Nýja dagblaðið - 03.05.1934, Page 3
!» Ý J A
DAGBLABIB
S
Útgerð og veltufé
Hverjir eiga að fá það fé í hendur, sem bank-
arnir lána til framleiðslu í bæjum og sjáyar-
þorpum ?
NÝJADAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „BlaÖaútgáfan h.f.“
Ritstjóri:
Gísli Guðmundsson,
Tjarnargötu 39 Sími 4245.
Ritstjómarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 12. Sími 2323.
Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiöjan Acta.
Islenzka vikan
Stjóm íslenzku vikunnar
frábiður sér alla ábyrgð
á vali þeirra ræðumanna,
sem fluttu hin svokölluðu
„erindi ísl. vikunnar“ í
utvarpið.
Stjórn „íslenzku vikunnar“
hefir í gær sent ritstjóra Nýja
dagblaðsins eftirfarandi
„Athugasemd.
1 tilefni af ritstjómargrein í
Nýja dagblaðinu í dag með fyr-
iisögninni „Islenzka vikan", skal
eítirfarandi tekið fram:
Af hálfu íslenzku vikunnar hafa
eugir ræðumenn verið „settir" til
að tala í Útvarpið, aðrir en at-
vinnumálaráðherra íslands, sem í
l'jarveru i'orsætisráðheiTa varðgóð-
íúslega við þeim tilmælum vorum,
að flytja ræðu af svölum Alþing-
ishússins, fyrsta dag vikunnar, og
var henni útvarpað.
Að öðru leyti fór stjóm ísl. vik-
unnar þess á leit við neðan-
skráðar stofnanir og félög, að þau
iétu flytja erindi, sem útvarpað
yrði vikuna 22.—29. april. Félög
þessi voru: Félag ísl. iðnrekenda,
Búnaðarféiag íslands, Landssam-
band Iðnaðarmanna og Iðnráð
Heykjayíkur, Heimilisiðnaðarfélag
íslands, Fiskiíélag íslands, Eim-
skipafélag íslands og Verzlunari’áð
lslands.
Mcð þessari ráðstöfun taldi
stjórn Isl. vikunnar sig hafa kvatt
til liljóðs fyrir allar aðalatvinnu-
greiilir landsins, án þess, að nokk-
urt sérstakt einkafyrirtæki ætti
þar talsmann, með því að liún lít-
ur svo á, að Eimskipafélag ís
lands sé alþjóðar eign.
þar eð ísl. vikan er alveg ópóli-
tísk starísemi, vildi stjóm henn-
ar engan ílilutunarrétt eiga um
það, hvaða menn félög þessi völdu
sem talsmenn sina, og eru öll er-
indin flutt á þeirra ábyrgð, enda
munu ílestir ræðumenn hafa get-
ið þess í erindum sínum.
Stjórn ísl. vikunnar á því engan
þátt í því, þótt svo kunni að hafa
til tekizt, að meiri hluti ræðu-
manna tilheyri aðeins tveimur
stjórnmálaflokkum, en þeirri stað-
hæfingu verður blaðið að bera á-
byrgð á.
Loks viljum vér taka það fram,
að ótilneyddir munum vér eigi
taka frekari þátt í umræðum um
þetta mál.
Reykjavík, 2. maí 1934.
í stjóm íslenzku vikunnar
Suðurlandi.
Helgi Bergs. Guttormur Andrésson.
Brynjólfur þorsteinsson.
Eggert Kristjánsson.
Tómas Jónsson.**
Ofanritaða athugasemd birt-
ir blaðið með mikilli ánægju.
Sýnir hún glöggt, að réttmætt
var að víta val þessara ræðu-
mánna, þar sem bæði formaður
útvarpsráðs og stjórn „ísl. vik-
Bankapólitík íhaldsins.
Það er ekki mjög langt síðan
venj ulegasta fyrirkomulag at-
vinnu. og verzlunarmálanna 1
sjávarþorpum landsins, var
einkarekstur örfárra manna,
stundum eins einasta manns í
heilu sjávarþorpi. Þetta fyrir-
komulag var ávöxtur útlána-
stefnu bánkanna, á meðan
íhaldsmenn réðu óskorað hér á
landi- Fáir einstaklingar voru
með atbeina bankaima gerðir
að „forsjá“ almennings og nær
undantekningarlaust voru þeir
umboðsmenn íhaldsforkólfanna
í Reykjavík. Með þessu móti
var miðað að því að gera lands-
fólkið sem háðast íhaldsmönn-
um. Með öðru móti varð eigi
haldið kjörfylginu.
„Smákónga valdið“.
Þeir þessara einstaklinga,
sem ekki gátu bjargast á eigin
spýtur vegna eyðslu, spákaup-
mennsku eða af öðrum ástæð-
um, voru samt haldnir hið
bezta af fé bankanna. Sjómönn-
um og öðrum starfsmönnum
var skammtað úr hnefa. Þegar
sæmilega eða vel gekk atvinnu-
reksturinn voru sjómenn og
aðrir starfsmenn tíðum ráðnir
fyrir lágt kaup. Þegar líklegt
var að ver mundi ganga voru
þeir oft ráðnir gegn hlut í afla.
. Venjulegast var, að starfs-
mennirnir urðu að kaupa lífs-
unnar“ hafa nú talið sjálfsagt
að afneita allri ábyrgð á þeim.
Að fenginni ofanritaðri yfir-
lýsingu, verður blaðið að telja
líklegt, að gáleysi stjórnarinn-
ar einu sé hér um að kenna,
og að hún hafi eigi ætlað sér
að velja pólitískt til ræðuhald-
anna. Hinsvegar getur blaðið
ekki fallizt á, að henni hafi
tekizt vanzalaust val þeirra að-
ila, er leggja skyldu til ræðu-
menn. Það er vitanlega alveg
fráleitt að leita til verzlunar-
ráðsins, sem fyrst og fremst
fer með umboð þeirra, sém
selja erlendan varning, en ékki
til samvinnufélaganna, sem
verða að teljast einn aðalfull-
trúi innlendrar landbúnaðar-
og iðnaðarframleiðslu. Það mun
líka talið hæpið hjá stjóminni,
— þótt minna máli skipti —
að Eimskipafélagið sé „alþjóð-
areign“, meðan ríkið á þar
ekki nema einn mann af 9 í
stjórn. Hinsvegar rekur ríkið
sjálft skipaútgerð, sem vænt-
anlega verður að teljast „al-
þjóðareign“ öllu fremur.
En aðalatriðið er, að stjóm
„ísl. vikunnar“ viti, að hún
þarf að hafa meiri aðgæzlu
framvegis, og að það sem nú
hefir komið fyrir, verður ekki
þolað í annað sinn. Vegna „ísl.
vikunnar", sem öll þjóðin ætti
að standa saman um, er
sæmst, að það komi ekki fyrir
aftur.
nauðsynjar sínar uppsprengdu
verði hjá þeim sem þeir unnu
hjá. Með öðru móti fengu þeir
ekki kaupið eða hlutinn. Þannig
höfðu þessir „forkólfar" allt
ráð manna í hendi sér, og urðu
við það vitanlega hinar styrk-
ustu stoðir íhaldsmanna við
kosningar.
Hrun íslandsbanka.
Þegar Framsóknarmenn náðu
völdum 1927 var íslandsbanki
að þrotum kominn vegna fjár-
austurs til þessara manna og
varð að loka honum 1930. Þeg-
ar eftir að flokkurinn komst til
valda var hafizt handa um að
koma í veg fyrir hinn gengdar-
lausa fjáraustur til einstakra
manna, sem sýnilegt var að
ekki mundu geta staðið skil á
fénu.
Um þessar mundir fór því
víða svo, að einstaklingar þeir,
sem haft höfðu með höndum
óheilbrigðan rekstur, urðu að
draga saman seglin. Atvinnu-
tækin, bátar og annað, sem
þessir menn höfðu notað við
reksturinn, voru oft afar úr sér
gengnir og illa við haldið. Mjög
víða þurfti því að afla nýrra
tækja.
Samtök sjómannanna um að
taka útgerðina í sinar hend-
ur.
Sjómennimir voru búnir að
fá nóg af „forsjá“ einstakra
manna í atvinnumálum. Meðal
þeirra reis sterk alda um það,
að þeir ættu að taka atvinnu-
tækin í sínar hendur. Þá var
gripið til þess að stofna út-
gerðarsamvinnufélag. Með því
móti tryggja sjómennirnir sér
til frambúðar réttan hlut. Til
þess að ná því marki er ekkert
fyrirkomulag jafnheppilegt og
samvinnufyrirkomulagið. —
Fyrsta stóra og stærsta átak-
ið, sem gert hefir verið í þess-
um efnum, var stofnun Sam-
vinnufélags Isfirðinga 1928.
Starfsemi þess var þó því að-
eins möguleg, að Framsóknar-
menn á Alþingi, með stuðningi
Alþýðuflokksins, styrktu félag-
ið með ábyrgðum. íhaldsmenn
voru á móti. Samvinnufélag ís-
firðinga bjargaði ísafjarðar-
kaupstað frá hruni og hefir
verið uppistaðan í atvinnulífi
kaupstaðarins síðan það var
stofnað.
Ennþá eru til „smákóngar“,
sem selja atvinnutækin út
úr höndum sjómannanna.
Ýms fleiri samvinnufélög
hafa verið stofnuð, og sam-
lagsfélögum sjómanna hefir
einnig fjölgað mjög mikið síðan
íarið var að dreifa veltufénu
meira til sjálfra framleiðend-
anna en á meðan íhaldið réði.
Þó skortir afar mikið á, að
! smáútgerðartækin séu öll í
höndum framleiðendanna
I sjálfra. Enn er það svo, að í
mörgum sjávarþorpum verða
sjómennirnir að horfa á bátana
selda burt úr þorpunum, af
einstökum mönnum, þó að sár-
asta bjargarleysi standi fyrir
dyrum ef útgerðin færist sam-
an.
Með samvinnufélagsskap er
hægt að draga úr sjóveðs-
hættunni og auka lán út á
báta.
Það er enginn vafi á því, að
erfiðleikarnir, sem á því eru að
fá stofnlán til útgerðar, éink-
um ef kaupa þarf nýja báta,
standa í vegi fyrir eðlilegri þró-
un í þessum efnum. Þessi vand-
ræði stafa af því fyrst og.
fremst, að mótorbátar hafa
verið álitnir mjög illa veðhæf-
j ir sökum sjóveðshættu. Nú er
það hinsvegar svo, að langsam-
lega mesta sjóveðshættan staf-
ar af því að greiðsla kaup-
gjalds gengur fyrir greiðslu
veðskulda, ef um vanskil er að
ræða. 1 samvinnufélögum, þar
sem allir, er við bát ynnu, væri
hlutamenn, yrði sjóveðshættan
hverfandi. Þessvegna virðist
það eðlileg krafa, að lánstofn-
anir tæku samvinnufélagsbáta
sem gild veð fyrir ríflegum
stofnlánum ef fyrir lægi, að að-
eins hlutamenn ynnu við bát-
ana. Mundi þá verða greiðari
gatan mörgum þeim sjómönn-
um, sem stofna vilja og þurfa
til útgerðar.
Ábyrgðir hins opinbara fyrir
stofnlánum.
Eins og nú er háttað, hljóta
eignalausir menn að leita
til sveitafélaga og ríkisins um
ábyrgðir fyrir stofnlánum. Tef-
ur slíkt oft mjög framkvæmd-
jr, og því ferður ekki neitað,
að hinar mörgu ríkisábyrgðir
eru hvimleiðar. Þó að menn
hafi opin augun fyrir því, verða
menn jafnframt að gera sér
ljóst, að um þær má ekki neita,
nema leyst sé úr stofnlánamál-
inu á annan hátt-
Sjómennina ber að styðja til
þess að þeir fái eignast nauð-
synleg atvinnutæki. Slíkt verð-
u.’ ekki nev.jrf .neð því að gera
greiðari aðgang að stoinlánum
til útgerðar en nú er.
Sjómennirnir verða að fá
rétt verð fyrir fiskinn.
Fyrir því mun Framsóknar-
flokkurinn beita sér. Jafnhliða
er flokknum það ljóst, að
tryggja þarf útgerðaraðstöðu
sjómanna í landi — bæði að-
stöðu til verkunar og annara
framkvæmda til þess að koma
í veg fyrir að arður sjómann-
anna sé af þeim tekinn eða
skertur, vegna þess að þeir
þurfi undir högg að sækja til
einstaklinga, þegar fiskurinn er
á land kominn. Ennfremur
þarf að tryggja það, að fisk-
salan sé rekin á fullkominn
hátt og þannig, að sjómennim-
ir fá rétt verð fyrir fiskinn.
Fái Framsóknarflokkurinn að-
stöðu til þess að hafa áhrif á
úrslit mála á Alþingi verður
ósleitilega unnið að þessum
málum sjómanna og smáút-
Framh. á 4. síðu.
Vorskóli ísaks Jónssonar
fyrir börn 5—14 ára, starfar í Kennaraskólanum frá 14. maí
til júníloka. Starfstilhögun: Inni: Móðurmál, reikningur,
teikning o. fl. Úti: Leikir, námsferðir, grasasöfnun, garð-
yrkjustörf o. fl. — 10—14 ára börnum verður einkum kennt
það, sem þau aðeins geta lært á vorin. — Uppl. í síma 4860
kl. 10—3 og kl. 6—7 í síma 2552.
*w
Wa,aW*9W
Sápuverksmiðjan SJ ÖFN
Akuveyvi
<
Framleiðir allskonar hreinlætisvörur:
Handsápur:
Möndlusápa.
Pálmasápa.
Rósarsápa.
Baðsápa.
Skósverta
Hárþvottalögur
Júgursmyrsl
Þvottasápur:
Sólarsápa.
Blámaaápa.
Eldhússápa.
Kristallsápa.
Gljávax.
Reynið Sjafnarvörur og þá munið þér nota þær ávalt síðan, og sannfærast um ágæti ís-
lenzkrar framleiðslu. Sjafnarvörur fást hjá öllum kaupfélögum og kaupmönnum landsins.
I heildsölu hjá oss og beínt frá verksmiðjunni á Akureyri.
-ik rifcli Æ
Samband ísl. samvinnufólaga.
^ ^ ^