Nýja dagblaðið - 29.06.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 29.06.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLABIB 8 / I svona heimi gei ég ekki lifaðu I NÝJA DAGBLAÐIÐ | Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ | Ritstjórí: Gísli Guðmundsson, Tjamargötu 39 Sími 4245. j RiUtjómarskriístofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. f Afgr. og auglýsingaakrifstofa: | ' Austurstræti 12. Sími 2323. f Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. | f lausasölu 10 aura oint. | Prentsmiðjan Acta. Vonbrigði ihaldsíns Talningu atkvæða er nú það langt komið, að nokkuð má sjá hvernig flokkaskipting verður á AJþingi næsta kjörtímabil, þótt uppbótarsæti séu enn ekki fundin. Framsóknarflokk- urinn er nú sterkari og örugg- ari til áhrifamikillar umbóta- baráttu en ef til vill nokkru sinni fyr. Kjósendur hans hafa fylkt sér fast um stefnumál hans og stutt\frambjóðendur flokksins til mikiila kosninga- sigra. Og þeirn iiættu er nú hrundið, að íhaldsflokkurinn nái méirihluta á Alþingi og geti komist í langþráða ein- ræðisaðstöðu. íhaldsflokkinn dreymdi stóra drauma — drauma um meiri- hlutavald og einræðisfram- kvæmdir. Þjóðin hefir borið til þess gæfu að hindra til fulls, að framkvæmdir yrðu þvílíkir einræðisþankar. íhaldið hefir tapað kjósend- um, tapað áliti lýðfrjáls fólks, tapað möguleikum til meiri- hlutastjórnar, tapað trúnni á sjálft sig og tapað vonarglæt- unni um það, að „bændavin- irnir“ myndu hrökkva til þess að róa því upp í ráðherrastól- ana. Og við þá menn er bundinn dálítið broslegur þáttur í kosn- ing;asögu íhaldsins nú. Um það voru allmiklar ráða- gerðir hjá forkólfum íhaldsins, á hvern hátt myndi gagnleg- ast að styðja sprengimennina, svo að báðum yrði til fram- dráttar. Og sá fyrsti og að i'lestra dómi sá maklegasti var Hannes frá Hvammstanga. En einhuga stóðu íhaldsmenn ekki með „yfirfærslu" atkvæðanna. Jón Þorl. var tregur til þess að „lána“ Hannesi atkvæði, Ól. Th. vildi 'óvægur lána yfir á Hannes. Og hann réð. Eftir því sem háttsettir menn innan íhaldsflokksins fullyrða sjálfir við hvern sem er, fengu þeir um 60 íhaldskjósendur í Vest- ur-Húnavatnssýslu til þéss að kjósa Hannes, én ekki þeirra eigin frambjóðanda. Og þetta dugði. Hannes skreið inn á íhaldsatkvæðunum. Annars hefðu sprengimennirnir eng- an fengið. En svo lítil sár- indi fylgja þessari fórn hjá sumum íhaldsmönnunum. Nú viðurkenna þeir þetta, líka við hvern sem er: Hefðum við ekki svikið okkar eigin fram- bjóðanda, en stutt hann með öllu'm greiddum atkvæðum okk- ar manna í sýslunni, þá væri — In einer solchen Welt kann ich nicht leben! Þannig hljóðaði bréf, sem fannst á borði í svissnesku hótelherbergi, þar sem ungur Þjóðverji hafði endað líf sitt með skammbyssukúlu. Þessi ungi maður var hvorki Gyðingur eða Marxisti, en hon- um hafði orðið það ljóst, að þessi heimur, sem hann lifði í, átti ekki samleið með honum, og hann hafði hvorki þrek eða löngun til að eiga samleið með lieiminum eins og hann var. En eins og kurteisum manni sæmdi vildi hann setja fram sína afsökun. Þessvegna skrif- aði hann. — í svona heimi get ég ékki lifað. Við viljum gjaman kynnast heiminum, og fá reiður á því, livort þessi afsökun unga Þjóð- verjans hefir aðeins átt við hann eða hvort að fólkið yfir- leitt virðist hafa ástæðu til að taka orð hans sér í munn. París! Við komum til Parísar. ölvaður af ljósi og litum geng ég yíir Champs-Elysées. Ég mæti þar konu, sem ég þekki vel, það er fræg þýzk söng- kona. Það var hún, fyrst og fremst hún, sem kenndi níér að finna allt það háleita og djúpa, sem er ofið inn í þýzkt mál og þýzka sönglist. Fyrir áhrif hennar lærði ég að þekkja það, sem bezt var til í þýzku þjóðarsálinni, og sem atburðum undanfarandi ára hefir ekki enn tekizt að má til fulls úr huga mínum. Þegar hún söng „Gruss dich, Deutsch- land, aus Herzens Grund“. Þá skildi áheyrandinn það feg- ursta, sem til var í þýzkri ætt- jarðarást. Og hin framúrskar- andi leikni hennar, sem vakti aðdáun urn allan heim, var ekkert annað en þessi alþekkti vandaði þýzki iðnaður, fegrað- ur og bættur með listagáfu. Hún stendur nú fyrir fram- an mig. Allt hið fagra og hríf- andi er strokið af henni, svip- urinn er dapur og steingerður. Ég spyr hana hvemig henni líði. — Ég er landflótta; í þess- ari stuttu setningu felst von- leysi og kjarkskortur þess, sem hefir verið sviftur því dýr- mætasta, sem hann átti. Ég hann nú þingmaður kjördæm- isins en ekki H. J. Það er eins og forustuhæfi- leikar hins nýja formanns ihaldsflokksins, Ól. Th. séu ekki sem giftusamlegastir fyr- ir íhaldið — í þessu efni frem- ur en öðru. En ef til vill hugs- ar íhaldið, að Hannes reynist þeim mun betur. fæ að vita, að hún hefir feng- ið atvinnu ,í París og er í all- miklum metum. Ég vil ekki spyrja hana um ástæðuna fyr- ir vonleysi hennar og dapur- leik, en ég spyr. — Líkar yður ekki hér í París? — Jú, það er fallegt hérna, en ég er þýzk. — Þér kunnið náttúrlega frönsku? — Já, en ég hugsa og finn til, eins og Þjóðverji. — Því eruð þér þá hér? — Ég hefi tapað ættjörð- inni. Það er sagt, að ég sé ekki Þjóðverji. Ég er Gyðingur. II ún brosir raunalega. Ég grét og leið, og barðist minni bar- áttu sem Þjóðverji í þau fjög- ur ár, sem maðurinn minn var í þýzku skotgröfunum. Ég hefi soltið svo að börnin mín hefðu að borða, og í verðhruninu eft- ir .stríðið missti ég allt mitt samansparaða fé. En þetta tekur því öllu fram. Þetta er annar heiniur. Það er eiginlega ógemingur að lifa í svona heimi---------- Vín. Síðasta apríl var þingræðið opinberlega og hátíðlega borið til grafar í þingsölum Vínar- borgar. Eftir að Dollfuss- stjórnin hefir stjómað landinu í 14 mánuði að eigin vild, hefir stjórnin, innblásin af þjóðræð- isanda, kallað þingið saman á ný. Eftir að jafnaðarmanna- flokknum var sundrað í febrú- arstyrjöldinni, er aðeins um stjómarflokkinn að ræða, og örfáa þýzksinnaða nazista, sem ganga af þingi, og síðan getur stjórnin á „þingræðislegan" hátt látið mynda einræðis- stjóm. En meðan verið er í þing- salnum að skrifa nýja siðu í hina marglitu veraldarsögu, er fróðleg-t að ganga um götur borgarinnar og kynna sér stj órn málin meðal hinna vinnandi manna og horfa á vegsummerk- in frá febrúarstríðinu s.l. vetur. Dolfussstjórnin hefir átt ann ríkt að breiða yfir spellvirkin frá vetrinum. Þó eru merkín allsstaðar auðsæ. Þegar kon- urnar fara út á torgin til að kaupa og börnin leika sér á götunum, blasa við augum þeirra gráar sementsklessur, sem er dreyft yfir hliðar rauðu tígulsteinshúsanna, þar sem hraðskotabyssurnar hafa unn- ið. Sumstaðar er hola við holu á húshliðunum, eins og pikkað hafi verið í þær með prjóni. V egsummerkin á skemmdum glugum og brotnum þökum eru einnig auðsæar. Þrátt fyrir fjölda þeirra, sem féllu, eru þeir þó ennþá fleiri sem enn lifa. Hinir „yfir- unnu“. Og eins og húsin, standa þeir ennþá, þrátt fyrir 1 eldraunina. Kartöflumyglan Hvernig á að verjast kartöflumyglunni? 1. Með því að velja heppilegt garðstæði. 2. Með því að rækta garðana vel, ræsa þá vel, vinna þá vel og bæta þá með heppilegum áburði, og með því að hirða þá vel. 3. Með því að nota útsæði af þeim tegundum, sem reynast hraustastar gegn myglunni. 4. Með því að kaupa og nota þau tæki og efni, sem geta orðið til að hindra eða draga úr skemmdum af völdum myglunnar. 5. Með því að geyma útsæðið vandlega frá hausti til vors. Vér urðum fyrstir til þess að flytja inn og útbreiða svo um munaði þær tegnndir af útsæði sem hraustastar eru gegn myglunni. Vér urðum einnig fyrstir til þess að hafa á boðstólum tæki og efni til þess að verjast árásum kartöflumyglunnar. Höfum ávalt til: Sprautur til að dreita vökva — Bordeauxvökva og Burgundervökva. Verð kr 52.00—85.00 A.K.I. koparsódamjöl til að blanda Burgundervökva Fýsibelgi til að dreifa dufti. Verð: litlir kr. 4,50, stærri kr. 15,00. A.K.I. koparsódaduft. ATV. Tilraunastöð danska ríkisins mælir eindregið með A.K.I. koparsódadufti til varnar gegn kartöflumyglunni Látið ekki skeika að sköpuðu með kartöfluræktina Hafið tæki og efni við hendina til þess að verjast myglunni. Biðið ekki þangað til það er um seinan. Samband ísl. samvínnufélaga Sími 1080. Ég rekst á verkamann, er stendur og horfir á börn að leikum. Ég ávarpa hann og er hann fús til þess að gefa mér ýmsar upplýsingar og sýna mér verkamannabústaðina á Karl Marx Hof. Það er stilltur og greindar- legur maður. Fötin hans líta líkt út og sum húsin. Það eru ekki nema slitur af uppruna- legu fötunum eftir. Hitt eru margskornar bætur. Þrátt fyr- ir það, þá lítur hann ekki út eins og flækingur, heldur eins og sá, er veit hvað hann vill, og hefir ákveðið mark, sem að er stefnt, jafnt og 'rólega. Hann sýnir mér íbúð sína. Það er fordyri, tvö herbergi og eldhús. Fátæklegt er það, en hreinlegt. Leigan er 28 kr. um mánuðinn. Það eru 1400 slíkar íbúðir í Karl Marx Hof og 7 þúsund manns eiga heima þama, en nú eru um 2 þúsund í fangelsum. — Mér var sleppt úr fang- gelsi eftir sex vikur, því þeir gátu engar sakir fundið á móti mér, þrátt fyrir það, að reynt 'var að fá fram lognar játningar til að styðja málstað stjórnarinnar. Sérstaklega var það slæmt í lögreglugæzlunni, það var alltaf verið að yfir- heyra okkur og við vorum barðir með gúmmíkylfum og byssuskeftum, en eftir að ég kom í fangelsið var það skárra. Hin opinbera skýrsla, sem gefin er út um tölu hinna föllnu er hlægilega hlutdræg. Við höfum athugað það ná- kvæmlega hversu margir verka- menn, konur þeirra og börn féllu í blóðbaðinu. Það voru á- reiðanlega ekki færri en 2600. Þegar einhver verkamaður féll eða var tekinn fastur, þá missti fjölskylda hans atvinnuleysis- styrkinn og varð bjargarlaus En fjölskyldur hermanna og lögreglumanna, er féllu, voru ríkulega styrktar af hinu opin bera. Sú hjálp, sem við urðum að lifa af, voru okkar eigin styrktarfélög, svo og hjálp frá enskum, belgískum og dönsk- um stéttarbræðrum. Við vitum hversu erfitt það hefir verið fyrir það fólk að láta þessa hjálp í té, en við fengum ekki aðeins peningana, heldur fylgdi þeim sú tilfinning, að enn væri til alþjóðleg samhjálp. Um al- þjóðastefnu má ekki tala leng- ur, bætti hann við brosandi, og er þess þó skemmst að minn- ast, að það var í tízku hjá yfirstéttinni, en nú er það aS- eins meðal okkar. Hann stendur enn á ný við húsið og horfir á börnin að leikum. Þannig hefir hann stað. ið, starað og beðið, atvinnu- laus í sex ár----------- (Meira).

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.