Vísir Sunnudagsblað - 01.10.1944, Side 6

Vísir Sunnudagsblað - 01.10.1944, Side 6
6 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ upp, því að eg hafði heyrt það inn í reykingasalinn, að eitt- hvað var meira um að vera á þilfarinu en verið hafði. Og það var enginn hugarburður: nú var þokunni áreiðanlega að létta; þó að enn væri hún dimm yfir haífletinum, var sýnilega örskammt upp í glaða-sóískin. Ur Iandi heyrðust allskonar hljóð og hávaði, sem blandað- ist saman í eina allshcrjar fer- lega drunu, — en frá fljótinu heyrðust látlaus öskur og ísk- ur í smáfleytunum, sem tifuðu þar fram og aftur í hundraða- tali, — þó að engin þeirra sæ- ist enir. Smámsaman gliðnaði þokan og livarf i sjálfa sig fyrir glampandi sólskini. Þetta varð því þegar til kom dásamlega fagur og bjartuí morgun, — lítið frost og stillilogn. Festar voru nú leystar í skyndi, og tvær smáfleytuur „leiddu“ skip- ið út úr kvínni og hagræddu þvi til stefnu niður fljótið og út úr höfninni. Gaf nú margt á að líta, — slík feikna umferð allskonar skipa er víst í engri höfn veraldar. Og eg var að furða mig á því, að elcki slcyldu vera þarna sifelldir árekstrar, fyrir augunum á okkur. Nú var skipið komið á nokkurt skrið og renndi fram hjá hinni miklu óg fögru „frelsisstyttu“. Eg hefði heldur kosið að sjá þessa voldugu og tignarlegu sjón að næturlagi, — fá að sjá hana með hinn logandi kyndil frels- isins í hægri hendi, lýsandi langar leiðir.----- Innan lítillar stundar vorum við komin út á rúmsjó, á góða og fag'ra skipinu „Friðriki átt- unda“, sem nýjast- var <fg bezt búið skipa D.F.D.S., sem heyrði undir þessa línu: „Scandinavian Amei’ican Line.“ — Var þarna í alla staði. miklu vistlegra og betra að vera en á „Pretoi’ian“, sem eg hafði farið með vestur um haf, enda var eg nú á „æðra“ farrými en þar. Og svo var maturinn. Ekki er hægt að segja að eg sé átvagl, en ham- ingjan góða, — að fá nú aftur vel tilbúinn danskan mat, það var hátíð út af fyrir sig, vegna þess að eg hafði aldrei getað vanizt matai’háttum vestra. Sú sænska var búin að standa æðistund við hliðina á mér út við borðstokkinn, þegar eg tók eftir henni. Eg var eitthvað annai's hugar. „Þetta kallið þér félagsskap", sagði hún kímnilega, eða eitt- hvað á þá leið, — „að láta mig sitja eina að morgunverðinum.“ Eg tók þann kostinn, sem bezt- ur var, — skellihló. Morgun- vei’ðinum hafði eg alveg gleymt, því að eg hafði, fyrir náð, feng- ið kaffi og n>Tja brauðsnúða kl. 7, eða á undan öllum öðrum. Eg sagði henni þetta og bætti þvi við, að hún hefði gott af að borða morgunverð aftur, — í mínum félagsskap. Snöggvast setti hún upp einskonar þótta- svip, en sagði svo að hún skyldi sýna mér það umburðarlyndi, að sitja hjá mér á meðan eg snæddi, — ef eg fengi þá nokk- uð svona seint. Urðu þannig sættir og allt O.K. okkar á milli upp frá því. ----- Næstu dagar voi’u hátíðisdag- ar, lifðir í glaumi og gleði, leti og ómennsku, — etið og drukk- ið, dansað og sungið, og stund- um hlýtt á hljómsveitina, sem þó var fæstum til skemmtunar. En þeir komu á hverjum degi, síðdegis, og hespuðu af fáeina „fox-trotta“ og „rags“. Eg ætl- aði að víkja að þessum „kolleg- um“ mínum kumpánlega, en þeir brugðust þegar við eins og snúin roð i hund, og þannig voru þeir alla leiðina. Eg vissi ekki fyrr en síðar, hVernig á þessari framkomu þeirra stóð. En af hendingu rakst eg á einn þessara manna, fyrsta kvöldið, sem eg var í Höfn, og þá var hann einkar viðmótsþýður. Þeg- ar eg spurði hann þá hreinskiln- islega, hversvegna þeir hefði verið svo þurpumpulegir við mig á leiðinni, svaraði hann því til, að þeir hefði haldið, að eg mundi draga frá þeinx hagnað. En fastakjör þeirra voru léleg, svo að venja var að þeir stofn- uðu til samskota handa sér á öllum farrýmum í ferðalok, og fengu þá nokkurn tekjuauka. En vegna þess, að eg greip stöku sinnum 1 fiðluna, með undirleik þeirrar sænsku, sem lék laglega á píanó, — og þetta var vel þegið af allmörgum ferðafélögunum, hugðu þeir, að eg væri með þessu „að vinna mig heim“, eins og hann orð- aði það, og mundi láta efna til samskota handa mér. Þeir höfðu svo liálf-skammazt sín allir, þegar þeir vissu, að þetta var vitleysa. Þegar við áttum svo sem dag- leið til Lervik, gerðust stórtíð- indi á skipinu. Meybai’n hafði fæðzt í sjúkra-„húsinu“ eina nóttina, og var það auglýst með stórurn stöfurn á auglýsinga- spjaldi því, sem styrjaldarfrétt- irnar voru birtar á daglega, — og fylgdi það með, að báðum liðí vel, móður og burni. En tæpu dægri síðar, þegar verið var að „lóða“ skipið okk- ar inn á leguna í Lervik, flaug sú fregn eins og eldur í sinu um allt skipið, að þýzkur far- þegi, sem hafði ætlað að kom- ast lieim til Þýzkalands, ásamt konu sinni, á fölskum „pappíi’- um“, hefði orðið bráðkvaddur. Komst nú allt í uppnám, því að menn gátu sér þess til, að ekki mundi þetta flýta fyrir af- greiðslu skipsins þar í Lervik. Þó var gremja farþega enn liá- værari síðar það kvöld, að lok- inni skoðun vegabréfa, sem brezk hernaðaryfirvöld fram- kvæmdu á skipsfjöl,er það kvis- aðist, að tveir Þjóðverjar, sem lirunið höfðu niður í vélarrúm úr kolaboxunum daginn úður, hefðu verið teknir í atvinnu í stað tveggja kyndara, sem lágu rúmfastir og látnir sýna skoð- unarmönnunum brezku sjó- ferðabækur hinna dönsku kyndara, og hefði sloppið á þeim. Enginn þorði þó að koma þessu upp við hin brezku. yfir- völd, sem út í skipið komu dag- lega, þótt mikið væri um það muldrað. En með lík Þjóðverj- ans, sem bráðkvaddur varð, var farið í land, — vafið í segldúk, og viðhafnarlaust. Það er skemmst frá því að segja, að þarna fengum við að dúsa í hálfa aðra viku, og voru allir orðnir sárleiðir, þegar loks bólaði á skipsskjölunum, síð- " degis einn hinna grámyglulegu daga. Var þá ekki beðið boð- aniia, en látið úr höfn sem skjótast, og skyldi halda þvert yfir Norðursjóinn til Chris- tianssand. Var okkui', farþeg- um, sagt um kvöldið, að við skyldum ekki hátta þessa nótt. Ékki var mikið úr þvi gert, að hætta væri mikil á ferðum, — en allur væri varinn góður. En það vissu þá margii’, að Norð- ursjórinn var moi’andi í tund- urduflum, sem illa hafði verið fest, bæði við Oi’kneyjar og Skotland, og éíns að austan. Þessi dufl ráku nii fyrir vindi og sjó og gei’ðu skipaleiðir á- kaflega ótryggar, — þótt ekki væi’i enn kafbátum til að dreifa, svo að teljandi væri, enn sem komið var. En þessi nótt varð einhver ömurlegasta nóttin, er eg hafði þá lifað. Hamslaus ótti hafði gripið ýmsa farþegana, einkum kvenfólk, þegar um kvöldið, vegna ýmiskonar var- úðarráðstafana, sem gerðar höfðu verið. Björgunarbáta-æf- ing hafði verið haldin,---og margendurtekin, og allir bátar látnir vera lausir í gálgum og utanborðs, því að veði’ið var dá- samlega gott, eins og það hafði verið alla leiðina. Kastljós voru höfð tvö á framstefni skipsins, og fjórir köguðir hafðir þar á verði. Og svo var siglt með milclu minna en hálfri ferð, lengst af. Flestir gengu seint til hvílu, og eg sofnaði fljótlega. En skamma stund naut eg værðar- innar. Vaknaði eg við það, að hnykkur mikill kom á skipið og samstundis heyrðust óp og óhljóð, farþegarnir þustu um gangaria og leituðu uppgöngu. En það var rekið jafnharðan ofan aftur, — áðiir en eg var kominn fram úr, -— og því sagt, að engin hætta væri á ferðum. Ofurlítill stanz varð þó í þetta sinn. Og hvað eftir annað var skipið stöðvað þannig um nótt- ina, og jafnan endurtók sig sami leikurinn, svo að þetta varð andvökunótt. Næsti dagur var lika leiðinlegur, því ac^ þá var slydduhi’íð og farið hægt. Og menn urðu harla fegnir, þeg- ar hafnsögumannsbátur einn frá Chi’istianssand renndi að skipinu. Viðdvöl var mjög líti/ i Christianssand, en lialdið á- fram til Kristjaníu. Inn fjörð- inn var farið i ótal hlykkjum næstu nótt og lagzt ýeldsnemma að hafnargarði um morguninn. Við fórum snemma á kreik, sú sænska og eg, til þess að litast um í borginni, sem hvorugt okkar hafði áður séð. Við þurft- um ekki að vera komin til skips fyrr en ld. 3 síðd., svo að þegar við vorum búin að skálrna um Kai'l Johannsgötu, ganga upp að konungshöllinni, og sjá sitt hvað annað, sem okkur fýsti að sjá og eg man ekki lengur deili á, rákumst við á dálítinn hóp ungi’a samferðamanna, pilta og stxilkur, sem höfðu fengið þá flugu, að skreppa upp á Holmenkollen. Við slógumst í förina, og_ hafði eg rnikla á- nægju af þeim útúrdúr. Mér þótti garnan að sjá sldðabrekk- una frægu og stökkpallinn. Og þarna var ungt fólk á skíðurn, þó ekki margt. Mér dettur í hug, að Reykjavíkur-dömurnar mundu brosa meðaumkunar- brosi að skíðabúnaði norsku stúlknanna þá. En hann virtist vera hentugur og kostaði ekki „heilan herragarð“, — og þær kunnu á skíðum, þessar norsku stúlkur. Við settumst stundai’- korn inn i „skíðaskálann“ og fengum okkur kaffi. Er skáli þessi bæði vistlegur og einkenni- legur, byggður úr sterkum við- um, sem að vísu eru heflaðir eitthvað, en aðeins olíuboi’nir. Fyrir gafli var gríðarlega stórt málvei'k af Nansen, og skíði hans þau er hann skálmaði á yfir Grænlandsjökla, og ýmsar fleiri „græjur“, að því er mig minnir. Það lá vel á okkur, þegar við

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.