Nýja dagblaðið - 11.03.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 11.03.1934, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DACBLAÐIB Laikkvöld Menntaskólans 1934 Albrýðissemi og iþróttir Ríkisútvarpið Framh. af 1. síðu. Skopleikur í 3 þáttum eftir Reihmann og Schw&rtz (í íslenzkri, staðfærðri þýðingu eftir Emil Thoroddsen). Verðnr leikinn mánud. 12. marz kl. 8V* í Iðnó, Aðgöngumiðar seldir í Iðnó á sunnudag kl. 3 V*—7 og á mánudag kl. 10—12 og 1—8. ((V I " "iiii fe fá< wemtm oq (ihm iugtvy 34 i 1300 .MegbÍAOtii Býður ekki viðskiptavinum sínum annað en fullkomna kemiska hreinsun, litun og pressun. (Notar eingöngu beztu efni og vélar. Komið því þangað með fatnað yðar og annað tau, er þarf þessarar meðhöndlunar við, sem skilyrðin eru bezt og reynslan mest. Sækjum og sendum. Heyvinnuvélar Bændur og aðrir sem ætla að fá sér heyvinnuvélar fyrir sumarið ættu að athuga: Að HERKULES sláttuvélarnar verða með alger- lega sjálfvirkri smurningu og mikilvægum endur- bótum framyfir það sem áður hefir þekkst. Að DEERING rakstrarvélarnar með stífu tindun- um taka langt fram þeim rakstrarvélum, sem áður hefir verið völ á. Að LUNA snúningsvélar vinna sér nú óðum vin- sældir allra þeirra er sjá og reyna. Veljið réttar vélar, réttar stærðir og rétta gerð. í slíkan aukinn kostnað til menningarbóta, hillir af mik- illi bjartsýni. Við höfum einn- ig verið mjög heppnir með út- varpsstöðina, sem hefir reynst í bezta lagi, enda notið ágætr- ar verkfræðilegrar umsjár. Við höfum á byrjunarárum okkar átt kost á því, að hagnýta okkur reynslu annara þjóða, og komizt hjá óhöppum, sem annarsstaðar hafa orðið til hindrunar í byrjun útvarps- reksturs. Loks hefir reksturinn allur í verzlunarefnum og öðr- um viðskiptum, verið heil- steyptur og miðaður við al- menningshagsmuni. Útvarpsnot í sveitum. Það er eftirtektarvert, eins og tölurnar hér að framan bera með sér, að í sveitum eru aðeins 4.25% útvarpsnotenda á móti 9.93% í kaupstöðum og kauptúnum. Eins og liggur í augum uppi, er þörf útvarpsnotanna í sveit- um landsins jafnvel enn brýnni en í kaupstöðum. Eigi að síð- ur hafa þær mjög dregizt aft- ur úr á þessari leið og má það vera öllum mikið áhyggjuefni. Hér kemur til greina í fyrsta lagi hin harða landbúnaðar- kreppa síðustu árin. En auk þess eiga sveitirnar, vegna strjálbýlis og skorts á raforku, við miklu örðugri kjör að búa um hagnýtingu útvarps held- ur en íbúar kaupstaða. Skortur á hleðslustöðvum fyrir raf- geyma veldur mjög miklum ó- þægindum, áhættu og kostnaði, er flytja þarf geymana um langan veg, jafnvel bera þá á bakinu yfir fjallvegi. Loks brestur enn nægilega þekkingu á meðferð og hagnýtingu við- tækjanna og greiðan aðgang að viðgerðum, þegar bilanir verða. Samband ísí.samvinnufélaga Tilraunir að jafna að- stöðumuninn. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar, til þess að jafna að- stöðumuninn í sveitum og í kaupstöðum. Sumarið 1932 var tekin sú á- kvörðun í samráði við atvinnu- málaráðherra, að lækka raf- hlöður verulega í verði. Síðasta Alþingi heimilaði 10 þús. kr. af ágóða Viðtækja- verzlunar ríkisins, til þess að styrkja hleðslustöðvar í sveit- um, þar sem aðstaða er erfið- ust. Eru umsóknir um styrk- inn teknar að berast útvai-p- inu. Síðastliðið sumar var Við- gerðarstofunni, undir umsjá verkfræðingsins, falið að hefja viðgerðaferðir um landið og var varið til þess nokkru af auglýsingafé Viðtækjaverzl- unarinnar. Ferðast var um Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslur, Akureyri, Siglufjörð og Akranes. Athug- uð voru og gert við um 300 viðtæki, eigendum þeirra að kostnaðarlitlu. Þetta var eins- konar reynsluför, en sem gafst Bókmenntir — íþróttir — listir Iþróttir og manndómur H. Fyrir nokkru síðan var hér í blaðinu sagt frá athugunum Dana á því, hvernig afreks- menn þeirra í íþróttum hefðu reynzt, þegar út í lífsbaráttuna kom. Bentu þær athuganir mjög skýrt í þá átt, að afreks- menn í íþróttum hefðu yfir- leitt reynzt mjög vel til alls, sem manndómur er í. Meðal okkar Islendinga hafa engar slíkar athuganir verið gerðar. Þess er heldur ekki von. Til þess er of stutt liðið, síðan farið var að keppa til af- reka á skipulegan hátt. Þeir íþróttamenn, sem dæmd hafa verið afrek, sem um er vert, eru enn fáir. Og enn færri hafa fengið sína raun í lífinu. Helzt væri það þá glímukóngarnir okkar. Þeir eru flestir kunnir menn og flestir athafna og að- sópsmenn. Annars getur hver og einn leitt sinn huga að þeim. Hygg ég að flestum þyki að af þeim hafa staðið nokkur gust- ur, eins eftir að þeir hurfu af ghmuvellinum. Þeir, sem ókunnugir eru leyndardómum glímunnar, geta að vísu sagt, að svona hefðu þeir orðið, þó að þeir hefðu aldrei glímt. En vanur glímumaður mun í sum- um þeirra a. m. k. fyrst og fremst sjá glímumanninn, ekki aðeins í göngulagi þeirra og hreyfingum, heldur einnig í öllu starfi. Menn geta líka leitt hugann að því, hvemig þeir menn hafa reynzt til atorku og afreka, er þeir þekktu sem góða glímu- menn eða vel að öðrum íþrótt- um búna. Sá mælikvarði er að vísu ekki nákvæmur, en þó má nokkuð af honum marka. Menn væru ekki lengi að finna dæmin um góða íþróttamenn, er urðu lélegir menn, ef þau væru mörg til. Þó verður því ekki neitað, að efnilegir íþróttamenn hafa stundum brugðizt, er út í lífs- baráttuna kom. Einkum mun það eiga sér stað, þar sem íþróttir eru lítið stundaðar. Þá getur svo farið, að sjálf nautn- in af íþróttinni leiði einmitt vænlegasta manninn til þess, sem háskalegast er við íþrótt- ir: til ofraunar. Honum verður þá hans guðdómlegasta gjöf að fótakefli: ofurhuginn. Hann er því svo vanur að finna yfir- burði sína, að það stigur hon- um til höfuðs eins og sterkasta áfengi. En sjálf íþróttin er allt- af í því fólgin að beita kröft- unum, en kunna þeim þó rétt hóf. Því er ofraunin jafn mildð brot gegn íþróttinni sem áreynsluleysið, og fyrir hvort- tveggja er sama refsingin: vanmáttur, sem ekld verður bætt úr. Þegar um íþróttir og mann- dóm er að ræða, verður það að vísu að viðurkennast, að erfitt er um það að segja, hvað þar er orsök og hvað afleiðing. Því verðru ekki neitað, að margir verða góðir íþróttamenn, af því að þeir hafa gott upplag til manndóms, og þeirra mann- dómur snýst þar að, sem íþróttirnar eru, meðan þeir eru ungir. En myndi manndómur þeirra leita sér þar næringar, ef hann fyndi ekki að það væri gott til vaxtar og þroska? Iþróttamennirnir þurfa þar engan um að spyrja. Hver sá maður, sem stundað hefir íþróttir með alúð og gát á sjálfum sér, veit það, að hann hefir styrkt vilja sinn með því engu síður en líkama sinn. Og ef menn stunda íþróttir sem sannir íþróttamenn, eflast þeir ekki einvörðungu að vilja til að olnboga sig áfram í mannfjöld- anum, heldur líka að vilja, sem kemur fram sem drengskapur í skiptum við menn. • Sá, sem þetta ritar, er ekki þeirrar trúar, að íþróttir auki snilligáfu manna, svo að miklu nemi. En þær auka mönnum holla mannþekkingu einmitt a þeim árum, sem þeir eru næm- astir og þörfin er mest að þeirrar þekkingar sé aflað. En um fram allt temja þeir skaps- munina til manndóms. Því á hver unguy maður, sem lætur sér annt um manndómsþroska sinn, að leggja stund á íþróttir, og- hver þjóð, sem lætur sér annt um hetjulund sona sinna og dætra á að hlynna að því eftir mætti á heilbrigðan hátt. Það er að vísu gamalt orð, að allt sé 'bezt í hófi. Og vel getur verið, að íþróttir megi rækja um of, þrekið og ofurhuginn geti vaxið öðrum eðlisþáttum manna yfir höfuð og jafnvel að of mikið verði um drengskap- inn. En á þeim tíma, sem nú er að líða, þarf enginn slíkt að óttast. Ef við höfum þrótt til ofurs, er það áreiðanlega ekki þrek, sem er tamið við íþrótt, heldur er það villtur, óstýri- látur náttúrukraftur, sem fyrst og fremst þyrfti tamningar við. Og enginn þarf fyrst um sinn að óttast það um okkar þjóð, að drengskapurinn verðl henni óbærilegar drápsklyfjar. En drengskapurinn er tamið þrek, sá manndómur, sem kem- ur fram í því að þora að segja satt, hafa dugnað til að standa við orð, fylgja réttu máli og taka á sig þrautir, er þörf krefur — allt þetta, sem við þurfum fyrst að æfa í leik og íþrótt til að geta síðar fylgt því fram í lífi og starfi. A. sérlega vel og var afarvinsæl af þeim, sem gátu hagnýtt sér aðstoð þessa. Er fyrirhugað að halda þessum ferðum áfram næsta sumar. Fjárhagur útvarpsins. Þar sem útvarp er rekið í slíku fámenni, sem hér gerist, verður fjárskortur, miðað við verkefni, alltaf höfuðörðugleik- inn, þrátt fyrir nokkuð há afnotagjöld. Rekstur stöðvará- halda og viðhald, skrifstofu- störf og önnur óhjákvæmileg Framh. á 3. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.