Nýja dagblaðið - 31.12.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 31.12.1933, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAOBL AÐIÐ Annáll. Skipafrcgnir. Gullfoss er á leið til Kaupm.hafnar. Goðafoss er á leið til Kaupm.liafnar. Bj'úarfoss íer frá Kaupm.höfn 9. janúar. Dettifoss kom til Hamborgar í fyrradag. Lagarfoss er í Kaupm.- höfn. Selfoss er i Reykjavík. Lúðrasveit Reykjavíkur spilar fyrir framan Menntaskólann í kvöld kl. 9, ef veður leyfir. Venja hefir það verið undanfar- ið, að halda messu i dómkirkj- unni kl. 11 á gamlárskvöld, en það fellur niður að þessu sinni. Jólatrésskemmtunin i Oddfellow- húsinu á annan í nýári hefst ki. 5 síðdegis. Ki. 10 hefst dans fyrir fuiiorðna, og getur þá fólk, sem ekki tekur þátt i bamaskemmtun- inni fengið aðgang fyrir 2 kr. Aðgöngumiðar á aígreiðslu Nýja dagbiaðsins. Skemmtun Féiags ungra Fram- sóknarmanna í Oddfellowhúsinu í lyrrakvöld tókst prýðilega og var húsið þéttskipað. Hófst með kaffi- drykkju og rœðuhöldum. þá söng ungfrú María Markan. Var söng iiennar tekið með miklum fögn- uði og söngkonan kölluð fram hvað eftir annað. Ennfremur var sýndur listdans. þvínœst hófst almennur dans og stóð til kl. 4 um nóttina. — Flestir munu hafa verið á þvi máii, að samkoman hafi verið allt of stutt, en fá vænt- anlega tækifæri til að hittast aft- ur á jólatrésfagnaðinum á annan í nýári. Finnur Johnson, höfundur grein- arinnar Gunnlaugsstaðir, fyrver- andi ritstjóri Lögbergs, dvelur nú hér í bænum. Hann hefir dvalið i Vesturheimi nær 30 ár, og mun þvi mörgum af lesendum blaðs- ins þykja fróðlegt að sjá hvernig hann iítur á þær breytingar, sem orðið hafa hér heima síðan hann íór héðan, ungur að aldri. það er gott að vita til þess, að það eru fleiri bæir en Gunnlaúgsstað- ir í Borgarfirði, sem risið hafa úr rústum á síðustu árum. þeir eru margir, sem lagt hafa alit sitt starf og þrek til þess að nema landið að nýju, og gera kostajörð þar sem áður var kot. Gunnlaugs- staðir eru eitt dæmið. En það er sannarlega vert að minnst sé því- líkra afreksverka í islenzku þjóð- lifi, og á Finnur Johnson þökk skylda fyrir að hafa gert það fyrstur manna. Aðalbókaraskipti hafa orðið i Landsbankanum. Rikard Torfa- son hefir látið af starfinu en Jón G. Mattíasson tekið við. Rakarastofurnar eru lokaðar í dag og á morgun. Skrímsli það, sem sagt var frá á dögunum, að sést. hefði í fenjum i ítaliu, hefir reynzt að vera stærðar höggormur, 15—20 íeta langur, af tegund, sem ekki hefir áður þekkst í Ítalíu. Honum hefir nú verið náð, og hann drepinn, og telja dýrafræðingar hann muni vera um 100 ára gamall. Uppreisn í Argentínu. Frá Arg- etntínu koma fregnir um upp- reisnartilraun, er þar hafi verið gerð. Miðstöð uppreisnarmanna virðist liafa verið Rosario, þar sem þeir réðust á skála riddaralög- reglunnar. En árás þeirra var hrundið með skothríð. Uppþotið, sem einnig var gert á Santa Fe láuk með ósigri uppþotsmanna. Engar óeirðir urðu í Buenos Ayres, með því að lögreglunni barst vitneskja um, hvað á seiði væri, og lét taka nokkra for- sprakka uppþotsmanna fasta. — þessi uppreisnartilraun á rætur sínar að rekja til almennrar óá- nægju með hina -ihaldssömu stjórn Husto forseta. Taflmaðurinn Bogoljibow hefir skorað á Aljecine, að tefla við sig um iieimsmeistaratignina, oghefir Aljecine tekið áskoruninni. Skák- imar byrja næsta vor, og verður hin fyrsta tefld í Baden-Baden. — Aljecine hefir verið heimsmeistai'i i slíák síðan 1927, Bogoijibow er Rússi, búsettur í þýzkaiandi. Hann skoraði á Alekine fyrir 3—4 árum, en beið algeran ósigur. — F.Ú. Bæjarstjórnarkosningar á ísa- firði. Listar eru þrír: A-listi fSjálf- stæðismenn). Efstir eru: Jón Ed- wald, Jóhann Eyfirðingur, Finn- björn Finnbjömsson, Gisli Júlíus- son, Sigurjón Jónsson og Elías Kærnested. — B-listi (Kommúnist- ar). -Efstir eru: Eggert Þorbjarnar- son, Haildór Ólafsson frá Gjögi'i, Eyjólfur Arnason, Ragnar Guð- jónsson, Kai'ítas Skarphéðinsdóttii', og Karlinna Jóhannesdóttir. — C- listi (Alþýðuflokkmenn). Efstir eru: Fipnur Jónsson, Guðmundur Hagalín, Hannibal Valdimarsson, Jón Sigmundsson, Eiríkur Einars- son og Grímur Kristgeirsson. —FÚ Frá ísafirði. þrir enskir togarar hafa leitað hafnar síðustu daga með veika og slasaða menn. Karlsefni hefir legið hér og keypt bátafisk, hann fór að kvöldi 28. þ. m. með 76 smálestir. — FÚ. Áfengisbruggun. í fyrrad. gerði lögreglan á Norðfirði húsrann- sókn, til áfengisleitar, hjá Magn- úsi Guðmundssyni 1 Nausta- livammi í Norðfjarðarhreppi, og fann bæði íullbruggaðan og hálf- bruggaðan landa ásamt bruggun- aráhöldum, og gerði hún það allt upptækt. Málið býður dóms. —F.Ú. Baráttan gegn krabbameinl. Danska landssambandið til bar- áttu gegn krabbameini, rekur nú öflugar lækninga- og hjúkrunar- stöðvar í 3 stærstu borgum í Dan- möi'ku. Hefir sambandið varið geysifé til radíum-kaupa, og 65 þús. kr. til ýmsra vísindalegra rannsókna. í Danmörku er sam- bandið álitið vinna hið þjóðnýt- asta verk. — F.Ú. Hörkur í NoregJ. Sakir frosta og snjóa hafa rafmagnsstöðvar víðs- vegar í Noregi orðið að takmarka mjög rafmagnsnotkun manna, meðal annars banna algjörlega notkun rafmagns til suðu og upp- hitunar. Einna mest kveður að þessum vatnsskorti á þelamörk. Allmiklar launadeilur standa nú fyrir dyrum í Noregi, t. d. hefir vinnusamningum við vélamenn á gufuskipum og kyndara verið sagt upp og renna þeir út um ára- mótin. Jírátt fyrir ítrekaðar til- rjiunir hefir enn ekki náðst sam- komulag. — F.Ú. Njósnarar. Frá því var skýrt I) nýlega hér íblaðinu, að 10 manns : hafa verið tcknir fastir, grunaðir um njósnir í Frakklandi. l>eir eru taldir vera meðlimir í skipulögð- um njósnarafélagsskap margra landa, sem starfar viðsvegar um j Evrópu. Frönsku stjóminni varð . Ijóst í marz síðastliðnum, að njósnarar höfðu verið að verki, e.r kunnugt varð, að mikilsverð- um leyniskjölum í fiotamálaráðu- neytinu hafði verið stolið, og síðan hefir sleytulaust verið leitað að njósnurunum. — F.Ú. Frægt veitingahús brennur. Þann 21. þ. m. brann til kaldra kola veitingahúsið „The three Pigeons Inn“ (veitingahús hinna þriggja dúfna), sem um langan aldur hefir verið frægt, sem uppáhalds-afdrep ýmsra helztu bókmenntamanna Englands og X>völ Fylgirit Nýja dagblaðsins, Dvöl, flytur að þessu sinni sögu eftir hinn heimsfræga ít- alska höfund, Pirandello, sem er kunnur ölíum Reykvíkingum af hinu ágæta leikriti sínu Sex verur leita höfundar, sem sýnt var hér í bænum fyrir nokkrum árum. Auk þess flyt- ur ritið sanna draugasögu, sem kom fyrir Dufferin lávarð, hinn fræga enska stjórnmála- mann, sem líka er kunnur hér á landi af ferð sinni hingað. En um þá ferð ritaði hann ein- hverja þá merkustu ferðabók, sem til er um land vort. Þá flytur ritið grein um Water- loo, eftir Jónas Jónsson og ennfremur er framhald af þættinum um séra Magnús Einarsson á Tjörn, og eru það einkum lausavísur hans, sem sumar eru sígildar. 1 næstu hefti Dvalar rita þeir Sigurð- ur Nordal, Alexandar Jóhann- esson, Ragnar Kvaran, Pálmi Hannesson, Bjami Jónsson dómkirkjuprestur, Tómas Guð- mundsson skáld og Valdemar S veinb j ömsson leikf imi skenn- ari, greinaflokk, sem heitir Unga fólkið í Reykjavík. Auk þess flytur Dvöl skáld- sögur eftir valda höfunda og margskonar fróðleik. Haldið Dvöl saman. Hún verður læsilegasta og í sinni röð bezta tímarit, sem gefið er út á Islandi, ca. 50 arkir á ári eða um 800 blaðsíður í stóru 8-blaða broti fyrir utan kápu. En á hverri kápu verður valin litprentuð mynd. Utanríkismál Rússa. London kl. 17 29/12. FÚ. Aðalframkvæmdaráð Sovét- ríkja sambandsins hóf þing sitt í dag. 1 upphafsræðu flutti Molotoff skýrslu um stjóm- málaástand í heiminum og af- stöðu annara ríkja til Sovét- Rússlands, og taldi horfurnar allgóðar frá sjónarmiði Rússa. Hann kvað viðurkenningu þá, er Bandaríkin hefðu veitt Rúss- landi, vera meginsigur þessa árs, og að samningarnir við England væru á bezta vegi. — í ræðu sinni vék Litvinoff áð viðhorfinu til Japana og kvað þá hafa sýnt Rússum meiri fjandskap en nokkurt annað ríki. Sovét-Rússland hefði boð- ið Japan að gera gagnkvæman hlutleysissamning, en ekki ver- ið virt svars. stjórnmálamanna, svo sem Shakes- peare’s, Sir Robert Peel, Samuel Johnson’s, Oliver Goldsmith o. fl. Akranesfréttir. Skarlatsóttin hef- ir nú borizt til Akraness, og það með þéim hætti, að barn kom þangað frá Hafnarfirði í jólaheim- sókn til foreldra sinna og veiktist heima af skarlatssótt. Heimilið er einangrað og veikin talin væg. — Leikfimisflokkur Verkalýðsfélags Akraness sýndi á annan sjón- leikinn „Saklausi svallarinn”, til ágóða fyrir Björngunarskútusjóð Faxaflóa. — FÚ. FJóIur og sóleyjar springa út í Jólatrés- skemmtun Aðgöngumiðar að jólatrés- skemmtuninni 2. jan. í Oddfel- lowhúsinu, fást til hádegis í dag á afgr. Nýja dagbl., og það sem þá kann að verða eftir, verður selt fyrrihluta 2. jan. í Kaupfél. Reykjavíkur og á afgr. Nýja . dagbl., Austur- stræti 12. Frá bæjarstjórnarfundi Framh. af 1. síðu. og sé sú upphæð, sem ætluð er til fátækraframfæris á ár- inu lækkuð að sama skapi. Styrkur þessi sé veittur ein- stæðum mæðrum eða konum, sem vinna fyrir sjúkum eða ó- vinnufærum eiginmönnum, sjúkum . uppkomnum börnum eða gömlum foreldrum, svo þær vegna heimilisstarfa geta ekki leitað sér atvinnu utan heim- ilis. Styrkur þessi sé ekki aft- urkræfur. Bæjarráðið sér um úthlutun á styrk þessum að fengnum tillögum mæðra- styrksnefndar og bamaverndar- nefndar í þeim tilfellum, sem undir hana heyra. Mæðra- styrksnefndin gefi út ávísanir til styrkþega, og séu ávísan- imar greiddar úr bæjarsjóði af bæjargjaldkera. I ræðu sinni fórust frú A. S. svo orð, að hún hefði gefið sig við opinberum málum aðal- lega til þess að vera málsvari kvenna. Hún sýndi fram á það með skýrum rökum, hve bág- borinn væri hagur ýmsra ein- stæðra mæðra hér í Reykjavík- urbæ. Færði hún rök að því, að þær réttarbætur sem í til- ! lögu þessari væri farið fram á, væri til mikilla umbóta, ef í framkyæmd kæmust. 1 Ihaldið svaraði þessum rök- um engu — það þagði og frú Guðrún Jónasson þagði líka. Þegar til atkvæðagreiðslunn- ar kom, litu margir í senn til- frú Guðrúnar — mundi hún greiða atkvæði gegn þessari tillögu? — Og sjá, hún rétti upp hægri hendina og með hennar atkvæði var tillagan felld. — Þetta er fulltrúi kvenna í bæjarstjóm. Þegar hagsmunamál kvenna koma til atkvæða í bæjar- stjóminni og íhaldið telur kröfur þeirra andstæðar sín- um hagsmunum, er frú Guðrún Jónasson venjulega ekki látin mæta, heldur varamaður í hennar stað. I þetta skifti gekk hún hreint til verks. Dalasýslu. Tíð er óvenju góð í Dalasýslu eins og annarsstaðar, það sem af er vetrar, jörð snjó- laus í byggð og fjöllum, og tún hafa grænkað. 29. nóv. voru ný- útsprungin bellisblóm og stjúp- móðurblóm í blómagai’ði frú Ingi- bjargar Sigurðardóttur í Búðardal, og 17. des. voru nýútsprungnar þrilitar fjólur á sama stað, og sól- eyjar voru á mörghm stöðum rétt fyrir jól. — F.Ú. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir það liðna! Húsgagnaverzlun Erlings Jónssonar. i--- ----- nz---- i i-- 'irr—:-—j GLEÐILEGT NÝÁR J og þökk .fyrir viðskiptin ] á liðna árinu. Rammaverzlunin Freyjugötu 11. ■='-._ .....ii-- —i .....n= ....... GLEÐILEGT NÝÁR! Tóbaksbúðin í Eimskip. 1: )L---------- GLEÐILEGT ÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Doddabúð. \.......... 1 Jtzr---------=n i........—,’••.uzr_________zr~i GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Raftækjaverzl. íslands h.f. r::’ ..------ic=.......'• in GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Sigurður Kjartansson Laugaveg 41. 0 Ódýrn § auglýsinga rnar. KJARNABRAUÐIN Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjamabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur ? ÞURFISKUR sérlega ódýr, fæst í vættar- knippum hjá Hafliða Baldvins- syni I-Iverfisgötu 123. Sími 1456 (tvær línur). Kjötbúðin Goðaland Bjargar- stíg 16. sími 4960, selur að- eins úrvals kjöt, allskonar grænmeti o. m. fl. Til sölu þrír fyrstu árgangar Spegilsins og fjóriý fyrstu ár- gangar Fálkans. Tilboð sendist afgreiðslu þessa blaðs merkt

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.