Vísir Sunnudagsblað - 01.10.1944, Side 5
1
• glaðlynd og skemmtiieg í við-
ræðum.
Eini maðurinn, sem mig lang-
aði til að hitta i New York, var
Oscar Johansen, fiðluleikarinn
góði, sem hér var á Hótel Island
eða „Landi“ í tíð Péturs Gunn-
arssonar, og verið hafði kenn-
ari minn um tveggja ára skeið.
Eg leitaði ]m uppi skrifstofu
„Sambands tónlistarmanna í
Bandaríkjunum*4 (Amerjcan
^edcration of Musicans), en eg
var meðlimur Winnipegdeildar
þessa sambands. Spurðist eg þar
fyrir um Johansen, en hann var
þá, eins og eg raunar vissi,
kominn i eina merkustu hljóm-
sveit Bandaríkjanna, „The New
York Symphony Orchestra“, —
en bjó úti á „Long Island“. Ekki
treysti eg mér að heimsækja
liann þangað, en skrifaði lionum
þarna á skrifstofunni og bað
liann að láta liggja þar fyrir
mér boð hvar og hveríær eg gæti
‘hitt hann. Þegar eg kom á
skrifstofu þessa næsta dag síð-
degis, lá þar bréfspjald til mín
frá honum, þar sem hann til-
tók hevnær við gætum liitzt þá
um kvöldið, því að þá hafði
hann ekkert við bundið. Urðu
nú fagnaðarfundir, ér við hitt-
umst um kvöldið, þvi að við
höfðum verið góðir kunningj-
ar og átt saman margar glaðar
stundir hér í Reykjavík. Hann
bauð mér með sér á „Musician
Club“, sem þar var í sömu
byggingunni. Veitti Johansen
þar af mikilli rausn mat og
drykk og sátum við saman fram
á nótt, því að þarna var mikill
gleðskapur þegar á kvöldið leið
og hljóðfæraleikararnir fóru að
tínast þangað, að' loknum störf-
um. Þessi kvöldstund er önnur
ánægjulegasta endurminnnigin,
sem eg á um NcW York. En mér
þykir stundum gaman að rifja
upp siyhvaðk sem mér var til
ánægju þetta kvöld.
Við Johansen sáumst ekki
aftur. Því að aldrei varð af
því, að eg treysti mér til að
þiggja heimboð hans, út á Long
Island.
Dagarnir liðu og voru gráir
og langir. Margt bar, auðvit-
að, nýstárlegt fyrir augu, en nú
hin síðari árin eru svo margir
búnir að segja frá NeW York
í ræðu og riti, sem miklú meira'
hafa um þá miklu borg að segja
en eg, að eg legg ekld i að tala
fleira um þessa dvöl mína þar.
Mér þótti auðvitað nokkuð til
skýjakljúfanna koma, eins
öðrum, og gónt mun eg hafa
eins og aðrir á sitthvað, sem
mér þótti furðulegt, en hvergi
kom eg inn á merka staði, nema
*
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
eitt kvöld, sem eg var í einu
liinna óæðri sæta í Metropol-
itan-leikhúsinu ,þar sem Aida
Verdis var flutt og Caruso söng
hlutverk Radamés. Þetta var að
sjálfsögðu langsamlega merkast
af því, sem eg heyrði og sá í
New York, þó að eg nyti þess
ekki svo vel, sem eg hefði vilj-
að. En eitthvað hefi eg státað
af þvi á öðrum stað, þessu, að
eg heyrði i eitt skipti hinn
mikla söngvara, og skal því ekki
orðlengt um það hér.
Að vís’u var eg að fara erind-
isleysu austur um haf, að því er
eg bezt gat séð þá, en þó var
mér áhugamál að komast á-
fram, því að nú ætlaði eg
h e i m, sem skjótast yrði þang-
að komizt, til gamla Islands og
góðra foreldra. Mér var því
glatt í skapi, þegar hinn danski
hótelritari tjáði mér það eitt
kvöldið,, — um leið og liann
fékk mér reikning fyrir gistingu
og greiða þessa. daga, — að nú
yrði eg að ganga frá farangri
mínum um kvöldið, því að skip-
ið mundi fara fyrri hluta næsta
dags. En reikninginn mundi eg,
sem aðrir farþcgar, er þarna
hefði gist, fá endurgreiddan hjá
fjárreiðumanni (pörser) skips-
ins, og væri þegar búið að ganga
frá því. Reyndist þetta svo.
Næsta morgun kom svo í ljós,
að allmargir Skandinavar höfðu
búið þarna á gistihúsinu, þó að
eg hefði engin deili á þéim vit-
að, nema sænsku stúlkunni.
Hún virtist vera einstæðingur í
þessum hóp eins og eg, og ætl-
aði líka að vera á öðru far-
rými, en flestir hinna voru
ráðnir á s teara ge-farrýmið. Eg
stakk því upp á því við hana,
þegar við vorum komin út á
ferjuna, sem flutti okkur yfir
til Hohoken, að við skyldum
„slá pjönkum okkar saman“ að
meira eða minna leyti á leiðinni
austur yfir. Hún tók því ekki
fjarri, og brosti jafnvel að því,
hversu kjánalega eg komst að
orði, og sagði eitthvað á þá
leið, að eg væri „meiri kallinn“,
eins og við segjum á íslenzku,
en það er á amerísku orðað:
„You are some boy“ og þýddi
hvorttveggja hið sama í svona
„tilfelli*.
Þegar við komum á bryggj-
una, þar sem góða skipið „Frið-
rik áttundi“ hreykti sér, borð-
hátt og fagurt, varð mér fyr^t
að spyrja um farangur minn,
sem eg hafði ekki séð síðan í
Wpg., og var þegaj; vísað á haug
mikinn af allskonar kistum og
pinklum, þar sem eg fann eftir
nokkra leit fatakistu mína og
nótnakassa. Þessar föggur voru
nú merktar af nýju með rauð-
um álímingum, en eg fékk kvitt-
un fyrir því, að þær færi með
skipinu, enda fór eg ekki sjálfur
upp, fyrr en eg hafði séð á eft-
ir kistunum í háalofti hverfa
inn fyrir borðstokkinn í vindu-
vírnum.
Þegar upp á skipið kom, var
þar nokkur þröng, en þó ekki
meira en svo, að eg fékk fljót-
lega afgreiðslu hjá „pörsera-
um“, sem sat við borð við
„landganginn“ og hafði fyrir
framan sig farþegalistann.
Skyldi sýna honum farseðilinn
og hótelreikning, þeir sem slik-
an. liöfðu, vegna tafar í New
York, og var reikningurinn
greiddur svo að segja „upp í
topp“ — „óþarfi“ allur var út-
strikaður og nam enda ekki
miklu á mínu blaði. Hjá pör-
sernum fékk eg svo miða, sem
eg skyldi afhenda einhverjum
frammistöðumanni á öðru far-
rými, og var einn slíkur náungi
þarna við hendina, gaf sig fram
hæversklega og visaði mér til
klefans, sem mér var ætlaður,
sem bæði var rúmgóður og
mjög vistlegur. Eg tók við far-
angrinum, sem þjónninn hafði
borið fyrir mig, — en fleygði
honum. frá mér jafnskjótt og
þaut upp á þilfar, þvi að ekki
vildi eg missa af að1 sjá útsigl-
inguna frá NeW Y.ork.
Þennan morgun hafði verið
rigningarsúld og grámyglulegt
loftið, en nú var þoka að setj-
ast að, óðum, og þegar leið að
brottfarartíma skipsins var
þokan orðin svo sótsvört, að
varla sá út úr augum, og var
mér sagt, að frestað yrði brott-
för skipsins, þangað til þessari
þoku létti. Einhvern veginn
fann eg þó þarna í þokunni á
þilfarinu broshýru og hjart-
leitu kennslukonuna sænsku, og
hýrnaði þá yfir mér til muna,
og henni raunar líka, — sýndist
mér. En sú gleði stóð skannna
stund, því að rétt í sömu and-
ránni rakst á okkur maður, sem
eg kannaðist við frá Reykjavík,
og mig þekkti hann samstundis
og heilsaði mér með óskapa-
gangi, — en stúlkan færði sig
þegar frá okkur inn í þokuna,
því ekki var á að lítast. Ekki
hirði eg að nefna mann þenn-
an, en sýnilegt var, að hann átti
bágt og var til þess eins kom-
inn út á skipið, að freista þess,
hvort elvki væri þarna einhvern
„landa“ að hitta. Eg hefði held-
ur kosið, að eg hefði ekki séð
manninn, því að hann olli mér
dapurleika og oft varð mér
hugsað til hans næstu daga:
5
svona voru ef til vill fleiri land-
ar í milljónaborgunum illa
haldnir? Sem betur fer, hafa þó
líklega aldrei verið mikil brögð
að því.
Þessi dagur leið furðu fljótt,
þrátt fyrir þokumyrkrið og töf-
ina. Eg skemmti mér við að lit-
ast um í skipinu og virða fyrir
mér farþegana. Á öðru farrými
voru um 70 manns, af ýmsu
tagi, en flestir einhverskonar
t verzlunarerindrekar, 8 danskir,
— en fátt kvenna. Á „stearage“
var fátt farþega, eða ekki fleira
en svo, að ekki þurfti að nota
nema einn borðsal af þrem, og
þó þann minnsta. „Þá' ljós-
hærðu“ sá eg ekki þennan dag
nema við máltíðir, en við höfð-
um fengið lítið borð i hinum
vistlega borðsal, — það var fús-
lega veitt að ósk minni, ■— en
stúlkan var eitthvað óglöð
þennan dag, kvaðst liggja fyrir.
— Um kvöldið gerðu menn sér
sitt hvað til skemmtunar í setu-
salnum og reykingaskálanum,
en frammi á rúmgóðum gangi
þandi lítil og léleg „salhljóm-
sveit“ hljóðfæri sín, og stagað-
ist mjög á laginu „It’s a long,
long Way to Tipperary,“ sem
þegar var búið að æra mig í
Winnipeg, því að þar hafði það
verið leikið, sungið og blístrað
látlaust frá því í nóvember. En
eg hringsólaði þarna einn og
gaf mig ekki á tal við neinn,
og gekk snemma til hvílu. Áður
en eg fórrí háttinn gerði eg þó
ráðstafanir til þess við einn
frammistöðumanninn, að eg
yrði vakinn, ef skipið legði úr
höfn um nóttina. Eg vildi ekki
missa af því, að sjá útsigling-
una, —^ umferðina á Hudson-
fljóti, og frelsisstyttuna miklu
með lríysið.
Þessa siðustu nótt í NeW
York svaf eg óvært, — og
margar næstu nætur.
IV.
Trá Ne\y York til Kaup-
mannahafnar.
Eg yar aldrei ónáðaður um
nóttina og þegar eg vaknaði til
fulls um sjö-leytið um morg-
uninn, fann eg það, að skipið
mundi enn liggja í höfn. Eg
klæddi mig og fór upp á þilj-
ur. Enn var dimmt og af ljós-
unum á skipinu og næstu Ijós-
unum á bryggjunni, sem rétt
aðeins glórði i eins og kattar-
glyrnur, réði eg það, að þokan
væri enn þétt. Þetta var leiðin-
legt, — að þurfa nú enn að
híma hér annan dag og kom-
ast hvergi.------
Um tíu-leytið kom eg aftur