Nýja dagblaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 2
2 N Ý. J A DAGBLAÐIÐ r Islti/li lillmiilimsmisMi Ivriar Frá og með 1. desember tekur Sjóvátryggingarfél. Islands hf. að sér liftryggingar af hvaða tegund sem er. Hingad til hafa einungia erlend littryggivgariél. staríad hér á landi, en nú er ráðin bót á þvi með stofnnn sérstakrar líftvyggingardeildar í Sjóváiryggingarfélagi íslands h.f. STEFNA Sjóvátryggingarfélags íslands h.f. í tryggingarmálum, hefir ætíð verið sú, að koma tryíTffingnm öllum í innlendar liendur, og koma i veg' fyrir að fé fari út úr landinu að öþörfu. Fyrst i stað tók féiagið einunpfis að sér sjóvátryggingar, sfðan bruna- tryfrg'inor'ar, reksþursstöðvunartrygging'ar og húsaleigutryg'gingar, oa: nú líttrygffinear. Lifiryggið yður i lífiryggingardeild Sjóváiryggingarfélags Islands h.f. Alíslenzkí félag Dettifoss fer á mánudagskvöld (3. des- ember) um Vestmannaeyjar til Hull og Hamborgar. Brúarfoss fer á þriðjudagskvöld (4. des- ember) til Breiðafjarðar, vest- fjarða, Siglufjarðar og Akur- eyrar, og kemur hingað aftur. Trésmiðaíélag Reykjavíkur Fundur í Baðstofu iðnaðar- manna í kvöld (1. des.) kl. 8 e. h. FUNDAREFNI: 1. Afmælishátíð félagsins. 2. Kosning sambandsfulltrúa. 3. Rædd mál húsgagna- og skipasmiða. 4. önnur mál. STJÓRNIN. Munid að panta í tíma Öllum búðum lokað kl. 12 á hádegi í dag*. Kiötbúd Reykjaviknr, Simi 4769. Frægur kappleikur milli Englendinga og Itala Svínin átn 800 krónnr Fyrir nokkru síðan kom það fyrir í Vejle að bóndi, sem var að hreinsa til hjá svínum sínum, tapaði peningaveski með 800 kr. í. Litlu seinna varð hann tjónsins var og fór að leita í gripahúsinu. Fann hann þá leifar af veski sínu og ritjur af einum seðli, sundur- tuggnar. Höfðu svínin lagt sér pyngju húsbóndans til munns af góðri lyst. Eigandinn gerði strax boð eftir vörubíl, ók grísum sínum til sláturhússins og aflífaði þau hið snarasta. Því næst var liafin leit í innyflum þeirra að peningum bóndans. En allt koni fyrir ekki. Seðlarnir voru leyst- ir upp að fullu. Einungis ör- litlar leifar af veskinu fundust — annað ekki. Tjón bónda var tvöfalt, því grísirnir voru of ungir til þess að vera góð markaðsvara. Síðasta ráð hans var það, að senda hinn óþekkjanlega seðilsnepil til bankans, sem hafði géfið hann út, og biðja um skaðabætur. Um1 miðjan fyrra mánuð fór fram knattspyrnukappleikur í London, sem vakti geysilega athygli. Það voru Englendingar og ítalir, sem áttust þar við. Eins og alkunnugt er, eru Englendingar taldir einhverjir heimsins beztu knattspyrnu- menn. Og heimafyrir hafa þeir aldrei verið yfirunnir. En í þetta skipti munaði minnstu að sigurinn gengi þeiní úr greipum'. Keppinauturinn var frægasti fótboltaflokkur Ítalíu með heimsmeistaranafn- bót. Og sjaldan fyr hefir æs- ingin orðið meiri út af því, hvorir mundu vinna. Um 12 þúsund Italir komu til London til að vera við kappleikinn, auk landa þeirra, sem í borginni bjuggu og fyltu hópinn. 1 fyrra hálfleik unnu Eng- lendingar með 3:0. Áhorfendur töldu þá ugglausa með glæsileg- an sigur. Og það hjálpaði þeim, að eiirn bezti leikmaður Itala meiddist þegar í byrjún og gekk úr leiknum, en enginn varamaður kom í staðinn. Kappið var gífurlega mikið og leikurinn með afbrigðum harður á köflum. Talið er að markmenn beggja hafi leikið af afburða snilld. I seinni hálfleik sóttu ítalirn- ir sig og brutust hvað eftir annað í gegnum varnarlítiu Englendinga. — Foringi þeirra fékk slæmt meiðsli og varð að ganga úr leik. Hann nefbrotn- aði, en að nokkurri stund lið- inni tók hann að nýju þátt í knattspyrnunni — leikinn til enda. ítalir gerðu 2 vinninga gegn engum í seinni hálfleik,og þrátt fyrir að einn liðsmann þeirra vantaði, lá knötturinn oftast Englendinga megin. Þess er til getið, að flokkur- inn hafi fengið eggjun (í sím- skeyti) frá Mussolini í leikhlé- inu, svo snögg þóttu umskiptin í leik Suðurlandabúanna, eftir það hlé. Áður höfðu þeir ekki p SORÉN — án raímagns. E WELLA (3 teg. ollu — R niðursett verð). M Látið okkur krulla hár A yðar með þeirri aðferð, N sem á bezt við hár yðar. E Hárgreiðslustolan N T PERLA Sími 3895. Berg.str. 1. Verzlið við þá að öðru jöfnu, sem auglýsa í Nýja dagbladinu haft sig mjög í frammi, og samspil þeirra ekki talið lofs- vert. I seinni hálfleik hófu þeir aftur hríðeflda sókn og héldu henni allan tímann. Leikurinn hætti rétt fyrir framan mark Englendinga. I Lundúnum bjuggust menn við, að hið hráslagaþunga haustveður hefði slæfandi áhrif á Suðurlandabúana, en það varð ekki sýnilegt. En Englendingar unnu leik- inn með 3:2 og sönnuðu enn þau ummæli, að heima fyrir væru þeir ósigrandi.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.