Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 21.04.1934, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 21.04.1934, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLABIB Hljómsveit Reykjavikur 3. hijómleikar 1 933 — 1934 N emendahliómleiknr Tónlistarskólans verður haldinn sunnu- daginn 22. apríl kl. 3 e. h. í Gamla Bíó. — Sjö úrvalsnemendur skólans spila verk eftir: E. G-rieg — Czerny — Fr. Schubert — A. Jensen — F. Mendelssohn — A. Dvorak W. Niemann — Fr. Chopin — J. Brahms Aðgöngum. verðaseldir í bókav. Sigf. Eymunds- sonar og hljóðfærav. Katrínar Viðar. S. G. T. Eldri dansarnir í kvöld, laugardag 21. apríl. Bernbui-gsfl. spilar. 5 menn. Áskriftarlisti í G. T. húsinu. — Sími 3855. — Aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir kl. 8 í kvöld. Norðlenzkt dilkakjöt, Norðlenzkt hangikjöt, Norðlenzkar rjúpur, Nautakjöt af ungu í buff og steik: Akureyrar smjör og ostar og margt annað, Álegg, og rnargar teg. ltrafoto eru nýjustu fjölmyndirnar (mis- munandi stærðir), verða hér eftir teknar samhliða venjulegum myndum. Ljósmyudastofa Alfreðs D. Jóussox&ar Klapparstíg 37 — Sími 4539 af grænmeti. Kjötverzlunio Herðubreíð (við íshúsið Herðubreið). Fríkirkjuveg 7. Sími 4565. Húsmæður Muníð sendisveinana. Pantið tímanlega Fólag KjOtverzlana í Reykjavík Saumavélarnar HUSQVARNA og JUNO' eru áreíðanlega beztar. Satnb. Isl. samvinnuíélaga Sir John Simon geiur skýrsiu um víg- búuað Þjóðverja Nýlega var birt í London skýrsla sú, sem sendiherra Breta í Berlín hafði í síðustu viku afhent Sir John Simon utanríkismálaráðherra, um til- gang’ þýzku stjórnarinnar með Sir John Simon. auknum fjárveitingum til her-, flota- og flugmála. En sendi- herrann hafði, samkv. beiðni ensku stjórnarinnar, krafið( þýzku stjórnina skýringar á því, hvers vegna fjárhæðir þær, sem veittar eru til þessara mála í ár, færu svo langt fram úr fjárveitingum til sömu mála í fyrra. Um aukna fjárveitingu til hermála er því að svara, að stjórnin kveðst þurfa að undir- Til fróðleiks og skemmtunar Happdrætti íslenzka Iiáskólahappdi-ættið er nú að byrja að gefa ofur- litla raun, en þó er of snemmt, að dæma um það, hvernig það muni verka í heild sinni. En annars eru happdrætti mjög á dagskrá víða um lönd, og telja menn, að þetta sé einn af fylgifiskum heimskreppunnar. I Ameríku hafa nýlega verið gerðar margar tilraunir til þess að koma á fót happdrætt- um til þess að standa straum af ýmsum opinberum fram- kvæmdum. Það hefir auk held- ur komið til mála að stofna þar eitt allsherjar happdrætti fyrir Bandaríkin öll. Ýmislegt bendir til þess, að áhuginn á því að lögleiða slíka fjárspila- mennsku sé nú að færast í vöxt. I Bandaríkjunum hafa 10 fylki leyft veðmál við veðreið- ar síðustu tvö ár. Og í júlí í fyrra greip franska stjórnin til þess gamla ráðs að afla sér tekna í ríkissjóðinn með rekstri happdrættis. Á Englandi og í Bandaríkj- unum eru happdrætti hönnuð, en það kemur engan veginn í veg fyrir það, að þegnar þess- ara ríkja taki þátt í happdrætt- um á ólöglegan hátt. Blöðin ýta undir þetta, þau flytja stöð- ugt fréttir af stórkostlegum vinningum í erlendum happ- drættum. Og það eru einmitt stóru vinningamir sem lokka menn. Hér er ekki um smá- ræði að gera. Póststjórnin í Bandaríkjunum telur nýlega að erlend happdrætti liafi dregið 3000 milj. dollara úr landinu. En alls er talið að gangi ti) happdrætta þar í landi, bæði erlendra og ólöglegra innlendra happdrætta 4—6000 milj. doll- ara. I mjög mörgum tilfellum eru þessi happdrætti tómt fals og svik. Einkum eru Mexikönsk happdrætti illa ræmd í Banda- ríkjunum. í ýmsum löndum eru happ- drættin undir stjórnareftirliti, og þeir sem taka þátt í þeim, njóta þar óskertra og svika- lausra réttinda spilamannsins til vinnings. Venjulega ganga 60—70 % af tekjum slíkra happdi'ætta til þátttakenda, en hitt verður gróði fyrirtækisins að kostnaði greiddum. Þessu er líkt fyrir komið hér á landi. Þrjú frægustu happdrætti í heimi eru Duhlin-liappd’.’ættið, (Irish Sweepstake), Calcutta- happdrættið — hæði þessi happ drætti standa í sambandi við veðreiðar, Calcutta happdrættið t. d. er tengt við úrslit í Derby- veðreiðunum — og spánska happdrættið mikla. I því er stærsti vinningurir.r. 15 milj. peseta, og eru miljónir af seðl- um úr því happdrætti seldir víðsvegar um heiminn. Sagt er að árið 1933 hafi Bretar varið 21 milj. sterl.p. til írsku happ- drættanna og hafi 11 milj. af því fé komið aftur sem vinn- ingar. Happdrætti eru sem fyrr var sagt bönnuð í Englandi, en vegna þess að ekki er unnt að ' koma í veg fyrir ólöglega sölu erlendra happdrættismiða, hef- ir nú vei’ið nýlega um það rætt, að leyfa happdr. í Engl. I Frakklandi var fyrsta happ drættið stoínað 1681 og fékk konungur aðalvinninginn og varð það til þess, að mönnum varð um og ó að hætta fé sínu í svo konunghollt fyrirtæki. En síðan 1832 hafa frönsk happ- drætti verið starfrækt fyrir mannúðarstofnanir eingöngu, þangað til síðasta ár. Hvað sem um happdrætti Yná segja ljótt, þá hafa þau víða leitt ýmislegt gott af sér. Á Ítalíu hafa þau staðið straum af rafmögnun j árnbrautanna, í Tyrklandi hafa þau stutt flug- , ferðir, í Svíþjóð er happdrætt- isfénu varið til að styrkja list- ir og vísindi, í Ástralíu sjúkra- hús o. s. frv. Það er að minnsta kosti víst, að ef löngun manna til áhættu- spila er svo sterk, að ekki er unnt að bæla hana niður með banni, eins og t. d. í Englandi, þá er vafalaust rétt að ríkið eða stofnun í umsjá ríkisstjórn- ar starfræki happdrætti. Með því næst þrennt: Spilafíkn manna er fullnægt, féð fer ekkí úr landi og ágóðanum má verja I til þjóðnýtra framkvæmda. búa árásarliðið og lögreg'luna þannig, að til þeirra verði hægt að grípa, ef í stríð skyldi fara. Segir hún, að þessar ráðstafan- ir séu nauðsynlegar vegna þess, hve seint gangi með afvopnun- arráðstefnuna. Hin aukna fjárveiting til flotamála er gerð með það fýrir augum, að gömul og úrelt skip verði endurnýjuð, og er þetta gert til þess að tryggja öryggi þeirra, er á skipum þessum starfa, segir stjórnin. Til flugmála fór fjárveiting- in svo langt fram úr því sem hún var síðastliðið ár, að hún þótti sérstaklega grunsamleg. Þýzka stjórnin segir, að þá fjárveitingu beri ekki að skoða sem fjárveitingu til hermála. Stjórnin hafi í hyggju stór- fellda aukningu á loftferðum, og auk þess verði, fyrir örygg- is sakir, að endurnýja margar ! gamlar flugvélar. Til dæmis verður vélum Lufthansa hreytt í tveggja- og þriggja hreyfla vélar, í stað þess að nú eru þær flestar eins-hreyfils vélar. Þá verður félagið einnig styrkt til | þess að halda uppi vetrar- og næturferðum. Ennfremur hefir stjórnin í hyggju að auka póst- flutninga með flugvélum yfir Atlantshaf, og þá verður einnig 1 nokkru fé varið til vísindalegra { athuguna í sambandi við flug- | mál. Loks er ráðgert að verja talsverðu fé til varna gegn loft- árásum, m. a. á að byggja kjall. ara, sem séu tryggir gegn eit- urgasi; æfa hjálparsveitir, til þess a"ð leiðbeina og hjálpa borgurunum, ef til loftárása | kærni, og gera aðrar fleiri ráð- { stafanir til þess að tryggja borgurum öryggi, sem framast er unnt, gegn þeim hættum, sem stafa af lofthernaði. —FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.