Nýja dagblaðið - 04.01.1934, Blaðsíða 3
1» Ý 3 A
SAGBLAÐIÐ
8
NYJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „BlaOaútgáf&n h/f“
Ritstjóri:
Di-. phil. porkel! Jóhannesson.
Ritstjómarsk riístofur:
L augav. 10. Símai': 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsirigaskwfstofa:
Austurstrœti 12. Sími 2323.
Framkv.stjóri:
Vigfús Guömundsson.
Askriítagj. kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Svarti listinn.
Svo furðulega hefir nú tek-
izt til, að íhaldslistamir verða
tveir við bæj arstj órnarliosning-
arnar. Ekki er þar þó neinn
stefnumunur svo að vitað sé.
Nazistaskríllinn hefir aldrei
verið annað en deild úr íhalds-
flokknum, með samskonar póli-
tiskt innræti og hið gamal-
kunna Mbl.-lið, sem alla tíð
síðan landið fékk sjálfstæði,
hefir talið það skyldu sína, að
hlúa að eigingirninni í þjóðfé-
laginu og níða niður hverja
umbótahugsun, sem fram hefir
komið í landinu. Hinir eldri
forráðamenn íhaldsins, létu sér
það strax vel líka, þegar ó-
aldarflokkurinn hóf skrípalæti
sín hér í fyrra, þó að þeir væru
of fínír til þess sjálfir.
Að nazistahreyfingunni
stendur eins og kunnugt er æði
mikið af hinum yngri íhalds-
mönnum, sem lítilla mannvirð-
inga njóta, en langar til að iáta
á sér bera á einhvem hátt.
Og klofningurinn nú virðist
hafa komið fram við það, að
hinir ungu og „órólegu" þótt-
ust verða hart úti við skipun
manna á íhaldslistann. Frá
Heimdalli kom krafa um að fá
að hafa 10 menn á listanum og
að félagið réði vali þeirra
sjálft. En „forráðamönnunum“
mun hafa fundizt, sem ekki var
heldur fjarri lagi, að Heimdell-
ingar myndu lítið „forstand"
hafa á slíkum hlutum. Voru
því „kröfur“ þessar að engu
hafðar, en forráðamennimir
tóku það hinsvegar upp hjá
sjálfum sér, að setja Bjarna
Benediktsson, sem er Heimdell-
ingur, í annað sæti á listanum.
En Heimdellingum þótti
skömm til koma og þótti
Bjarni ekki vera af sínu
sauðahúsi, enda er hann enginn
hávaðamaður hversdagslega.
Tilraun forráðamannanna til
að friða „hreyfinguna" hefir
líka mistekizt. Hafa þeir að
vísu tekið tvo nazista, Jóhann
Ólafsson og Einar Jónsson, upp
á listann, enda munu þeir báð-
ir hafa verið búnir að fá nóg
af „hakakrossburðinum“ eftir
að Gísli í Ási var rekinn. En
vitanlega má telja Gísla það
frekar til sóma, að hann skuli
ekki hafa haldizt við í þvílík-
um félagsskap.
Annars verður það að teljast
mikið sorgarefni, að pólitísk
ómenning' skuli nú færast svo
í vöxt, sem raun er á, þegar
þjónar hins erlenda böðulsfána
gerast svo djarfir að ætlast til,
að kjósendur í lýðfrjálsu landi
fái þeim sjálfviljugir manna-
forráð í hendur.
íhaldið þarf að hafa
dýranbæ
en bærinn þarf ekki aö hafa
íhaldid við stjórn.
Öllum ber saman um það, að
Reykjavík sé dýr bær. Sumir
þeir, sem nú koma frá öðrum
löndum telja hana dýrastan bæ
í Evrópu. Hvort sem það nú er
rétt, eða ekki, þá orkar hitt
ekki tvímælis, að það kostar nu
um þrisvar sinnum meira að
framfleyta 5 manna fjölskyldu
hér í bæ, en það kostaði 1914.
Allir Reykvíkingar munu óska
þess með vörunum að bærinn
verði ódýrari — það verði ódýr-
ara að lifa í honum — en í
framkvæmdinni er mjög langt 1
frá að allir vinni að þessu.
En það er ekki nóg að dýr-
tíðin í Reykjavík þjái bæjar-
búa eina, hún þjáir líka allt [
landið. Vegna hennar eru laun
allra embættismanna hærri en
þau ella þyrftu að vera, og
vegna hennar er kaup verka-
manna hærra en það annars
væri. Það er því mesti misskiln-
ingur, svo ekki sé sagt meira,
sem virðist koma fram hj á hin-
um nýja „bændaflokki“ að mál
eins og þessi séu einkamál
Reykvíkinga. Þau eru líka lands
mál.
I. LÓÐAVERÐIÐ
Lóðirnar i bænum eru eign
einstakra manna en ekki
eign bæjarlns.
Þetta er ein aðalástæðan til
dýrtíðarinnar í bænum. Allir
vita hvemig lóðir hafa hækkað
í verði. Lóðir, þar sem fennetr-
inn ekki var metinn nema 20
krónur fyrir 20 árum, eru nú
komnar í 100 krónur fermetr-
inn. Matið þykir hátt, en þó er
engin lóð seld nema fyrir mik-
ið hærra verð en hun er metin
fyrir. Enn er verið að selja lóð-
irnar í bænum í hendur ein-
staklingum. Bærinn selur og
höfnin selur. Einstaklingarnir
kaupa, en þeir sem í húsunum
búa og starfa verða að borga
leigu af kaupverðinu. Eftir
nokkur ár er lóðin seld að nýju,
og þá með hækkuðu verði.
Gróðinn fellur í hlut þess sem
seldi, en þeir sem búa í húsinu,
sem á lóðinni stendur, verða
að borga rentur af lóðargróð-
anum, það er orðið þeim mun
dýrara að lifa.
Allir ættu að geta séð það, að
með því að láta það opinbera —
bæinn sjálfan — eiga lóðirnar,
þá er óþarfi að láta lóðirnar
hækka, og séu þær látnar gera
það, rennur rentan, eða leigan
eftir þær, í bæjarsjóð sem
tekjur, og létta útgjöldum af
öllum almenningi, sem nemur
lóðarleigunni. Þetta hefir Ak-
ureyrarbær séð. Þess vegna
kaupir hann lóðir Höepfners
þó að þær nú liggi í dauðum
bæjarhluta, og þess vegna
keypti hann lóðir þeirra „Sam-
einuðu“, þegar þær hættu
rekstri sínum.
Eitt af því fyrsta, sem hér
þarf að gera, er því það, að
hætta að selja þær lóðir og
þau lönd, sem enn eru eftir,
og þar næst að fara að láta
bæinn eignast lóðirnar aftur.
Með því er hægt að stemma
stigu fyrir því að lóðirnar
haldi áfram að hækka og auka
dýrtíð í bænum.
En dettur nú mönnum í liug,
að þeir, sem eiga'von á því að
græða á því að selja og kaupa
lóðir, gangi fram fyrir skjöldu
og fari að vinna að því að lóð-
irnar hækki ekki í verði
Finnst, mönnum ekki mannlegt
þó að þeir vilji eignast þann
gróða, sem því er samfara að
kaupa lóð, eiga hana í nokkur
ár og selja hana svo með nokk-
ura þúsunda ágóða.
Og hverjir eru það svo, sem
eiga von á því að geta þetta,
og hverjir eru það nú, sem gera
þetta? Þeir, sem kunnugir eru,
vita að það eru fyrst og fremst
peningamennimir, og þeir sem
peningana hafa á milli hand-
anna. Þess vegna er ekki von
til þess, að sjálfstæðismennirn-
ir vinni að þessum málum með
vænlegum árangri. Það verða
aðrir að gera.
Þess vegna er það, að Fram-
sóknarmenn vilja stöðva þá
ósvinnu, að haldið sé áfram að
selja bæjarlandið, og sjá um
að bærinn fari aftur að eignast
þær lóðir, sem hann illu heilli
hefir selt, af því að íhaldið
hefir ráðið.
II. HÚSALEIGAN.
Annað, sem orsakar dýrtíð-
ina í Reykjavik, er húsaleig-
an.
Hún er að vísu afarmisjöfn,
en alstaðar há. Sumir eru þó
húseigendur sem fullilla geng-
ur að rísa undir húsum sínum,
og sem ekki mundu geta það
ef leigan væri lækkuð. Aðal-
lega eru þetta menn, sem
byggt hafa hús sín með lánum.
Þeir hafa tekið hvert lánið á
fætur öðru og af öllum orðið
að borga mikil afföll. Veðdeild-
in hefir byrjað, lánað, skuldað
manninn fyrir t. d. 10000 kr.,
en ekki greitt honum nema
milli 7000 og 8000 kr. Sá, sem
lánar út á annan veðrétt tekur
við o. s. frv., og þegar húsið
er komið upp, eru komin á það
4 til 6 lán, maðurinn er orð-
inn skuldugur um 40—50 þús.
kr. og búinn að fullgera húsið
sem kostaði 30 til 35000. Dæmi
þessu lík eru til mörg. En
þessir menn verða að leigja
hús sín út, svo þeir fái vexti
af því, sem þeir eru orðnir
skuldugir um vegna hússins,
en ekki svo þeir fái risið undir
því sem húsið raunverulega
kostaði. f skjóli þessara manna
er svo ákveðin húsaleiga
hinna, sem eru svo staddir, að
þeir geta byggt af eigin ram-
leik og þurfa ekki að taka lán.
Dettur nú mönnum í hug,
að þeir, sem lána þeim sem !
eru að byggja hús, og taka af- .
föll líkt og veðdeildin eða
nokkru meiri, fari að beita sér
fyrir því að uppræta þá mögu-
leika til að ávaxta peninga !
sína?
Dettur nokkrum í hug, að ;
þeir menn geri það sem geta
byggt hús og leigt þau út, svo
þeir fái 12—20% af byggingar-
kostnaðinum, í skjóli hinna,
sem verða að leigja sín hús
hátt, til að rísa undir okurlán-
um?
Mér finnst það vera að gera
ofmiklar kröfur til manna, að
ætlast til þess. Og finnist öðr-
um það líka, þá er sjálfgefið,
að ekki ber að styðja þann
flokk, sem á sem aðalstyrktar-
menn flokk síns þá menn, sem
lána til húsabygginganna, og
lifa á því, og þá menn, sem
ávaxta fjármuni sína með því
að byggja hús og leigja þau' út
í skjóli hinna. Þess vegna
geta þeir bæjarbúar, sem vilja '
vinna að því að lækka húsa- ,
leiguna, ekki styrkt „sjálfstæð-
isflokkinn“.
III. VERZLUNARKOSTNAÐ-
URINN í BÆNUM.
Þá eru allar neyzluvörur of
dýrar af því að dreifingar-
kostnaður þeirra um bæinn
meðal neytenda er of mikill.
Eftir síðasta manntali skipt-
ust bæjarmenn eftir atvinnu
sem hér segir:
Af landbúnaði lifðu . . 2,40%
Af fiskveiðum..........16,16%
Af iðnaði og verzlun. . 44,53%
Af samgöngum .. .. 14,98%
Af ólíkamlegri vinnu . 8,27%
Af vinnumennsku
(seml hjú)......... 7,41%
Óstarfandi voru (þurfa-
lingar, eftirl. o. fl.) 5,88
Ótilgreindir með atvinnu
voru................ 0,04
Af þeim, sem unnu að verzl-
un og iðnaði, unnu 15,67 %
eingöngu að verzlun en 28,86%
að iðnaði og margir þeirra
líka að verzlun, svo sem við
sætindagerð og sölu, hús-
gagnasölu, ölgerð o. s. frv. og
verður • hér vart dregin skörp
lína á milli. Vilji maður vita
hverjir eingöngu hafa lifað á
verzlun, verður því að áætla
tölu milli 15,67 og 44,53. Hver
hún er, skal hér látið ósagt,
en bent á það, að töluverður
hluti af þeim, 7,41, sem fram-
færir sig sem hjú, er í raun
réttri framfærður á verzlun,
eða borgað kaup sexn til hefir
orðið af verzlunarhagnaði. Það
er því mjög hóflega áætlað að
það séu um 25% bæjarbúa,
sem lifa af verzlun.
Nokkur hluti af þessum
mönnum líflr nú á verzlun út
um land, en vart er það undir
fimmti hver Reykvíkingur sem
er framfærður á verzlunar-
hagnaði, sem kemur af verzl-
un við hina 4. Það eru því
engin undur þó nokkuð verði
að leggja á vöruna.
Innlendu vörurnar sýna
þetta þá líka. Mjólkin er seld
á 40 aura, en bændur fengu í
fyrra frá 16,2—25,8 að meðal-
tali og er þó ekki dreginn þar
frá flutningur á mjólkurbúið
hvert sem það var.
Kjötið er selt fjórða til
þriðjaparti hærra út úr búðun-
um en bændurnir fá fyrir það.
Fiskur er seldur meir en
lielmingi dýrara en hægt er að
fá fyrir hann á erlendum
markaði, o. s. frv.
Trúlegt er að þetta sé svipað
með erlendu vöruna.
Og þó á margt af smákaup-
mönnunum sýnilega við all-
þröng kjör að búa og eru ríg-
bundnir heildsölunum.
Hér þarf endurbóta við.
Hér vantar skipulag og nýjar
atvinnugreinar, svo að menn
neyðist ekki til að leggja fyn-
ir sig ekki björgulegri fram-
tíðaratvinnu en smásalan hér í
bænum verður með öllum þeim
óskaplega búðafjölda, sem nú
er og með þeim afleiðingum
fyrir almenning, sem nú eru.
Aldrei verður neitt gert í
þessum málum að tilhlutun í-
haldsflokksins.
IV. ÍHALDIÐ pARF DÝRAN
BÆ.
Það hefir nú verið drepið á
það þrennt, sem mestu ræður
um það hvort það er dýrtíð
hér í bæ eða ekki, en það er
lóðaverðið, húsaleigan og vöru-
verðið. Ef menn sem vilja
hugsa um þetta mál með ró og
án æsinga athuga það, munu
þeir allir sem einn sjá það, að
til þess að minnka dýrtíðina,
verða umbótamenn bæjarins að
taka höndum saman. Geri þeir
það ekki, þá helzt dýrtíðin. Af
íhaldsflokknum er þar engrar
leiðréttingar að vænta, því að í
þeim flokk eru þeir mennirnir,
sem hafa hag af því að dýrtíð-
in haldist í bænum. Z.
Beztu cigaretturnar í 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1.10 —
eru
Commandei'
Westminster
Virginia
dgarettur
Þeaai ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá
Tóbakseinkasölu ríldsins
Búnar til af
tmiDSter
London