Nýja dagblaðið - 20.05.1934, Qupperneq 1
Var Albert Belga-
konungur myrtur?
Enskur rithöfundur,
Hutchinson, heldur
því fram, að Albert
Belgakonungur hafi
verið myrtur af póli-
tískurn ástæðum.
Belgiski sendisveit-
arritarinn í London
mótmælir þessu og
segist vera til þess
búinn að slá Hut,ch-
inson „flatan í gólf-
ið“ fyrii- hneykslan-
leg ósaiuiindi.
Aíbertl. Béígakonungur
Það hefir vakið töluverða at-
hygli, að enska skáldið og land-
könnuðurinn G. S. Hutchinson
hefir lýst því yfir, að hann
hafi fullnægjandi sannanir fyr-
ir því, að Albert Belgakonung-
ur hafi ekki látist af slysförum
heldur verið myrtur. Skýrði
hann fyrst frá þessu í fyrir-
lestri, sem hann hélt í Notting-
ham. Komst hann þá m. a. svo
að orði:
„Sagan um dauða Alberts
konungs eru hin mestu ósann-
indi, sem sögð hafa verið al-
menningi seinustu sex mánuð-
ina. Hann dó ekki sem fjall-
göngumaður, segi ég, ég veit
allan sannleikann. Sagan um
dauða Alberts konungs var
flogin út um alla Belgíu, meðan
hann var á lífi. Konungurinn
var myrtur, en í Belgíu þorir
enginn að tala um það“.
I samtali við blaðamann fór-
ust honum orð á þessa leið:
„Um alla Belgíu er talað um
hina dularfullu atburði í sam-
bandi við dauða konungsins.
Sjálfur var ég strax vantrúað-
ur, þegar ég heyrði hina til-
búnu sögu, um að Albert kon-
ungur hefði hrapað. Ég er
sjálfur fjallgöngumaður og
styðst við umsögn svo merkra
manna sem hinna tveggja fjall-
göngumanna Edward Whym-
per og Wintrop Joung. öll at-
vik styðja þá skoðun mína, að
konungur hafi ekki dáið af
völdum slysfara.
Þau gögn, sem liggja fyrir
og þau gögn, sem ég hefi feng-
ið í Belgíu og annarsstaðar á
meginlandinu ganga öll í þá átt,
að hin opinbera yfirlýsing um
dauða konungsins sé ósönn.
Það sem sagt er í belgisku
sendisveitinni skiptir mig engu
máli, ég get lagt fram upplýs-
ingar, sem sanna skoðun mína.
Ég stend við orð mín og hefi
engu við að bæta.
Ef þau gögn, sem ég ræð
yfir, væru lögð fyrir enskan
kviðdóm, myndi það verða úr~
skurðað, að Albert konungur
hafi verið myrtur af einum eða
fleiri mönnum. Dauði Alberts
konungs var hagkvæmur viss-
um pólitiskum málum og frá
Bryssel og Paris hefi ég beinar
og óbeinar sannanir, sem sýna
hvatir illræðismannanna. Vilji
þeir sjá mig í belgisku sendi-
sveitinni get ég gjarnan komið.
Auðvitað skil ég, að sendiherr-
ann verður að mótmæla fram-
burði mínum og halda sér við
hinar opinberu yfirlýsingar.
Sjálfur vinn ég í þjónustu
sannleikans og þau gögn, sem
ég hefi fengið, benda til þess,
að hér sé um að ræða fyrirhug-
að morð“.
Þessum skoðunum Hutchin-
son hefir verið harðlega mót-
mælt af sendiherra Belga í
London og það er þessvegna
sem Ilutchinson víkur að því,
í þeim ummælum, sem til-
greind eru hér á undan. I við-
tali við blaðamann komst sendi-
sveitarritarinn m. a. svo að
orði:
„Þetta er hin svívirðilegasta
saga, sem ég hefi nokkru
sinni heyrt. Ef Hutchinson
obersti þorir hér í sendisveit-
inni að endurtaka þessi orð sín,
Forsstisráðherra
tiikynnir:
Hans hátign konungurinn
hefir ákveðið, að almennar kosn-
I
I ingar til Alþingis skuli fara
fram sunnudaginn 24. júní
1934.
Bruggunav*
jarðhús fundið
á Selalæk
Fyrir viku síðan fann lög-
reglan, eftir bendingu Jóns Guð
mundssonar á Þóroddstöðum, á-
fengi, sem einn af leigjendum
Jóns, Frímann Einarsson, hafði
í geymslu fyrir Einar Ásgeirs-
son í Blönduhlíð. Upplýsti Ein-
ar við yfirheyrslu, að hann
haft fengið bruggið á Selalæk í
Rangárvallasýslu. Fór Björn
Blöndal austur, eftir beiðni
sýslumanns Rangæinga, ásamt
4 lögregluþjónum héðan.
Er þeir komu upp á Sand-
skeið, mættu þeir bifreiðinni
R. E. 790. Stöðvuðu þeir liana
og fundu í henni farþega og
kassa, sem talið var að væru í
egg, en hafði inni að halda 15
flöskur af bruggi. Fóru þeir
með fund sinn til Rvíkur og
reyndist maðurinn að heita
Guðmundur Þorvarðarson frá
Vindási í Rangárvallas. Reyndi
liann fyrst að segja rangt til um
nafn sitt. Lagði Björn síðan á
stað aftur og hóf húsleit á Sela-
læk kl. 7 á föstudagsmorgun.
Fann hann þar að lokum jarð-
hús, sem hafði verið grafið í
lækjarbakka norðan við bæinn.
Lagði upp úr því megna Drugg-
lykt og þar í læk rétt hjá fund-
ust 8 tunnur.
Hafði tíðindamaður blaðsins
tal af Jónatan Hallvarðssyni
lögreglustjórafulltrúa, í gær.
Sagði hann að Guðmundur
hefði viðurkennt við yfir-
heyrslu í gærmorgun, að hann
hefði bruggað í félagi við
Helga Jónsson bónda á Selalæk
síðan í febrúar í vetur. Var
hann til heimilis á Selalæk í
vetur, aðallega til að brugga.
Ekki var lögreglustjórafull-
trúa kunnugt um, hvort Helgi
hefði verið yfirheyrður enn, en
hann kvaðst hafa gert sýslu-
manni viðvart hverjar upplýs-
ingar væru fengnar í málinu.
skal það vera mér sönn ánægja
að slá hann flatan í gólfið.
Allir Belgar vita á hversu sorg-
legan hátt Albert konungur
beið bana. Það sem Hutchinson
obersti segir, er hneyksli, það
er illviljuð lygi“.
Viðsjár
i Austurriki
Berlín 19./5. kl. 11.45.
1 þorpinu Neumai'k í Stey-
ermark í Austurríki var varpað
sprengju á heimili lögreglustjór
ans og gerði hún mikið tjón
en engir menn fórust. Þetta
skeði í nótt, en í gær hafði lög-
reglustjórinn látið hneppa all-
marga Nazista í varðhald.
í Graz varð sprenging í gær
á heimili Nazistaforingja. —
Sprengingin var svo gífurleg að
ekki ' hefir enn verið hægt að
rannsaka af hverju hún stafaði,
hvort það var gassprenging eða
frá sprengiefni.
Lonúon 19./5. kl. 16.00
I gærkvöld og í nótt var
sprengjum varpað á ýmsum
stöðum í Austurríki, að því er i
virðist til þess að trufla sam-
göngur. Járnbrautarbrú rétt ut-
an við Vínarborg var sprengd
í loft upp og í 6 kl.st. komust
engar lestir til borgarinnar vest
Fundur á
Hetilsstöðum
,,Bændavinirnirlí
tylgislausir
í fyrradag var almennur
kjósendafundur haldinn að Ket-
ilsstöðum á Völlum í Norður-
Múlasýslu, boðaður af mið-
stjórn Framsóknarflokksins.
Mættir voru af hálfu Fram-
sóknarflokksins frambj óðendur
flokksins i héraðinu og Ey-
steinn Jónsson.
Frá „Bændaílokknum“ mættu
þeir Halldór Stefánsson og
Sveinn Jónsson á Egilsstöðum.
Stóðu þeir einir þar á fundin-
um og kom skýrt í ljós fylgis-
leysi þeirra „bændavinanna“
þar í héraði.
an að. Talsvert tjón varð af
sprengingum í ýmsum stöðum
í landinu, einkum í Innsbruck
og Salsburg.
Grimsvötn og Skeiðará
I ritgerð þessari skýrir Jón Eyþórsson veður-
fræðingur frá sjö jökulhlaupum I Skeiðará, sam-
hliða eldsumbrotum og eldgosum í Vatnajökli á
sömu slóðurn og eldgosið var í vetur.
Suður úr vestanverðum
Vatnajökli gengur skriðjökull
mikill fram eftir dalnum milli
Súlnatinda að vestan og Færi-
nestinda að austan. Það er
Skeiðarárjökull. Jökullinn nær
fram á flata sandsléttu og end-
ar í eins 100 m. hæð yfir sjó.
Þorv. Thor. telur að hann muni
vera um 225 km2 að flatarmáli
og þriðji eða fjórði mesti skrið-
jökull hér á landi. Viðlíka stór
er Breiðamerkurjökull, en
Dyngju- og Brúarjökull norðan
í Vatnajökli munu hvor um sig
vera allt að því helmingi
stærri.
Þar sem Skeiðarárjökull kem.
ur fram úr dalnum milli Súlna-
tinda og Færiness er hann 7,5
km. að breidd. Síðan slær jökul-
sporðurinn sér út og verður lík-
astur axarblaði í laginu. Geng-
ur önnur hyrnan vestur með
Eystrafjalli og vestur undir
Lómagnúp. Undan þeirri hyrnu
kemur Súla og fellur í Núpsá,
sem upp frá því nefnist Núps-
vötn. Hin hyrnan gengur aust-
ur með Færinesi og Jökulfelli.
Þar í kverkinni eru upptök
Skeiðarár. Milli upptaka ánna
er breidd jökulsins um 18 km.
en öll jökulröndin í boga frá
upptökum Súlu að Skeiðará er
um 30 km.
Frá þrengslunum við Súlna-
tinda eru 15 km. fram á.miðj-
an jökulsporð, en öll lengd jök-
ulsins ofan frá hjarnlínu munu
vera um 30 km. Upptakasvæði
hans er ekki fullmælt ennþá og
því ekki hægt að segja það
nánar.
Eins og aðrir skriðjöklar er
Skeiðarárjökull afrennsli frá
hjarnsvæði Vatnajökuls. Þar
uppi hleðst niður miklu meiri
snjór að vetrinum, heldur en
' sumai'hitinn hefir tíma til að
I bræða. Þar safnast því hjarn
j og jökulís, þangað til ísinn læt-
ur undan þygnslunum og sígur
sem hægfara íselfur eða skrið-
jökull niður af hálendinu.
Eins og kunnugt er styttast
skriðjöklar eða lengjast tals-
vert á víxl eftir árferði. Gildir
það vitanlega einnig um Skeið-
arárjökul. En þær breytingar
eru þó smávaxnar samanborið
við byltingar þær, sem þar
verða oft á tíðum vegna elds-
umbrota í Vatnajökli nálægt
upptökum Skeiðarárj ökuls.
Við eldgosin losna úr læðingi
óhemjuleg öfl, sem sprengja
vanalega í einni svipan jökul-
inn, sem hylur gosstaðinn. Svo
þeytist öskumökkurinn allt að
10 km. í loft upp.
Þegar gosið er að brjótast út,
bráðnar mikið af ís og breyt-
ist í vatn, sem ryðst fram und-
an jöklinum. Við öll gos í
grennd við Skeiðarárjökul kem-
ur kemur mikið flóð í Skeiðará
Framh. á 2. síðu.