Nýja dagblaðið - 30.06.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 30.06.1934, Blaðsíða 4
4 * Ý J A Ð&flBLABIB 1 DAG Sólaruppkoma kl. 2,08. Sólarlag kl. 10.53. Flóð Ardegis kl. 7,45. Flóð síðdegis kl. 8.05. Veðurspá: Hægviðri, skýjað loft. itigningarlaust að mestu. Sötu, skrilstoinr o. fl.: Alþýðubókasafnið .. 10-12 og 1-10 I.andsbókasafnið .............. 1-7 Höggmyndasafn Ásm. Sv.s. .. 1-7 Landsbankinn .. ... .. opinn 10-1 Búnaðarbankinn .. .. opinn 10-1 Útvegsbankinn..........opinn 10-1 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-4 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 3-4 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið ........ opið 10-12 Fiskifélagið ....... Skrifst-t. 10-12 Samband ísl. samvinnufélaga 9-1 Skipaútgerð ríkisins .... opin 9-1 Eimskipafélagið ......... opið 9-1 Stjómarráðsskrifst. .. opnar 10-12 Skrifst. bæjarins .... opnar 10-12 Skrifst. lögregiustj...opin 10-12 Skrifst. lögmanns .... opin 10-12 Skriíst. tollstjóra .... opin 10-12 Tryggingarst. ríkisins ...... 10-12 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-3 Halmaóknartiml a|*krah*Mi 1-andsapíta.linn ......... kl. 3-4 Landakotaspítaiinn ....... kl. 3-5 Laugamesspítali ....... kl. 12%-2 Vífilstaðahælið 12i/2-l% og 3^-4% Kleppur .................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eirlkag. 37 kl. 1-3 og 8-0 Sólhaimar...................kl. 3-5 Sjúkr&hós Hvítabandsins .... 2-4 Farsóttahúsið ............... 2-4 Næturvörður í Laugavegs Apóteki og Ingólfsapóteki. Næturlæknir Kristinn Bjömsson, Stýrimannastíg 7. Sími 4604. Skemmtanir og samkomur: Gamla Bíó kl. 5%: Samband ísl. karlakóra, söngmót. Samgðngur og póctlerBlr: Suðurland til Borgarness. Botnía til Færeyja og Leith. Dr. Alexandrine til Akureyrar Dettifoss frá Hull og Hamborg. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 V'eðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 18,45 Barnatími. 19,10 Veður- fregnir. Tilkynningar. 19,25 Er- indi keniiarasambandsins: Stefnu- breyting í skólamálum (Aðal- steinn Sigmundsson). 19,50 Tón- leikar. Augiýsingar. 20,00 Klukku- sláttur. Fréttir. 20,30 Óákveðið. 21,00 Tónleikar: a) Útvarpstríójð. b) Grammófónn: Haydn: Sonata nr. 1 i Es-dúr (Horowitz). Dans- lög til kl. 24. Gömul írétt. í Reykjavíkurblöð- unum árið 1912 var skýrt frá þeirri fregn, að merkir áhrifa- rnenn úti í löndum hefðu komið opinberlega fram með þá uppá- stungu, að Vilhjálmi öðrum þáv. þýzkalandskeisara væru veitt friðarverðlaun Nobels. Ástæðan fyrir því átti að vera sú, að hann hefði skapað sterkari her en iiokkur önnur þjóð, án þess að nota hann í ófriði, og væri slíkur her öruggasta friðarvörnin. Tveim árum síar skali heimsstyrjöldin á. Skátar í útilegu. Um seinustu helgi fóru um '40 skátar í útilegu i þjóisái'dal og ætluðu að vera þar um vikutíma. Eftir fréttum, sem borizt hafa af þeim hingað, líður þeim öllum prýðilega. Annáll Fimmtugsalmæli á í dag 20. júní Jónas Bernharðsson verka- maður, Njálsgötu 53. Skipairéttir. Gullfoss kom tii Heykjarfjarðar í gær. Goðafoss fór frá Vestm.-eyjum í fyrradag á leið til Hull. Brúarfoss fór írá Kaupm.höfn i morgun áleiðis til Leith. Dettifoss kom til Vestrn.- eyja í gærkvöldi. Lagarfoss kom til Kaupm.hafnar í gær. Selfoss fór frá Færeyjum í gær á ieið til KaupixLhafnar. Söngmótið. Athygli skal vakin a því, að pantaðir aðgöngumiðar að því sækist að laugardagskon- sert fyrir kl. 1 og sunnudags- konsert íyrir kl. 4 í dag. Verða , ella seldir öðrum. Kaupfélag Eyfirðinga hefir gef- ið tíu þúsund krónur til fólksins á jarðskjálftasvæðinu. Kennaraþingið stendur nú yfir. Er það mjög vel sótt. Fundur íþróttasamb. íslands hófst í fyrrakvöld og hélt áfram í gærkvöldi. Verður sagt nánara frá honum hér í blaðinu. Dronning Alexandrine kom frá útlöndum í íyrrakvöld. Farþegar voru um 50 og voru það flest útlendingar. Linubátamlr Sæfai’i og Sigriður eru íarnir á síldveiðar. Einnig vélbátarnir þórir og' Geir goði. Vorskóla ísaks Jónssonar lauk i gærmorgun. Skólinn tók til starfa 14. maí síðastl. og hafa um 130 börn, á aldrinum 5—13 ára, stundað þar nám. Kennt hefir verið i fjórum flokkum. Böm, sem v.erið hafa í skólanum, en eiga eftir að taka vinnubækur sínar, eru beðin að vitja þeirra í Kennaraskólann kl. 9—10 f. hád. í dag. Gestir í bænum: Séra Svein- björn Högnason, Breiðabólsstað, Helgi Jónasson læknir, Stórólfs- hvoli, Bjarni Bjarnason alþm. Laugarvatni og Ingþór Björnsson bóndi Ospaksstöðum. Hreppsnefndarkosningar. Á Sandi fóru fram hreppsnefndarkosning- ar i vikunni sem leið. Gengu Framsóknarmenn og jafnaðar- menn sameinaðir til kosningarinn- ar, en íhaldið stillti eitt á móti. Úrslitin urðu þau, að kosningu lilutu 2. jafnaðarmenn og einn Framsóknarmaður, Pétur Guð- mundsson. Fékk hann hæstu at- kvæðatöluna, nál. hundrað at- kvæðum. íhaldið kom engum að. Framsóknarmenn haía einnig unnið sæti í hreppsnefndarkosn- ingum í vor, á Húsavík, Eskifirði, Stykkishólmi, Akranesi og fleir- um sjóþorpum. Sumstaðar hafa þeir fengið héesta atkvæðatölu. Sýnir þetta, ásamt Alþingiskosn- ingunum, að fylgi Framsóknar- flokksins eykst nú ört um land allt og engu síður í sjóþorpum en sveitum. Hallgrímsbryggja. Eftirfarandi reglui' hefir Landsnefndin sett um notkun Hallgrímsbryggjunnar í Saurbæ. „A. Fyrir vöruflutn- inga: Fyrir að skipa þar upp eða út allt að 5 tonnum, 5 krónur. Fyrir 5 tonn og þar yfir 10 kr. B. Fyrir fólksflutninga: Fyrir að taka þar eða setja á land allt að 50 rnanns 10 krónur. Fyrir 50 til 100 manns 20 krónur. Fyrir 200 manns og þar yfir 25 krónur. — Standi svo á, að renna þurfi að htyggjunni vegna smærri erinda en að ofan greinir, skal greiða fyrir það 2 krónur. þeir, sem nota bryggjuna að staðaldri, eiga þess kost, að semja við Lands- úefnd Hallgrimskirkju um ákveð- SfópkosHegf eifur- smygl í Frakklandi Sprenging á vafns- leiðsíum í Berlín § Odýrn 0 anglýsinffarnar. Kona háttsetts fransks embættismanns verður uppvís að ópfum. og- kokoin-smyglun. Talið að fjöldi manna í ábyrgðarmikium opinber- um embættum séu með- sekir. Lögreglan í Marseille í Frakklandi uppgötvaði nýlega þá langstórkostlegustu eitur- lyfjasmyglun, sem talið er að nokkurníma hafi átt sér stað til Frakklands. Lögreglunni hafði verið gert aðvart um að rannsaka ná- kvæmlega flutning konu nokk- urrar, Germaine Cecutis, sem er gift hermálafulltrúa Frakka vdð herstöðvar þeirra í Norður- Afríku. Ferðast hún sífelldlega þar á milli. Síðast þegar hún kom til Marseille úr Afríkuferð sinni, voru töskur hennar, er hún taldi að hefðu inni að halda hemaðarskjöl, opnaðar, og komu þá í ljós feiknin öll af smápökkum, er inni höfðu að halda hvítt duft. Var það ópíum, kokain, heroin og koffein, þessi fjögur verðmiklu og afarmikið eftir sóttu eitur- lyf- Viðurkenndi frú Cucutis, að hún hefði smyglað þessum lyfjum inn oft áður. Sagðist hún fá þetta enskri konu, sem fengi eiturlyf þessi beint frá lndlandi. Álitið er að fjöldi manna í háum embættum í Frakklandi séu eitthvað bendlaðir við þessa stórkostlegu smyglun, og mun fréttast nánar af því á næstunni. ið gjakl fyi'ii- eitt. ár í senn. — Bryggjan er eign Hallgrímskirkju í Saurbæ og renna tekjur hennar í sjóð kirkjunnar. Gjöldin skal greiða sóknarprestinum i Saurbæ, þegar í hvert skipti, sem brygg- jan er notuð. Fyrir það, sem liann kann að nota bryggjuna í eigin þarfir, skal sóknarpresturinn ekki greiða neitt gjald". Við vonum að þessi samgöngu- bót verði til mikils gagns þeim sem nota þurfa, og leggja leið sina þarna um. í júnímánuði 1934. Landsnefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ. Ný heimsmet. þann 17. þ. m. voru sett tvö ný heimsmet í lilaupi í Bandaríkjunum. Hlaup- arinn Cunningham hljóp enslca mílu á 4,06,7 og Ben Eastman hljóp 880 yárds á 1,49,8. Biireiðaframleiðsla í Svíþjóð þennan fyrsta fjórðung þ. árs, er meiri en verið hefir undanfarið, og á þessum ársfjórðungi hafa selzt 50% meira af sænskum bifgreiðum en á sama tíma í fyrra. Útvarpstækjum í Danmörku fjölgar mjög hraðfara. Frá 1. apríl í fyrra til 1. aprí! þ. á. iiafði útvarpstækjum þar fjölgað um 30 þúsund 313, eða frá 492,260 upp í 522, 573. Ný uppfynding hefir verið gerð af enskum verkfræðingum, er á að fyrirbyggja það, að þeir er tala í útvarp, lækki röddina um oí. Er þessu komið fyrir i Berlin kl. 8.00, 29/6. FÚ. I Stresemannstrasse í Beiiítt varð um þrjúleytið í morg-un ein sú mesta sprenging' á vatnsleiðslupípum, sem sögur fara af. Var það 68 centimetra víð pípa, sem sprakk, og var xatnsflóðið svo mikið, að inn- an stundarfjórðungs var vatn- ið í hné á götunni. Allir kjall- arar í götunni og nærliggjandi götum fylltust, og umferð hef- ir verið stöðvuð í allan morg- un. Það er búizt við, að við- gerð á vatnsleiðslunni taki marga daga. Hús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Austurstræti 14, þriðju hæð, opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 8518 (heima). Helgi Sveinsson. Vörubíll óskast í skiptum fyrir nýjan trillubát. Umsókn: pósthólf 838. Tomatar, agúrkur, radísur, blómkál og rabarbari, fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. Fá Gríkkír aftur konungsstjórn? Nýjustu fregnir henna, að Georg fyrverandi konungur Grikkja kunni að taka stjórn landsins í sínar hendur innan skamms. Eins og stendur, eru Grikkir konungssinnaðir. Stjórn sú er tók við völdum undir forystu M. Csaldaris fyrir stuttu síð- an, er mjög konungssinnuð. Hefir hún verið að fylla flest embætti á ný, mönnum, sem voru reknir úr þeim sömu embættum, sökum tryggðar þeirra við konungsstjórnina. Iiinn afsetti konungur, Ge- org, dvelur nú í London, og fylgist vel með öllu er gerist í Grikklandi og stendur í stöð- ugu sambandi við stjómina. Telja margir, utan Grikk- lands og innan, að það sé ein- ungis tímaspursmál hvenær Georg verði boðinn og velkom- inn heim aftur, til þess að taka við ríki því, er af honum var tekið og hann rekinn frá fyrir tíu árum síðan. Gullnám Víða er numið gull, þó lítið hafi verið um það hér á íslandi. í fjölmörgum löndum út um heim má kalla, að gull sé num- ið árlega í stórum stíl, þó þess sé ekki að jafnaði getið. 1 Rúmeníu voru numin síð- astliðið ár tæp 7 þús. pd. af hreinu gulli, sem jafngilda ca. 17—18 miljónum króna. Hefir stjóm Rúmeníu sett fimm ára áætlun í gullnámi, og í lok hennar er ætlast til að gullnámið verði orðið um 20 þúsund pund árlega. Fyrir 15 árum síðan var ár- legt gullnám í Rúmeníu aðeins 1V-2 þúsund pund, en hefir heldur farið vaxandi, þangað til síðastliðið ár að gullnámið var tekið til gagTigerðrar at- hugunar og aukið í stórum stíl. Hafa jarðfræðingar og námu- verkfræðingar verið sendir um landið þvert og endilangt að leita nýrra gullnáma. microfóninum, svo að þegar röddin, sem berst inn í fóninn, er komin A visst lægðarstig, þá birtist vingjarnleg ósk um það að hærra sé talað. Kemur hún fram á þar til gerðu spjaldi, sem fest er við microfóninn. fslenzkt smjör. Glænýtt gróðrarsmjör er nýkomið í verzl. Kristínar J. Hagbarð. I Tilkynningar Fiskbúðum mínum verður lokað kl. 4 í dag. Hafliði Baldvinsson. Elzti maður heimS' ins látinn London kL 16, 29/6. FÚ. Fregn frá Istambul segir, að Zara Agha sé dáinn á 160. árinu. Fyrir skömmu urðu nokkrar deilur um aldur hans, því að læknar, sem tekið höfðu geislamyndir af beinum' hans, sögðu, að hann gæti alls ekki verið nema 120 ára. En hann hafði sjálfur fengið fæðingar- vottorð, sem sýndi, að hann væri fæddur 1774. Ein af beztu endurminningum hans var sú, þegar hann sá Napo- leon, hann sagðist þá hafa verið 24 ára, og verið hermað- ur í liði Tyrkja gegn Frökkum. Fyrir fáum árurh fór Agha til Bandaríkjanna, og kom við í Englandi á heimleiðinni, þar fór hann í fyrsta sinn í flug- yél. Hann hafði áhuga á nýj- um uppfyndingum, en að sumu leyti fylgdist hann þó ekki með tímanum. Hann var t. d. mjög mótsnúinn kvenfrelsi í Tyrklandi og var harðorður í gagnrýni sinni á ungu stúlk- unum. Samt varð ein ung stúlka til þess að biðja hans fyrir fáum mánuðum, það var amerísk stúlka frá Mifwankee, sem bauðst til þess að giftast honum og annazt hann . ell- inni. Agha var fjórgiftur, og giftist henni skömmu áður en hann dó. Stefna Roosevelts i i | London kl. 16, 29/6. FÚ. i Roosevelt forseti varði „hina , nýju stefnu“ sína síðustu 15 . mánuðina í útvarpsumræðu, I sem hann hélt í gærkvöldi. i Meðal annars sagði hann, að kaup hefði hækkað, vinna auk- ‘ izt, landbúnaðarafurðir hækk- ! að í verði, og hefði allt þetta fengizt án nokkurrar rýmunar á frelsi fólksins. Endurreisn % trausts og velmegunar hefir orðið undir stjóm fólksins sjálfs. Hann lýsti tímunum á undan kreppunni svo, að þá hefði farið fram æðisgengið kapp til 'þess að eignast auð- æfi, án þess að vinna fyrir þeim.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.