Nýja dagblaðið - 11.10.1934, Side 1
NYJA DAGBIAÐIÐ
2. ár. i Reykjavík, tímmtudaginn 11. okt. 1934. 241. blað
Morðin í Marseilles
Frá Alþingi
Pétur II. tekur við ríki
i Jugo
Viðhöfn, sem end-
aði með skelfingu.
Berlín kl. 8, 10./10. FÚ.
Nánari fregnir af morðinui í
Marseilles skýra frá því, að
móttökurnar af hálfu frönsku
stjórnarinnar, er Alexander
konungur kom til Marseilles á
júgóslavísku herskipi, hafi
verið framúrskarandi veglegar.
Allur Miðjarðarhafsflotinn
franski fylgdi skipinu inn á
höfnina, en þar tóku Pietri her.
málaráðherra og Barthou utan-
ríkisráðherra, á móti konungi.
í fygld með honum var Yes-
titch utanríkisráðherra, en
María drottning hafði farið
landleiðina til París, og ætlaði
að mæta manni sínum í Dijon.
Nánari atvik
Morðið var framið á Kaup-
hallartorginu i Marseilles.
Morðinginn brauzt í gegnum
lögregluvörðinn, og hljóp upp
á þrep bifreiðarinnar, sem
konungur og Barthou óku í.
Skaut hann þegar þremur skot-
um, og hæfðu tvö þeirra kon-
unginn, en hið þriðja kom í
framhandlegg Barthou og möl-
braut hann. Enda þótt lögregl-
an legði morðingjann þegar að
velli með sverði, hélt hann þó
áfram að skjóta eftir að haxm
var fallinn, og særðu skotin
tvo lögregluþjóna og eina konu.
Barthou virtist ekki mikið
særður og stumraði yfir kon-
ung, og fletti hann klæðum. En
er Barhou hafði verið fluttur
á spítala, og læknar ætluðu að
framkvæma skurð, hófst óvænt
blæðing, og varð tvisvar að
framkvæma blóð-yfirfærzlu.
Þrátt fyrir það dró stöðugt af
honum, og að lokuml hætti
hjartað að slá.
Morðinginn króat-
iskur íarandsali
Morðinginn heitir Petrus
Karamen, og var verzlunarmað-
ur frá Agram. Vegabréf, sem
fannst á honum, og var gefið
út í Agram 30. maí, sýnir að
hann hefir komið til Frakk-
lands 28. sept.
Fregnin berst
til Belgrad
London kl. 16, 10./10. FÚ.
Fregnirnar um dauða Alex-
anders konungs og atvik þau,
sem til hans lágu, bárust til
Belgrad í gærkvöldi. Bárust
fregnirnar einnig til nokkurra
■Slavíu
annara borga í ríkinu, en meiri
hluti landsbúa vissi ekkert um
þessi tíðindi fyr en í morgun,
er blaðsalar tóku að hrópa upp
fréttir af konungsmorðinu, og
svohljóðandi opinber tilkynning
frá stjórninni kom út:
„Hinn mikla konungur vor,
Alexander II., hefir verið drep- i
inn. Hann féll sem fórnardýr
ragmennskulegrar og svívirði-
legrar árásar í Marseilles hinn
9. okt. kl. 4 síðd. Þessi píslar-
vottur meðal konunga hefir
með blóði sínu innsiglað það
friðarstarf, er hann hafði með j
höndum“.
í tilkynningunni segir enn-
fremur, að við konungdómi
hafi tekið sonur hans Pétur,
undir nafninu Pétur II., og það
er tilkynnt, að embættismenn
stjórnarinnar ásamt stjói-ninni
sjálfri, her og ílota, hafi þeg-
ar unnið hinum unga konungi
trúnaðareið. 1
Pétur konungur II.
Hinn nýi konungur er 11 ára
að aldri.
Pétri konungi voru sögð tíð-
indin um dauða föður hans í
morgun, á skóla þeim í Eng-
landi, þar sem hann stundar
nám. Hélt hann litlu síðar af
stað til London, þar sem amma
hans, ekkjudrottning María af
Rúmeníu, kemur til fundar við
hann, og með henni heldur
hann til Parísar, þar sem ráð-
gert er, að hann hitti móður
sína á morgun.
Samkvæmt erfðaskrá hins
látna konungs tekur sérstakt
ráð við ríkisstjórn Júgóslavíu
fyrst um sinn. I ráðinu eru:
Paul prins af Júgóslavíu, ná-
frændi Alexanders koungs, Dr.
Radenka Sancowicz, náinn vin-
ur konungsins, og Dr. Ivar
Petrovitch, harðgerður maður,
sem verið hefir landsstjóri í
-Króatíu.
María drottning kom til
Marseilles snemma í morgun.
Nokkrum stundum seinna komu
þeir Le Brun, forseti Frakk-
lands, ásamt Tardieul og Her-
riot frá París. Heimsóttu þeir
drottningu, og tjáðu henni
samúð frönsku þjóðarinnar yf-
ir því, sem við hafði borið.
Stjórnir Frakklands og Júgó-
slavíu hafa verið að fá sam-
úðarskeyti, hvaðanæfa úr
heimi, í dag, og kennir þess í
skeytunum, að morð þessi
þykja hin ógeðslegustu. All-
mörg frönsk blöð fara hinum
hörðustu orðum um lögregluna
í Marseilles, fyrir það, að sjá
ekki fyrir nægilegu öryggi fyr-
ir konung og fylgdarlið hans.
Austurríki
í Austurríki starfar félags-
skapur, sem heitir Reichsbund.
Takmark hans er að gera
Austurríki að keisaradæmi og
Otto prinz af Habsburg, að
keisara.
Félagsskapur þessi hélt ný-
lega fund í Vín. Aðalræðuna
Otto prins af Habsburg.
flutti sonur Ferdinands erki-
hertoga, sem mýrtur var í
Sarajev 1914, Otto prins.
Hann skýrði frá því, að aust-
urrískir keisarasinnar hefðu
staðið í samningum við Schus-
nigg kanzlara um það, að
Habsborgarættin fengu aftur
þær eignir, sem teknar voru af
henni í stríðslok.
Eitt af austurrísku blöðun-
um hefir eftir fundinn gert
þessar kröfur að umtalsefni,
og segir, að fjárhagur Austur-
ríkis fengi ekki staðið undir
þeim, ef þær yrðu uppfylltar.
Margir áhrifamiklir austur-
rískir stjórnmálamenn munu
vera fylgjandi endurreisn keis-
aradæmisins. þykir það t. d.
sjást á því, að Litla banda-
lagið fór fram á það við aust-
urrísku stjómina, að gefa
skuldbindandi yfirlýsingu um
það, að keisaradæmið yrði ekki
endurreist. Þessu svaraði aust-
urríski utanríkisráðh. neit-
andi. Um Schussnigg er vitan-
legt, að hann hefir verið ákaf-
ur keisarasihni.
Aftur á móti er Stahrem-
berg furst talinn því andvígur.
Og sennilegt er, að andstað-
an utan að, bæði frá Litla
bandalaginu og Frakklandi,
verði það sterk fyrst um sinn,
að Stahremberg megi sín
meira en keisarasinnar. En frá
þessum aðiljum hafa komið
ummæli, sem sýna, að Evrópu-
friðurinn er í hættu, verði
keisaradæmið stofnað.
Abyrgð
fyrir Sauðárkrók
Á fundi í sameinuðu Alþ..
sem hófst kl. 1 í gær, var
samþ. til síðari umr. þál.till.
frá þingmönnum Skagfirðinga
um heimild fyrir ríkisstjómina
til þess að ábyrgjast 40 þús.
kr. lán fyrir Sauðárkróks-
hrepp, sem Handelsbanken í
Khöfn hefir fyrir milligöngu
fyrverandi stj órnar, lofað, að
fenginni ríkisábyrgð. Láninu
skal varið til greiðslukostnað-
ar af byggingu rafstöðvar í
nefndum hreppi. Fjármálaráð-
herra sagði að mál þetta væri
þannig vaxið, að varla mundi
fært að neita þessari ósk um
ábyrgð, þar sem fyrverandi
stjórn ’nefði gefið svo mikið
undir fótinn með ábyrgðina,
meðal annars með því að út-
vega lánið með skilyrði um
ríkisábyrgð. Tók ráðherrann
skýrt fram, að þessa afstöðu
sína til málsins bæri alls ekki
að skilja svo, að hann væri
meðmæltur ríkisábyrgðum.
I efri deild
1 efri deild voru afgreidd til
2. umr. og nefnda þau 5 mál,
sem þar voru á dagskrá, en
þau voru þessi: Frv. um heim-
ild rannsóknarstofnana ríkis-
ins um lyfjasölu, frv. um
breyting á lögum um síldar-
bræðsluverksm. á Norðurlandi,
frv. um að taka á leigu síldar-
bræðslustöð á Sólbakka, frv.
um bráðabirgðaútflutnings-
skýrslur, öll. frá stjórninni og
frv. íhaldsmanna í efri deild
um ríkisgjaldanefnd. — Um-
ræður um málin urðu, stuttar.
Fundurinn stóð rúma kl.st.
Málþóf íhaldsins
í neðri deild
Á fundi neðri deildar var
framhaldið umræðum um
vinnumiðlunarfrv. stjórnarinn.
ar. Urðu um það harðvítugar
deilur. Helltu þeir Sigurður
Kristjánsson, Garðar Þorsteins.
son, Pétur Haldórson og Jakob
Möller úr reiðiskálum sínum
yfir frv. en St. Jóh. Stefáns-
son og Héðinn Valdimarsson
auk atviimumálaráðh. vörðu
frv. Undir umræðunum upp-
lýstist það að bæjarstjórn
Reykjavíkur hefir nýskeð gert
úthlutun atvinnubótavinnu í
Reykjavík pólitíska með því nð
fela formanni Varðarfélagsins,
Gunnari Benediktwyni, for-
mennsku vinnuráðningarskrif.
stofu bæjarins.
Jakob Möller var reiður og
barði í borðið og varð forseti
þrisvar að áminna hann fyrir
óþinglegan munnsöfnuð um
andstæðinga.
Greinilegt er af framkomu-
íhaldsmanna við þessa umræðu
og margar aðrar á þessu þingi,
að það eru samantekin ráð
þeirra að tefja framgang mála
í þinginu með óvenjulegu mál-
þófi, sem í þetta sinn var
kryddað stóryrðum og illyrð-
um meir en venjulegt er á
Alþingi.
Breyting á láns-
kjörum í kreppu
iánasjóði
Annað mál, sem vakti nokkr-
ar umr. í neðri deild var frv.
um breytingu á kreppulána-
sjóðslögunum frá síðasta þingi.
Sá meinlegi galli hafði verið
í framkvæmd laganna, að
lántakendur Kréppulánasjóðs
voru skyldaðir til að greiða
lánin til sjóðsins með jöfnum
afborgunum auk vaxta í stað-
inn fyrir að fá að greiða þau
með jöfnum ársgreiðslum, sem
venja er í veðdeild Landsbank-
ans og Búnaðarbankanum, og
sem einnig hafði verið ætlazt
til að yrði regla í Kreppulána-
sjóði. Þessi galh á lánskjörum
olli því, að lántökur í sjóðnum
stóðu svo að segja allar fastar,
er núverandi stjórn kom til
valda. Gaf hún því út bráðar
birgðalög til leiðréttingar á
þessu atriði til þess að bændur
gætu fengið lánin, og störf
sjóðsins gætu haldið áfram.
Þetta atriði í lögunum var svo
þýðingarmikið fyrir bændur,
að lántakendur úr heilum hér-
öðum neituðu að undirskrifa
lánsskjölin fyr en þessi leiö-
rétting væri fengin.
Kveðja Garðars
til bænda
Garðar Þorsteinsson fann
sig knúðan til að andmæla
þessu bráðnauðsynlega máli
þegar við 1. umræðu. Hann
talaði af fullkominni vanþekk-
ingú um málið og kallaði það
ómerkilegt. Meðal annars gerði "
hann þá lögfræðilegu athugun
á málinu, að hægt hefði verið
með reglugerð, að gera um-
rædda breytingu á lánskjönm-
um í Kreppulánasjóði, en hélt
því þó hinsvegar fram, að
Framh, á 4. »í5u.