Nýja dagblaðið - 08.02.1934, Page 2

Nýja dagblaðið - 08.02.1934, Page 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ 1 Avarp til lslendinga, frá stjórn lslenzku vik- unnar áSuðurlandi í samráði við stjóm ísl. vik- unnar á Norðurlandi, höfum vér ákveðið að beita oss fyrir því, að haldin verði ísl. vika um land allt dagana 22.—29. apríl n. k. Vér heitum því hérmeð á alla íslendinga, að leggja hönd á plóginn með oss, til þess að gera starfsemi þessa sem. áhrifamesta. Alþingi og ríkis- stjórn hafa viðurkennt nauð- syn starfseminnar með því að veita nokkurn styrk til stuðn- ings henni á þessu ári, og eng- inn íslendingur gengur þess dulinn, að oss getur verið það lífsnauðsyn að tileinka oss kjörorð ísl. vikunnar, „Notið ísl. vörur og ísl. skip“, og fara eftir þeim. Allar þjóðir keppa nú að því, að búa sem mest að sínu, hvaða þjóð mundi það nauðsynlegra en einmitt oss íslendingum. Skólastjórar og kennarar um land allt. Ljáið oss liðsinni yð- ar og notið tímann þar til vik- an hefst til þess að glæða áhuga nemenda yðar fyrir þessu nauðsynjamáli, því, „Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd“, þá er stórt spor stigið. Kaupmenn, kaupfélög og verzlunarfólk, undirbúið yður undir það, að hafa sem allra mest úrval af ísl. vörum að bjóða og sýna næstu ísl. viku, og bjóðið ætíð fyrst ísl. vörur. Og þér allir, sem vörur kaupið, athugið og festið yður í minni, að hver sú króna, er þér greið- ið fyrir ísl. vörur, er geymd í landinu og styður að velgengni íslendinga í framtíðinni, en hin sem greidd er fyrir erlend- an • varning, er oss glötuð. Þeim vörutegundum fer nú stöðugt fjölgandi, sem búnar eru til hér á landi, og til þess að gera mönnum auðveldara um kaup á þeim, höfum vér ákveðið að gefa út vöruskrá yfir ísl. framleiðsluvörur, eins og gert hefir verið tvö síðast- liðin ár. íslenzkir framleiðenaur! Sendið oss auglýsingar í vöruskrána sem allra fyrst, og eigi síðar en 20. febrúar, svo tími vinnist til að prenta skrána og koma henni til allra verzlana á landinu, svo tíman- lega, að þær geti notið stuðn- ings hennar við innkaup sín fyrir næstu ísl. viku. Skrifstofa vor er í Austur- stræti 12, sími 4189. Virðingarfyllst, í stjórn íslenzku vikunnar á Suðurlandi, Helgi Bergs form. Gottormur Andrésson ritari. Brynjólfur Þorsteinsson gjaldkeri. Eggert Kristjánsson. Tómas Jónsson. 4. flokksþing Fratnsóknarmanna Samkvæmt 30. gr. laga um skipulag Framsóknarflokksins samþ. 8. apríl 1933, hefir miðstjórn flokksins, á fundi 31. jan. s. 1., ákveðið að boða til flokksþings á árinu 1934. Flokks þingið kemur saman í Reykjavík laugardaginn 17. marz n. k. Verkefni flokksþingsins eru ákveðin þessi: 1. Setning flokksþingsins og rannsókn kjörbréfa. 2. Skýrsla miðstjórnar um flokksstarfið á síðasta starfsári. 3. Kosningaundirbúningur flokksins. 4. Breytingar, sem fram kunna að verða bornar á skipulags- lögum flokksins. 5. Kosning starfsmanna flokksins, samkv. skipulagslögunum. 6. Önnur mál, sem fram kunna að koma. 7. Flutt erindi um þjóðmál. Sæti og atkvæðisrétt á flokksþinginu eiga samkvæmt 1. gr. flokkslaganna, kjömir fulltrúar flokksfélaganna, alþingis- menn flokksins og miðstjórnarmenn. Flokksfélög í héruðum hafa (samkv. 3. gr.) rétt til að senda jafn marga fulltrúa á flokksþingið og hreppar eru á fé- lagssvæðinu. Flokksfélag í kaupstað jafn marga og alls eiga sæti í bæjarstjórn kaupstaðarins, þó með nánar ákveðnum takmörkunum. Kjömir fulltrúar leggi fram. skrifleg kjörgögn: Útdrátt úr fundargerð, staðfestan af fundarstjóra og ritara, eða yfir- lýsingu félagsstjórnar. Miðstjórnin hefir falið sérstakri nefnd að annast allan nánari undirbúning flokksþingsins. í nefndinni eru: Guðbrandur Magnússon forstjóri (formaður), Magnús Björnsson fulltrúi (ritari), Árni Benediktsson skrifstofustj., Hannes Jónsson dýralæknir, Guðm. Kr. Guðmundsson skrif- stofustjóri, Gunnar Árnason búfræðikandidat, Jónas Jónsson alþm., Páll Zophóníasson ráðunautur og Runólfur Sigurðs- son verzlunarmaður. Skrifstofa undirbúningsnefndar er á Laugaveg 10, Rvík. Sími 2353. Á skrifstofunni er daglega maður til viðtals af hálfu nefndarinnar. Tilkynningar um þátttöku í flokksþinginu séu komnar til undirbúningsnefndar eigi síðar en 1. marz nk. Um fyrirkomulag flokksþingsins hefir flokksfélögunum verið nánar tilkynnt bréflega. F. h. miðstjómar Framsóknarflokksins. Sigurður Kristinsson formaður. Gísli Guðmundsson ritari. Réttarhöldunum út at töku Cruðm. Ebenezereonar skip- stjóra lauk i gærmorgun. Aðfaranótt þriðjudags kom varðskipið Ægir hingað með enskan togara, „Asley“. Hafði togarinn legið á Ólafsvík. Tog- arinn var ekki tekinn, heldur var það skipstjórinn á honum, Guðmundur Ebenezersson, sem nú kallar sig Arthur Godman, er tekinn var, og fékk hann leyfi til þess að fara á togar- anum hingað. Ástæðan til þess að -skip- stjórinn var tekinn, var sú, að hann liggur undir kæru fyrir landhelgisbrot við Vestmanna- eyjar 18. október 1932. Var það skipstjórinn á varðbátnum Viggó, sem stóð togara þann er Guðmundur var skipstjóri á, að ólöglegum veiðum og kærði hann. Nafn togarans hafði hann ekki séð, en aðeins núm- erið. * Réttarhöld út af þessu stóðu yfir í fyrradag og lauk þeim í gærmorgun. Skipstjórinn Guðmundur Eb- enezersson játaði að hafa verið skipstjóri á þeim togara, sem hafði það númer, er var á tog- 1 ara þeim, er kærður hafði ver- ið fyrir veiðar í landhelgi hjá Vestmannaeyjum 18. október j 1932. I Hann neitar aftur á móti að ! hafa verið við Vestmannaeyj- ' ar þenna umrædda dag, en kveðst hafa verið norður á ! Húnaflóa. Iiafði Guðmundur ; með sér 2 menn, sem höfðu verið með honum 1932, í þetta skipti. Báru þeir einnig, að þeir hefðu verið á Húnaflóa þenna umrædda dag. Þegar réttarhöldunum var lokið, fékk skipstjóri leyfi til þess að fara. Setti hann fyrir sig 18 þúsund króna tryggingu áður en hann fór. Blóm & Ávextir Hafnarstræti 5. — Sími 2717. Tulipanar og Hyacintur, Krans- ar og Kistublómvendir. Fallegt úrval af Ailbúnum blómum. Bókmenntir — iþróttir — listir Skjalda rglíma Armanns Skjaldarglíman í fyrradag reyndi lítið á taugarnar hjá áhorfendum. Til þess voru úr- | slitin of ráðin. Glímumennirnir löá’ðu flestir lítið á hættu, og sýndu sjaldan að þeir gætu verið verulega snjallir. Þó voru þarna þrír góðir glímumenn. Ágúst Kristjáns- son, Georg Þorsteinsson og Lárus Salomonsson. — En enginn þeirra sýndi það, að hann væri ágætur glímumaður. Ágúst virtist ekkert bresta til þess annað en skapsmuni. Hann er prýðilega vaxinn og hreyfingarnar léttar. Hann virtist líka fljótur að finna, hvað andstæðingnum leið. En hann var aldrei ráðinn í að vinna neina glímu. Helzt brá því fyrir, að hann mundi hafa gaman af að skella Lárusi, en hann vildi svo sem ekki kaupa það miklu verði. Honum var ranglega dæmd bylta fyrir Georg, en hann vildi svo vera láta. Ef hann hefði látið sig i úrslitin meiru skipta og lagt I meira á hættu, hefði hann unn- j ið alla áhorfendur með sér. Það var eitthvað svo bjart og drengilegt yfir glímu hans. Georg Þorsteinsson lagði mest á hættu í glímunni, var snjall öðru hvoru en mistækur. Það kom oft í ljós, að hann brast orku til þess, sem hann ætlaði sér, og var því líkast sem hann vissi ekki, hvað hann mátti bjóða kröftum sínum og hvað ekki. Glíma hans bar það líka of mikið með sér, að hann hefði verið betri glimu- maður áður. að honum væri farið að förlast. Það var eitt- hvað óöruggc við glímu hans, og mátti búast við bæði góðu og lélegu uf honum. En þess- vegna vai g’íma hans alltaf talsvert „spennandi“, það var auðvelt að láta sér þykja vænt um hann, en erfitt að treysta honum. Líklega hefir margur óskað honum sigurs, en ljóst var það þó, að lokinni glímu, að af honum var ekki sigurs að vænta. Lárus var öruggur og ráð- inn í að sigra. Hann er mjög ramur að afli og ágætur hand- verksmaður í list sinni. Hann liorfir rólega á andstæðinga sína, veit hvað er að óttast og sér hvar þeir eru veikir fyrir. Hann skellti þeim líka flestum að því er séð varð fyrirhafnar- í laust og hinum fyrirhafnarlít- I ið. En glíma hans er heldur . leiðinleg. Það var meira gaman . að sjá hann horfa á glímu | hinna, heldur en þegar hann j gekk fram á völlinn sjálfur j og varpaði þeim til jarðar. En enginn þurfti þó að efast um það að lokinni glímu, að hann var sigurs síns verður. i | Það var dapurlegast um að 1 hugsa fyrir þá, sem láta sér annt um glímuna, hvað hinir glímumennirnir virtust standa I þessum langt að baki. Þó var I sumt gott um glímu Leos I Sveinssonar. Ingimundur Guð- | múndsson hlýtur að vera helj- menni að burðum, en hann sýndist ekkert kunna í ís- lenzkri glímu og lítið geta lært. j Ef til vill er það af því að hann treystir of mikið á'kraft- ana, sem hann kann þó ekki að beita í glímu. Yfirleitt virtist skjaldar- glíman fremur benda til þess að glímunni væri að hnigna. @ Aðaldansleitur (Arshátíð) Knattspyrnufálagsins F R A M verður haldinn að Hótel Borg laugardaginn 10. þ. m. kl. 9Vi síðdegis. Hin ágæta 8 manna hljómsveit Jack Quinets spilar. Hvað skeður kl. 1? Aðgöngumiðar fást í Tóbakshúsinu Austurstræti 17, hjá Ó. Halldórsson & Kalstað, Garðastræti 17, og í Liverpool útibúi, Hverfisgötu 59. Tryggið yður miða í tíma, því að aðgangur verð ur takmarkaður. Stjórnin. Fóðurbætir. Munið að þér fáið hvergi betri fóðurbæti en hjá Sambandi ísl. samvinnufól.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.