Nýja dagblaðið - 15.02.1935, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLA ÐIÐ
S
Inýja dagblaðið!
Útgeftuidi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjórar:
Gísli Guðmundsson.
Hallgrímur Jónasson.
Ritstjórnarskrifstofurnar
■ Laugv. 10. Símar 4378 og 2363.
Afgiv- og' auglýsingaskrifstofa
Austurstr. 12. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. |
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Ansgja með
framkvsmdir
þingmeirihlutans
Allvíða um landið hafa und-
anfarið verið haldnir þing- og
héraðsmálafundir. Það er nú 6-
venju skammt milli þinga og
fulltrúar kjördæmanna hafa,
þar sem því var við komið,
lialdið leiðarþing með kjósend-
um sínum.
Og það sem einkennir mik-
inn meirahluta þessara funda
og jafnframt veldur íhalds-
mönnunr órórra skapsmuna, er
sú ánægja, sem kjósendur láta
svo ákveðið í ljósi yfir aðgerð-
um stjómarflokkanna í afurða-
sölumálunum og ýmsum fleiri
hagsmunamálumi almennings.
Fólkið finnur ekki einungis
hug stjómarinnar og stjórnar-
flokkanna til þarfa þess, hel:1
ur og afleiðingar þeirra fr tm-
kvæmda, er frá þingmeirahlut-
anum og stjórninni stafar. Það
skilur þau átök, er gera þurfti
til þess að hrinda í íram-
kvæmd þýðingarfullum stór-
málum, sem íhaldsflokkurinn
og bandamenn hans höfðu
svæft og haldið í margskonar
eymd og ófremd.
Og það finnur ekki síður
kulda tómlætisins og óvildar-
innar, er frá íhaldinu stóð um
þvínær öll umbótamálin. Jafn-
vel menn, sem undanfarið
höfðu fylgt íhaldsmönnum fast
í öllum gerðum þeirra, hafa nú
séð inn í hug forystumanna
sinna, séð að sá hugur bar ekki
annara hag fyrir brjósti, en
íámennrar stóreigna- og brask-
lclíku, er leitaðist við að lifa á
erfiði hins vinnandi íolks. Og
þeir menn sætta, sig ekki leng-
ur við grímubúin, farðasmurð
íhaldsandlit. Þeir hafa nógu1
lengi látið blekkjast.
Úr rönunum íhaldskjördæm-
um berast nú fundarsamþykkt-
ir, sem votta stjórn og þing-
meirahluta þakkir fyrir aðkall-
andi, nauðsynlegar fram-
kvæmdir í málum, er snertu
svo mjög lífsafkomu þorra
landsmanna.
En jafnframt þeim þökkum
og því trausti, sem stjómar
flokkunum berzt úr kjördæm-
um íhaldsmanna, liggur vitan-
lega á bak við óþökk og á-
vítur sömu kjósenda fyrir alla
þá þverúð, allan þann fjand-
skap og hirðuleysi. er íhaldið
hefir sýnt áhugamálum þeirra,
en sem ef til vill hefír aldrei
komið eins ljóslega fram eins
og eftir síðustu kosningar, af
því þá voru gerð svo föst á-
Hvað er að gerast
r
1
Morgimblaðið boðar nýjar tilraunír
til mjólkurverkfails
Það heímtar stjórn samsölunnar í
hendur Eyjólfi Jóh., Olafs Thors, Guð-
rúnar Lárusdóttur o& Jakobs Mö!!er.
Eyjólíar JdÞ. gerir, á klíkuiandi med þeim, sem
verst 14ta gegn rajólkurlögunmn, tiiraun til að
spilla samkomnl. milli neytenda og iramleidenda
Morgunblaðið í gær teflir enn
kröfum „húsmæðra“ fram á
sjónarsviðið í mjólkurmálinu.
Bera þær kröfur þess ljósast i
merki, eins og raunar vitað var ]
áður, að það er íhaldsflokkur-
inn, sem hér skríður að baki ;
kvenna sinna og lætur þær !
túlka tilfinningar sínar og
langanir um afdrif þessa merka
máls.
Áður höfðu konurnar boríð
fram kröfur, sem viðurkennt
er af öllum, að hefðu þýtt eyð-
ingu löggjafarinnar f mj ólkur- /
sölunni, ef þeim hefði verið
sinnt. — Sumar eru nú teknar
upp aftur, eins og um fjölgun
búðanna, en langsamlega flest-
ar eru nú flokkspólitískar, og
koma húsmæðrum ekki frekar
við en öðrum, nema síður sé.
Ney enda
„umhyg,gja“
Fyrst er áskorun um að
taka fulltrúa neytenda úr stj órn
samsölunnar, þá Guðm. Odds
ison og Jakob Möller. — Hér
verður ekki séð, að sú ráðstöf-
un styrki samstarf neytenda og
framleiðenda um þessi mál.
Þetta er því bein ósk um það,
að hægara verði að fá fjand-
skap neytenda gegn mjólkui-
lögunum en það reyndist 1. fe-
brúar, þegar fyrsta verkfallið
var boðað.
Önnur krafan er um, að eyða
sundurlyndi, sem lisið hefir
um þessi mál, og er það sú vit-
urlegasta, ef þeir hirtu sneið,
sem ættu. — En vitarilega ev
tök um málefni þjóðarinnar.
Það er einungis þar sem þeir
smala harðfengilegast á fund-
ina, íhaldið og „móðurskips“-
mennirnir, að hægt er með of-
beldi og strákslegum aðferðum
að fella tillögur eða neita að
bera upp tillögur Framsóknar-
manna.
Kemui' í þvílíkum tiltektum
fram ótti íhaldsmanna við
vondan málstað sinn, en vinsæl-
ar athafnir andstæðinganna.
Þess vegna. er hafður svo
mikill viðbúnaðuj' af íhalds-
bandalaginu, jafnvel í íhalds-
hreiðrum eins og Borgarnesi,
nndir fundina, að blindur er
látinn leiða blindan.
’iún meirt, sem pólitísk ádeila á
] á flokka, sem tekið hafa þetta
mál að sér, og þora að berjast
fyrír því.
Þá er árás á saipsöluna fyrir
skemmdar vörur, og er það al:
varíeg . ásökun- á mjólkurstöð
Mjólkuvfélagsins, og hlýtur að
ieiða til þess, að samsalan verði
ao eignast sína eigin mjólkur-
stöð, ei nokkur fótur er fyrír
svo alvárlegum ásökunum á
Mjólkurfélagið.
Til hvers er barist?
Þá er krafa um að mjólkur-
sölunefndin verði skipuð að
mestu mönnum, sem liafa lýst
sig sem berasta að fjandskap til
þeirra mála, sem á að fela þeim
stjórn yfir. — Ef kröfunni væri
framfylgt yrðu sennilegast 4
af 5 nefndarmönnum þessir:
Eyjólfur Jóhannsson, sem sjálf-
ur hefir lýst í útvarpi og ann-
arsstaðar, að hann hafi látið
„liggja í kassa“ allt sitt vit í
þessum málum, það sem af er
starfi hans í mjólkursölunefnd.
Annai' yrði Ólafur Thors fyrir
Korpúlfsstaði, sem heimtað.hef-
ir sérréttindi fyrir bú föður
síns, og að það fengi að brjóta
lögin. 3. og 4. væru Jakob
Möller og Guðrún Lárusdóttir,
sem bæði liafa greitt atkvæði
gegn.. mjólkurlögunum, og síðan
h.afa gert þeim allt það tjón,
sem þau hafa megnað. Guðrún
stofnao til Bíó-fundanna al-
kunnu og J. M. ritað svæsnustu
árásárgreinamar á samsöluna í
„Víei“. Dálagleg yfirstjóin það!
— Þá yrði ekki erfitt að hverfa
til gamla ástandsins aftur eins
og. nú er heitasta þrá þessara
manna. — En hitt er eftir að,
vita, hversu sú ósk er heit hjá
framleiðendum yfirleitt.
Hlutverk
Eyjólis
Eitt vekur þó alveg sérstaká
eftirtekt í boðskap Bíó-frúnna,
en það er að þær samþykkja,
að framleiðendur, sem mjólk
selja til Reykjavíkúr, skuli
liafa lýst yfir því, að það væri
þeirra hagsmunamál,. að allar
kröfur „húsmæðranna“ fengj-
ust fpam. Búast má við, að
mörgum framleiðanda finnist
sú samþykkt ærið hláleg, því
Jarðarför mannsins míns, Þorsteins Sigur-
urgeirssonar gjalókera, fer fram á morgun (laug-
ardag 16. þ. m.) og hefst með bæn kl. 1 e. md.
að heimili okkar, Klapparstfg 27.
Aðalbjörg Albertsdóttir.
Nýiu
Rósarsápa, Möndlusápa. Baðsápa, Pálma-
sápa, jafnast fyllilega á við beztu erlend-
ar sápul’. Biðjið um Sjafnar handsápur.
VIRGINIA CÍGAREIflíR
Slk.
Pákkínn
I^oslcir
kr. 1-20
< íí/tJm
að ekki er annað vitað en að
þeir standi svo að segja ein-
i huga að mjólkurlöggjöfinni
i eins og fundir alstaðar af Suð-
r urlandsúndirlendinu og víoar
| bera ljósastan vott um.
En hér að liggja aðrar orsak-
j ir. Eyj. Jóh. er nú hættur að
halda viti sínu „í kassa“, og er
tekinn að vísa því fram. Ekki
í stjóm mjólkursamsölunnar,
] þar sem verið er að gera allt
. sem hægt er til að leysa rriálið
: sem bezt, heldur vísar hann
. því fram á klíkufundum með
] konunum, Guðrúnu Lárusd. o.
I fl., sem mestan fjandskap hafa
j sýn.t málinu frá upphafi og með
S þeim leggur hánn nú ráðin á,
j hversu þeim verði mest ágengt
í því að eyðileggja ír.jólkurlög-
gjöfina.
„Mjólkurbandalags-
fundirnir1
Eyj. .Jóh., sem er formaður
Mjólkurbandalags Suðurlands,
boðaði til fundá í því á dögun-
um. En til þess að vera viss
um að ri'á þar meiri hluta boð-
aði hann Þorvald í Arnarbæli,
sem ekki er í stjórn bandalags-
ins, á fundinn, af því hann er
eini bóndinn á öllu Suðurlands-
undirlendinu, sem hann vissi
um, að sýnt hefir fjandskap
til þessarar löggjafar. Eyjólfur
ætlaði sjálfur að skipa hann
sem fulltrúa ölfusbúsins. —
Þetta mistókst samt, því full-
trúar Flóabúsins neituðu slíku
gjörræð,i og gengu af fundi.
— Næsta dag hóaði Eyjólfur
síðan sanian sínu liði: ólafi
Thors, Ólafi í Brautarholti,
Þorvaldi í Arnarbæli og stjórn
„Húsmæðrafélagsins". Fulltrúar
hændanna fyrir austan heiði
voru ekki boðaðir. Þetta er full
trúafundur „bændanna“! sem
lýsti yfir, að bændunum væri
hagur í að ganga að kröfum
húsmæðranna. M. ö. o. að það
væri bændunum hagur að fella
niður mjólkurlögin og fram-
kvæmd þeirra, því að bæði Eyj.
Jóh. og Þorv. hafa lýst því yfir,
annar í mjólkursölunefndinni
og Jiinn á fjölmennum fundi
bænda, að það að ganga að
kröfunum sé eitt og það sama
að eyða löggjöfinni og tilgangi
hennar. En ef þetta er ekki gert
fyrir 25. þ. m. boðar „banda-
lagið“, Eyj. Jóh„ Ól. Thors,
Þorv. og Bíó-frúrnar, að „frá
þeim degi verði gerðar ráðstaf-
anir til þess að dregið verði úr
Framh. á 4. síðu.