Nýja dagblaðið - 28.09.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 28.09.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A dagblabis 3 JBenzínskaiiuvinn Misjafnír templarar NÝJA DAGBLAÐIÐ | Útgefandi: „Blaðaútgáfftn h.f.“ | Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjamargötu 39. Sími 4245. Ritstjómarskrifstofumar Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. í lausasöiu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Vei yður, þér hræsnarar! Bréf Mbl., þau sem venju- lega koma út á hverjum sunnudegi, eru nokkurskonar útþynning þess, er blaðið hefir birt yfir vikuna. Og- það er venjulega einn og sami höfundurinn, er til þess þykir hæfastur, að „þynna þynnkuna allra hinna“. í „bréfinu“ s.l. sunnud. er af míkilli hrifningu sagt frá til- lögum Magnúsar Jónssonar, sem sumir eru svo hlálegir að eigna allar þessar sunnudaga- „þynnkur“. Þær ganga út á það aö benda á varnir gegn því, að ríkisstjómir veiti fé utan fjár- laga. Um það fer hinn frómi klerkur þungum vand- lætingarorðum. Magnús er hér með að taka sér fyrir hendur hlutverk, sem kennidóminum hefir löngum þótt lítils nýtt, en það er: „að iðrast eftir dauðann“. Nýjasta dæmið og óprúttn- asta um íjárveitingu utan fjárlaga, er að finna hjá nafna Magnúsar dósents og meistara, Magnúsi Guðmundssyni. I sínuni seinasta ráðherra- dómi — er hvorki var ýkja langur né glæsilegur — tókst M. G. samt að eyða fé utan fjárlaga á einum lið, sem nam um' 460 þúsund kr. Það var fé til hinnar óiöglegu varalög- reglu. Ekki verður bent á neitt vik, er sú lögregla vann til gagns og þarfa og sem hinni föstu iögreglu var ofvaxið. Þessum íhaldsher var mótmælt af þingmönnum og hinn ó- heimili fjáraustur víttur. Hvernig leizt nú Magnúsi Jónssyni á? Ofbauð honum ekki? Hvað hafðist hann að? Hann hóf upp hendur sínar, lagði þær yfir nafna sinn og blessaði hann og allt hans at- hæfi. Svona var siðameistarinn mildur og umburðarlyndur, þegar breyzkur og brotlegur og undur eftirlátur íhaldsþjónn átti í hlut. En síðan eru nú liðnir fá- einir mánuðir. Magnús Guð- mundsson er oltinn úr valda- stóli, ólöglegu embættin af- numin og heimildarlaus fjár- austur stöðvaður. Þá vaknar vandlætingin og samvizkan í Magnúsi Jóns- syni. Hann tútnar út af heilagri gremj u, sparnaðaráhuginn brennur honum í hverri taug, Hámarksverð 1 frumvarpi, sem ríkis- stjórnin leggur fyrir komandi Álþingi, verður lagt til, að hækka innflutningsgjald á ben- zíni, þannig, að skattur alls á benzín verði ca B'/o aurar pr. lítra. Vegaviðhald hér á landi fer nú hraðvaxandi með ári hverju um leið og nýir vegir eru byggðir og umferðin eykst og irmn á næsta ári vera áætlað til vega um 550 þúsund krón- ur. Þáð er mikið fé og krefst nýrra tekna, sem ekki voru nauðsynlegur meðan vega- viðhald var óvenjulegur gjaldaliður. — Eilendis hefir sú aðferð verið mjög upp tek- in, að leggja gjöld á benzín fyrir vegaviðhaldinu, með því að benzínið er svo mjög notáð af þeim flutningatækjum, sem um vegina fara og orsaka slit þeirra. Sú hækkun á benzínskattin- um, sem nú er farið fram á, mun þó að vonum vekja nokk- urn ugg hjá þeim, sem benzín þurfa að nota. Þarf það mál nánari skýringar, að benzínið nú er valið senr skattstofn. Eins og fram var tekið verð- ur benzínskattur nú alls um 8V2 aurar pr. lítra, ef frv. verður samþykkt. En í Dan- mörku, sem er eins og sakir standa, stjórnað mjög með hag almennings fyrir augum, er benzínskatturinn 13 aurar pr. lítra. Er þó vegaviðhaldið í Danmörku vitanlega miklu minna en hér, tiltölulega. En þó að þetta hafi verið svona, að benzínskatturinn í Danmörku hefir verið 13 aur- ar, en hér ekki nema um 41/? aurar pr. „ lítra (en það er hann nú), þá hefir sanft út- söluverð á benzíni verið mjög álíka hér og í Danmörku. Þetta sannar það, sem raun- ar er almennt vitað, að álagningin á benzíni er mjög mikil eins og sakir standa nú hér á landi. Eðlilegast hefði verið, að og hann hrópar vei, vei yfir þeim' hugsanlegu möguleikum, að einhver ráðherra kunni ein- hverntíma í framtíðinni að veita fé utan fjárlaga. Og það verður að fýrir- byggja, segir Magnús. Nú er vitanlega ekki nema gott að umráð fjárveitinga- valdsins séu sem traustust. En það er nú svona með Magnús Jónsson og íhalds- flokkinn, að undir slíkum pré- dikunum frá þeirra hendi, dettur ýmsum; í hug ófrómur maður, sem! býðst til þess að kenna náunganum ráðvendni. Og það er ekki alveg ör- grant um það, að í hugum manna skjóti upp fésinu á þessum drottins smurða, þeg- ar þeir minnast orðanna frægu: „Vei yður, þér hræsn- arar“. — Einkasala ríkið tæki í sínar hendur einkasölu á benzíni og fengi á þann hátt milliliðagróðann. Verzlun með benzín er tiltölu- lega einföld í framkvæmd. Undirbúning mun þó skorta til þess að slík einkasala sé fram- lcvæmanleg að svo stöddu. En til þess verður að ætl- azt, að sú hækkun, sem nú á að gera á benzínskattinum, verði ekki til þess að hækka verðið i útsölu til þeirra, sem benzínið nota. Skatthækkunin á að takast af milliliðagróð- anum, og getur hann þrátt fyrir það orðið meira en við- unandi, ef miðað er t. d. við ástandið í Danmörku. Það getur vel farið svo, að setja þurfi hámarksverð á benzín, til þess að tryg’gja, að skatthækkunin komi niður þar sem rétt er, á milliliðagróðan- um, en ekki notendunum. Þyki það fyrirkomulag ekki henia áfram, verður einkasalan að koma. „Brúarfoss“ Vegna þess að skipið ferm- ir trosið kjöt til London í þessari forð, og verður því að braða ferðinni sem mest, kemur það ekki við í Stykkishólmi eða Vestfjörð- um, en fer héðan beint norður á Sauðárkrók. nefnist ný tegund af tví- bökum, sem Kaupfélags- brauðgerðin framleiðir. Þær eru mjög lostætar en þó ódýrar. Kosta aðeins 1,80 pr. kg. Brauðgerð Kaupiél. Reykjavikur j Bankastr. 2 — Sími 4562 Brynleifur Tobíasson menta- skólakennari á Akureyri hefir ritað grein 1 blað sem nokkrir vellaunaðir embættismenn í Rvík gefa út. I þessari grein á- fellist Brynleifur Tobíasson núverandi landstjóm fyrir að hafa sýnt templurum of litla viðui-kenningu í sambandi við væntanlega löggjöf um áfeng- ismálið. Ásökun höf. er ekki rétt- mæt og mun það stafa af 6- kunnugleika, vegna fjarlægðar. Fyrverandi landstjórn hefir fyrir nokkrum missirum feng- ið Þórð Eyjólfsson prófessor til að gera frv. um afnám bannsins á sterkum drykkjum. Iiann mun hafa unnið töluvert að þessu áður en átkvæða- greiðslan fór fram um að hleypa inn í landið sterkum vínum. Alveg réttilega játar höf., að það hafi verið eðlilegt að stjórnin bæði hann að full- gera frv. sitt eins og nú var komið málum. Stjómin bað ennfremur for- stjóra Áfengisverzlunarinnar að vera ráðunaut prófessors- ins um hina verklegu fram- kvæmd þessarar löggjafar. Ekkert var eðlilegra í þessu máli. Það er alkunnugt, að Guðbrandur Magnússon hefir með miklum myndarskap kom- ið lagi á Áfengisverzlun ríkis- ins og- haft þar engu síður í huga hættuna við vínnautnina heldur en verzlunarþörf rík- isins. Ef höf. er kunnugt hvað forstjóri Áfengisverzlunarinn- ai hefir gert til að reyna að bjarga aðþrengdum kaupstöð- um1 í vínverzlunarmálunum, þá hefði honum ái'eiðanlega ekki þótt nein hætta stafa af hon- um í þessu efni. Stjórnin bað ennfremur að einhver af hinum viðurkenndu ieiðtogum templara veitti Þórði Eyjólfssyni sömu ráð- gefandi aðstoð, eins og for- stöðumaður Áfengisverzlunar- ínnar. Frv. það sem þessir þrír menn gera verður síðan lagt fram1 á þingi. Örlög á- fengisbannsins verða ákveðin þar. Þingið, sem þjóðin hefir kosið, sker úr því máli, en ekki nefnd sú, sem undirbýr frumyarpið. Ríkisstjórnin hefir þannig farið vel og gætilega með mál- ið. Brynleifur Tobíasson getur tæplega annað en viðurkennt það, er hann veit rétta mála- vöxtu. En vera má, að höf. hafi sem templara þótt þrengt að félagi sínu með því að láta ekki regluna ákveða sjálfa hvaða fulltrúa hún legði til starfsins. En hér liggja rík rök tii. Allir sem standa utan við regl- una, en vinna með alvöru og framsýni að því að hindra skaðsemi áfengisnautnar í landinu, skifta templurunf í tvennt eftir framkomu þeirra í áfengismálinu. Annarsvegar eru þeir templarar, sem hægt er að treysta til manndóms og úrræða í áfengismálinu. I þeirri fremur fámennu fylk- ingu er Brynleifur Tobíasson í allra fremstu röð. Hann hefir aldrei látið undan síga í á- fengismálinu, þar sem nokkur skynsamleg von var um vörn. Og stjórnin hefir auðsýnilega viljað fá einhvern þvílíkan mann úr hópi templara í Rvík til að aðstoða við lausn þessa vandamáls. En Brynleifi Tobíassyni hlýtur að vera það ljósara en fiestum öðrum, að innan regl- unnar er mikill fjöldi manna, sem ekki má treysta í áfengis- málinu. Þegar Framsóknar- stjórnin hafði á Alþingi 1928 komið fram hinni sterku lög- gjöf um áfengisvarnir, þegar skipabrennivínið var þurkað út, þegar læknabrennivínið flaut ekki lengur, þegar byrj- að var að hafa hendur í hái'i manna, sem voru ölvaðir á al- inannafæri, þá brast flótti í liði templara. Mikill fjöldi þeirra lagði lag sitt við Mbl., sem uppnefndi og svívirti lög- gæzlumennina, og eggjaði landsfólkið til drykk j uskapar og bruggs. Þá var yfirstjórn reglunnar flutt frá Akureyri til Rvíkur, af því að hinum spilltari templurum í höfuð- staðnum líkaði ekki strang- leiki og alvara norðanmanna í áfengismálunum. Og að lokum var kórónan lögð á verkið, þegar einn af þekktustu templ- urum í Rvík gerðist hjú Lár- usar Jóhannessonar við tilraun- ir að féfletta ríkissjóð með röngum sakargiftum. Engum getur komið til hugar, að nokkur ríkisstjóm, sem lætur sér ant uim' virðing sína og virðingu landsins, fari að þiggja hjálp þessara templara við lausn nokkurs vandamáls. Og hitt mun Brynleifur Tobíasson reyna enn sem' fyr, eins og allir þeir, sem með alvöru berjast fyrir þýðingar- miklum málum, að þegar þeim liggur mest á í átökum um hin stóru rhál, þá múnu þeir hvorki fá þá liðveizlu sem þeir þurfa með og óska, frá templarahöfðingjanum sem brást félagi sínu og málstað og gerðist vesall þjónn Lárus- ar Jóhannessonar eða frá hin- um vel launuðu embættis- mönnum í Reykjavík, sem um nokkur undangengin missiri hafa verið einfaldir í þjón- ustu sinni við spillingaröflin í landinu. J. J. Ný háréreiðslustoía Á laugardaginn 29. þ. m. opna ég hárgreiðslu- stofu á Ásvallagötu 52 (Samv.fél húsunum nyju. Allskonar hárliðun, hárþvottur, klippingar, andlitsböð og nudd, hár- og augnabrúnalitun, handsnyrting (mani- cure), fótsnyrting (pedicure) o. s. frv. Allt unnið af útlærðum stúlkum. Lína Jónsdóttir

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.