Nýja dagblaðið - 24.11.1933, Blaðsíða 4
4
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Annáii.
Guðbjörn Guðmundsson prent
smiðjustjóri í Acta varð 39 ára í
gær.
Keykjavíkurgötur. Jtað er leitun
á jafn lólegum þjóðvegi, sem á
unnaðborö er ætlaðui’ bílum, eins
og sumum Reykjavíkurgötunum.
þar eru djúpar holur og hólar,
sem bílamir hendast á, það er
mikiu liættara við fjaðrabrotum
á götunum hér en á Holtavörðu
heiði, segja bílstjórarnir. þeir sem
vilja kynna sér hve þægilegt það
er að aka i bíl eítir götum bæj-
arins ættu að aka með sæmileg-
um hraða eítir Njarðargötu,
Hallveigai’stig, Bergstaðastræti og
Óðinsgötu, eða þá að mæta bílun-
um á þessum götum. í rigningu.
Opinberir starísmenn. Gjaldkeri
einn hér i bænum iijá opinberri
skrifstofu sendi fýrir nokkrum
dögum eftir peningum fyrir póst-
kröfur á pósthúsið. þegar pen-
ingamir voru afhentir vantaði 10
aura upp á. Fór gjaidkerinn þá
l'ram á það við gjaldkera póst-
hússins að íá þetta leiðrétt. Póst-
gjaldkerinn brást hinn reiðasti
við og sagði að sá sem á móti
peningunum hefði tekið hefði týnt
þeim, neitaði að athuga póstávís-
anirnar, en sagðist þó skyldi gefa
honuni 10 aura. Urðu út af þessu
nokkur orðaskifti. Póstgjaldkerinn
varð svo æfui’, að hann barði
saman hnefunum, hótaði að kalla
á lögregluna og kasta gjaldker-
anurn út, því hann væri sýmlega
vitfirringur frá Kleppi.
Skemmtun heldur ASV í Iðnó.
i kvöld. Sjá auglýsingu á öðrum
stað í blaðinu.
Deila um stúdentablöðin. Eins
og iesendurnir kannske muna,
var hér í blaðinu fyrir nokkrum
dögum minnst á auglýsingastrið
á milli stúdentablaðanna, þannig,
að tveii' menn úr stúdentaráði
háskólans birtu tilkynningu í
Morgunblaðinu, þar sem þeir vör-
uðu auglýsendur við Nýja stúd-
entablaðinu, sem væntanlega
kæmi út fyrsta desember og væri
gefið út af kommúnistum. — Á
fundi sem stúdentar héldu á laug-
ardagskvöldið var mál þetta rætt.
Kom fram við þær umi’æður, að
þessir tveir piltar höfðu gefið yfir-
lýsinguna án þess að aðrir í
stúdentaráðinu vissu af því. Einn-
ig hitt, að þeir sem að Nýja stúd-
entablaðinu standa, eru ekki ein-
göngu kommúnistar. Flestir munu
vera utan flokka, en nokki’ir
munu vera Framsóknai’- eða jafn-
aðax’menn.
Óþjóðleg ástamál. í borg nokk-
urri í þýzkalandi var það opin-
berlega tiikynnt hérna um dag-
inn, að brúna lögreglan hefði þá
alveg nýiega handsamað kærustu-
hjú nokkur i alveg óleyfiiegu
ástabi’alli. Höfðu þessar persónur
verið eitthvað að draga sig sam-
an, en þeir meinbugir voru á, að
maðurinn var af Gyðingaættum
en stúikan „arisk". Bráðum ganga
í gildi lög í þýzkalandi, sem
banna skemmdir á hinum „ar-
iska" kynstofni, eins og þær sem
hér er um að ræða. En lögunum
mun uiga að íara að íramfylgja
strax, og verður það fólk, sem
svona hagar séi’, sett í fangaher'-
búðir, og þá einnig sá aðilinn,
sem cr „aiiskur“. Eru tilkynn-
ingar um þetta birtar tii viðvöi’-
unar.
Líka það! Ein kosningafréttin
liá jíýzkalandi ei' sú, að bændur
í Efri Sclilesíu hafi þverneitað
að kjósa leynilega, og- viðhaft þau
orð, að leynileg kosning væri
hinn argasti kommúnismi og ó-
samboðin þjóðlegum mönnum.
Hafi svo þessir góðu menn safn-
azt saman á bæn í kirkju sinni
(kosningin var á sunnudegi) og
þrammað síðan i lióp á kjörstað-
inn og kosið Hitler upphátt!
Baráttau gegn lyrirtækjum sam-
vinnufélaganna. Fyrir þi*em árum
komu samvinnusambönd fjögurra
Norðurlandanna sér upp verk-
smiðju, sem íramleiðir Ijósaper-
ur, sem kallast Luma. Strax frá
byrjun voru perur þessar seldar
30% ódýrara en ljósaperur ral'-
magnshringanna, eins og Osram
og Philips. Hringarnir neyddust
þá til að læltka einnig verðið á
sínum perum niður í sama verð.
En hringarnir hafa aldrei linnt á
látunum að reyna að eyðileggja
þessa framleiðslu sambandsfélag-
anna. Fyi-st var Lumaverksmiðjan
ákærð íyrir að hafa stolið fram-
leiðsluaðferð þeirra. En þetta
reyndist ósatt, og er dómur fyrir
nokkru fallinn í málinu. þar sem
þetta mistókst, hafa hringarnir
fengið verkfræðing einn, sem sér
um innkaup á Ijósaperum fyrir
sænska herinn, tii þess að gefa
ioðinujlulega upplýsingu um
straumeyðslu peranna, svo auðvelt
er að misskilningi geti valdið. En
það er sannanlegt, að Jjósaperur
þessar eyða heldur minni straum
en hinar.
Alþýðu-Magsín kalla útgef. nýtt
heftasafn ,er byrjar að koma út á
morgun. — Flytur það fjölbreytt
efni, innlent og útlent, myndir o.
fi. Afgr. er í Hafnarstræti 18,
uppi.
Hveitirækt í Turkestan. Sovét-
stjórnin skipaði í fyrra nefnd til
þess að rannsaka ræktunarskil-
yrði í Pamirfjöllum í Turkestan.
Nefndin liefir nú komizt að þeirri
niðurstöðu, að ræktunárskilvrði
séu þarna mjög hagstæð, því að
hún hefir látið rækta þar hveiti í
12.000 feta hæð, og hefir tekizt vel.
Stjórnin hefir því ákveðið að láta
byrja þarna hveitiræktun í stórum
'stil. — FÚ.
Hnef aleikamaðurinn Carpentier
iiofir nú ákveðið að fara aftur að
keppa í linefaleikum og háfa
verið gerðar ráðstafanir til þess,
að haim keppí við André Langla-
is. Nú eru rúmlega 7 ár síðan
Carpentier keppti seinast. — FÚ.
Dánarfregn. 21. þ. m. andaðist
á Vífilsstöðum Árni Norðfjörð frá
Höskuldarnesi á Sléttu. Árni sál
var mesti efnismaður, rúml. tví-
tugur að aldri, sonur Jóh. Norð-
fjörð úrsmiðs liér í bænum, en
ólst upp hjá frændfólki siiíu i
Höskuldarnesi. Hann stundaði
nám í gagnfræðadeíld Mennta-
skóians hér, óg' síðar einn vetur í
Samvinnuskólanum. Hann var
fulltrúi á f'lokksþingi Framsókn-
armanna 1931
Ný flugvólaleið. Rússar hafa
komið á nýrri í'lugvélaleið milli
Moskva og Vladivostok. Leiðin er
8000 km. og verður farin á 4y2
degi, þrisvar í mánuði. — F.Ú.
Sóttir klukkan fimm. Af kosn-
ingunni í Hamborg segja dönsk
blöð, að þegar klukkan var orðin
5 um daginn hafi agitatorar Naz-
ista verið sendir út um borgina til
þeirra, sem þá voru ekki búnir
að kjósa, með áprentaða miða,
þar sem Iivatt var til að sækja
kjörfundinn. Enda er sagt, að
ekki hafi þar aðrir setið heima
en sjúklingar og karlæg gamal-
menni.
Sniðug bindindisútbreiðsla. Á-
hugasamur bindindisvinur kom til
Nýja dagblaðsins og bað það um-
fram alla muni að ná sér í aug-
lýsingu frá Afengisverzlun ríkisins
til birtingar í blaðinu. Ályktaði
hann að af því mundu leiða bréf-
legar yfirlýsingar um það, að
Sjálfstæðismenn hættu gjörsam-
lega ’ skiptum við stofnunina. Rétt
þykir að segja frá þessu nú, þeg-
ar auglýsing frá umræddri stofn-
un berst upp í hendurnar, en ekki
er blaðið jafntrúað á bindindis-
isárangurinn og hinn umræddi
áhugamaður. Tilraunin er allt um
það eftirtektarverð.
Saumum drengjafðt
og telpukápur
vel og ódýrt, einnig dömukáp-
ur eftir nýjustu tízku.
Höfum fjölbreytt úrval af
unglingafötum og káputauum.
GEFJUN
Laugaveg 10. Sími 2838.
Umferðin í bænum.
4. ökumenn
og bifreiðarstjórar:
Það er bannað að nema
staðar með farartæki, þar sem
farartæki heldur kyrru fyrir
beint á móti hinsvegar á göt-
unni. Farartæki þannig sett,
þrengja of mikið að umferð-
inni og valda á þann hátt á-
rekstrum og slysum.
5. Gangandi vegfarendur:
Fax-ið aldrei yfir götu eða
gatnamót, án þess að gæta
vel til beggja hliða áður en
þér stígið út á akbrautina.
Gangið ávalt þvert yfir göt-
una, ekki skáhalt. Teflið aldrei
í tvísýnu.
Allir vegfarendur! Byggið
öryggi ykkar á eigin varfænú,
aldrei á varfærni annara.
6. Bifreiðarstjórar og
hjólreiðamenn:
Gætið sérstakrar varúðar á
vegamótum og gatnamótum.
Reynslan hefir sýnt það hér,
að helmingur ökuslysa og ó-
happa í akstri hafa gerzt á
slíkum stöðum og langoftast
fyrir skort á varfæmi eða brot
á umferðarreglum.
Lán til þess að gifta sig. Fram
að 15. nóvember haía þýzku
stjórninni borizt rúmlega 10.000
umsóknir úr Berllnarborg einni
um lán þau, til hjónabands og
heimilisstofnunar, sem hún aug-
lýsti í vor. Fimm þúsund lán-
beiðnir hafa þegar verið teknar til
greina, og búizt við því að ennþá
fleiri lán verði veitt innan
skamms. — FÚ.
Hekla kom frá Spáni i gær. Er
liún með saltfarm og aðrar vörur
frá Spáni. Losaði hún allmikið
af salti á Stokkseyri.
0 Ódýrn %
auglýsingarnar.
Kennsla
ÖKUKENN SLA.
Steingi’. Gunnarsson Bergst.
stræti 65, heima. Sími 3973
eða á Aðalstöðinni. Sími 1383.
SAUMASTOFAN TÍZKAN
Austurstræti 12.
Munið
lága vöruverðið á
TÝSGÖTU 3
RULLU G ARDÍNUR
alltaf til úr bezta efni. Skóla-
brú 2 (hús Ólafs Þorsteins-
sonar læknis).
ÓDÝRASTAR
vörur fáið þið aðeins á Vest-
urgötu 16.
VERZLUNIN BRÚARFOSS
Sími 3749.
KJARNABRAUÐIN
Hafið þið reynt hið holla og
ljúffenga kjamabrauð frá
Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík-
ur ?
Tilkynningar 1
Reiðhjólavei’kstæðið „Óðinn“
Bankastræti 2,
Allar reiðhjólaviðgerðir fljótt
og vel af hendi leystar. Tök-
um hjól til geymslu yfir vet-
ui’inn.
Maður óskar eftir þjónustu.
A. v. á.
Gerið svov vel að hringja upp
2266 eða 4262, þegar ykkur
vantar nýjan fisk.
„Verkstæðið Brýnsla*
Hverfisgötu 4
(hús Garðars Gíslasonar)
Brýnir öll eggjárn.
Sími 1987.
Vatni veitt til Jerúsalem. Ákveð-
ið hefir verið að leggja vatnsveitu
til Jerúsalem frá Ras el Ain, sem
er 34 mílur norðvestur af borg-
inni, ekki alllangt fré Jaffa. - FÚ.
RAUÐA HÚSEE).
reyndist mjög þýðingarmikill. Nú, hvað var það þá,
sem þér heyrðuð? Reynið þér að muna það orð-
,rétt.
—- Eitthvað um það, að hann hefði unnið sér far
heim, hélt Elsie.
— Ojá, en hver var það sem sagði þetta.
— Mr Robert.
— Hvernig vitið þér að það var mr Robert?
Höfðuð þér heyrt hann tala áður?
— Ég vil ekki segja, að ég hafi þekkt mr Ro-
bert nokkurn hlut, en þegar ég heyrði, að þetta
var ekki mr Mark og ekki mr Cayley og ekki held-
ur neinn annar af þeim, sem hér eru, og þar sem
miss Stevens hafði vísað mr Robert inn í vinnu-
herbergið fyrir einum fimm mínútum ...
— Einmitt það, já, sagði fulltrúinn og hafði
hraðan við. Efalaust mr. Robert. Unnið sér far?
— Ekki heyrði ég betur.
— Humm. Unnið sér fyrir fari — ætli hann hafi
orðað það svona.
— Einmitt, herra minn, sagði Elsie áköf. Hann
hefði unnið til þess að fá að fara með heim.
— Núnú?
— Og þá sagði mr Mark og það var einhver
hann sem hefði allt í hendi sér.
sigurgleði í i’öddinni: ,,Nú er komið að mér.
Bíðið þið bara!“
— Með sigurgleði í i’öddinni?
— Rétt eins og hann vildi segja, að nú væri það
— Og þetta var það eina sem þér heyrðuð?
— Það eina, herra minn, ég var svo sem ekki að
hlera, heldur gekk ég bara gegnum forsalinn, eins
og ég hefi ótal sinnum áður gert.
— Einmitt, þetta er í sannleika mikilsvert Elsie.
Þakka yður fyrir.
— Elsie brosti. Hún sneri nú aftur til eldhúss-
ins og var nú hvergi bangin. Nú var hún albúin
að mæta mrs Stevens eða hverjum öðrum sem
vei’a skyldi.
Meðan á þessu stóð var Antony að gera smá-
vegis rannsólmir fyrir sjálfan sig. Hann var heill-
aður • af þessu máli. Ilann gekk gegnum forsalinn
að framdyrunum og hox-fði út á veginn. Þeir Cay-
ley höfðu hlaupið aftur fyrir h.úsið, til vinstri
handar. Mundi ekki hafa verið beinna að fara til
hægri. Dyrnar voru ekki á miðju húsi heldur
langt til hliðar. En vel gat verið, að einhver
hindrun væri á leiðinni ef gengið var til hægri, t.
d. girðing. Hann gekk nú í þá áttina, fylgdi gang-
stíg meðfram ixúsinu, og nú sá hann gluggann á
vinnuherberginu.
inn um. Það var auðvelt að opna þær. Hann
styttri en ef farið var hinumegin. Hann hélt áfram
ögn lengra og kom að dyrum, sem voru annars
vegar við gluggan, sem þeir Cayley höfðu farið
inn umm. Þa, var auðvelt að opna þæi’. Hann
opnaði þær og kom þá inn 1 gang. Við endann á
ganginum voru aðrar dyr. Hann opnaði þær og
kom þá inn í íorsalinn aftur.
— Og vitanlega er þessi leið beinust af öllum,
hugsaði hann með sér. Gegnurn forsalinn og út
bakdyramegin. Svo heldur maður til vinstri og þá
ei' maður enga stund að komast að glugganum.
En í staðinn hlupum við lengstu leiðina, kring um
húsið. Iivei’svegna? Var það í því skyni að gefa
Mark sem lengstan frest til þess að komast undan?
En ef svo var — hversvegna þá að h 1 a u p a ?
Og hvernig vissi Cayley að það var Mark, sem
reyndi að flýja. Ef hann gat sér þess til — jæja,
kannske ekki beint gizkaði á, en óttaðist, að annar
þeirra hefði skotið hinn, þá var reyndar miklu
sennilegra að Robert hefði skotið Mark. Hann við-
urkenndi líka að það hefði hann haldið. Það fyrsta
sem hann sagði, þegar hann snéri líkinu við, var: