Nýja dagblaðið - 23.01.1935, Qupperneq 3
N Ý J A
DAGBLADIB
3
’!
nýja dagblaðið
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjórar:
Gisli Guðmundsson.
Hallgrímur Jónasson.
Rilatjómarskrifstofurnar
Laugnv. 10. Símar 4373 og 2353
afgr. og auglýsing&skrifstofa:
Austurstrœti 12. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura eint
Prentsmiðjan Acta.
Hvað á að gera
við Oðinn?
Ríkið á >rjú strandgæzlu-
skip, Óðinn, Ægi og Þór. Það
kostar ríkið um 800 þús. kr. að
gera þau út árlega. Auk þess
er ráðgert að smíða á næstu
árum 4—5 björgunarbáta.
Iíver þeirra verður 50—70
smálestir með 180—200 hest-
afla vél. Björgunarfélagið við
Faxaflóa talar um að byggja
fyrsta bátinn nú á sumri kom-
andi.
Þegar þessir bátar eru komn-
ir á flot, má gera ráð fyrir, að
útgerðarkostnaður hvers
þeirra verði ekki minna en
50 þús. kr. á bát. Tæplega
verður kornist hjá að landið
taki að sér rekstur þessara
báta, þó að þeir verði ef til
vill keyptir fyrir samskotafé.
Ef ríkið gerir út sín þrjú
gömlu varðskip og’ 4—5 björg-
unarbáta, þá er kostnaðurinn
orðinn ein miljón króna árlega.
Og undir þeirri byrði getur
ríkið ekki risið.
Síðasta Alþingi ákvað að
láta Óðinn liggja nú í ár. Láta
Ægi vera á verði allt árið, og
Þór líka, en þó þannig, að
hann annaðist jafnframt
flutninga til vitanna. Þá mátti
spara Hermóð, og á þeim lið
50—60 þús. kr. J stað þess
hefir ísfirðingum verið boðinn
Hermóður sem Djúpbátur.
Ráðagerðin urn kostnað við
strandgæzluna í ár er þá þessi:
Ægir kostar 260 þús. Tveir
varðbátar nokkurn tíma úr
ári, 40 þús. Þór 200 þús.
Kostnaður við gæzluna er þá
hálf miljón króna. Þór vinnur
inn ea. 50 þús. kr. með vita-
flutningum, en það kostar á-
lika mikið að láta ,, Óðinn“
liggja aðgerðalausan, trygging-
ar, hafnargjöld, gæzla o. s. frv.
Framtíðarskipulag strand-
gæzlunnar virðist vera það, að
hafa Ægi til gæzlu og björg-
unar, og 4—5 varðbáta. Þá
þarf að selja Óðinn og ef til
vill Þór líka. En þá vaknar sú
spurning: Hvað er hægt að
gera við Óðinn? Til mála gæti
komið, að selja hann öðru ríki
til gæzlu, en litlar líkur eruí til
að það takist að fá viðunandi
boð í skipið. Auk þess er floti
landsins sízt of stór, og mýndi
mörgum sjómanni þykja álíka
sárt að sjá nýlegt og mikið
skip liggja ónotað ár eftir ár,
og að vita það selt til annars
lands.
Þá gæti komið til mála ein
leið: Að breyta óðni í kæliskip
fyrir bátaútveginn. Til þess-
þyrfti að taka úr skipinu
Pyrir hvern
vinxtið þér?
Þér hafið, frú Guðrún Lárus.
dóttir, látið tefla yður fram til
þess, að ófrægja það skipulag
m j ólkursölunnar, sem nú er
nýhafið hér í bænum. Og þér
segizt gera þetta af einskærri
umhyggju fyrir hag húsmæðra
borgarinnar, fyrst og fremst.
Þegar athuguð er framkoma
yðar í þessu máh, sem yðar
flokkur, íhaldsflokkurinn, hefir
barist á móti af miklu og
heldur óvönduðu kappi, en lít-
illi forsjá og svo þögn yðar við
því hroðalega ólagi, sem var
á sölufyrirkomulagi mjólkur-
innar undir forsjá flokks-
manna yðar, þá verður ýmsum
að spyrja: Fyrir hvern vinnið
þér? Það spyrja ýmsir svo.
Að vísu eru margir og það helzt
þeir, sem einhver náin kynni
hafa af yðar pólitíska starfi,
sem ekki þykjast þurfa að
spyrja. Þeir telja yður óheila
konu, með óvandaðan „kar-
akter“ undir farðasmurðri
mannkærleiks- og mannúðar-
grímu.
Hvað sem um það er, verður
ekki fram hjá hinu sneitt, að
í augum þeirra, sem fylgjast
með tali yðar annarsvegar, en
breytni hinsvegar og þekkja
yður eklci að öðru, í augum
þeirra, eruð þér nokkurt
spurningai’merki.
Þér þykist bera hag hús-
mæðra bæjarins fyrir brjósti.
Gott og vel.
Fyrir nokkru síðan sönnuð-
ust svik í sambandi við mjólk-
urbú hér í nágrenninu. Hús-
mæður fengu mjólk blandaða
vatni. Þær áttu að gjalda hana
fullu verði.
Finnst yður þetta hafa verið
þeim hagfellt? En þér þögðuð
við þessu. Hvar var yðar hús-
mæðra- og bamaumhyggj a ?
Því þögðuð þér? Sá sem mjólk-
ina seldi var einn valdamesti
flokksbróðir yðar í bænum.
Hvort mátuð þér meir fátækar
húsmæður og börn eða hag og
svindl íhaldsbúsins, réttlætið
eða svikin? Þér þögðuð. Fyrir
hvern unnuð þér með þögn-
inni?
Fyrir stuttu síðan koma aft-
ur upp svik við sölu sömú vöru
miðju nokkuð af yfirmannaher-
bergjum, stækka lestar-rúmið,
koma við einangrun á útveggj-
um o. s. frv. Á þann hátt gæti
hið hraðskreiða skip komið að
góðum notum fyrir þjóðarbúið
með því að flytja nýjan fisk
héðan til Englands eða Þýzka-
lands. Reyndist þetta verkefni
ekki nógu stórt, er álit margra
sjómanna, að óðinn gæti verið
allgóður togari.
Hvað sem öðru líður, má
skip, sem kostar landið yfir
700 þús. kr., ekki liggja að-
gerðalaust til lengdar, þannig,
að auk stofnkostnaðar verði að
gefa með því 50 þús. kr. ár-
lega. J. J.
frá sama búi. Það er að vísu
ekki vitað, að mjólkin sé blönd-'
uð, en hún er seld á flöskum,
sem gáfu upp íalska stærð.
Húsmæður bæjarins súpa af
því seyðið. Mjólkin var seld
fullu verði, en hún var ólög-
lega lítil.
Hvar er umhyggja yðar,
Guðrún Lárusdóttir, fyrir
mæðrunum fátæku, sem svik-
unum sæta? Þér þegið. Það er
eins og umhyggjan og umvönd-
unin gangi út og inn um yður
eins og flóð og fjara. Stundum
örlar ekki á henni, t. d. þegar
svik flokksbræðra yðar koma
fram á húsmæðrum bæjarins.
Aðra tíma stígur flóð vand-
lætingarinnar yður allt til höf-
uðs og út gengur af munni yð-
ar, t. d. er gera skal breyting-
ar til bóta á sleifarlagi, sem í-
haldsflokkurinn vill halda í.
Iivað veldur?
Fyrir hvern eruð þér að
vinna?
Áður var engin trygging
fyrir, að neytendur fengju
hreina mjólk. Ein „mjólkur-
búðin“ mun hafa verið bás
í miður þrifalegu fjósi eins
yðar ágæta flokksbróður. Hvar
var yðar djúpa þrá fyrir því,
að velferð húsmæðra væri
sem bezt borgið og sem mest
hreinlætis gætt um þessa
nauðsynlegu neyzluvöru bama
og unglinga ? Þér þögðuð. *
Hvar var hin sívakandi uni-
hyggj a yðar. Fyrir hvern unn-
uð þér?
Engin trygging var fyrir
nægilegu fitumagni mjólkur-
innar, meðan flokksbræður yð-
ar réðu um sölufyrirkomulag
hennar. Hún gat auðveldlega
verið svikin, að því leyti’ eins
og fleiru. Var það hagfellt
fyrir húsmæður bæjarins?'-
Viljið þér halda því fram? Ef
ekki, því opnuðuð þér ekki
yðar munn þeim til fullting-
is? Þér þögðuð við hinu trygg-
ingarlausa sleifarlagi. Hvers-
vegna? Ihaldinu var þetta
þóknanlegt.
Fyrir hvern unnuð þér?
Tvær brauðgerðir í bænum
hafa um langt skeið selt vöru
sína miklu lægra verði en aðr-
ar brauðgerðir bæjarins. Þessi
tvö brauðhús voru í ónáð í-
haldsins.
íhaldsbúðirnar seldu sams-
konar vöru 12% hærra verði.
Var þetta hagræði fyrir fá-
tækar húsmæður bæjarins? Var
þetta réttlátt ? Hversvegna boð-
uðuð þér ekki til mæðrafundar
út af okri flokksbræðra yðar á
reykvískum húsmæðrum og
mótmæltuð ?
Hvar var yðar merggróna
smælingjaást, þegar í hlut átti
fjölmenn stétt fátækra hús-
mæðra annarsvegar, en hins-
vegar harðsvíraðir flokksbræð-
ur yðar, íhaldsmenn?
Hví þögðuð þér um okrið?
þér skjól og skjöldur hinna
1 anauðu.
Fyrir hvern lumuð þér?
Þetta eru fáein dæmi.
Það er til fjöldi annara svip-
aðra. Það mætti hlaða þeim
um yður svo að blákollurinn
stæði ekki einu sinni upp úr.
En á þessu er nú bót ráðin.
Reykvíkingum er tryggð ósvik-
in mjólk, hrein mjólk, mikil
mjólk og með lækkuðu verði.
Og brauðverðið er knúð niður.
Flokkur yðar hefir lagt á þess-
ar breytingar dauðlegt hatur.
En þér, sem ekki segist líta á
þessa hluti pólitískt, hvað haf-
ið þér gert?
Fyrir hvern hafið þér unnið?
Þér hafið ekki lagt umbót-
unum lið, þó þær væru í þágu
bæjarbúa, ef þær vóru í óþökk
íhaldsins.
En af því að öll verk velvilj-
aðra manna standa til bóta, og
af því að hver skynbær maður
gat skilið, að fyrsta dag og
fyrstu daga Samsölunnar var
eðlilegt að einhverjir annmark-
ar yrðu á fyrirkomulaginu á
byrjunarstigi, þá verður það
talinn óvandaðra manna hátt-
ur, að ýkja þá annmarka og
aflaga eins og þér og þær aðr- j
ar „húsmæður“ gerðu, sem ;
héldu uppi æsingaræðum í
Nýja Bíó s. 1. föstudag.
Og þótt þér vitnið í sam-
þykktir „húsmæðra“ eins og
Péturs Halldórssonar, Jakobs
Möllers, Bjarna Benediktssonar
og Einars Olgeirssonar og ann-
ara litverpustu ofstopamanna
þessa aðþrengda bæjarfélags,
þá sannar þetta það eitt, sem
þeir þykjast vita, er þekkja
yður bezt, að þama var lítið
tilefni skiljanlegra og ofur-
eðlilegra annmarka notað til á-
rása á skipulag og starf og
framkvæmd, sem særðum og
sigruðum íhaldsskapsmunum
er óþrotlegt angursefni.
Þér hafið lengi fengizt við
leikarastarf, frú Guðrún Lár-
usdóttir. Og þér leikið af virð-
ingarverðum tilburðum — frá
sjónarmiði flokksmanna yðar.
— En þér valdið ekki hlutverk-
inu, m. k. ekki í augum þeirra,
sem skyggnst hafa á bak við
leikgervið og þekkja yður.
Fyrir fáúm árum fóruð þér
út um sveitir landsins til þess
að lýsa ást yðar og umhyggju
á hag og velferð íslenzkra hús-
mæðra.
Þér töluðuð mikið um þörf-
ina á bættum kjörum þeirra.
Þér gerðuð þá ekki annað en
tala um þessa hluti — og beið-
ast eftir kosningafylgi.
í vetur, á s. 1. þingi, áttuð
þér kost þess að sýna um-
hyggjuna í verki. Það átti með
löggjöf að bæta úr því hrak-
lega lága verðlagi, sem var á
afurðum sveitafólksins, og sem
húsmæðúr fátækra heimila liðu
einna þyngst undir.
Hvað gerðuð þér þá?
Þér lögðust á móti lögun-
um um kjötsöluna. Af hverju?
Fátæku húsmæðurnar hér í
bænum skildu þörf stallsystra
sinna út á'landsbyggðinni. Þær
vildu fegnar og möglunarlaust
létta sanngjarnlega undir
þeirra lífsafkomu. Alþýðufólk-
ið og heimilin skildu verð-
hækkunina. En hinir fjáðu
flokksbræður ■ yðar lögðust á
móti, en þér sjálfar einna
mest ásamt þeim drottins
þjóni í yðar flokki, M. Jóns-
syni, sem sýndi málinu allan
mögulegan fjandskap.
Fyrir hvern unnuð þér?
Nú • leikið þér heimá fyrir,
frammi fyrir reykvískum hús-
mæðrum, enn á ný. Þér reynið
að tortryggja og vekja óbeit á
mjólk, sem hinar fátæku hús-
mæður sveitanna framleiða og
senda til bæjarins. Þér takið
undir „samsulls“-þvætting Mbl.
og önnur niðrandi og ómakleg
ummæli1 um mjólk sveitaheim-
ilanna. Og þér þykist gera
þetta allt undir yfirskyni
manngæzku og kærleiksþanka.
Ihaldinu finst þér vera dá-
samleg kona. öðrum virðist þér
vera ofurlítið breyzk, örlítið ó-
heil, viðsjárverð, sanivizkuliðug
— og léleg leikkona í flokki,
sem þó er þörf á margskonar
grímugervum.
Hvað finnst sjálfri yður?
Fyrir hvern vinnið þér?
Áheyrandi á
„húsmæðrafundinum“.
Prjónavélar
Husqvarna-
prjósavéiar
eru viðurkenndar
fyrir gϚi
Þó er verðið
ótrúlega lágt
Samband ísl. samvinnufélaga
Gula bandið bezt