Nýja dagblaðið - 11.10.1934, Side 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
I
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjórar:
Gísli Guðmundsson,
Hallgrímur Jónasson.
Ritstjómarskrifstofurnar
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 12. Sími 2323.
Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Vill ihaldið spara?
íhaldið á Alþingi gengur und-
ir próf þessa daga. Að hálfu
ríkisstj. og stjórnarflokk-
anna hefir verið ákveðið að
þetta próf skuli fara fram og
að hjá því skuli ekki verða
komizt. Það sem prófið á að
lfciða í ljós, er það, hvort þing-
menn íhaldsins og blöð meini
nokkuð með tali sínu um sparn-
að á ríkisfé, eða hvort þar sé
um falshátt einn að ræða.
Prófvel-kefni íhaldsins eru í
tvennu lagi, annað stórt og hitt
lítið.
Fyrra verkefnið fékk íhaldið
daginn sem fjárlagaræðan var
fiutt. Magnús „dósent“ reis þá
upp með miklum hvalablæstri
og kvað það vera ósvinnu, ef
nú ætti að fara að hækka suma
tekjustofna, t. d. tekju- og
eignaskatt, til þess að vinna
upp greiðsluhalla þann, sem
annars yrði á fjárlögum, þar
semi m. a. tolltekjurnar hljóta
að rýrna vegna minnkandi inn-
flutnings.
Eysteinn Jónsson fjármála-
ráðherra skoraði þá á Magnús
að bera nú þegar fram fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins tillög-
ur um niðurskurð á núverandi
útgjöldum ríkisins, nægilega
mikinn til þess að fjárlögin
gætu orðið greiðsluhallalaus, án
þess að nýjar tekjur væru út-
vegaðar.
Ef íhaldið meinar nokkuð
með sparnaðarhjali sínu, hlýt-
ur það að verða við þessari á-
skorun. Og nú bíða menn með
eftirvæntingu eftir því, að þá
og þegar koníi fram frá Magn-
úsi „dósent“ tillögurnar umi
1—2 milj. kr. niðurfærslu á
ríkisútgjöldunum. Menn brenna
í skinninu eftir því, að sjá hvað
það er, sem íhaldið ætlar að
spara fyrir þjóðina og föður-
landið.
En síðan hefir íhaldið feng-
ið annað minna prófverkefni í
spamaði. Undanfama daga
hafa íhaldsmenn haldið uppi
dým og óþörfu málþófi í báðum
deildum þingsins um mál, sem
þeir hafa ekki atkvæðamagn til
að hindra. Þetta er ekki spam-
aður og það tefur tíma þings-
ins. En í fyrradag hafa stjórn-
arflokkamir ritað íhaldsflokkn
um (og ,,einkafyrirtækinu“)
bréf, þar sem1 óskað er eftir,
að þingflokkamir gangi til
samninga um takmörkun ræðu-
halda í þinginu. Gert er ráð
fyrir, að þessi takmörkun sé
sniðin 'eftir því, sem tíðkast
með nágrannaþjóðunum, þann-
ig, að aðallega tali framsögu-
menn flokka og nefnda, flutn-
ingsmenn mála og ríkisstjórn-
Mjólkurlögin rædd
á Alþingi
Ihaldsflokkurinn er stefnulaus í máiinu
„Stefna hans er sanntœrirg hvers ein-
staks þingmanns“ segir Magnús Jónsson
Mjólkurlögin voru til 1. umr.
í efri deild í fyrradag. Einn
íhaldsmaður hélt þrjár langar
ræður og þóttist vilja mæla
gegn frv. En eftir innihaldi
þeirra að dæma, verða þær
miklu heldur, að teljast til-
raun til málþófs en gagnrýni á
frv.
Skal hér skýrt nokkuð nán-
ara frá umræðunum.
Tilgangur
mjólkurlaganna
Forsætisráðh. talaði fyrst.
Rakti hann sögu málsins og
skýrði þá nauðsyn, er á því
væri, að koma skipulagi á sölu
mjólkur og mjólkurafurða. Það
væri liagsmunamál bæði fram-
leiðenda og neytenda.
Hann sýndi fram á, hversu
stóran þátt bæjarstjórnin ætti
í því ófremdarástandi, er nú
ríkti. Hún hefði í stað þess,
að takmarka útsölustaði, (milli-
þinganefnd áleit á sínum
tíma, að þeir ættu að vera 12
hér í bænum) veitt ekki færri
en 80 búðum söluleyfi. Hefir
verið reiknað, að sölukostnað-
urinn hér í Reykjavík er a. m.
k. ‘/2 milj. kr. of hár.
Tilgangur frv. væri að draga
stórkostlega úr milliliðakostn-
aðinum og tryggja holla og
hreinsaða sölumjólk.
Nauðsyn
bráðabirgðalaga
Þá vék hann að útgáfu
bráðabirgðalaganna, sem eru
samhljóða fi’v. Mjólkurskipu-
lagið heimtaði inikinn undir-
búning, og bráðabirgðalögin
hefðu verið gefin út, svo að
liægt hefði verið að byrja á
honum strax. Þess vegna hefði
ekki verið beðið með málið,
þangáð til Alþingi kæmi sam-
an.
Mjólkurlögin hefðu að lík-
indum mætt langri meðferð í
þinginu og undirbúningurinn
in. Ræðulengd sé yfirleitt tak-
mörkuð og komið í veg fyrir,
að óþarflega margir þingmenn
tali í hverju máli.
Með svona takmörkunum
mætti vafalaust takast að
stytta eitthvað þingtímann og
spara með því fé. Jafnframt
myndi sparast nokkuð af ræðú-
útgáfu Alþingistíðindanna.
Svar íhaldsins við þessari
málaleitun á að komla í kvöld.
Nýja dagbl. mun fylgjast vel
með því, hvernig það svar
verður.
undir framkvæmd þeirra ekki
! getað byrjað fyr en um ára-
I mót. 1 stað þess mundi honum
! r.ú verða lokið um áramót.
j Vegna bráðabirgðalaganna
yrðu framkvæmdir hafnar
nokkrum mánuðum fyr en ella.
Sérréttíndi
Reykvíkinga
Magnús Jónsson talaði næst-
ur og taldi að vel hefði mátt
bíða með lögin þangað til þing
kæmi saman. Hann sagðist
geta sætt sig við lögin, hvað
snerti mjólkurframleiðsluna
utan Reykjavíkur. En mjólk-
urframleiðendur í umdæmi
Reykjavíkur ættu að hafa sér-
stöðu. Þei^ ættu að losna við
gerilsneyðingu, sölu frá einni
sölumiðstöð og verðhækkunar-
skatt.
Forsætisráðh. kvaðst hafa í
frumræðu sinni svarað til
fullnustu ásökunum M.J. um út.
gáfu bráðabirgðalaganna. Skraf
M. J. um það, að koma skipu-
lagi á mjólkursöluna, án þess
að taka með Reykjavíkur-
framleiðsluna, væri hlægileg
firra.
Dreifingar-
kostnaðurinn
Hvað snerti sölu allrar
mjólkur frá einni sölumiðstöð
og þann útreikning M. J., að
af því myndi leiða 160 þúsund
króna hærri dreifingarkostn-
að á Reykjavíkurframleiðsluna,
væri því til að svara, að slík-
an útreikning væri ekki hægt
að gera, því enn væri ekki vit-
að, hversu hár dreifingarkostn-
aðurinn yrði, en reynt myndi
að hafa hann sem lægstan.
Mjólkurframleiðendur hér
teldu dreifingarkostnað á
mjólk þeirra almennt 5%, og
það væri svipaður dreifingar-
kostnaður og á Akureyri, þar
sem mjólkursalan hefði verið
skipulögð.
Verðhœkkunar-
skatturinn
Um verðhækkunarskattinn
væri því að svara, að tilgang-
ur hans væri fyrst og fremst
að útiloka mjólkurfram-
leiðslu, sem byggðist á að-
keyptum fóðurbæti. Mjólk úr
kúm, sem væru fóðraðar á
heyjum, af ræktuðu landi inn-
an bæjarumdæmisins, væri
undanþegin verðjöfnunar-
skatti. En það væri augsýni-
leg hætta fyrir landbúnaðinn,
ef mjólkurframleiðslu er
byggðist á erlendum fóður-
bæti, yrði með lögum tryggð
sérstaklega hagfelld aðstaða.
Hver er stefna i-
haldsins í málinu?
Þá sagði forsætisráðherra,
að það væri ljóst af ræðu M.
J. og framkomu annara íhalds-
manna, að stefna íhaldsfiokks-
ins væri nokkuð reikul í mjólk-
urmálinu. íhaldið þættist bera
hag neytenda fyrir brjósti. En
í næstum tvo áratugi hefði
bæjarstjórnin, þar sem íhaldið
liefði meirahluta, getað skipu-
lagt mjólkursöluna og lækkað
verðið. En íhaldið hafði ekk-
ert aðhafst og virzt hafa
mestu velþóknun á því, að
miíliliðunum fjölgaði stöðugt
til tjóns fyrir bæði framleið-
endur og neytendur.
Sama væri um verðhækk-
unarskattinn. Ólafur Thors
hefði borið fram tilíögur um
5% verðhækkunarskatt á
mjólk á Alþingi 1933. Nú
teldi M. J. verðhækkunarskatt-
inn hina mestu óhæfu.
Sagðist ræðumaður að end-
ingu beina þeirri fyrirspurn
til M. J., hver væri stefna í-
haldsflokksins í mjólkurmál-
inu.
Málþóf Magnúsar
Magnús Jónsson talaði aftur
og óð elginn án þess að koma
nokkuð verulega við efnið.
Hann sagði, að forsætisráð-
herra vildi koma á gamla
þrælkunarskipulaginu, „þegar
Hólmfastur var hýddur við
staur“. Allt ætti að skipuleggja
staur“. Allt ætti að skipuleggja
í rústir. Forsætisráðherra
hugsaði „allt í flokk“! Hver
væri stefna Framsóknarflokks-
ins í bannmálinu? Sér kæmi
ekkert við dreifingarkostnað-
urinn á Akureyri. Hann tryði
því ekki, að dreifingarkostn-
aðurinn þar væri svona lítill.
„Reikningamir hljóta að vera
skakkir“, sagði hann.
Því væri auðsvarað, hver
væri stefna íhaldsflokksins í
mjólkurmálinu. Hún væri sann-
færing h vers einstaks þing-
rnanns, eða m. ö. 0. flokkur-
inn hefði enga ákveðna stefnu
í þeim málum.
Vanþekking
Magnúsar
Einar Árnason talaði næst.
Hann mótmælti því að „reikn-
ingarnir væru skakkir“ hjá
mjólkursamlaginu á Akureyri.
Hann skýrði frá því, að síð-
astliðið ár hefði allur dreifing-
arkostnaður (gerilsneyðing
meðtalin) hjá Mjólkursamlag-
inu verið 5.8 aurar. Annars
sagði hann, að þessi yfirlýsing-
M. J. sýndi, liversu gersamlega
ókunnugur hann væri þessum
málum.
Magnús Jónsson sagðist hafa
leitað sér upplýsinga hjá
þeim, sem þekktu vel til
mjólkurframleiðslu. Sjálfur
þekkti hann ekki til 9/io þeirra
mála, sem þingið hefði til með-
ferðar, og yrði hann því að
leita sér upplýsinga hjá ein-
hverjum.
»Sannfæringar-
frelsi« íhaldsins
Forsætisráðh. sagðist ekki
vera kunnugur vinnubrögðum
íhaldsins á Alþingi. En hann
hefði kynnst þeim í bæjar-
stjórninni og hann áliti af
þeirri reynslu, að íhaldið ætti
sízt allra stjórnmálaflokka, að
tala um sannfæringarfrelsi.
(Magn. Guðm. kveður sér
hljóðs). Og sennilega værí það
eins hér, því þingmaðurinn,
sem væri að biðja um orðið,
hefði verið látinn fella Tóbaks-
einkasöluna forðum, sem hann
hefði átt-mestan þátt í að koma
á.
W.. w
p*1 w1 "W.W"'W mW *WíitslW
’ Sápuverksmiðjan SJ ÖFN
Akureyrí
Framleiðir allskonar hreinlætisvörur:
Handsápnr:
Möndlusápa.
Pálmasápa.
Rósarsápa.
Baðsápa.
Skó»vertft
Hárþvottalögur
Júgursmyrsl
Þvottasápnr:
Sólarsápa.
Blámasápa.
Eldhússápa.
Kristallsápa.
Oljávaz.
>
Reynið Sjaínarvörur og þá munið þér nota þær ávalt síðan, og sannfærast um ágæti Is-
lenzkrar framleiðslu. Sjafnarvörur fást hjá öllum kaupfélögum og kaupmönnum landsina.
I heildsölu hjá obs og beínt frá verkBmiðjunni á Akureyri.
A #ÉI ^ ^ ^ ^
Samband ial. samvinnufélaga.
^ ^ ^