Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 28.11.1933, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 28.11.1933, Qupperneq 2
2 N f J A DA8BLA9IB Fæsí í bókabúðum Ffð, sem vinnum eldhússíörfin Fatapressun Beykfawíkur Halldór Sigurbjörnsson Hafnarstræti 17 — Sími 2742 Kemisk fata- og skinnavöru- hreinsun. Litun. Hraðpressun. Hattapressun. Látið okkur gufuhreinsa, lita eða kemisk-hreinsa fatnað yðar og þér munuð sannfærast um, að þér fáið það hvergi ódýrara né betur gert. Afgreiðsla í Hafnarfiröi hjá Ólafl Jónssyni, kaupmanni Sími 9148. Afgreiðsla í Keflavík hjá Skúla Hallssyni bílstjóra. Sími 3H. Afgreiðsla í Vestmanneyjum hjá Jóni Sigurðssyni klæð- skera. Sími 143. Hvergi fljótari né betri afgreiðsla. — Hreinsun og press- um karlmannabindi, föt og hatta yðar meðan þér bíðið. Sérstök biðstofa. Sent gegn póstkröfu um land allt. Tökum að okkur allar viðgerðir á karlmannafatnaði Ný mál á Alþingi Milliþinganetnd í launamálum. Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Sigurðsson, Jóhann Jósefsson, Jón Ólafsson, Jón Pálmason og Pétur Ottesen flytja svohljóð- andi tillögu: „Alþingi ályktar að kjósa nefnd, skipaða 5 mönnum, er rannsaki, eftir því sem við verður komið, og geri tillögur um: 1. Hvernig draga megi úr út- gjöldum til embættis- og starfsmanna ríkis og ríkis- stofnana, með hliðsjón af fjár- hagsgetu almennings í landinu. Sérstaklega skal nefndin taka til athugunar fækkun starfs- manna ríkis og ríkisstofnana, samræming á launum þeirra, og að sú venja sé afnumin, að embættis- og starfsmenn þessir fái aukaborgun umfram föst laun fyrir vinnu, sem ætti að vera þáttur í embættis- eða sýslunarstarfi þeirra. 2. Hvernig draga megi úr kostnaði við skipaútgerð rík- isins, án þess þó að samgöng- ur verði lakari. Skal nefndin hafa lokið störfum sínum svo snemma, að ríkisstjórninni vinnist tími til að leggja málið fyrir næsta reglulegt Alþingi“. Breytingartillaga Eysteins Jóns- sonar. Við þessa tillögu til þings- ályktunar flytur Eysteinn Jónsson breytingartillögu um, að á eftir 1. tölulið komi 2 nýir töluliðir, svohjóðandi, sem verði 2. og 3. töluliður: 2. Hvemig fyrir skuli koma löggjöf um launagreiðslur banka og þeirra stolnana, sem ríkið styrkir með fjárframlög- um, enda verði launagreiðslur þessara stofnana með löggjöf- inni samræmdar launagreiðsl- um ríkisins. 3. Hvemig koma megi með atbeina Alþingis í veg fyrir hálaunagreiðslur einstaklings- fyrirtækja og annara fyrir- tækja, sem eigi heyra undir 2. tölulið. Samvinnnútgerð i Borgarnesi. Bjarni Ásgeirsson flytur til- lögu til þál. um ríkisábyrgð handa samvinnufél. „Grími“ í Borgamesi fyrir allt að 125 Umferðin í bænum 7. Gangandi vegfarendur: Nemið aldrei staðar á gang- stéttum þar sem umferð er mikil, það getur valdið því, að aðrir sem þurfa að komast leiðar sinnar verði að fara út á akbrautina og af því getur leitt óþægindi og slys. 8. Foreldrar, kennarar og aðrir forráðamenn barna: Þreytizt aldrei á því að út- skýra fyrir börnunum hversu mikil hætta er samfara því að hanga aftan í eða utan í bif- reiðum. Dauðaslys hljótast öðru hvoru af slíkum yfirsjón- um. Þeir fullorðnir, sem hanga í bifreiðum, hvort sem þeir eru hjólandi eða gangandi, eig'a allir að sæta refsingu. 9. Gangandi vegfarendur: Nemið aldrei staðar á götu- hornum utan gangstétta. Með því að standa þar, stofnið þið sjálfum ykkur í hættu um leið og þið truflið á hættustað rétta rás umferðarinnar á ak brautinni. þús. kr. láni til kaupa á línu- veiðara. Kosningalögin í máleinum sveita og kaupstaða. Allsherjarnefnd neðri deild- ar flytur tillögu til þál. um að fela ríkisstjóminni að und- irbúa og leggja fyrir næsta Al- þingi frv. til laga um breyt- ingar á lögum um kosningar í málefnum sveita og kaup- staða, og séu ákvæði þeirra laga samræmd ákvæðum laga um kosningar til Alþingis. Samvinnnútgerð á Stokkseyri Jörundur Brynjólfsson flyt- ur frv. um að heimila ríkis- stjóminni að ábyrgjast allt að 85 þús. kr. lán fyrir Samvinnu- félag sjómanna á Stokkseyri til kaupa á 3 vélbátum, gegn þeim tryggingum, er stjómin metur gildar. I greinargerð segir m. a.: Eins og kunnugt er, hefir sjávarútgerð á Stokkseyri ver- ið stundum um langt skeið, og oft með mjög góðum árangri. Þar var og um langa stund rekin verzlun í allstórum stíl. Landbúnaður hefir þar og ver ið stundaður af allmörgum íbúum kauptúnsins. Meðan þessi starfsemi öll var stund- uð að nokkru ráði, var hagur kauptúnsins góður og afkoma íbúa þess sæmileg. En fyrir rás viðburðanna hefir þetta breytzt mjög til hins verra hin síðari ár. Verzlun á Stokkseyri er eng- in að kalla, sízt að hún sé íbú- um kauptúnsins til nokkurrar styrktar. Sjávarútgerðin hefir gengið þar mjög til þurrðar, svo að nú eru þar aðeins 6 bátar og mjög óvíst um, hvort eigendur sumra þeirra geta gert þá framvegis út þaðan. - íþróttir - íietir Ný ljóöabók. Jakob Thorarensen: Heiðvindar Kvæði. Reykjavík 1938. Það er í raun og veru ekki í frásögur færandi, þótt nýja bók beri fyrir augun, en að sjá nýja bók eftir þekktan og vinsælan höfund ætti ætíð að vera bókavinum gleðiefni. Jakob Thorarensen hefir gef- ið út fimm ljóðabækur, og auk þess eina smásagnabók. Fyrsta ljóðabók hans, Snæljós, kom út 1914, næst komu Sprettir árið 1919, síðan Kyljur, 19922, þá StilliU’, 1927, og síðast Heið- vindar á þessu ári. Kann sum- um að virðast, í fljótu bragði, að það sé orðin mikil syrpa, sem hann hefir látið frá sér fara, en svo er þó raunar ekki. Jakob verður hvorki reiknað það til lasts eða lofs að hann hafi verið mjög mikilvirkur á sviði ljóðagerðarinar, og munu ýms af skáldum okkar taka honum fram í því efni. Heiðvindar eru nimlega hundrað blaðsíður, og hafa að geyma rétt fimmtíu kvæði. Bókin er látlaus og fábrotin í öllum ytri búningi, eins og aðrar bækur höfundar hafa verið, og svipuðu máli gegnir um innihaldið, kvæðin eru fá- brotin og látlaus. J. Th. er ekki tízkuskáld, sem sækist eftir hylli og upp- hefð hjá lýðnum með fjöllynd- islegu gaspri um dægurgeð- brigði múgsins á þeirri stund, sem ljóðin eru ort. Hann yrkir um ættjörðina. um náttúrufegurð hennar og svipleik og veðrabrigði Hann yrkir um framtíðarvonir og minningar upphaf og endi þess, sem var og er, um vorið og dauðann, um ástina á sann- leik og hreinskilni. J. Th. farast orð á þessa leið um lávarð ljóss og vor: „þann höfnnd t'iægja um foldarsvörð öll frjó í mold og lind, — — og ineir veit kannske nióðir jfirð en mannsins hyggja blinu, er þekking sína og þakkargjörð má þylja í loft og vind.. Mín bæn er fröm, bæn minerstök: ég bið in huldu mögn um ieiftursýn, und þeirra þök, ég þarf hin skýru gögn. mér duga hvorki ruglu-rök né ritninganna sögn“. Jakob er rýninn á mannlífið og ekki ýkja bjartsýnn, þótt hann forðist „svarta galls söngva“ og vonleysisnöldur kjarklítilla söngvata. Lífið er margbreytt, blítt og strttt. Og þannig ber að táka því, sem að höndum ber: stilltur, æðrd- laus og þolgóður. „Við þökkum öll aö eigi er alltaf látið fenna, að svellin sjatna og renna við sumaryl vors lands -----að bjartarvonir brenna í brjósti skamniiífs mártns". „Hver æfivoð skai unnin úr ótal fjörva-þráðum af dygðum, syndum, dáðum og djúpri gleði og sorg, öll reist að spökum ráðum er reynslu vorrar borg“. — '— Þessar fáu tilvitnanir í Heið- vinda, verða að næfja, enda mun lesendunum verða ljóðt af þeim, þó ekki séu fleiri, að J. Th. er enn ekki aftur fárið, og er vonandi, áð þeá verði langt að bíða. Indriði Indriðason. Um sundhöllina. Ég hefi orðið var við, að sumir hafa skilið Jón Þorláks- son borgarstjóra þannig, að enn myndi þurfa 200 þús. kr. eða meira til að fullgera sund- höllina. Ég sneri mér þess- vegna til Einars Erlendssonar húsameistara sem hefir að nokkru leyti haft með höndum eftirlit með sundhallarbygging- unni. Gaf Einar Erlendsson mér yfirlit um kostnaðinn viö að fullgera þessa byggingu. Er álit hans, sem hér segir: Áætlun um að fullgera sund- höllina í Reykjavík: Veggheilur............... 15000,00 Terrazzó................. 18000,00 Handrið dúkar............. 5400,00 Hreinlætistæki, skolvatn 7700,00 Grindur................... 1900,00 Hurðir og klefar úr tré .. 19000,00 Málun....................... 7000,00 Lýsing...................... 3200,00 Hitunartæki...................14,000 Loftræstingartæki.......... 10000,00 Samtals kr. 101.200,00 Ótalið er hitaveita að húsinu og vatnshreinsunarsalerni, ef þeirra er þörf. Pr. Húsameistari ríkisins. Einar Erlendsson. Af þessu má sjá, að engar líkur eru til að kostnaðurinn þurfi að fara fram úr þeirri fjárveitingu, sem ég lagði til yrði endurgreidd, samkvæmt ákvörðun Alþingis 1928. Vænti ég að vitneskja um þessa áætl- un verði til að greiða götu málsins í neðri deild. J. J. Hinsvegar hafa sjómenn á Stokks.eyri mikinn hug á að bjarga sér, og ekki skortir þá þekkingu og dugiiað til sjó- sóknar, en fjármunina vantar þá. Nú hafa þeir bundizt sam- tökum í því skyni að reyna að afla sér báta til útgerðar, og hafa óskað þess, að ég flytti þetta mál á Alþingi. Lending- arbætur hafa verið gerðar all- verulegar á Stokkseyri hin síð- ari ár, og hefir innsiglingin þar við það batnað stórkostlega, svo að hana má nú venjuleg- ast telja allsæmilega. Sjávar- útgerð er þess vegna nú miklu tryggari frá þessum stað held- ur en hún áður var.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.