Nýja dagblaðið - 02.12.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 02.12.1933, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLA9IB Fæsí í bókabúðum Við, sem vinnum eldhússiörfin Frnmvörp og* tillög'ur á Alþingi. Greiðslulrestur á skuldum smáútvcgsmanna. Jónas Jónsson, Ingvar Pálma- son og Bjöm Kristjánsson flytja tillögu til þingsályktun- | ar um að skora á ríkisstjóm- i ina að hlutast til um, að þeir , bátaútvegsmenn, sem það miklar skuldir hvíla á, að þær í eru útvegi þeirra til verulegs hnekkis, fái nú þegar fyrir næstu vertíð greiðslufrest á skuldunum. 1 greinargerð segir svo: Það er vitanlegt, að nefnd sú, sem nú er að rannsaka ástand sjávarútvegsins, verður ekki búin að skila áliti fyrir næstu vertíð, en hinsvegar er það upplýst, að mikill hluti báta- útvegsmanna er það aðþrengd- ur vegna eldri skulda, að víða liggur við borð, að útgerðin stöðvist eða að útvegsmenn i verða að sætta sig við óhóflega hátt verð á vörum til útgerð- arinnar. Við athugun þess, að bátaútvegurinn færir landinu 2/3 hluta af öllum fiskafla landsmanna, eru slíkar þreng- ingar vegna eldri skulda ekki einungis skaðlegar fyrir hlutað- eigandi menn, heldur og þjóð- ina sem heild. Eftírlitsmaðurinn með bönk- um oq sparlsjóðum. i Jónas Jónsson flytur þál.till. í um að skora á .ríkisstjómina ; að leggja fyrir næsta þing frv. um að leggja niður embættið um eftirlit með bönkum og sparisjóðum. I greinargerð segir svo: „Það hefir lengi verið almenn skoðun, að þétta embætti væri gersamlega óþarft. Sést, að sú muni vera skoðun bankanna, sem borga mikinn hluta af kaupi þessa starfsmanns, því að þeir hafa árum saman neit-_ að að borga kaup eftirlits- mannsins. Frv. um niðurlagn- ingu þessa embættis var samþ. í efri deild í fyrra, en náði þó ekki afgreiðslu í neðri deild. Margir þingmenn telja, að rétta megi við fjárhag ríkis- ins með því að fella niður mið- ur þörf embætti. Takist ekki að fá þetta þing til að viður- kenna, að leggja megi niður þetta embætti, er sýnilegt, að lítil von er um sparnað við embættafækkun“. Eins og kunnugt er, gegnir Jakob Möller þessu embætti. Er kostnaður greiddur af rík- inu, bönkum og sparisjóðum. Varalögreglan. Tillaga Alþýðuflokksmanna um afnám varalögreglu, sem nú liggur fyrir sameinuðu þingi, er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að leggja þegar niður núverandi varalögreglu í Reykjavík og stofna hvergi til varalögreglu í kaupstöðum landsins". Við hana flytur Eysteinn Jónsson nú svohljóðandi við- aukatillögu: Aftan við tillöguna bætist: eins og nú standa sakir, og aldrei nema áður sé fyrirskip- uð og fullnægt hámarksfjölg- un lögregluþjóna samkv. 1. gr. laga um lögreglumenn frá 1933. Lendingarbætur í Flatey. Bergur Jónsson flytur till. til þál. um að heimila ríkis- stjóminni að verja úr ríkis- sjóði á næsta ári allt að 2000 kr. til lendingarbóta í Flatey á Breiðafirði, samkvæmt þeim reglum, sem fjárlög setja um þesskonar fjárframlög. Verðuppbót á kjöti. Landbúnaðarnefnd efri deild- ar flytur svohljóðandi tillögu til þál.: „Efri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að nota heimild þá, er felst í VI. lið 22. gr. fjárlaganna 1934, til að bæta upp verð á útfluttu kjöti frá yfirstandandi ári, að svo miklu leyti sem þörf kref- ur“. Laun opinberra starfsmanna. Jón Pálmason, Pétur Otte- sen og Jón Sigurðsson flytja svohljóðandi tillögu: „Neðri deild Alþingis álykt- ar að skora á ríkisstjómina að lækka frá næsta nýári, eft- ir því sem við verður komið vegna gerðra samninga, launa- greiðslur til þeirra starfs- manna ríkisins og stofnana þess, sem laun taka utan launa- laga, þannig að launin verði í sem beztu samræmi við launa- greiðslur samkvæmt launalög- um“. Meðgjöi með fávitum. Guðrún Lárusdóttir flytur till. til þál. um, að Alþingi á- lykti að heimila ríkisstjórninni að verja allt að 12500 kr. á ári til þess að greiða meðlag með fávitum frá efnalitlum heimilum, sem komið er fyrir á fávitahælinu að Sólheimum í Grímsnesi. Þó skuli ekki greiða meira en 500 kr. á ári með hverjum einstökum fávita. Eftirlit með áveitum. Eiríkur Einarsson flytur þál.- till. um að efri deild álykti að skora á ríkisstjórnina að una- irbúa og Ieggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga um viðhald og eftirlit allra hinna stærri áveitufyrir- tækja, er styrkt hafa verið af ríkisfé. Höfnin i Vestmannaeyjum. Jóhann Þ. Jósefsson flytur svohljóðandi tillögu til þingsá- lyktunar: „Neðri deild Alþingis álykt- ar að skora á ríkisstjómina að nota það, sem eftir er ónotað af fjárveitingu samltv. lögum nr. 58, 19. maí 1930, og veitt var til dýpkunar á innsiglingu, fullnaðarviðgerðar hafnargarð- anna o. fl. í Vestmannaeyja- höfn, til þess að styrkja Vest- mannaeyjakaupstað til kaupa á dýpkunartækjum fyrir hofn- ina“. Leikfélögin. Guðrún Lárusdóttir flytur tillögu til þingsályktunar um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að veita leikfélögum Reyk- javíkur, Akureyrar og Isa- fjarðar undanþágu frá skemmt- anaskatti. Varnir gegn landbroti i Fljótshlið. Jónas Jónsson flytur enn- fremur svohljóðandi tillögu: „Efri dedd Alþingis ályktar að lýsa yfir, að samkvæmt lögum nr. 27 frá 23. júní 1932 ber ríkissjóði að annast % hluta kostnaðar við vamir gegn ágangi Þverár í Fljóts- hlíð innan við Hlíðarenda, ef sýslan eða landeigendur fyrir atbeina sýslunefndar bera Va hluta kostnaðarins. Greinargerð. Tillaga þessi er flutt sam- kvæmt ósk bænda í Fljótshlíð, sem eiga í vök að verjast af ágangi Þverár, og vilja fúslega leggja fram krafta sína til að verja jarðir gegn landbroti, en hafa alls ekki bolmagn til að leggja meira fram til þessa verks en þann áttunda hluta kostnaðar, sem lögin gera ráð fyrir“. mmm ^Sófmcuutir - íþróttlr - íiðttt ‘ ' » ■■!*" > Dómar Jóns Þorleits- sonar. — Andsvar. Það er auðséð á svari Jóns Þorleifssonar í þessu blaði síð- astliðinn laugardag, að hann hefir reiðst því mjög mikið, að ég skyldi snúa ummælum hans um Kr. Magnússon upp á hann sjálfan. En þess þurfti með, til þess að Jón fyndi sjálfur hve ókurteislega hann .skrifar. Aðalefni greinar minn- ar 14. þ. m. í þessu blaði var að andmæla hinni hrokafullu dómsaðferð J. Þ., sem sé að smána fólk með ummælum, sem þýða líkt og: Þið eruð vit- lausir og hafið ekkert vit á þessu. Spyrjið þið mig. Ég er sannleikurinn. Ég er vitið. Því fer fjarri að J. Þ. komi nokkuð nærri þessu efni grein- ar minnar; eða því% atriði, að hann hafi sjálfur sett samar. útþynningar af sumum „mo- tivum“ Ásgr. Jónssonar, sem J. Þ. hefir svo með glöðu geði selt þeim sömu kaupendum, er hann atyrðir nú á áðurnefnd- an hátt. Bezt væri að geta al- veg sneitt hjá slagorðum þeim, og smánaryrðum, sem J. Þ. velur mér sem málara, því ég tel engan listrænan vinning við að elta þau uppi. J. Þ. ræðst á „glansmyndamálarana“, sem hann kallar t. d. okkur Krist- ján. Þetta orð, glansmyndir, hefir fyr verið notað sem niðr- unarorð, en er kjánalegur og algjörlega einskisverður mæli- kvarði, því áferð litanna, eða það atriði, hvort málverkið er málað með þunnum litum eða þykkum, matt eða gljáandi, kemur ekki til greina, þegar hið listræna gildi þess er met- ið. Hinir mestu málarar hafa jafnt málað þunt, gljáandi, þykkt eða matt með fínni eða stórgerðri áferð og er J. Þ. áreiðanlega ekki fær um að taka neinn þeirra góðu manna á hné sér — þó lifandi væru — til þess að leiðbeina þeim eins og krökkum. Skal ég jafnt nefna Rafael og Tizian eins og Courbet eða önnur sígild stór- menni og tæpast mun J. Þ. þora nefna Rafael og Tizian, glansmyndamálara. En sé svo, þá tel ég mér áreiðanlega heið- ur að félagsskapnum. Ytra út- lit þess mikilsverða og þess lé- lega getur í fljótu bragði sýnst afar líkt (t. d. listaverk og miðlungs-„kopia“ af því), en þegar farið er að gæta betur að, þekkist hið mikilsverða á ýmiskonar hárviðkvæmum at- riðum, svo sem kunnáttu og leikni í teikningu, litasamsetn- ingi, pensil- eða spaðadrætti o. íl., sem töfrar fram hið and- lega innlegg og er þannig far- vegur þess. En leikni virðist J. Þ. lítilsvirða af því að hann vanhagar um þá nauðsynlegu kosti. J. Þ. ræðst á málverk mín o. fl. af því að þau séu álitleg að ytra útliti, — fer um þau háðslegum orðum og gremst, að honum skuli ekki takast að gera sitt torf svo húsum hæft að fólk vilji það fremur. J. Þ. segir, að sér hafi verið óskað bana af þeim, sem hann hafi 1 skrifað um. Ekki tek ég þetta til mín. Ég- vil J. Þ. þvert á móti svo vel, að ég óska af heilum huga, að honum endist aldur til að verða hlutverki sínu vaxinn, — og jafnvel þó ekki væri nema sem nothæfu „marsipanpeði" á því skák- borði íslenzks lista-klíkuskapar, sem hann hefir slæðst inn á. Mætti í því sambandi nefna ýmsar sýningar erlendis og hér heima, sem J. Þ. hefir haft áhrif á, og væri fullþörf á að taka þá hlið málsins til sér- stakrar og rækilegrar athug- unar. J. Þ. segir, að allir geti tekið undir með mér og sagt, að nú sé þörf á víðsýnum gáfu- manni o. s. frv. Er það virðing- arvert, að J. Þ. skuli þó, þrátt fyrir gorgeir sinn, kannast svona vel við hæfileikaleysi sitt á þessu sviði. Ég lýsi því yfir, að það er óþolandi, að starfandi málari, sem er ekki einu sinni í meðalröð hvað getu snertir, skuli taka „koll- ega“ sína, einn eftir annan og flesta sér betri, á hné sér til þess að dæma þá. Ég mótmæli því. Til þess er hann óhæfur. Freymóður Jóhannsson. Hátíðahöld stúdenta í gær, Frh. af 1. síðu. fessor dr. Alexander Jóhannes- son. Formaður stúdentaráðs'ns er Baldur Johnsen stud. med., en stúdentagarðsnefndina, sem staðið hefir fyrir byggingunni, skipa: dr. jur. Björn Þórðar- son lögmaður í Reykjavík, Guðmundur Guðmundsson stud. juris, Gunnlaugur Einarsson læknir, Pálmi Hannesson menntaskólarektor, Pétur Sig- urðsson háskólaritari, sem er formaður nefndarinnar, Tómas Jónsson lögfræðingur, og Val- geir Björnsson bæjarverkfræð- ingur. Teikningu af húsinu hefir gert Sigurður Guðmundsson húsameistari og hefir hann yfirumsjón með byggingunni. Jón Bergsteinsson múrara- meistari hefir tekið að sér að reisa húsið í ákvæðisvinnu, en daglegt eftirlit með verkinu hefir Gunnlaúgur Halldórsson húsameistari. Byrjað var að -grafa fyrir kjallará hússins 19. júlí 1933 og er húsið nú komið undir þak. Svo er ráð fyrir gert, að garðurinn verði tekinn til íbúð- ar 1. október 1934. Hornsteininn lagði háskóla- rektor próf. dr. Alexander Jó- hannesson. Á undan og eftir athöfn þessari lék lúðrasveit ýmsa stúdentasöngva. Framh. á 3. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.