Nýja dagblaðið - 28.12.1934, Síða 4
4
n t 3 a
EAOBLABt B
I DAG
■MauaHMwj
Sólaruppkoma kl. 10.27.
Sólarlag kL 2,29.
Flóð árdegis kl. 9,45.
Flóð síðdegis kl. 9,35.
Veðurspó: Stinningskalui á aust-
an. Úrkomulaust
Ljósatimi hjóla og biíreiða kl.
3.00-10.00.
Söin, skrilstoior o. O.
Landsbókasafnið ...... 1-7 og 8-10
Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10
pjóðskjalasafnið .............. 1-4
Landsbankinn ................. 10-3
Búnaðarbankinn ........ 1012 og 1-3
Útvegsbankinn ........ 10-12 og 1-4
Útbú Landsb., Klapparst....... 2-7
Pósthúsið: Bréfapóststofan ... 10-6
Bögglapóststofan .......... 10-5
Skriístofa útvarpsins . 10-12 og 1-6
Landssiminn ................... 8-9
Búnaðarfélagið ....... 10-12 og 1-4
Fiskifélagið (Skrifstt) 10-12 og 1-5
Skipaútg. rikisins .... 9-12 og 1-6
Kimskip ....................... 9-6
Stjórnarráðsskrifst ... 10-12 og 1-4
Samb. ísi, samv.fél. .. 9-12 og 1-6
Brúarfoss til Leith og K.hafnar.
Sölus.b. isl. fiskfr.l. .. 10-12 og 1-6
Skrifst bæjarins ...... 9-12 og 1-4
Skrifst lögmanns .... 10-12 og 1-4
Skrifst tollstjóra .... 10-12 og 1-4
Hafnarskrifstofan ..... 9-12 og 1-6
Skipa- og skrán.st rik. 10-12 og 1-5
Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5
Skrifstofa lögreglustj. 10-12 og 1-4
Helmsóknartiml sjúkrahúsa:
Landspítalinn ................ 3-4
Landakotsspítalinn ........... 3-5
Kleppur ...................... 1-5
Vifilstaðahæliö . 12Vi-iy2 og 3ya-4y2
Næturvöröur í Ingólfsapóteki og
Laugavegsapóteki.
Næturlæknir Gisli Pálsson,
Simi 2675.
Skemmtanir og samkomnr:
Jólatrésskemmtun Framsóknarm.
í K. R. húsinu kl. 5 fyrir böm
og kl. 10 fyrir fullorðna.
Nýja bíó: Hennar hátign af-
greiðslustúlkan kl. 9.
Gamia bíó: Norðlendingar kl. 9.
Dagskrá útvarpsins:
Ki. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
19,00 Tónleikar. 19,10 Vcðurfregn-
ir. 19,20 Erindi Búnaðarfélagsins:
Afkoma landbúnaðarins 1934
(Bjami Ásgeirsson alþm.). 19,50
Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur.
Fréttir. 20,30 Kvöldvaka: a) Árni
Pálsson próf.: Upplestur; b) Jón
Sigurðsson skrifstofustj.: Upplest-
ur; c) Ámi Friðriksson fiskifr.:
Úthverfa heimsins. — Ennfremur
íslenzk lög. — Danslög til kl. 24.
Jólatrésskemmtnn Framsóknarm.
verður í K. R.-húsinu í kvöld og
hefst kl. 5, en skemmtun fyrir
fullorðna kl. 10. Fyrir börnin verð-
ur „musik'1, leikir, dans og margs-
konar gleðskapur, m. a. ýmislegt
sjáldgæft og nýstárlegt. Fullorðna
fólkið kemur aðallega, þegar fram
á kvöldið kemur og skemmtir sér
við hljóðfæraslátt sex manna
hljómsveitar langt fram á nótt.
þarf ekki að efa, að samkoman
verður hin ánægjulegasta eins og
flestar samkomur Framsóknar-
manna eru vanar að vera. Kjör-
orð Framsóknarmanha eru: sam-
vinna, félagsskapur og þeir láta
sig ekki vanta í kvöld til að
gleðjast hver með öðrum í góðum
íélagsskap.
GAMLA BÍÓ
Gullfalleg og eínísrík sænsk
talmynd í 12 þáttiun. — Að-
alhlutverkin leika: Inga
Tídblad, Karen Ekelund.
Anná.11
Skipafréttir. Gullfoss er i Rvílt.
Goðafoss var i Vestm.eyjum í gœr-
morgun. Brúarfoss er í Kauym.-
^höfn. Dettifoss er í Reykjavík
Lagarfoss er í Kaupmannahöfn.
Selfoss er í Reykjavík.
Hjúskapur. Síðastl. laugardag
voru gefin saman í hjúnabarid
Lingfrú Katrín Kristjánsdóttir
hjúkrunarkona og Jósef Einarsson.
Heimili brúðhjónanna er á Grett-
isgötu 22.
Reykjavíkurstúkan, fundur í
kvöld kl. 8Vfe. — Efni: Stúkufor-
menn tala um jólin. — Gestir.
Áramótadansleikur K. R. á
gamlárskvöld. Aðgöngum. verða
seldir á sunnudag frá 2—4 og á
gamlársdag frá kl. 2.
Silfurbrúðkaup eiga í dag Ólafía
Hjartardóttir og Helgi Guðmunds-
son trésmiður á Njálsgötu 51.
Aukafundur verður haldinn 1
bæjarstjóm Reykjavíkur í kvöld
kl. 8y2 í Kaupþingssalnum. Dag-
skrá fundarins er: 1. Frumvarp
til fjárhagsáætlunar um tekjur og
gjöld bæjarsjóðs 1935, fyrri um-
ræða. 2. Frumvarp til fjárhagsá-
ætlunar um tekjur og gjöld hafn-
arsjóðs 1935, fyrri umræða.
Stúlka deyr af brunasárL 7. þ.
m. skaðbrenndist stúlka á Akur-
eyri með þeim hætti, að eldur úr
miðstöð læsti sig í föt hennar.
Hljóp hún út yfir sig hrædd, en
manni, sem þar var staddur,
tókst að slökkva eldinn í fötum
hennar með því að vefja utan um
hana teppi. Brunasárin voru þó
það mikil, að hún lézt af völdum
þeirra sl. sunnudagsmorgun.
Stúlkan hét Svava Pálsdóttir
Vatnsdal.
Skemmdfr í Keflavík. í suðaust-
anroki, sem gekk yfir suðvestur-
land um helgina urðu töluverð-
ar skemmdir i Keflavík. Hafnar-
garðurinn nýi eyðilagðist á 10 m.
kafla, þannig, að grjótköstuð und-
irstaða hans hrundi. Vélbátinn
Guðmund Kr. sleit upp af höfn-
inni og rak hann á land undir
Hrófbergi, vestan við Keflavík.
Dráttarbáturinn Magni fór til
Keflavíkur annan jóladag og tó.kst
að ná bátnum út og kom með
hann hingað til viðgerðar um
kvöldið. Er hann töluvert skemmd-
ur. Einnig sökk á höfninni í
Keflavík stór trillubátur.
Togararnfr. — Skallagrimur,
Tryggvi gamli og Snorri goði
komu af veiðum í gær og fóru til
Englands. Max Pemberton kom
einnig af veiðum í gær og ætlaði
til Englands í gærkvöldi. Karls-
efni, Ver, Gullfoss, Kári Sölmund-
arson og Belgaum komu af veið-
um í fyrradag og fóru til Eng-
lands. Hannes ráðherra, þórólfur
og Gulltoppur eru að búast á
veiðar. Andri fór til Akraness f
gær, að taka fisk til útflutnings.
Meyjaskemman. Hinum vinsæla
söngleik, Meyjaskemmunni, verð-
ur útvarpað annað kvöld kl. 8%-
Leikstjóri verður Ragnar E. Kvar-
an og hljómsveitarstjóri dr. Mixa.
Jólatrésskemtun
Verkakvenn&félags'Ðe Framtiðin
í Hafnarfirði fyrir börn félagskvenna, verður
haldin á morgun (laugardaginn 29. þ. m.) —
Aðgöngumiðar verða að sækjast í bæjarþing-
salinn frá kl. 11 f. h.
Lög frá Alþingi
Frumvörp þingnefnda
og einstakra þingmanna.
15. Frv. um fiskimatstjóra.
16. Frumv, um undanþágu á
tolli af innflutu efni, er nota
skal í tunnur, ætlaðar til um-
búða um innl. framleiðslu.
17. Frv. um að skjóta megi
úrskurði yfirskattanefndar um
kærur út af aukaútsvörum til
ríkisskattanefndar.
18. Frv. um stjóm og starf-
rækslu pósts- og símamála
(sameining).
19. Frv. um iðnlánasjóð.
20. Frv. um ábyrgð og
hlutafjárframlag til h.f.
Skallagríms (Borgamesskip)..
21. Frv. um mat á fiskiúr-
gangi.
22. Frv. um1 stjóm og starf-
rækslu síldarverksmiðja ríkis-
ins.
23. Frv. um lögreglustjóra í
Ólafsfirði.
24. Frv. um framlenging á
lögum um dragnótaveiðar.
25. Frv. um skattgreiðslu
Eimskipafél. Islands.
26. Frv. um lántöku (7i/o
milj. kr.) fyrir ríkissjóð (að-
allega til greiðslu eldri lána).
27. Frv. um hversu menn öðl-
ast og missa ísl. ríkisborgara-
rétt.
28. Frv. um vátryggingar op-
inna vélbáta.
29. Frv. úm breytingu á
kreppulánas j óðslögum viðvfiíj -
andi ábyrgðum á skuldakröfum
er felldar hafa verið niður
vegna skuldaskila í sjóðnum1.
30. Frv. um stimpilgjald af
ávísunum og kvittunum.
31. Frv. til áfengislaga.
32. Frv. um varðskip lands-
ins og skipverja á þeim.
33. Frv. um lán úr bygg-
ingasjóði handa Bygginga-
félagi Reykjavíkur.
Alþingismennimir þorbergur þor-
leifsson, Ingvar Pálmason, Páll
Hermannsson og Jónas Guðmunds-
son fóru með Goðafossi austur á
jóladagskvöld. Norðanþingmenn-
imir, sem fóru með Ægi, komu
lieim fyrir jól.
Sjð mannslát voru i Reykjavík
vikuna 9.—15. des. síðastl.
Veðrið i gær. Stillt ög bjart veð-
ur á Norðvesturlandi og hiti um
0 stig. í Vestmannaeyjum og við
suðurströndina var austan hvass-
viðri og töluverð úrkoma. Hiti var
þar um 3—5 stig.
Höínin. í fyrradag kom hingað
kolaskip' til Kol & Salt og skip
með timburfarm til verzlunar
Árna Jónssonar. Fisktökuskipið
Viator fór í fyrradag áleiðis til
Spánar. þýzkúr togari kom inn j
með veikan mann í gœr og enskur
línuveiðarí með brotið þilíar.
U. M. F. I minnst
í Noregi
í „Gula tidend“ 13. f. m. var
grein eftir Erik Hirth kennara
í Björgvin, sem mörgum hér
heima er að góðu kunnur, auk
þess sem hann er þekktur mað-
ur í Noregi vegna starfa sinna
í þágu norsku ungmennafélag-
anna. Greinin heitir „Ungdoms-
rösla pá Island í brodden for
mange gode saker“, en tilefni
hennar er það, að Skinfaxi,
tímarit U. M. F. I., hafði
þá nýlokið 25. árgangi sínum.
Minnist höf. í sambandi við það
bæði félaganna íslenzkú og’
tímarits þeixra. Hann segir
m. a.:
„íslenzku ungmennafélögin
vinna vel og trúlega. Það er
merkilegt, hve föstum tökum!
samtök þessi hafa náð á ís-
lenzkri æsku. 1 hverju byggð-
arlagi eru stór eða smá félög.
Það er stjálbýlt þar, en þó eru
ungmennafélagahús víða.
Þegar ég var gestur félag-
anna fyrir tíu árum, varð ég
hrifinn af því, hve sterk hreyf-
ing þessi reyndist vera, bæði
þjóðernislega og siðlega. Ég
fann það greinilega, að hér
réðu háar hugsjónir og sterkir
viljar voru við stýrið“.
Um Skinfaxa segir hann:
„Með heftinu, sem kom hér
urn daginn, hefir Skinfaxi
runnið 25 ára skeiðið á enda.
Það er langt skeið fyrir
æskulýðsmálgagn. Og það er
eigi síður merkilegt, að þjóð
með röskum 100 þúsundum
manna, skuli geta haldið uppi
svo stóru ungmennatímariti
með svo góðri stjórn. Það er
ekki rétt, að kalla það ung-
rnennablað. Það er venjulegt
tímarit að allri byggingu.
Og það er gott tímarit. Ég
hefi lesið það í mörg ár og
orðið greinilega var við, að
traust og mikil vinna er lögð í
ritið. Þar hefir verið margt
gott að lesa á ýmsum tímum.
Það sýnir, að íslenzk æska
gerir miklar kröfur til. ritsins
síns“.
Esja fór í gærkvöldi í hraðferð
vestur um til Akureyrar.
Ungmennafél. Velvakandi heldur
.jólaskemmtun sína í Kaupþings-
salnum á sunnudagskvöld kl. 9.
„Piltur og stúlka" var leikið í
fyrsta sinn i fyrrakvöld (annan
í jólum) við mikla aðsókn. Nánar
siðar.
Ailt með islenskmn skipum!
Nýja Blð
Hennar hátign
atgreidslnstúlkan
Bráðskemmtileg þýzk tai-
og söngvamynd.
Aðalhlutverkin leika vin-
sælustu leikarar þjóðverja
þau
Liane Haid, Willy Forst
og Panl Kemp.
é Odýrn §
auglýsingarnar.
Dmvötn, hárvötn og hrein-
lætisvörur fjölbreytt úrval hjá
Kamrfélagi Reykjavflror.
Saltfiskur
1. fl. Spánarmetinn, fæst í
Kaupfélagi Reykjavikur.
K J ö T af fullorðnu fé. —
Verð: Læri 50 aura Va kg.,
súpukjöt 40 aura kg.
Ishúsið Herðubreið,
Fríkirkjuveg 7, sími 4565.
JARÐARBER niðursoðin og
flesta aðra niðursoðna ávexti
selur Kaupfélag Reykjavíkur.
Stálskautar nr. 26 eða 27
óskast. A. v. á.
Atyinna
Góð stúlka óskast hálfan
daginn frá áramótum til 14.
maí Ljósvallagötu! 32.
Ég undirrituð þakka innilega
vetrarhjálpinni fyrir gjafir
hennar mér til handa.
Kristín Sölvadóttir,
Laugaveg 86, Rvík.
NÝLEGT, LÍTIÐ HÚS
í austurbænum eða innan við bæ-
inn, óskast til kaups. Upplýsingar
og greiðsluskilmálar sendist Nýja
dagblaðinu, merkt „1935“.
-----------------------——t—f.
Eitthvað er bogið
við heiminn!
Frá Uzbekistan í Rússlandi
berst sú fregn, að bómullar-
uppskera þar í héraðinu séu
40% minni er ætlazt hafði
verið til samkvæmt fyrirfram
gerðum áætlunum'. Er þar
kennt um leti og hirðuleysi
bænda.
Hafa 35 bændur verið dregn-
ir fyrir lög og dóm, og þeim
verið dæmd líflátshegning fyrir
hirðuleysi gagnvart störfum'
sínum, og að hafa með því
gefið illt eftirdæmi.
Á sama tíma er fjölda bænda
í Ameríku borgað til þess stór-
fé af stjórninni, að þeir hætti
bómullaryrkju, þar eð fram-
leiðslan er orðin margföld við
eftirspurn og notkun.
Virðist svo sem ástandinu í
heiminum sé æðimikið ábóta-
vant meðan slíkt á sér stað.