Nýja dagblaðið - 29.09.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 29.09.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIB 3 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „BlaOaútgáfan h.f." Ritstjóri: Gísli Guömundsson, Tjamargötu 39. Sími 4245. Ritst jómarskrifstef umar Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. f lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Þegar Morgunbl. talar um dýrtíð!! Hún mun vera ný umhyggja Morgunbl. fyrir neytendunum hér í Reykjavík. Það mun vera í fyrsta skifti nú,- að Mbl. gerir að umtalsefni dýr- tíðina hér í þessum bæ, og er því vert fyrir menn að gera sér grein fyrir, hversu þessar fyrstu umræður þess eru skyn- samlegar og sanngjarnar og hversu umhyggja þess fyrir neytendunum á sér djúpar rætur. Hvenær hefir Mbl. rætt um , frúmorsakir dýrtíðarinnar hér í bænum, lóðaokrið, okrara- lánin til bygginga og hina liáu húsaleigu? Aldrei. Hvenæi- hefir Mbl. rætt um að vöru- verð hér í bænum væri óþarf- lega hátt og orsakir þess? Aldrei. Hvenær hefir það vak- ið athygli manna á því tvenns- konar vöruverði sem á sér stað á einstaka vörutegundum hér í bænum, eins og t. d. brauð- um1? Aldrei. Hvenær hefir Mbl. skilið það og viðurkennt, að aðal orsökin til þess að m'enn alm'ennt hér í bænum geta ekki lifað nema við hátt kaup, er hin háa húsaleiga, að ménn sem borga háa húsaleigu fyrir íbúðir og verða að kaupa vöru sem er verzlað með eða fram- leidd í dýrum húsum', verða að fá kaup sem er í samræmi við þá tilbúnu dýrtíð, sem þeim! er boðið að lifa við ? Þetta hefir Morgunbl. aldrei skilið eða viðurkennt. Slík eru heilindi Morgunbl.- manna, og slík er umhyggja þeirra fyrir neytendunum hér í þessum bæ. Þetta þurfa menn að h afa í huga þessa dagana þegar þeir lesa hinar röngu og heimskulegu greinar í Morgunbl., þar sem reynt er að æsa almenningsálitið gegn kjötneyzlunni hér í bæn- um.. Blaðið bendir m,Önnum á, beint eða óbeint, að ,borða allt annað fremur en kjöt, jafnvel grös, sem eru venjulega skepnufóður. En þar sem heilbrigð skyn- semi veit, að það eina, sem gæti komið í stað minni kjöt- neyzlu er aukin fiskneyzla, þá er ekki úr vegi að benda mönn- um! á fiskverðið og fiskverzl- unina hér í bænurn, en þar mun Morgunbl. telja að ljós umhyggjunnar fyrir neytend- unum skíni. Fiskverðið hér í bænum til neytenda er og hef- ir verið þetta: 1 kg. af þorski kostar 0/30, af ýsu 0/40 og af heilagfiski 1/20, allt með haus Leikvanáur Iþróttavellir og leikvellír Skautafélag Reykjavíkur. Um sama leyti og ung- mennafélagar voru að byggja sundskálann við Skerjafjörð, var Skautafélag- Reykjavíkur eitthvert fjölmennasta í- þróttafélag landsins, og starf- aði af miklu fjöri. Á Reykja- Magnús Stefánsson. víkurtjörninni gekkst það fyrir skautakapphlaupum, og þar hafði það æfingasvæði um þessar mundir. En það var oft miklum erfiðleikum bundið, að halda við skautaís á tjörn- inni, og bar margt til þess. Því var það, að félagið fór að svipast um eftir heppilegum stað fyrir skautabraut. — A stjórnarfundi, sem haldinn var og hala blautt upp úr sjónum. Á sama tíma og fiskverðið er þetta hér í bænum, er al- mennt verð á fiski inn í verzl- anir, sem verkaður er til út- flutnings, sem hér segir: Af þorski 9 aura kg. og ýsu 5 til 7 aura kg. — Þetta finnst Morgunbl. óþarfi að nefna, en þegar bændur vilja fá „netto“ fyrir kjötið, sem selt er á inn- lendum markaði 94 til 98 aura fyrir kg. og að kjötsalan inn- anlands aðeins bæti upp kjöt- ið, sem selt er erlendis, þá segir Morgunbl. mönnum! að kaupa ekki kjöt, það sé of dýrt. En það segir meira, það hefir sagt, að bændur eigi ekki að fá hærra verð fyrir það kjöt, sem selt sé á innlendum rnarkaði en fyrir það sem selt er erlendis, samanber kjöt- verðið s. 1. haust, sem Morg- unblaðið virðist vera ánægt með. — Hvernig er þetta með fiskinn ? Fá fiskframleiðendur kr. 200,00 fyrir skippundið af þurkuðum fiski, sem seldur er á erlendum márkaði? Það verð þurfa þeir að fá ef þessi vit- urlega! kenning Mbl. á ekki að einskorðast aðeins við kjöt. Nei, neytendur í Reykjavík, áður en þið trúið kenningum Morgunbl. í þessu efni, þá sannprófið í þeim heilindin. — Bændumir múnu kalla Morg- unbl.-menn síðar fyrir rétt út af þessu1 máli, á tilheyrandi vettvangi. Neytandi. í félaginu 2. nóv. 1909 var þetta mál til umræðu, og þá var stofnaður sjóður til þess að hrinda þessu máli í fram- kvæmd. Skautafélagið hafði aðallega augastað á Melunumi fyrir vestan kirkj ugarðinn, sem heppilegum stað fyrir skautabraut. Var nú leitað til bæjarstjórnar um það, að fá þetta svæði til umráða í þessu skyni, og fékk félagið allgóðar undirtektir, og mjög bráðlega loforð fyrir svæði á Melunum, og styrk til þess að útbúa þar „skautabraut“. íþróttasamband Reykjavikur. Þegar hér var komið bauð Skautafélagið öllum íþróttafé- lögum í Reykjavík að taka þátt í því, að útbúa þarna í- þróttasvæði, sem Skautafélag- ið notaði að vetrinum fyrir skautabraut, en hin félögin fyrir íþróttavöll að sumrinu, og vorið 1910 boðaði Skautafé- lagið til fundar méð íþrótta- félögum bæjarins í þessu skyni. Á þeim1 fundi var sam- þykkt að kjósa 5 menn frá hverju félagi í stjóm þessa fyrirtækis, og var það nefnt íþróttasamband Reykjavíkur. Frá Skautafélaginu voru þess- ir 5 menn kosnir: Ólafur Björnsson ritstjóri, Múller verzlunarstjóri, Jón Þorláksson verkfr., Smith símámaður, Sigríður Bjömsdóttir. Þannig varð þá til fyrsti í- þróttavöllurinn í Reykjavik. Hann var fyrst og fremst ætl- aður fyrir Skautabraut, og þó var helzt kosið að hafa hann á Melunum, sem öllum mátti vera ljóst, að var einhver allra óheppilegasti staður, sem kosinn varð, enda reyndist það svo, að ókleift var að halda þar við skautaís, og mjög miklum erfiðleikum var það bundið, að gera þar sæmilegt íþróttasvæði, til knattspymu og annara íþróttaæfinga. Þar við bættist svo það, að svæðið sem var afgirt, varð allt of lítið. Þó var þetta eini í- þróttavöllur bæjarins fram! yf- ir 1920, en þá fauk méstöll girðingin, og gamli íþrótta- völlurinn var lagðux niður. Nýi íþróttavöUurinn. Var nú ákveðið að byggja nýjan íþróttavöll, stærri og fullkomnari, og var enn kosið að byggja hann á Melunum, enda þótt margra ára reynsla væri búin að sanna Það, að þessi staður var óviðunandi. Þessi nýi íþróttavöllur varð alldýr, og er þó ófullgerður ennþá og verður sennilega aldrei fullgerður, en hann var opnaður til afnota 17. júní 1926. Vígsluræðuna flutti þá- verandi borgarstjóri Knud Zimsen. í þeirri ræðu komst hann svo að orði (sbr. Mgbl. 18. júní 1926): „Kvað hann bæjarstjóm Reykjavíkur ætlast til, að þarna ætti æskulýður og i- þróttamenn örugt heimkynni. Hefði bæjarstjórninni verið það ljóst, að eitthvað yrði fyrir unga menn og konur bæjarins að gera, hvað íþrótta- líf snerti, og þess vegna væri þessi nýi völlur til orðinn, ekki fullgerður enn að vísu, en þó margfalt betri en hinn. Óskaði hann síðan að mskulýð- ur bæjarins mætti eiga þama einskonar heimili, og á vellin- um yrði jafnan uppspretta gleði og hraustleika“. Óánægjau vex. Vegna þess meðal annars, að völlurinn varð ekki fullgerður, og svo hins, að staðurinn var óheppilega valinn, fór nú brátt að bera á óánægju með hinn nýja völl, bæði þeirra, sem áttu að njóta hans' til æfinga, og svo engu síður þeirra, sem langaði til að horfa á kappleika íþrótta- manna við sæmilega aðstöðu. Fóru nú óðum að heyrast fjöl- mennar og háværar raddir um það, að þama hefði aldrei átt að byggja íþróttavöll, en að lang ákjósanlegast váeri að komið yrði upp grasvelli, og rná vel vera, að þetta hafi orðið þess valdandi, að ein- hverju leyti, að bæjarstjórn hefir ekki ennþá látið fullgera völlinn. Framsóknanneim benda á úrræði og krefjast skjótra aðgerða. Við kosningar til bæjar- stjómar í Reykjavík árið 1930 hafði Framsóknarflokkurinn í fyrsta sinni menn í kjöri, og efstan á sínum lista hafði flokkurinn einn af áhugasöm- ustu og beztu íþró.ttamönnum landsins, Hermann Jónasson, núverandi forsætisráðherra. Eitt af þeim aðalmálum, sem Hermann Jónasson hóf þá baráttu fyrir, var það, að bæjarstjóm yrði að koma upp viðunandi íþróttavöllum og leikvöllum handa bæjarbúum, ásamt skemmtigörðum, þar sem menn gætu notið frí- i stunda sinna í hreinu lofti, og fjarri göturyki og skark- ala bæjarlífsins. Hann benti á það, að bæjarstjórn ætti að taka landið sunnan Laufás- vegar og suður með Öskju- hlíð, allt að Skerjafirði, og gera það að skemmtigörðum og íþróttavöllum, en sjóbað- stað við Nauthólsvík í Skerja- firði. Þessari baráttu hafa svo Framsóknarmenn haldið áfram síðan, en íhaldsmenn hafa verið tregir, og dregið málið á langinn. Þó mun nú svo kom- ið, að meirihluti bæjarbúa sé orðinn þessu máh fast fylgj- andi, og eru nú allar líkur til, að þetta mál nái fram að ganga á næstu árum. Með því móti þó, að allir þeir sem þessu máli eru fylgjandi, haldi því fast fram við bæjarstjórn. íþróttamenu og skólastjórar bæjarins sameinast um aS fylgja fram þessum málum. Á fundi sem íþróttamenn og skólastjórar bæjarins sátu 23. apríl í vor, var samþykkt svo- hljóðandi tillaga um nýjan íþróttavöll: „Vegna þess, að núverandi íþróttavöllur á Melunum er mjög ófullkominn og fullnægir hvergi nærri þeim kröfum, sem gerðar eru til slíkra í- þróttavalla, hvorki af áhorf- enda hálfu né íþróttamanna, skorar fundurinn á bæjar- stjórn Reykjavíkur að veita á næstu fjárhagsáætlun (árið 1935) nægilegt fé til bygging- ar nýs íþrótta- og knatt- spyrnuvallar (Stadion) og að stjórn I. S. I. fyrir hönd í- þróttamanna, fái að vera með í ráðum um legu leikvallarins, gerð og byggingu“. Þar sem óðum líður að þeim tíma, að bæjarstjómin fari að undirbúa fjárhagsáætlun næsta árs, verður að vænta þess, að þeir aðilar, sem gerðu þessa tillögu og samþykktu hana, fylgist nú vel með því, að bæjarstjómin taki liana full- komlega til greina, og Fram- sóknarmenn munu halda á- fram' baráttunni fyrir þessum málum, þar til fullnaðarsigur er unninn. Framh. á 4. síðu. Nýkomin i bókaverzlanir: Kennslubók í bókfærslu I til notkunar í skólum, á námskeiðum og við sjálfsnám, eftir Árna Björnsson, hagfræðing. ‘Bókfærslukunnótta er nú orðin einhver nauðsyn- legasta þekking fyrir svo að segja hvern mann, og ætti þessi bók þvi að geta komið að nokkru gagni fyrír þá, sem vilja afla sér þekkingar i bók- færslu með eða án aðstoðarkennara. - Reiknings- skráin aftast í bókinni gerir hana hentuga sem handbók, jafnvel fyrir þá sem lengra eru komnir, þar eð hún skýrir í töfluformi á mjög ljósan hátt ýms vafaatriði i bókfærslu, sem koma fyrir að heita má daglega. Verð bókarinnar er kr. 5,25 innb. i stift band. Aðalútsala hjá: Kókiivisrsliui - Sími Z72ÍI

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.