Nýja dagblaðið - 28.11.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 28.11.1933, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 NYJA DAGrBLAÐIÐ Útgefanrti: „BlaOaútgáfan h/í“ Ritstjóri: Dr. phil. Jtovkell Jóhannesson. i Ritstjómarsk rifstofur: I augav. 10. Símai: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Framkv.stj jri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Flugumenn Hneykslismál Hinriks Thor- arensen hlýtur að verða til þess, að skerpa árvekni flokks- ins í framtíðinni gagnvart póli- tískum vandræðamönnum, sem kunna að vilja troða sér inn í flokkinn um stundarsakir og spilla starfsemi hans. Þetta tilfelli og hliðstæð atvik áður, sem rifjuð eru upp á öðrum stáð hér í blaðinu, sýna glögg- lega nauðsynina á því að beita fyllstu gagnrýni við inntöku rnanna í flokkinn og að strang- lega og tafarlaust sé beitt þeirri einu vörn, sem flokkur- inn hefir gagnvart flokkssvik- urum, sem sé að víkja þeim úr flokknum án nokkurrar lin- kindar og svo greinilega, að ekki verði um þráttað. I óskipulögðum flokki, þar sem enginn félagsskapur er til, og engar ákveðnar flokks- reglur, er í raun og veru engin fullnægjandi vörn til gagnvart skaðræðismönnum af þessari teglmd. Af því að Framsókn- arflokkurinn var óskipulagður lengi framan af, hefir t. d. þöim Valtý Stefánssyni og Jóni á Reynistað aldrei verið formlega vikið á brott þaðan. Og þess vegna hefir líka Ei- ríkúr Einarsson fyrv. þingmað- ur Framsóknarflokksins haft aðstöðu \ til þess hvað eftir annað, að „agitera“ fyrir kosn- ingu sinni meðal ýmsra Fram- sóknarf lokksk j ósenda 1 Ámes- sýslu, á þeim grundvelli, að Framsóknarflokknum myndi vera sami fenfeur í kosningu hans nú og á meðan hann vann með flokknum á Alþingi. Ef ekki hefði verið skipulagt flokksfélag á Siglufirði, myndi Hinrik Thorarensen með sama rétti geta haldið því fram, að hann væri í Framsóknar- flokknum nú, þar sem opin- bert er, að hann hefir setið flokksþing Framsóknarmanna í Reykjavík vorið 1931 á sama hátt og Valtýr Stefánsson sat flókksþingið á Þingvöllum 1919. Sá siður var tíðkaður á Sturlungaöld, að senda flugu- mann í stafkarlsgerfi á heimili afreksmenna til að skjóta loku frá dyrum, á næturþeli, og veita fjandmönnunum aðgang. Enn tíðkast hún í stjóm- málabaráttunni, hin foma að- ferð flugumannsins. Sú aðferð var óþokkasæl og kom oft þeim í koll, er hennar neytti. Fjandmenn Framsókn- arflokksins hafa hingað til neytt flugumennskunnar sjálf- um sér til mestrar hneisu og skaða. Mun svo enn fara. Hinrik Thorarensen fær vondar viðtökur Framh. af 1. síðu. TJm það mun ekki verða deilt. Og um það mun heldur ekki verða deilt, hverjum það er í hag, að Mbl. skuli vera nógu heimskt til að birta þennan framburð Hinriks Thoraren- sens, sem rök fyrir því, að andstæðingar Framsóknar- flokksins séu sýknir saka af því hegningarverða athæfi, sem framið hefir verið. II. Að því hefir verið vikið áð- ur í þessari grein, að flokks- svikarar veldust að öllum jafn- aði til hinna verstu verka. Og störf pólitískt hliðstæð því, sem Hinrik Thorarensen hefir nú gert, hafa oft verið unnin af þessari tegund manna í þágu íhaldsflokksins í barátt- unni á móti frjálslyndari flokk- unum í landinu. Reynslan sýnir, að íhaldið hefir alltaf verið sérstaklega fundvíst á þá menn, sem ein- hverra hluta vegna, voru óhæf- ir til samstarfs í sínum eigin flokki og hafa skaplyndi til þess að bregðast málstað sín- um. En ef til vill hafa menn ekki almennt gert sér grein fyrir, hvernig hún lítur út, þessi mannvænlega sveit, flokkssvikaradeildin í íhaldsflokknum. Þar gefur meðal annara að líta fyrverandi flokksmenn úr al- þýðusamtökuuum í Reykjavík, t. d. þá Sigucð Jónsscn raf- virkja, sem nú er varatæjar- stjcrnarmaður íhaldsflokksins í Reykjavík, sérstaklega til þess hafður að halda skamma- ræður um verkamenn og Lúther Hróbjartsson nú dyra- vörð í Austurbæjarskólanum, sem íhaldið valdi úr 80 um- sækjendum til að hreppa þá stöðu, og nú kvað vera geng- inn yfir til „hreyfingarinnar“. Af núverandi þingmönnum íhaldsins eru þrír, sem áður hafa verið í Framsóknarflokkn- um, en hlaupizt á brott þaðan við lítinn orðstír og fundið húsaskjól hinumegin. Jón Pálmason á Akri er einn af stofnendum Framsóknar- flokksins í Húnavatnssýslu, en hrökklaðist þaðan fyrir metn- aðarsakir í sveitarmálum fyrir mörgum árum. Eina áhugamál hans í þinginu er að hefna sín á frænda sínum, Jóni í Stóra- dal, sem á sínum tíma kom honum út úr hreppsnefndinni í Svínavatnshreppi. Eiríkur Einarssor, var kos- inn á þing af Framsóknar- mönnum í Ámessýslu og fylgdi flokknum þá einnig á Alþingi. 1931 bauð hann sig fram utan flokka. En við síðustu kosn- ingar var hann orðinn yfir- lýstur íhaldsmaður. | Jón á Reynistað var upp- ! haflega kosinn á þing af Fram- ! sóknarmönnum í Skagafirði. Hann var einn af þeim fyrstu mönnum er gengu í Framsókn- arflokkinn og meðal þeirra, sem stofnuðu Tímann. Jónas læknir á Sauðárkróki, sem íhaldið „smyglaði“ inn á Alþingi á templaraatkvæðum við landkjörið 1926, var einn af þeim, sem lögðu fram fé til útgáfu Tímans í upphafi, og hann er líka einn af stofnend- um Framsóknarflokksins. En „glansnúmer“ flokkssvik- aradeildarinnar í íhaldsflokkn- um eru þó sjálfir ritstjórar íhaldsdagblaðanna hér í Rvík, þeir Páll Steingrímsson og Val- týr Stefánsson. Páll Steingrímsson var einn af stofnendum Framsóknarfé- lags Reykjavíkur veturinn 1923—24. Hann var einn af þeim, sem mættu á fyrsta fundi félagsins. Og hann átti sæti í nefnd þeirri, sem kosin var til að semja lög félagsins. Enda var það svo, að fyrstu árin, sem Páll starfaði við Vísi, naut hann ekki fulls trúnaðar Mbl.-liðsins. En van- trú á hæfileikum hans til að þjóna illum málstað hefir síð- ar reynst algerlega ástæðu- laus. Flokkssvik Valtýs Stefáns- sonar eru þó að ýmsu leyti kunnari en Páls Steingríms- sonar. Valtýr sat á flokksþingi Framsóknarmanna á Þingvöll- um 1919, og er skráður í Tím* anum meðal mættra fulltrúa* 1 *). Trúnað eins af foringjum Framsóknarmanna, sem hann hafði áunnið sér með undir- ferli, reyndi hann að misnota eftir vistaskiptin. En brott- hlaup Valtýs hefir eins og kunnugt er, orðið Framsókn- arflokknum til meira láns, en nokkrum hafði getað dottið í hug á þeim tíma um svo ó- merkilegan viðburð. III. Grátbroslegt er að sjá það og heyra, hvernig gömlu flokkssvikaramir í íhalds- flokknum taka nú á móti Hin- rik Thorarensen, þessum nýja stéttarbróður í andanum og hjálparhellu í baráttunni gegn Framsóknarflokknum! Dag eftir dag streitast þeir nú við, sjálfir hinir opinber- lega stimpluðu liðhlaupar úr Framsóknarflokknum, þeir Val- týr Stefánsson og Páll Stein- grímsson, að kasta hnútum að þessum nýja sálufélaga. Það hlutskipti, sem Hinrik Thorarensen hefir valið sér í þjónustu hinna pólitísku myrkravalda, mun koma svo þungt niður á honum sjálfum, sem illa og ómannlega var til þess stofnað. Nýja dagblaðið hefir það fyrir satt, að daginn, sem upp- víst varð, að höfundpr leyni- bréfanna hafði verið hand- samaður, hafi bæði hjá Mbl.- liðinu og í „hreyfingunni" ver- ið uppi ráðagerðir stórar um r) Valtýr og Hinrik Thorarensen liafa það þannig sameiginlegt, að hafa báðir verið skráðir á floiíks- þingi hjá Framsóknai-mönnum! Munurinn aðallega sá, að Hinrik sveik eftir tvö ár, en Valtýr eftir I I fjögur. það, hversu taka bæri þessu mikla áfalli, sem leynistarfsem- in hafði beðið. Blaðið hefir sannfrétt það, að fyrsta ráðagerðin hafi ver- ið um það, að beina áhlaupinu gegn starfsmönnum þeim á pósthúsinu, sem orðið höfðu til þess samkvæmt fyrirmælum lögreglunnar, að koma upp um sökudólginn. Er sagt, að tveir sérlega sanntrúaðir íhalds- menn í pósthúsinu, þeir Guð- mundur Bergsson og Magnús Jochumsson*), hafi álitið 1 einfeldni sinni, að aðstoð þess- ara starfsmanna við lögregluna væri brot á póstlögunum! Ein- hverjir munu þó hafa komið vitinu fyrir Mbl. í þessu efni áður en það var um seinan. Og þá var það, að hinir gömlu flokkssvikarar settust til dóms yfir hinum ógæfusamlega ný- liða! En hjá Framsóknarmönnum mun það aldrei verða harmað, hvorki fyr né síðar, þó að gamlir og nýir liðhlaupar úr flokknum sitji á svikráðum hver við annan og skiptist á hrakyrðum. Slíkir menn hafa ekki góðs að vænta hver af öðrum fremur en aðrir af þeim. *) Magnús Jochumsson er eins og kunnugt er, yfirlýstur nazisti. En ihaldið i bœjarstjórn Reykja- vikur kaus hann eigi að síður sem Varamann í niðurjöfnunar- nefnd núna fyrir nokkrum dög- um. Loðskinnauppboð í London. Sala loðskinna í T.ondon fer allaiafnan fram á þann hátt, að haldin eru stór upþboð. Fyrir skömmu fór fram sala á loð- skinnum í London. Um 20 þús. ! silfurrefaskinn voru seld. Auk i þess var selt mikið af öðrum | tegundum loðskinna. Eftir- I spurnin eftir silfurrefaskiim- l um var tæplega eins mikil og | venjulega. Þrátt fyrir það varð I verðhækkun á beztu tegundun- I um um 20%, en verðið á lak- , ari tegundunum féll um 10%. , Hjá Hudson May, sem seldi flest skinnin var meðalverðið ! þannig; Alsilfurskinn 9 £ 12 sh., 3/4 silfurskinn 9 £ 7 sh., hálfsilfurskinn 9 £ 10 sh., V4 silfurskinn 8 £. Hæsta verðið á einu skinni var 37 £. Enn er ekki fullséð hvernig j verðið á silfurrefaskinnum j 'muni verða í vetur. Yfirleitt munu þó flestir gera sér góð- ar vonir og talið er líklegt að viðreisnarstarfið í Bandaríkj- unum muni hafa það í för með sér, að loðskinnamarkaðurinn aukizt þar Nýir kaupendur að Nýja dagblaðinu fá blaðið ókeypis til 1. desember og það sem út er komið og enn er ekki uppselt. Gerist áskrifendur í dag. Það er betra en gera það seinna. Til bænda: Reynsla og athugun mun sýna yður hvaða fóðurbætir er beztur og til- tölulega ódýrastur, að gefa í vetur. Handa mjólkurkúm og öðrum nautgripum: Fóðurblanda S. I. S. og Fóðurblana Ö. Verð kr. 14.85—16.50 pr. 75 kíló. Handa sauðfé: Síldarmjöl, sem er albezti fóðurbætir handa sauðfé, er því miður að verða nær ófáanlegt. Vér bætum úr því eins og bezt er hægt, með því að framleiða „Sauðfjárfóður“ S. í. S., sem vér blöndum, eftir því sem óskað er, úr síldarmjöli, hafrafóðursmjöli, maís og olíukökum n. fl. Handa hænsnum: Gný og Jaðar hænsnafóður. Verð kr. 10.00—16.00 pr. 50 kíló. Gný og Jaðar eru tegundir, sem eru viðurkenndar í beztu hænsnaræktarhéruðum Noregs og Dan- merkur. í öllum fóðurblöndum, sem vér seljum eru 2—3% af beztu tegund af fóðursalti. Fóðurblöndur vorar eru blandaðar í vönduðum blöndunarvélum og því fulltryggt að þær séu alltaf jafnar og óbreyttar að gæðum og samsetningu. Allir kaupendur eiga kost á að kynna sér samsetningu og blöndun þeirra fóðurefna er vér seljum. Sa mband isl. samvinnufélaga

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.