skinnbók, sem síra Jón hugði eiginhand- arrit Ara („eftir hans eigin handskrift á bókfelli, að menn meina.“) Hér voru engir aular við riðnir, Brynjólfur lærðasti Islendingur sinnar tíðar og sira Jón fróður maður og glöggur. En — hvað varð vun hina gömlu skinnbók? Enginn veit, hver hefir átt hana né hvað af henni varð. Víst er, að hún hefir verið glötuð, áður en Árni Magnússon fór að safna, því að enga bók hefði hann heldur viljað eign- ast. Og ólíklegt er, að Brynjólf- ur hefði ekki getað klófest hana, ef hann hefði lagt sig í fram- króka, hvað sem orðið hefði síðan af henni eftir hans dag. Flateyjarbók slapp við glöt- un, bæði vegna þess, að hún var í sérstökum metum höfð af eig- endum sínum og •— ekkert pappírseftirrit var gert af henni, að minnsta kosti ekki allri, með- an hún var á Islandi. Hins vegar lágu fyrir heimi sömu örlög sem öðrum íslenzkum skinnbókum: að flytjast úr landi. Síra Jón Halldórsson í Hítar- dal getur þess í sögu Brynjólfs biskups (í Biskupasögum sín- um), að Friðrik konungur III. hafi skrifað honum „að útvega hér í landi þær antiquitates (þ. e. fornar bækur), sögur og göm- ul document, sem fást kynni hans Majistati til þénustu og þóknunar og til að auka hans konglega bibliotecam.“ Bisk- up auglýsti þessi tilmæli kon- ungs bréflega í lögréttu á al- þingi 1656, skoraði á almenning að láta sig fá til kaups gamlar • bækur handa konungi eða til láns að láta rita eftir þeim og bauðst til þess að taka við þeim og koma tjl skila bókum, er menn vildu gefa konungi o. s. frv. Þá heldur síra Jón áfram frásögn sinni: „Jón bóndi í Flatey, sonur síra Torfa Finnssonar, átti stóra °g þykkva pergamentisbók með gamla munkaskrift, innihald- andi Noregs konunga sögur og margt fleira, og hér fyrir var hún almennilega kölluð Flateyj- arbók.. Hana falaði M. Brynj- ólfur til kaups, fyrst fyrir pen- inga, síðan fyrir fimm hundruð í jörðU, fékk hana þó ekld að heldur. En er Jón fylgdi honum til skips úr eyjunni, gáf hann honum bókina, og meinast, að biskupinn hafi hana fullu laun- að. Síðan sendi og skenkti M. - Brynjólfur hana kongl. Maje- stati.“ Jón Halldórsson getur þess ekki, hvenær þetta hafi gerzt, en Jón Espólín bætir því við í árbókum sínum, að það hafi verið 1647, þegar biskup vísi- teraði Vestfjörðu. En Brynjólf- ur biskup mun hafa sent kon- ungi bókina 4rið 1656. Jón Torfason i Flatey var bi*óðursonur Finns Jónssonar. En með því að Jón Finnsson lifði fram yfir 1656, hafa menn í seinni tíð hallazt að þeirri skoðun, að nöfn þessara tveggja Jóna hafi skolazt til hjá síra Jóni Halldórssyni og Jón Finns- son muni hafa verið síðasti eig- andi bókarinnar í Flatey. Þetta má nú telja fullöruggt. 1 Sjáv- arborgarannál segir svo við árið 1647: „Visiteraði M. Brynjólfur Sveinsson í þriðja sinn Vest- fjörðu og messaði að Flateyj- arkirkju á Breiðafirði 12. sd. eftir trinitatis (þ .e. 15. sept.). Þá skenkti Jón Finnsson þar biskupinum kóngabókina gömlu, sem lengi lá i Flatey og hans langfeðgar átt höfðu.“ Ur þessum annál hefir Espólin tek- ið ártalið 1647, en annars farið eftir sögn Jóns Halldórssonar. Biskupasögurnar og annállinn eru tvær heimildir, sem eru hvor annari óliáðar. Þótt Sjáv- arborgarannáll sé ekld ritaður fyrr en eftir 1727, verður að telja frásögn hans um þetta gildasta, enda hafði höfundur hans, Þorlákur Markússon, sam- tíðarannál úr Breiðafirði við að styðjast um árin 1645—50 og segir ekkert um þetta, atriði,* sem ástæða er til þess að rengja. Brynjólfur biskup hefir látið þessa miklu skinnbók og aðrar fleiri af hendi samkvæmt ein- dregnum fyrirmælum konungs um öflun handrita, en í þá daga var dýrt drottins orðið. Friðrik III. eignaðist Flateyjarbók sem konungur Islands, og verður því að líta á hana og þau handrit, sem konungi voru send héðan með svipuðum hætti, sem ís- lenzka ríkiseign framar öðrum handritum, sem send voru, seld eða gefin erlendum mönnum og stofnunum. Eftir að Flateyjarbók vaí komin í bókhlöðu konungs, hef- ir hún haldið þar að mestu leyti kyrru fyrir. Samt fékk Þormóð- ur Torfason hana að láni og hafði hana í mörg ár hjá sér að Stangarlandi í Körmt i Nor- egi, meðan hann vann að hinni miklu Noregssögu sinni. Ber handritið ýmis merki Þormóð- ar, því að hann tölusetti áá'lk- ana (dálítið skakkt), skfflaði nafn bókarinnar á fyrstu blað- síðuna og margar athugasemd- ir hér og þar á spássiurnar. Eldri aths. á spássíum eru fá- ar í Flateyjarhók. Þó má geta þess til gamans, að einhverjum siðlátum lesanda á 15. eða 16. öld hefir ekki dámað alúð sú, sem kerling lagði við Völsa (sjá II. bindi, Ólafs sögu helga, 265* kapítula), og skrifað fyrir neð- axi dálkinn: Svei þér, húsfreyja! Til eru önnur íslenzk handrit, sem vegna efnis síns verða að teljast dýrmætari en Flateyjar- bók. Má þar öllu fremur nefna Konungsbók Sæmundar-Eddu, sem Brynjólfur biskup sendi Friðrild III. og nú er 2365, 4to., í Gl. kgl. samling. Hún er eina

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.