Nýja dagblaðið - 03.05.1934, Síða 2
2
M ♦ 3 A
DAOBLAÐIB
Miinið að endurnýja happdrættismiða yðar!
Þeéar Trotski íannst
Trotski, hinn heimsfrægi
rússneski byltingarfor-
ingi, dvaldi í Frakklandi,
án þess að almenningi
væri það kunnugt. Nú
hefir franska stjórnin
vísað honum úr landi.
Nýlega var sagt frá því í
útvarpsskeytum, að Trotski
hefði verið vísað burt úr Frakk-
landi. Hélt hann til í villu einni
Barbizon, sem er skammt frá
París.
Trotski er sem kunnugt er,
annar af aðalforkólfum rúss-
nesku byltingarinnar. Það var
hann, sem stofnaði rauða her-
inn og kom á hann föstu skipu-
lagi. Allar líkur benda til, að
byltingin hefði mishepcnast, ef
hans hefði ekki notið við.
Skömmu eftir dauða Lenins
reis upp deila milli Trotski og
Stalins, sem lauk þannig, að
Trotski varð í minnihluta. Lét
Stalin ekki þar við sitja, held-
ru vísaði honum einnig úr
landi. Leitaði Trotski víða um
landvist, en fékk afsvar, því
allir óttuðust þennan óvenju öt-
ula byltingarmann. Þó var hon-
um leyfð landvist í Tyrklandi
og hefir hann dvalið þar lengst
af. Leyfi til fyrirlestraferða
hefir hann fengið í nokkrum
löndum og hefir m. a. komið til
Kaupmannahafnar í þeim er-
indum.
Fyrir nokkru síðan leyfðu
Frakkar honum að dvelja á
Corsiku. En opinberlega hafði
það ekki heyrzt, að honum væri
leyfilegt að dvelja í Frakk-
landi sjálfu.
íbúamir í nánd við villu
hans í Barbizon höfðu ekki
minnstu hugmynd um, hver
húsráðandinn var._ En umgengni
hans við menn út í frá kom
ýmsum slúðursögum á loft.
Sumir héldu, að hann væri er-
lendur njósnari, aðrir að hann
væri morðingi Prince dómara
og allar getgáturnar gengu eitt-
hvað í þessa átt.
Það sem mörgum fannst vera
einna grunsamlegast var það,
að hann fékk aldrei bréf, en í
þess stað kom þangað maður á
mótorhjóli á hverju kvöldi og
hafði jafnan meðferðis stórár
töskur.
Það var þessi hjólreiðarmað-
ur, sem varð þess valdandi að
villan var rannsökuð. Hann var
stanzaður eitt kvöld, vegna
þess, að hann keyrði ljóslaust.
Hann neitaði lögreglunni að
segja hver hann væri, enítösk-
unni fundust bréf, sem skrifað
var utan á til villunnar.
Lögreglan, ásamt nokkrum
hermönnum, umkringdu þegar
villuna og nágrannamir stungu
saman nefjum um það, að nú
loksins hefði henni tekizt að
hafa upp á morðingja Prince
dómara.
Lögreglan gerði ekki hús-
rannsókn að því sinni, en hélt
vörð um húsið alla nóttina.
IJm morguninn var svo ráð-
izt til inngöngu. Hafði þá verið
fenginn sérstakur rannsóknar-
dómari til að stjóma ferðinni.
Á neðri hæðinni fundu þeir
kvenmann, tvo þýzka þjóna,
þýzkan ritara og pólskan rit-
ara. Þetta fólk var yfirheyrt,
en ekki græddist við það frek-
ari vitneskja.
Svo var farið upp á efri hæð-
ina. Þegar þeir opnuðu dymar
á einu herberginu, brá þeim
æðimikið í brún. Borð og stólar
flutu ]?ar í allskonar skjölum
og við skrifborðið sat maður,
sem hélt á tveimur spenntum
byssum í höndunum.
„Hver eruð þér?“ kallaði
dómarinn.
„Ég heiti Feodor“, svaraöi
maðurinn.
„Þér eruð Trotski“, sagði
dómarinn, sem þekkti hann af
myndum, er hann hafði séð af
honum.
„Já, víst er það ég“, svaraði
Trotski og lét sér í engu
bregða.
Dómarinn spurði hann þá,
hvernig á dvöl hans stæði hér.
Trotski svaraði honum, með því
að leggja*fram skjal, sem hafði
verið undirritað af Chautemps
forsætisráðherra í desember í
fyrra og gaf honurn leyfi til að
dvelja í Seine-et-Mame-hérað-
inu.
„Ég bý hérna til að fela mig
fyrir hvítu Rússunum“, ðagði
Trotski, „og til að vinna fyrir
fjórða Internationale".
Til skýringar þessu skal það
tekið fram, að hvítu Rússamir
eru þeir nefndir, sem reyndu að
gera gagnbyltingu í Rússlandi,
en mistókst og þá einkum fyrir
atbeina Rauða hersins. Margir
helztu mennimir hafa síðan
verið landflótta og bera þeir,
eins og gefur að skilja, þungan
hug til Trotski. Fjórði Inter-
nationalen er ný kommúnistisk
hreyfing, sem Trotski reynir nú
að mynda.
Franska stjómin hefir nú
ákveðið að víkja Trotski úr
landi. Þykir hafa sannast á
hann pólitisk undirróðursstarf-
semi í landinu. Þó hefir hann
fengið nokkurn frest til burt-
i'erðar og er óvíst, hvar hann
ætlar að setjast að næst.
Fáir stjómmálamenn hafa
lifað jafn viðburðaríku lífi og
Trotski. Á unga aldri er hann
ofsóttur vegna skoðana sinna,
verður að flýja land og hafast
við erlendis. Hann er þó alltaf
sívinnandi að stefnumálum sín-
um og auðnast loks í samráði
við Lenin að framkvæma bylt-
inguna í Rússlandi. Hann kem-
ur þar fótum undir einn öflug-
asta her álfunnar og stemmir
þannig stig fyrir gagnbyltingu.
En valdasjúkir menn flæma
hann í burtu, hann verður aft-
ur landflótta, honum er alstað-
ar sýnd óvild vegna verka
sinna í þágu byltingarinnar og
blóðhundar keisarastjómarino-
ar gömlu eru alltaf á hælum
hans. Flokksbræður hans gera
honum allt til miska. Litlu
snáðarnir hér heima kalla hann
„foringja liðhlaupa og flokks-
svikara". Þó hafa fáir verið
trúrri skoðunum sínum en
Trotski.
Íicttuskfátaíiretttiítttt 0$ íitun
54 c&imu <300 $epMau .
Býður ekki viðskiptavinum sínum annað en fullkomna kem-
iska hreinsun, litun og pressun.
(Notar eingöngu beztu efni og vélar).
Komið því þangað með fatnað yðar og annað tau, er þarf
þessarar meðhöndlunar við, sem skilyrðin eru bezt og reynsl-
an mest.
Sækjum og sendum.
Sýningarkennsla
í matreíðslu
Sýningarkennsla á köldum réttum smurðu brauði og
ábætisréttum verður í vikutíma frá 7. þ. m. kl. 3V2— 6
síðdegis. — Samskonar matreiðslunámskeið og verið
hafa ,halda áfram. — Upplýsingar í síma. 2151.
Helga Sigurðardóitir
Sumarkápur
Sumarkiólar
Blússur og pils
Frúarkjólar
Nýkomið í mjög fallegu úrvali. Yerð við allra hæfi.
Komið og skoðið, meðan úr négu er að velja.
Alla Stefáns
Vesturgötu 3 (2. hæð Liverpool)
Fegurðarmeðal
Nú á dögum er það talið fegurðarmeðal að iðka hjólreið-
ar, en það er auðvitað ekki sama, hvaða reiðhjól maður not-
ar. Þau þurfa að vera létt og sterk, og nota því flestir Am-
arhjól, því þau hafa báða þessa kosti. — Einnig Speed hjól-
in eru góð og ódýr.
Spyrjið því ætíð um Arnar eða Speed-reiðhjól.
Seljast gegn afborgun.
Notuð hjól tekin upp í ný. Afsláttur gegn staðgreiðslu.
ÖRNINN Laugaveg 8. — Sími 4661.
RAUÐA HÚSID.
(Mark Ablett er eigandi Rauða hússins. Hann hefir
alið upp frænda sinn, Cayiey, og gert hann að ráðsmanni
sínum og lögfræðilegum ráðunaut. Mark kveðst hafa feng
ið bréf frá bróður sínum, Robert, sem dvalið hefir 15árí
Ástralíu, um að hann muni heimsækja hann um þrjú-
leytið tiitekinn dag. En á þessum tíma finnst Robert
myrtur á vinnustofu Marks, en sjálfur er Mark horfinn.
Antony Gillingham kemur á saina tíma til Rauða hússins
og liann ásetur sér ósamt öðrum manni, Bill Beverley,
að komast fyrir þessa dularfullu atburði. Sagan lýsir eft-
irgrennslunum þeirra, ýmsum æfintýrum, sem fyrir þá
koma og hvers þeir verða vísari.
Nú ræða þeir m. a. um fund á tösku, sem látin höfðu
verið í föt þau, sem Mark hafði verið í umræddan dag.
þeir höfðu séð Cayley fleygja töskunni i síki rétt hjá
húsinu, að næturlagi. Mrs Norbury er ekkja. Mark hefir
haft í hyggju að ganga að eiga dóttur hennar).
nokkur maður eigi svo mikið í húfi, að geyma fötin,
ef hann þarf að koma líki undan. Líkið er þó óneit-
anlega miklu áhættumeira. Ég held að við getum
fullyrt, að fötin eru það eina, sem Cayley þarf að
fela.
— En því ekki að láta þau vera kyr á ganginum?
— Hann vissi, að það gat verið hættulegt. Miss
Norris vissi af ganginum.
— Nú jæja, en þá í svefnherberginu sínu eða öllu
heldur í herbergi Marks. Þrátt fyrir það, sem bæði
þú og ég eða einhverjir aðrir vita, gat Mark hæglega
átt tvenn brún föt- Það átti hann og reyndar, held ég.
— Sennilega. En ég efast um að Cayley hafi látið
sér það nægja. Brúnu fötin voru þýðingarmikil fyrir
leyndarmálið og þessvegna varð að koma þeim undan.
Við vitum það allir, að rökfræðilega séð, eru örugg-
ustu felustaðirnir þar, sem menn hafa mesta um-
gengni, en í raun og veru eru það sárfáir, sem þora
að treysta þeirri kenningu.
Bill lét það á sér merkja, að hann hafði orðið fyrir
vonbrigðum.
— Þá erum við bara komnir að upphafinu aftur,
sagði hann. Mark skaut bróður sinn og Caylay hjálp-
aði honum að flýja eftir leyniganginum, annaðhvort
til að ná á honum færi eða sökum þess, að það var
ekkert annað að gera. Og svo hefir hann lika hjálpað
honum með því að ljúga um brúnu fötin.
Antony hló framan í hann og virtist vera mjög
skemmt.
— Þetta gengur ekki, Bill, sagði hann meðaumk-
unarfullur. Þegar allt kemur til alls, er það aðeins
eitt morð, sem hefir átt sér stað. Ég er verulega
óánægður. það var misskilningur hjá mér ...
— Segðu ekki meira. Þú veist, að ég meinti það
ekki þannig.
Bill þagði nokkra stund, en svo byrjaði hann allt
í einu að hlæja-
— Það var svo skemmtilegt í gær, sagði hann af-
sakandi, og það leit úr fyrir, 'að við mundum grafa
upp hina ósennilegustu hluti, og nú ...
— Og nú?
— Já, nú lítur það út fyrir að vera svo einfalt.
Antony skalf af hlátri.
— Einfalt! sagði hann. Einfalt! Haltu í mig! Ein-
falt! Bara að slík mál væru algeng, þá gætum við
kannske gert eitthvað, en það er allt samán svo
skoplegt.
Bill varð aftur alvarlegur.
— Skoplegt. Hvernig þá?
— Jú, sannarlega. Til dæmis bara þessi einkenni-
legi fatnaður, sem við fundum 1 nót.í. Maður getur
fundið skýringu viðkomandi brúnu fötunum, en
hversvegna var nærfatnaður þar líka? Það er nátt-
úrlega hægt að fá skýringu viðkomandi nærfötunum
einnig, á einhvern skynsamlegan máta — maður get-
ur sagt, að Mark hafi alltaf skipt um nærfatnað,
þegar hann talaði við menn frá Ástralíu — en því