Nýja dagblaðið - 16.05.1934, Blaðsíða 1
,Kjötborgiin‘ í Kaupmannahöfn
' 1
Ein af þeim framkvæmdum,
sem Danir hafa gert til að af-
létta kreppunni af landbúnað-
inttm er bygging hinnar svo-
hefndu kjötborgar í Kaup-
mannahöfn.
Henni er ætlað að vera
einskonar miðstöð allrar kjöt-
verzlunar í borginni. Hún á að
stuðla að því að kjötneyzlan
aukist, tryggja neytendum
vandaða vöru og með því að
láta kjötverkunina fara fram á
éinúm stað, á að nást mikill
sparnaður.
Hverfið er byggt um geysilega
mikið törg. Myndin hér að of-
an gefur vel til kynna hvernig
byggingum er háttað. Land-
svæðið sem byggingarnar og
torgið ná yfir, eru sex sinnum
stærra en þekktasta torgið í
Kaupmannahöfn, Ráðhústorgið.
Þess gerist naumast þörf að
taka fram, að til alls hefir ver-
ið vandað svo sem frekast hef-
ir verið kostur. Hefir um um-
búnað allan verið gætt hvoru-
tveggja, varanleika og vinnu-
sparnaðar. Sem lítið dæmi er
það, að allar leiðslur hafa ver-
ið málaðar, hver með sérstök-
um lit. Leiðslur með köldu
vatni hafa verið málaðar bláar,
leiðslur með heitu vatni rauð-
ar, gasleiðslur gular o. s. frv.
Til byggingar kjötborgarinn-
ar hefir þegar verið varið 18
milj. kr. Það er stór upphæð,
en þess er að gæta, að ársum-
setningu hennar er ætlað að
vera 45—60 milj. kr. Henni er
ætlað að taka árlega á móti
100 þús. nautgripum og 700
þús. svínum. Mun láta næi’rLað
1 nautgripur eða svín komi þá
á hvern Kaupmannahafnarbúa.
Bygging kjötborgarinnar hefir
tekið 21/2 ár og hafa að jafnaði
starfað þar 1200 manns.
En eftir að hún er tekin til
starfa er gert ráð fyrir að 8000
menn fái atvinnu við starf-
rækslu hennar.
Kjötborgin var vígð um miðj-
an seinasta mánuð, og tók þá
jafnframt til starfa.
Borðeyrardeilunni lokið
Þormódur Eyjóltsson kom samningum & i gær.
Kommúnistnr biðu algerðan ósigur.
Vörurnar úr Lagaríossi á leið til Húsavikur
með Esju.
Ófriðarhættan í austri
Verkfallsdeila sú, er yfir hef-
ir staðið á Borðeyri, er nú af-
staðin.
Verzlunarfélag Borðeyrar fól
Þormóði Eyjólfssyni konsúl á
Siglufirði að semja fyrir hönd
þess við stjóm Verklýðssam-
bands Norðurlands. — Komst
hann að samningum kl. IV2 í
gær.
Fékk Þormóður stjórn V. S.
N. til að ganga að boðum
þeim óbreyttum, sem Verzlun-
arfélagið áður hafði boðið, og
kölluð höfðu verið smánarboð
af Verklýðssambandinu. Biðu
því kommúnistar fulkominn ó-
sigur í deilumáli þessu.
Aðalatriði samningsins er
það, að félagsmenn úr Verk-
lýðs- og smábændafélagi
Hrútafjarðar fá 70% for-
gangsrétt að skipavinnu hjá
Verzlunarfélaginu, enda séu
þeir fullgildir verkamenn. En
þetta er gamallt boð frá Verzl-
unarfélaginu.
Þama var ekki um kaupdeilu
að ræða.
Banni því, sem sett hafði
verið á skip Eimskipafélagsins
er aflétt.
Samningurinn gildir til 1.
rnaí 1935.
Esja tók vörur þær á Seyð-
isfirði í gær, sem fara áttu til
Húsavíkur með Lagarfossi, en
ekki varð skipað þar upp sakir
vinnudeilunnar. Voru það um
20 smálestir.
Dettifoss kom hingað í fyrra-
kvöld, en ekki var byrjað að
vinna við hann fyr en í gær-
morgun. Héldu kommúnistar
fund í Bröttugötu um kvöldið,
og mun þeim hafa sýnst að
ekki væri gerlegt að banna
vinnuna með ofbeldi, en heppi-
legast myndi, að reyna að tala
við verkamenn og fá þá til að
gera verkfall.
Vinna hófst í gærmorgun kl.
sjö. Komu nokkrir kommún-
istar niður í pakkhús Eim-
skipafélagsins og vildu banna
mönnum að vinna, en eftir því
var ekki farið, og hættu þeir
við svo búið, og hurfu frá. —
Fyrir þessum kommúnistum
voru þeir Einar Olgeirsson,
Brynj. Bjarnason og Eggert
Þorbjarnarson.
Landvinningahugur Jap.
ana eykst. Englendingar
hafa svarað þeim með
verzlimarstríði. Rússar
hervæðast af kappi.
Sterkar líkur benda til,
að styrjöld sé í aðsigi.
Yfirlýsing Japana um það,
að þeir myndu ekki þola af-
skipti annara þjóða um málefni
Kínverja hefir af eðlilegum
ástæðum aukið til muna á
stríðshættuna þar eystra. Hin
stórveldin eins og t. d. Eng-
land, Bandaríkin og Rússland
munu lítið kæra sig um það, að
Japanir eflist til meiri yfirráða
á meginlandi Asíu, en þegar er
orðið. Englendingar hafa líka
þegar sýnt það með því að
leggja hömlur á japanskar vör-
ur, bæði í heimalandinu og í
nýlendunum. Japanir sýna það
hinsvegar, að þeir eru ófúsir
til að slaka á klónni fyr en í
fulla hnefana, enda hefir lang-
varandi neyð og atvinnuleysi
heima fyrir aukið mjög á land-
vinningahug þeirra.
Milli Rússa og Japana hefir
alltaf verið grunnt á því góða.
Aukið veldi Japana á megin-
landi Asíu myndi líka fyrst
og fremst bitna á Rússum.
Kommúnistar í Rússlandi og
öðrum löndum hafa reynt að
útskýra þetta þannig, að ef
Japan réðist á Rússland, þá
væri það hernaðarleg árás
kapitalistanna á hið kommún-
istiska Rússland. Slíkri kenn-
ingu er vitanlega haldið fram
til þess eins að reyna að skapa
samúð með kommúnistastefn-
unni. Þetta er líka sennilega
Framh. á 2. síðu.
Sjötti ösigur
þjóðstjórnarinnar brezku
í aukakosningum
London kl. 16, 15/5. FÚ.
í aukakosningum, sem fram
fóru í gær í Upton kjördæmi
West Ham, sigraði frambjóð-
andi verkamannaflokksins Mr.
Ben Gardner með 3500 atkv.
meirahluta. — Andstæðingur
hans var íhaldsmaður. Fram-
bjóðandi óháða verkamanna-
flokksins fékk svo lítið fylgi, að
hann tapaði tryggingarfé sínu.
í síðustu allsherjarkosningum
vann frambjóðandi íhalds-
flokksins sætið af Mr. Gard-
ner með rúmlega 5000 atkvæða
meirahluta. Þetta er sjötta
þingsætið, sem verkamenn
vinna frá þjóðstjórninni í
aukakosningum síðan allsherj-
arkosningar fóru fram.
R&ð
þjóðabandalagsins
á fundi
London kl. 16, 15/5. FÚ.
Ráð Þjóðabandalagsins fékk
í dag skeyti frá utanríkismála-
láðherra Boliviu, þar sem hann
segir, að það sé haft í orði,
að stjórnin í Paraguay mis-
þyrmi stríðsföngum frá Boliv-
iu. Hann segir, að þeir séu
hálfsveltir og látnir draga um
það, hver þeii’ra skyldi verða
skotinn næst. í skeytinu segir
ennfjemur, að ef það sannist,
að slíkir ,glæpir gegn menn-
ingunni" eigi sér raunverulega
stað, þá rnuni flugvélar Boliv-
iumanna herja á höfuðborg
Paraguay.
Umræðum um deilumál Bol-
iviu og Paraguay, sem hófust
í gær, hefir verið frestað til
fimmtudags.
Nefndin, sem hefir Manchou.
kuo-málin til meðferðar, kem-
ur saman á fund á morgun.
I dag eru fulltrúar Englands,
Frakklands og Ítalíu á fundi og
gera menn ráð fyrir þvi, að
þeir séu að ræða atkvæða-
greiðsluna í Saar.
Er verið að ofsækja
Samuel Insull?
Kalundborg kl. 17, 15/5. FÚ.
Samuel Insull var ekki yfir-
heyrður í Chicago í dag eins
og til stóð upphaflega. En
hann kemur fyrir rétt á morg-
un til þess að standa fyrir
máli sínu, og mun þá að sögn
jafnframt bera fram kvartanir
eða kærur út af því, að hann
hafi verið ofsóttur af lögregl-
unni í P irikjunum, því að
hann te! eltingaleik hennar
við sig röfurnar um fram-
sal sitt ndis, vera ofsóknir.
En ha. var ákærður fyrir
svik og brask.
Loftbelgur ferst
Berlín kl. 11.45, 15/5. FÚ.
Loftbelgur með tveim möxm-
um var sendur upp frá Bitter-
feld í Þýzkalandi á laugardag-
inn \rar, og fréttist ekkert um
afdrif hans tvo síðastliðna
daga, Imngað til í morgun, að
sú fregn kom, að hann hefði
fallið til jarðar í Rússlandi,
nokkra kílómetra frá landa-
mærum Lettlands. I körfu loft-
belgsins fannst annar af mönn-
1 unum, dauður. Var það veður-
fræðingur frá Bitterfeld. Ura
afdrif hins mannsins, Schrenk,
forstjóra flugskólans í Char-
lottenburg, vita menn ekkert,
en halda, að hann hafi ef til
vill hrapað úr körfunni er loft-
belgurinn var á leið til jarðar.
Um orsakir slyssins er ó-
kunnugt, en stjóm þýzka flug-
Framh. á 4. síðu.