Nýja dagblaðið - 16.12.1933, Síða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
8
NYJÁ DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „BlaOaútgáfan h/f‘
Ritstjóri:
Di'. phil. porkell Jóhanneason.
Ritstjómarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 12. Sími 2323.
Framkv.stjóri:
Vigfús Guðmuudsson.
Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Nýi
flokknriim
Blaðið Framsókn, sem út
kom í gær, flytur tilkynningu
um stofnun nýs stjórnmála-
flokks undir nafninu „Bænda-
flokkur". Jafnframt birtir
blaðið langa greinargerð frá
Tryggva Þórhallssyni um síð-
ustu viðskipti hans við Fram-
sóknarflokkinn.
Um leið hafa þau tíðindi
orðið, að Arnór Sigurjónsson
ritstjóri, einn af þeim mönn-
unum, sem mest lögðu sig
fram um það á síðastliðnu
hausti að jafna ágreining og
efla samstarf innan Fram-
sóknarflokksins, hefir orðið að
hverfa frá ritstjórn „Fram-
sóknar“.
Um stefnuskrá hins nýja
flokks er lítið að segja. Hún
er hvorki betri né verri en
við mátti búast, eftir því, sem
til þessarar flokksmyndunar
er stofnað. Það eru óákveðin
og almenn orð, sem ménn í öll-
um stjórnmálaflokkum gætu
skrifað undir. Flokkurinn
kveðst vera stéttarflokkur, sem
vinni að „alþjóðarheill". Á-
kveðnara getur þetta ekki ver-
ið um flokk, sem byggður er
á persónum, en ekki málefnum.
Tryggvi Þórhallsson hefir
nú tekið þann kostinn, sem
ver g'egndi og óviðfelldnari er,
bæði fyrir hann sjálfan og
Framsóknarflokkinn. 1 stað
þess að draga sig til baka úr
stjórnmálabaráttunni, að und-
angengnum þeim atburðum,
sem kunnir eru, hefir hann
það ráð upp tekið að bera
vopn á fyrri samherja sína
og bregða þeim um trúnaðar-
brot og ódrengskap. Mun
mörgum Framsóknarmanni
verða erfitt að trúa augum
sínum, þeirra, er nú lesa blað
hins nýja flokks. Svo ósam-
boðinn er sá málaflutningur
Tryggva Þórhallssyni, slíkur
maður, sem hann hefir verið í
Framsóknarflokknum.
Á eitt skal bent til viðbótar
nú, þessu máli viðkomandi.
1 hinum nýja „bændaflokki"
eru fimm menn*). En það er
ennþá enginn „hreinn" bóndi í
„bændaflokknum“. Allir fimm
flokksmennirnir gegna nú
launuðum störfum í þjónustu
ríkisins.
*) Sjötta manninn má þó senni-
lega telja í flokknum. það er rit-
stjóri flolcksblaðsins, Árni þóröar-
son, unglingsmaður hér i bænum.
Árásir íh.aldsbladanna
á Hermann Jónasson.
Þeir sem fylgjast með því,
sem sagt hefir verið og skrif-
að opinberlega hérna í bænum
tvö síðustu árin, hafa ekki get-
að komizt hjá að veita eftir-
tekt þeim undursamlega hlá-
legu níðgreinum, sem jafnt og
þétt birtast hér í íhaldsblöðun-
um, Vísi og Morgunblaðinu,
Stormi, íslenzkri Endurreisn og
Heimdalli, um Hermann Jónas-
son lögreglustjóra. Það er ekki
alveg fátítt, að þessi líka dá-
laglega sorpblaðapressa velti
sér yfir þennan eina mann
með botnlausum skömmum
svo að segja alveg upp úr
þurru á einum og sama degi.
Það leynir sér ekki í þeim ofsa-
lega rithætti, sem venjulegast
kemur fram 1 þessum skrifum,
að hér þykir mikils við þurfa.
Ekkert nema viðþolslaus
hræðsla getur orkað að stýra
pennurn þeirra manna, sem
fyrir þessu skammaflóði
standa. Og það verður að við-
urkenna, að þessi hræðsla
íhaldsins við H. J. sé ekki al-
veg tilefnislaus. H. J. hefir
sjálfsagt verið afturhaldinu
hér í bænum óþarfari en nokk-
ur einn maður annar núna
allra síðustu árin. Sú öfluga
hreyfing, sem hér skapaðist
utan um framboð Framsóknar-
flokksins við bæjarstjómar-
kosningarnar fyrir fjórum ár-
um, var vitanlega hans verk
fyrst og fremst. Eftir þær
kosningar var það kunnugt, að
Framsóknarflokkurinn mundi
verða til þess fyr eða síðar að
vinna það þrekvirki, sem Al-
þýðuflokkurinn hefir reynzt
ómáttugur til, að steypa ein-
ræðisstjóm íhaldsmanna hér af
stóli. Og íhaldið hefir ekki get-
að losað sig við óttann um', að
það væri einmitt HermannJón-
asson, sem forystuna myndi
hafa í þeirri baráttu, samhliða
því, sem röggsemi hans í lög-
reglustj órastarfinu hefir komið
ónotalega við taugar þeirra
manna, sem ekki þola að sjá
réttvísina nema í hillingum.
Þegar þess er gætt, að Her-
mann Jónasson gegnir embætti,
sem eftir eðli sínu er svo vax-
ið, að naumast getur hjá því
farið, að hægt sé með natni að
finna þar einhverskonar árás-
arefni, og þar við bætist, að
hann hefir nú um langt skeið
undanfarið átt að búa við í
mesta máta óhagstæða yfirboð-
ara, gegnir það raunar furðu,
að ekki skuli hafa tekizt að
hrekja hann úr því fyrir langa
löngu, slík alúð, sem við það
hefir verið lögð.
Þó ekki séu tekin nema
nokkur dæmi um það, hvernig
pólitískir andstæðingar hafa
látið gremju sína koma fram
í árásum á embættisstörf H. J„
mun sjálfsagt leitun á nokkr-
um öðrum manni í hans stöðu,
sem við annað eins hafi átt
að búa.
Hér hafa nýlega verið rifj-
Hér hefir nýlega verið rifj-
uð upp í blaðinu sú gersam-
H. J. varð fyrir í fyrra út af
óeirðunum 9. nóvember. Menn
geta svo sem til dæmis reynt
að ímynda sér, hvort fyrir-
rennari hans, Jón Hermanns-
son, hefði verið lastaður fyrir
það í Mbl., að leggja sig og
lögregluna í hættu til að
bjarga fulltrúum íhaldsins í
bæjarstjórninni frá líkamleg-
um meiðingum, eða hvort ætl-
azt hefði verið til þess af hon-
um að neita að hleypa áheyr-
endum inn í opinbert fundar-
hús, hvort hann hefði verið
ásakaður um að hafa sjálfur
stofnað til óeirðanna(!), hvort
reynt hefði verið að æsa sjálfa
lögregluna á móti honum eins
og Mbl. hefir látið sér sæma —
að vísu árangurslaust — á viu-
kvæmustu augnablikum.
Menn rnuna sjálfsagt enn,
margir hverjir, eftir þeim frá-
munalega heimskulega þvætt-
ingi, sem Mbl. flutti viku eftir
viku í fyrravetur, út af því,
tiltölulega lítilsverða atriði, að
H. J. hafði eins og margir
menn aðrir hér í bænum, tekið
á leigu land til ræktunar hér í
nágrenni bæjarins. Það hefði
þurft meira en lítið hugmynda-
flug undir venjulegum kring-
umstæðum til að láta sér detta
í hug, að það yrði notað sem
tilefni í margra vikna þrotlaust
níð í stærsta blaði landsins, þó
að maður fengi nokkrar dag-
sláttur af óræktuðu landi á
erfðafestu, sem heimilt var að
taka af honum hvenær sem var,
og að þessi líka stóreflis
hlunnindi(!) yrðu talin 100
þús. kr. virði — og múta til að
kveða upp rangan dóm!
Þá mun vera í fersku minni
enn, allt blaðamoldviðrið, sem
íhaldið þyrlaði upp í baust út
af því, að H. J. hefði ekki lát-
ið halda vörð um þýzka skipið,
sem hakakrossinn var skorinn
niður af hérna við uppfylling-
una. Og svo kom það bara upp
úr kafinu eftir á, þegar öll
ósköpin voru um garð gengin,
að H. J. hafði einmitt látið
halda þennan vörð, sem beðið
var um! Mbl. hafði ekki látið
svo lítið að spyrja um þetta,
áður en það byrjaði á her-
hlaupinu!
Nú á Hermann Jónasson,
eftir því sem Mbl. og Vísir
fullyrtu fyrir örfáum dög-
um, að hafa unnið til hvorki
meira né minna en 6 ára tugt-
húsvistar með því að geta ekki
komið í veg fyrir að Hinrik
Thorarensen misminni eða
skýri rangt frá fyrir rétti, að
hafa látið bóka það, sem mað-
urinn sagði óbreytt í réttar-
bókina og að vita ekki að sú
þekkta persóna(!) Gustav
Sveinsson hafði engan félaga!
Það hljóta að vera einhver
takmörk fyrir sálargáfum —
jafnvel hjá rammtrúuðum
íhaldsmönnum — sem geta tek-
ið svona málaflutning alvar-
lega mikið lengur, þótt gegn
pólitískum andstæðingi sé.
Framh. á 4. síðu.
T
Allskonar g'öðg'æti
fólamatinn:
Rjúpur,
Svínakotelettur,
Svínslæri,
Nautakjöt af ungu,
í buff og steik.
Norðlenzkt dilkakjöt,
Kálfskjöt,
Svellþykkt
s a u ð a h a n g i k j ö t.
Úrvals saltkjöt.
Vínarpylsur.
Aligæsir.
Aliendur.
Kjúklingar.
Nýtt rjómabússmjör.
Ný ísl. hænuegg.
Ódýr bökunaregg.
Norðl. ostar.
Salöt.
Áleggspylsur.
Niðursoðnar gr. baunir.
4
4
Margskonar tegundir af grænmeti.
ÁVEXTIR: s. s.: Epli delicious extra fancy,
Jonathan fancy, ódýr matarepli.
Appelsínur. Vínber. Bananar.
Gerið pantanir ykkar sem fyrst.
k Kfötbúd Reykfaviknr ••
jí Vesturgötu 16. Sími 4769.
m
ffifc liÉfer i úÉé-.a#
Happdrætti Háskóla Islands
Tekur til starfa 1. janúar 1934.
2500 hlutir í 10 flokkum.
Verð 60 kr. á ári eða 6 kr. í hverjum flokki.
Vinningar samtals kr. 1.050.000,00 á ári.
1 á 50000 kr„ 2 á 25000 kr., 3 á 20000 kr.
2 á 15000 kr., 5 á ÍOOOO kr. o.s.frv. á heilan hlut.
Fimmti hver miði fær vinning á árinu.
A T H S. Fyrsta starfsárið verða einungis gefnir út fjórðangsmiðar,
og- verða fyrst seldir A-miðar nr. 1 - 25000, þá B-miðar
nr. 1 - 25000, en þá C- og D-miðar með sama hætti.
TJmboðsmenn í nálega öllnm kanptúnnm.
^Ylnnlngarnir ern skattfriálsir.
Jónas Sveinsson læknir
Sérgrein: Handlækningar. (Kven- og þvagfæra
sjúkdómar).
Pósthússtræti 17 (Lækningastofu Kr. Sveinsson-
ar augnlæknis). Viðtalstími 1—3 e. h.
Heimasimi 3813- Læknmgaatofan 3344.
Ný, merkileg bók:
Islenzkar
smásö^ur
II ö f u n d a r:
Jónas Hallorímsson. Jón Thoroddsen. þorgils Gjallandi.
Gestur Pálsson. Steph. G. Stephansson. þorsteinn Erlings-
son. Einar H. Kvaran. Sigurjón Friðjónsson. GuSmundur
Friðjónsson. Jón Trausti. Kristín Sigfúsdóttir. Jóhann
Sigurjónsson. Hulda. Sigurður Nordal. Jakob Thoraren-
sen. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Helgi Hjörvar. Gunn-
ar Gunnarsson. Guðm. G. Hagalín. Davíð þorvaldsson.
Kristmann Guðmundsson. Halldór Kiljan Laxncss.
Sögurnar hefir Axel Guðmundsson valið.
Bókin er 19 arkir, prentuð á ágætan pappír, inn-
bundin í fallegt band, og er þess vegna langbezta
fólagfföfin.