Nýja dagblaðið - 15.03.1934, Blaðsíða 4
4
N Ý J A
9
DAOBLABIB
félag UBDra fraBisóknarniania
•-------------------------
Fundur í Sambandshúsinu í kvöld kl. 8V2 síðd.
FUNDAREFNI:
Félagsmál, — kosning fulltrúa á flokksþingið.
Afstaða til stjórnmálaflokkanna (rætt verður um
tillöguna, sem fram kom á síðasta fundi).
Mætið stundvíslaga kl. 8yj.
Félagsstjórnin.
Annáll.
Skólaböm í Hafnariirði hafa
haldið kvöldskemmtun í Templ-
arahúsinu tvisvar í þessari viku,
á mánudag og þriðjudag, við hús-
fylli. Til skemmtunar var ræða,
sjónleikur, upplestur, leikfimi o.
fl. Skemmtunina .endurtaka bömin
kl. 8 í kvöld.
Fleirl hólmar í Tjömlnni. Jón
Pálsson fyrv. bankagjaldkeri hefir
lagt til við hæjarstjóm, að hólm-
unum í Tjörninni verði fjölgað.
Lóðir verkamannabústaðanna.
Samþykkt var í bæjarráðinu 9.
marz að leigja Byggingarfélagi
verkamanna lóðina milli Hring-
brautar, Ásvallagötu og Hofs-
vallagötu, austanvert við verka-
mannabústaðina. Bæjarverkfræð-
ing var falið að sjá um götugcrð
á þessu svæði.
í. s. í. hefir farið fram á það,
að sundlaugarnar verði endur-
bættar, sömuleiðis sundhöllin og
sundstaðurinn við Nauthólsvík.
Byggingarsamvinnufélag Reykja-
víkur hefir sótt um allt að 20
leigulóðir til viðbótar við þær lóð-
ir, sem félagið hefir nú og byrjað
er að byggja á. Málinu var visað
til bæjarverkfræðings.
Bærinn fær nýjar lóSir. Sam-
kvæmt skipulagi bæjarins fær
bæjarstjórnin til ráðstöfunar 34
byggingarlóðir. Eru lóðir þessar á
Landakots- o,g Ullarstofutúni. Lóð-
ir þessar verða við Garðastræti,
Sólvallagötu, Blómvallagötu og
Hávallagötu. Til þess að fá pen-
inga til götugerða á þessu svæði
hefir borgarstjóri lagt til, að nokk-
uð af lóðum þessum verði seldar.
Togararnir. Arinbjöm hersir
kom af veiðum í gær með 65 tn.
lifrar, Ráðherrann með 90, Haf-
steinn með 80, Gulltoppur með
80, Ólafur með 65.
Goöafoss fór norður og vestur í
gærkvöldi.
Vilhelm Knudsen verzlunarmað-
ur lézt í gær að heimili sínu,
Hellusundi 0.
Félag ungra Framsóknarmanna
heldur fund í Sambandshúsinu
kl. 8V2 i kvöld. Munu umræöur
aðaliega snúast um tillögu, sem
fram kom á siðasta fundi í félag-
inu um afstöðu til annara stjórn-
málaflokka. Búast má við mjög
íjörugum umræðum um þetta
efni.
Hvítbekkingamót fyrir alla
gamla nemendur Hvítárbakka-
skólans verður haldið i Oddvellow-
húsinu annað kvöld kl. 9. þetta
er þriðja Hvítbekkingamótið, sem
haldið er hér í Reykjavík og
mun það verða engu síður ánægju-
legt en fyrri mótin. — Ættu allir
gamlir Hvítbekkingar að fjöl-
menna á þetta mót og hitta þar
gamla vini og skólasystkin. Mót-
ið hefst með samciginlegri kaffi-
drykkju.
Afbrýðissemi og iþróttlr heitir
gamanleikur, sem nemendur
menntaskólans eru nú að leika.
Leikurinn er þýzkur; eftir Reih-
man og Schwartz. Emil Thorodd-
sen hefir þýtt leikinn og lætur
hann leikinn gerast í Reykjavik
á vorum dögum. Aðalpersónan er
ímyndunarvéikur ríkisbubbi, sem
leikinn er af Lárusi Pálssyni. Hin
stærstu hlutverk leika þau Katrín
Ólafsdóttir (stofustúlku) ogErlenu-
ur Vilhjálmsson (leikur danskan
ísmevgilegan Gyðing). Leikurinner
furðuvel leikinn. Sérstaklega verð-
ur að taka tillit til þess að leik-
endurnir eru allir byrjendur og
hafa lítinn tíma til þess að æfa
sig. Allur ágóðinn af sýningunum
fer til styrktar fátækum náms-
mönnum.
Farþegar með Goðafossi vestur
og norður í gærkvöldi voru m. a.:
Aðalsteinn Friðfinnsson, Guðrún
Björnsdóttir, Ágústa þorsteinsdótt-
ir, Jónas þór og frú, Höskuldur
Baldvinsson, Páll Einarsson,
Guðm. G. Hagalín, Vilm. Jónsson
landlæknir, Guðbrandur ísberg,
Kristján Tryggvason og frú. Hólm-
fríður Rögnvaldsdóttir, Sigurlina
Björnsdóttir, Snorri Friðleifsson,
þorsteinn Kjarval.
Skipafréttir. Gullfoss fór frá
Kaupmannahöfn í fyrradag á leið
til Vestmannaeyja. Goðafoss fór
vestur og norður i gærkvöldi. Brú-
arfoss var á Vopnafirði í gær-
morgun. Dettifoss kom til Hull í
fyrrinótt og fór í gœr. Lagarfoss
var í gærmorgun á leið til Húsa-
víkur frá Kópaskeri. Selfoss fór 1
frá Leith í gær.
Ferðafélag íslands. Eins og aug-
lýst var 1 blaðinu 1 gær, heldur
Fcrðafélag íslands aðalfund 1
kvöld að Hótel Borg kl. 8þeir
sem eru ekki þegar félagar Ferða-
félagsins ættu að gerast það í dag
og koma í kvöld á fundinn, þvi
þegar lokið er venjulegum aðal-
fundarstörfum, heldur rektor
Pálmi Hannesson fyrirlestur um
óbyggðir norðan Vatnajökuls og
sýnir myndir, sem hér hafa aldrei
sézt áður. Ferðafélagið er félag
allra landsmanna og ársrit þe'ss
nýtur almennra vinsælda. Næsta
árbók, sú sjöunda, verður um Mý-
vatnssveit og helztu leiðir þangað,
og verður prýdd fjölda mynda.
Dömur mega taka með sér herra
og herrar dömur, þvi á eftir verða
frjálsar skemmtanir til kl. 1.
Úr Hafnarfirði 13/3. í gær kom
botnvörpungurinn Rán inn og
lagði hér inn afla sinn. Var
hann með 72 föt lifrar og 89 sml.
fiskjar. Aflinn var eingöngu
þorskur. Einnig lagði línuveiðar-
inn Málmey upp afla sinn, 80
skp. — Samvinnufólagsbátarnir
frá ísafirði selja afla sinn hér í
Hafnarfirði fyrst um sinn, og kom
fyrsti báturinn, Sæbjörn, á
sunnudaginn. Hafði hann fengið
ágætan afla, eða um 100 skp. í
þrein legum. Ennfremur komu
þessir vélbátar inn i dag: Ámi
Árnasoh, Marz, Viðir og Dagsbrún.
Allir höfðu aflað vei. — Fiskitöku-
skipið Brakall tók fisk hér í gær
og fór áleiðis til Reykjavíkur. —
Nemendur í barnaskólanum hér
héldu skemmtun í Goddtemplara-
húsinu í gær og endurtóku hana
aftur í dag. og hófust skemmtan-
irnar kl. 4/2- Börnin skemmtu
sjálf með söngvum, upplestrum,
sjónleik, vikivökum og íþróttum.
Skenuntanir þessar halda bömin
til ágóða fyrir ferðasjóð sinn.
Skemmtunin var vel af hendi
leyst, og verður hún end-
urtekin á fimmtudaginn kemur,
þá aðallega íyrir fullorðna. þetta
er þriðji veturinn síðan skólabörn
hér hófu þessa starfsemi, til þess,
að geta íerðast að vorinu þegar
skóla lýkur. — í nótt kom Kópur
af veiðum með 60 föt lifrar, og ís-
firsku samvinnubátamir ísbjöm,
Gunnbjörn og Auðbjörg, allir með
ágætan afla. Ásbjöm kom beina
leið frá ísafirði með beitu. — FÚ.
Úr Vestmannaeyjum 13/3. þótt
tíðin hafi verið stirð undanfarið,
hafa þó venjulega einhverjir verið
á sjó, og afli verið sæmilegur. í
gær var gott veður og vom allir
bátar á sjó. Afli var mjög mis-
Gúmmívinnastolu
hefi ég nú aftur opnað
á Laugavegi 51.
Ingimar Kjartansson.
jafn. Allt að helmingur bátanna
aflaði lítið, en aðrir fengu 1200—
2800 fiska. í dag var austanstorm-
ur, og samt voru allir bátar á
sjó, en fáir komnir er fréttin var
send, kl. 16,35, svo ókunnugt er
um hvernig aflazt hefir. Gufu-
skipið Kannik er statt hér og tek-
ur eftirstöðvar af fyrra árs fiski
frá Fisksölusamlaginu. Fisktöku-
skipið Brakall fór s. 1. laugardag
með nokkuð af fiski frá sama fé-
lagi. — FÚ.
Úr Borgamesi 13/3. Lungnapest
hefir gert vart við sig í fé á 4—5
bæjum í Borgarfirði, en þó em
ekki mikil brögð að veikinni enn-
þá sem komið er. Sent hefir verið
eftir meðulum til Reykjavíkur. —
Kvenfélagið í Borgarnesi er að
æfa sjónleikinn „Spanskflugan" og
er gert' ráð fyrir, að fyrsta sýning
fari fram á laugardaginn kemur.
— Viðskiftavelta Sparisjóðs Mýra-
sýslu var á síðastliðnu ári krónur
1.632.500, samkv. nýbirtri skýrslu
Sparisjóðsins. A árinu voru inn-
lagðar 429.000 kr., en útborgað
sparifé að upphæð 434.900 kr. Inn-
stæðufé við árslok var 867.300 kr.,
en varasjóður í árslok 155.500 kr.
Hefir varasjóður aukizt á árinu
um 10.900 kr. — Jafnaðartala
eínahagsreiknings var 1.041.900 kr.
Sparisjóðurinn er 20 ára gamall,
og hefir aldrei tapað neinu fé. FÚ.
Frá ísafirði i gær: Uppgripaafli
hefir verið hér 8—9 undanfarna
góðviðrisdaga. Fiskazt hefir frá
8—15 smálestir af óslægðum fiski
á bát. Harpa fékk síðastliðinn
sunnudag 19 smálestir á einni
legu á 106 lóðir. „Einar" kom sama
dag með 15 smálestir.
• Ódýru f
auglýsingaraar.
|| Kaup og sala ||
Nýkomin hanzkaskinn í miklu úrvali, þar á meðal svörtu skinnin margeftirspurðu, tvær gerðir. Hanskar saumaðir eftir máli, fyrir karla og konur, hand og vélsaumaðir, eftir vild. Hanzkagerðin, Austur- stræti 12.
Hefi kaupanda að 5 manna bíl. Bergur Arnbjamarson, Öldugötu 47.
Saltfiskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098.
HANGIKJÖT. Úrvals hangikjöt af vænum sauðum af Hólsfjöllum alltaf fyrirliggjandi. S. I. S. — Sími 1080.
Gott ódýrt fæði fæst í K.-R- húsinu. Einnig einstakar mál- tíðir.
Hús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan 1 Aðalstræti 9 B opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 3518 (heima). Helgi Sveinsson.
Munið lága vöruverðið á TÝSGÖTU 3
|| Húsnæði ||
Einhleypur maður óskar eft- ir herbergi með húsgögnum og helzt aðgangi að síma, sem næst miðbænum. A. v. á.
Ibúð. 2—3 herbergi með öll- um þægindum óskast 14. maí í suðausturhluta bæjarins. Mán- aðarleg fyrirframgreiðsla. Til- boð leggist inn á afgreiðslu Nýja dagbl. merkt „Solid“.
Get leigt íbúð í vor og gæti leigutaki fengið dálitla atvinnu um leið. Sigm. Guðnason Reyk- javíkurveg 4 (beint á móti Elís Jónssyni kaupm.).
|| Átvinna |||
Stúlka óskast, Ránargötu 6 (miðhæð).
Stúlka óskast á fámennt
heimili. Uppl. Laufásveg 35,
neðri hæð.
RAUÐA HÚSIÐ.
biðlum, sem móðir hennar hafði látið líklega við,
hafði fallið illa, að hún gerði sig svona að tals-
manni þeirra. En Mark virtist treysta alveg eins
mikið á styrk hennar eins og sitt eigið persónulega
aðdráttarafl, og gerði hann sér þó hvergi nærri
smáar hugmyndir um það. Þau biðluðu í félagi. Það
var því sönn ánægja að gefa Cayley undir fótinn,
þótt hann væri nú allt annað en efnilegt mannsefni.
En því miður! Cayley hafði misskilið hana. Hún
hafði ekki getað hugsað sér að Cayley gæti orðið ást-
fanginn — fyrri en hún fékk sjálf að reyna það og
freistaði, þótt um seinan væri, að afstýra því. Nú voru
fjórir dagar síðan. Hún hafði ekki hitt hann síðan
þá, og nú fékk hún bréf frá honum. Hún kveið fyrir
að opna það. Hún var því fegin að hafa átyllu til
að fresta því að minnsta kosti meðan gestimir stæðu
við.
Mrs. Norbury komst fljótt að þeirri niðurstöðu, að
Antony myndi skilja sig betur en Bill, og þegar
þau höfðu lokið við að drekka teið, sendi hún þau
Angelu og Bill út í garðinn og var sýnilegt, að hún
var í meira lagi leikin í þessari list, en Antony
setti hún hið næsta sér á legubekkinn og nú fékk
hann að heyra sitt af hverju, sem honum var í meira
lagi forvitni á.
— Það er óttalegt, óttalegt, sagði hún. Og að
halda því fram, að mr Ablett, þessi inndælismað-
ur ...
Antony skýrði frá því, að hann hefði aldrei hitt
mr Ablett.
— Já, auðvitað, því gleymdi ég. En trúið mér, mr
Gillingham, í svona málum getið þér alveg reitt
yður á brjóstvit konunnar ...
Antony sagði, að það vissi hann vel.
— Hugsið þér yður tilfinningar mínar sem móður.
Antony duttu í hug tilfinningar miss Norbury sem
dóttur og hvort hana myndi renna grun í, að verið
væri að ræða um einkamál hennar við bráðókunn-
ugan mann. En hvað gat hann gert? Og hvað vildi
hann fremur gera en hlusta — í von um að verða
einhvers vísari. Mark trúlofaður eða hálftrúlofaður!
Stóð það í nokkru sambandi við það, sem gerzt
hafði í gær? Hvernig myndi t. d. mrs Norbury hafa
litizt á bróðurinn Robert, fúlegg ættarinnar? Var
hér kannske enn ein ástæða til þess að honum var
rutt úr vegi?
— Mér hefir aldrei getizt að honum — aldrei!
— Aldrei getizt að ... ? sagði Antony forvitinn.
— Þessum frænda hans — mr Cayley.
— Svol
— Ég spyr yður nú, mr Gillingham : Haldið þér
að ég sé svoleiðis kona, að ég vilji láta dóttur mína
í hendurnar á manni, sem gæti labbað til og skotið
hann bróður sinn?
— Auðvitað ekki, mrs Norbury.
— Þér sjáið, að þetta hlýtur einhver annar að
hafa gjört, sannið þér bara till
Antony horfði á hana rannsakandi augum.
— Mér hefir aldrei getizt að honum, sagði mrs
Norbury í ákveðnum róm. — Aldrei.
Antony hugsaði með sér: Þetta sannar að minnsta
kosti ekki það, að Cayley sé morðinginn.
— Hvernig féll þeim saman, miss Norbury 0g
honum? spurði hann með mestu varkárni.
— Það var alls ekkert þeirra á milli, sagði
mrs Norbury með áherzlu. Alls ekkert. Það
get ég fullyrt við hvern sem er.
— Þér fyrirgefið. Mér datt ekki í hug ...
— Auðvitað. En s v o vel þekki ég hana Angelu
mína. Hvort h a n n dró sig eftir henni ... Hún
þagnaði og yppti sínum holdugu öxlum.
Antony hlustaði með athygli.
— Auðvitað sáust þau. Og vel getur verið að
hann hafi — ekki veit ég það. En mér var ljóst
hver mín skylda var, mr Gillingham.