Nýja dagblaðið - 20.03.1934, Síða 2

Nýja dagblaðið - 20.03.1934, Síða 2
2 N * J A DA6BLAB1Ð Framsóknarflokkurinn efnir til samkvæmis að Hótel Borg, fimmtudaginn 22. marz n. k., í lok flokksþingsins. Sameiginleg kaffidrykkja, ræðuhöld, söng- ur og dans. ÖUum Framsóknarmönnum heimiU aðgangur. Aðgöngumiðar fást á afgreiðslu Tímans og af- greiðslu Nýja dagbl. Kosta kr. 2,50. Hefst kl. 8. Fjölmennið Framsóknarmenn! Bíómlaukarnír eru komnir í FLÓRU Ranunklur, Georgínur, Gladiolusar, Anemon- ur og Begónlur. — Athugið að kaupa lauk- ana sem fyrst, því aðra pöntun fáum við ekki, og fallegustu tegundirnar geta fljótt gengið upp. — Ennfremur mikið úrval af allskonar blóma- og matjurtafræi. Lítið inn í Flóru, það borgar sig. Flóra, Vesturgötu 17, sími 2039 Betri bónvélar en „FÆ m I R“ getið þér ekki fengið Fallegar, vinna verk sitt mjúklega og hávaöalaust, ódýrar, endast árum saman Fást i raitækjaverzlun Eiríks Hjartarsonar Laugaveg 20 — Sími 4690 Veitid athygli! Smíðum allskonar húsgögn, mjög ódýrt. Einnig gert við gömul húsgögn. Ennfremur smíðað til húsa svo sem: Inni- og útidyrahurðir, Glugga, Eldhúsinnréttingar, Stiga o, fl. — Einnig gert við yfirbyggingar (tréverk) á bílum. Lítið inn til okkar því það mun borga sig. Virðingarfyllst, Trésmiðjan á Frakkastíg 10. Krístinn A. Guðmundsson Sími 4378. Sole PropNICOLAS SOtJSSA Egypiian ClGARETTES María Markan Kveðjuhljðmleikar í Iðnó þriðjudaginn 20. marz kl. 8V, síðd. Við hljóðfærið: dr. Franz Mixa Aðgöngumiðar seldir í Iðnó mánud*. og þriðjud. frá kl. 2 síðdegis. Hljómsveit Reykjavíkur. Meyjaskemman verður sýnd annað kvöld (miðvikudag) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó (sími 3191) í dag kl. 4—7 og á morgun eft- ir kl. 1. AV. Munið að kaupa leikskrá og kynna yður söngvana. Reiðhjól Model 1933, verðaseldiþess- um mánuði með mjög lágu verði • • Orninn Laugaveg 8 — Sími 4661 Iþið viljið að tekið sé vel eftir auglýsingum ykk- ar, þá skuluð þið helzt auglýsa I Nýja daöblaðínu Dýr orð Fyrir nokkru síðan lézt á Englandi seinasta bam skáld- sagnahöfundarins enska, Char- les Dickens. Fáum dögum síðar söfnuðust bamaböm skáldsins á fund og þar var ákveðið að gefa skyldi út opinberlega í fyrsta sinn sögu, semj Dickens hafði skrifað og ánafnað barnabörnum sínum með þess- um skilyrðum. Sagan heitir „Frásögnin um Jesú Krist“ og mun einkum hafa verið skrif- uð í því skyni, að vera fyrir böm. Strax þegar það vitnaðist að bókin ætti að koma út, hófst harðvítug samkeppni milli enskra bókaútgefanda. Þrátt fyrir það, þó Dickens sé ekki lengur nýr rithöfundur — 60 ár liðin frá dauða hans — er hann einna mest lesinn höfund- ur í Englandi. Síðastliðið ár voru t. d. seld 6 millj. eintaka af bókum hans. Það var því Bókmenntir — iþróttir ■ Kristmann Guðmundsson: Den förste vár Kristmann Guðmundsson er stórvirkur rithöfundur. Hann er ekki nema rúmlega þrítugur að aldri og hefir þó skrifað all- margar stórar skáldsögur, auk smásagna og ljóðakvers, og ár- lega bætist við í hópinn. Hann er þegar orðinn kunnur rithöf- undur og virðast vinsældir hans fara vaxandi. Ýmsar af sögum hans hafa verið þýddar á þýzku og ensku og fleiri tungur og tvær hafa verið þýddar á íslenzku. Hafa þær náð mikilli útbreiðslu og hlotið góða dóma hér heima í föður- landi höfundarins eins og ann- arsstaðar. Síðasta saga Kristmanns, „Den förste vár“, gerist á Is- landi eins og aðrar sögur hans. Hún segir frá ungum, draum- lyndum pilti, sem flyzt í fjar- lægt sjávarþorp, og gerist búðarsveinn hjá unguní kaup- manni, sem hann hefir kynnzt í skóla. Hann kynnist af til- viljun ungri stúlku þar í þorp- inu, er strax sannfærður um, að hún sé sú fyrirheitna, og fellir ástarhug til hennar. En ást hans er furðulega ófram- færin og hann hefir sig aldrei í að tjá stúlkunni hug sinn, þrátt fyrir það, að þau eru saman öllum stundum og hún hefir ótvírætt sýnt, að hún ann honum. Að lokum verður hún svo þreytt á aðburðaleysi pilts- ins, að hún fer að gefa sig að kaupmanninum, sem er hið mesta varmenni og flagari. En hún elskar samt piltinn og vill ekki þýðast kaupmanninn. Þeg- ar kaupmaðurinn sér, að hann fær ekki vilja sínum fram- gengt, tekur hann að telja um fyrir piltinum, sýnir honum fram á, hve óhugsandi það sé, að hann, fátækur strákurinn, geti gert hana hamingjusama, segist sjálfur elska hana, og endirinn verður sá, að hann fær búðarpiltinn til þess að hálf-svíkja stúlkuna 1 klærnar á sér. En kaupmaðurinn hefir aldrei ætlað sér að gift- ast stúlkunni, enda snýr hún fljótlega við honum bakinu og hverfur burt úr þorpinu. Áður en hún fer, gerir hún upp sakir sínar við búðarmanninn. Þeim er báðum Ijóst, að ógiftusam- lega hefir tekizt um ráð þeirra, en atvikin hafa rekið þau á- fram eða svo virðist þeim. En nú vill stúlkan að þau njótist þessa tvo daga, sem eftir eru, og það gera þau — ekki sem viðkvæmir elskendur heldur bara sem maður og kona. -- Eins og allir sjá, er ekkert nýjabragð að efninu, sem tekið engin furða, þó bókaútgefend- urnir vildu ná útgáfuréttinum að þessari nýju bók. Hefir nú loks náðst samkomulag milli erfingjanna og eins útgefand- ans. Keypti hann handritið fyrir rúmlega 800 þús. kr. og telst þá svo til, að 57 kr. komi fyrir hvert orðl listir er hér til meðferðar. Fjöldi rithöfunda hefir farið höndum um það áður, svo að mikils þarf við, til þess að það verði ekki leiðinlegt, þó að í nýjum búningi sé. Og Kristmanni tekst ekki að blása nýjum lífsanda í söguefn- ið. Persónulýsingarnar eru þokukenndar og óeðlilegar og á það þó einkum við um höfuð- persónuna. Hver getur skilið þennan unga mann, sem er öllum stundum með stúlkunni, sem hann elskar, þekkir hug hennar, finnur höfuð hennar hallast upp að sér, sér hana rétta fram varimar í brennandi bæn og þrá, en situr þó eins og glópur, næstum því skelfd- ur og getur aldrei stamað fram því eina, sem býr í hug hans? Og þegar Helga, stúlk- an, sem ótvírætt hefir sýnt, að hún elskar hann, grátbiður hann um, að frelsa sig frá kaupmanninum, þá tekur hann til fótanna. Og ekki nóg með það, heldur stuðlar hann á lítil- mannlegan hátt að því, að hún verði ein með kaupmanninum. Og þó að hann hafi fengið á- þreifanlegar sannanir fyrir því, að kaupmaðurinn er flagari og varmenni, tekur hann orð hans góð og gild og kúrir niðri á skrifstofunni meðan þau hafa stefnumót uppi á herberginu hans. Þetta á allt að skýrast með því, að Helga hefir einu sinni sagt honum, að henni lit- ist vel á kaupmanninn. En hann veit, að veikleika einum er um að kenna og að til þessa móts gengur hún nauðug. Hann stangast við staðreyndirnar í þeirri trú, að kaupmaðurinn kvænist Helgu og ætlar að fóma sér fyrir hamingju henn- ar. En eins og allt er í pott- inn búið, verður fóm hans ekki karlmannleg göfgi, heldur sljóleiki og vesalmennska. Og þó ætlast höfundurinn til, að lesandinn skilji hann, hafi sam- úð með honum og meti hann. — Ekki verður heldur séð, hvað höfundurinn ætlast fyrir með „Áma með fótinn". Hann virðist vera algjörlega þýðing- arlaus persóna fyrir söguna. — Þó að hér hafi verið bent á veilur í byggingu sögunnar og skapferlislýsingu höfuðpersón- unnar, þá er þó sagan, einkum framan af, að ýmsu leyti all- skemmtilega . skrifuð og stíll höfundarins léttur og viðfeld- inn. En Kristmann Guðmunds- son hefir sýnt með fyrri bók- um sínum, að réttmætt er, að gera til hans kröfur. Þess vegna má hann ekki bjóða les- endunum annað en góð og gild verk. Og vonandi tekst hon- um betur næst. X. Sé reiknað eftir orðafjölda, hefir ekkert handrit verið selt eins dýru verði. Næst þessu munu koma endurminningar Lloyd George, sem hann seldi Hearst-blaðahringnum. — Það hefir verið talið met til þessa, en nálgast þó hvergi nærri þetta.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.