Nýja dagblaðið - 05.03.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 05.03.1935, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGtBLABlB IDAG Sólaruppkoma kl. 7.25. Sólarlag kl. 5.53. Flóð árdegis kl. 5.30. Flóft síðdegis kl. 5£0. Ljósatími hjóla og bifreiða 6.05—7.15. BfiamLa Syndafall Efnisrik og ljómandi falleg talmynd um vonbrigði og raunir ógriftrar móður. Aðalhlutverkið leikur: Annabella. Veðurspá: Norðan kaldi. Úrkomu- laust. Söfn, skrifstofur o. fL Landsbókasafnið ...... 1-7 og 8-10 Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10 Pjóðskjalasafnið .............. 14 Landsbankinn ................ 10-3 Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 Útvegsbankinn ...... 10-12 og 14 Útbú Landsb., Klapparst...... 2-7 Pósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-6 Bögglapóststofan .......... 10-5 Skrifstofa útvarpsins. .10-12 og 1-6 Landssíminn .................. 8-9 Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4 Fiskifélagið (skrifst.t.) 10-12 og 1-5 Skipaútgerð ríkisins .. 9-12 og 1-6 Eimskip ...................... 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 14 Sainb. ísl. samv.fél. .. 9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfrl. .. 10-12 og 1-6 Skrifstofur bæjarins .. 9-12 og 14 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 14 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 14 Hafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6 Skipa- og skrán.st. rík. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Lögregluvarðst. opin allan sólarhr. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landspítalinn ................ 3-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 vífiistaðahæiið . i2y2-iy2 °g 3y24y2 Laugarnesspítali ........... 12%-2 Kleppur ...................... 1-5 Elliheimilið .................. 14 Fæðingarh., Eiríksg. 37 — 1-3 og 8-9 Sjúkrahús Hvítabandsins .......2-4 Næturvörður I Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Næturlæknir: Halldór Stef&nsaon, Lækjargötu 4, sími 2234. Skemmtanir og samkomnr: Gamla Bíó: Syndafall kl. 9. Nýja Bíó: Karl Friðrik stjórnar kl. 9. Samgöngur og póstferðir: Brúarfoss til London og Kaupm.- hafnar. Lyra væntanleg frá útlöndum. Dagskrá útvarpsins: Ki. 10,00 Veðurfregnir, 12,10 Há- degisútvarp 12,45 Snskukennsla J5.00 Veðurfregnir. 18.45 Erindi Búnaðarfélagsins: Um refarækt (Guðm. Jónsson frá Ljárskógum). 19,10 Veðurfregnir 19,20 þingfréttir 19,50 Auglýsingar 20,00 Klukkuslátt- ur og fréttir, 20.30 Erindi: Heilsu- vemd ungbarna, III. (Katr. Thor- oddsen læknir). 21,00 Tónl. (Pi- onósóló Emil Thoroddsen) 21,20 Upplestur (frá Akureyri): þáttur úr Fjalla-Eyvindi (Ágúst Kvaran og frú Ingibjörg Steinsdóttir). 21,45 Tónleikar: íslenzk lög. Hressingarskáli Vesturbæjar er heiti á nýrri matsölu- og veitinga- stofu á Vesturgötu 17 (þar sem Flóra var áður). Eru þar á hverri stundu á boðstólum allskonar veitingar, matur, kaffi mjólk. — Einnig smáskamtar af mat fyrir nokkra aura. Er þessi matstofa einkar hentug fyrir þá, sem vinna við verbúðimar og aðra verka- menn, sem eiga langt heim frá höfninni. Jón Indriðason Vesturgötu 58 verður 66 ára á morgun. Annáll Norðlendingar eru beðnir að sækja aðgöngumiða á Norðlend- ingamótið fyrir kl. 4 í dag. Jarðskjálftakippir fundust í cfri byggðum Borgarfjarðar á laugar- dagskvöldið og sunnudaginn. Pótur Sigfússon frá Húsavík hefir verið ráðinn kaupfélagsstjóri við kaupfélagið á Borðeyri. Skyndilegt dánardægur. — Á sunnudaginn um kl. iy2 var Jakob Jónsson ökumaður hér 1 bænum staddur inni á kaffihúsinu Aldan. Allt í einu féll hann um og var strax náð i læknir, en hann var dáinn, þegar læknirinn kom. Hafði hann orðið bráðkvaddur. Dánardægur. Á laugardagskvöld- ið lézt á Landspítalanum Daníal Jónsson frá Keisbaklca, eftir langa vanheilsu. Hann var ungur mað- ur, óvenjulega vel gefinn og mun iesendum þessa blaðs vel kunnur, því hann gegndi um tíma ritstjórn Dvalar. Hans verður nánar minnst síðar. Hjónaefni. Síðasti. laugardag )p- inberuðu trúlofun sína ungfnl Petrína Einarsdóttir frá ísafirði og Sigurður E. Steirídórsson Einars- sonar bifreiðaeiganda Reykjavik. Eitt orð hafði óvart slæðst inn í auglýsingu frá Mjólkursölunefnd í síðasta blaði, er getur valdið mis- skilningi. Upphaf auglýsingarinnar átti að vera: þeir framleiðendur í bæjarlandinu og Hafnarfirði, sem fengið hafa undanþágu til að selja mjólk sína beint til neyt- enda o. s. frv. Árshátíð samvinnumana var haldin að Hótel Borg sl. laugar- dagskvöld og stóð frá kl. 7 til kl. 5 að morgni. Um 400 manns sátu þessa samkomu, er var ein af þeim allra ánægjulegustu, að dómi þátttakenda. Athygli vekur snotur gluggasýn- ing Kaupfél. Reykjavíkur þessa dagana, þar sem sýnt er hið á- gæta og víðfræga te samvinnufé- laganna ensku. Englendingar eru bæði kunnir að þvi að vera mikl- ir tedrykkjumenn og þó vandlátir á þá vöru. Te samvinnufélaganna ensku hefir nú náð mestri hylli j’eirra. 72 ára afmæli átti í gær Jón M. Melsteð, sem mörgum er að góðu kunnur hér í bæ. Hjá Páli bónda Magnússynl á Jaðri í Skagafirði, er ær ein ný- borin. Er það talið fágætt á þess- um tíma árs. — FÚ. Samvinnubátamir fjórir á Seyð- isfirði eru nýlega famir til Horna- fjarðar. Næstu daga fara auk þeirra 6 vélbátar frá Seyðisfirði. Vélbáturinn Björgvin, eign Vig- fúsar Guttormssonar og félaga, kom tii Neskaupstaðar síðastlið- irm laugardag. Bátsins hefir áður verið getið í útvarpsfrétt. Hann lagði af stað frá Djúpvík í Svíþjóð 22. janúar og náði Shetlandseyj- um eftir 6 sólarhringa útivist í.of- viðri. þar beið hann byrjar 21 sólarhring. Skipstjóri er Ámi Riis. Skipshöfn var upphaflega 4 menn, en 1 veiktist i Shetlandseyjum og varð þar eftir. Báturinn er um 15 smál. að stærð. — FÚ. Vaxtilagsta lántaka Islendinga Framh. af 3. síðu. föst vináttu- og viðskiptasam- bönd við þessa banka. Hann kynntist persónulega höfuðleið- togum þessara bauka. Hann kynntist persónulega höfuð- leiðtogum þessara banka. Hann sagði satt og rétt um afkomu íslenzkra fjármála. Hann lofaði aldrei meiru en hann vissi að hægt yrði að standa við. Hann forðaðist eins og heitan eldinn gyllingar loftkastalasmiðanna. Fjármálamenn, sem hann skipti við, vissu, að þar sem Magnús Sigurðsson var, ættu þeir við mann, sem var í einu djarfur og varfærinn, áreiðan- legur og yfirlætislaus, föst og sterk persóna, sem barðist fyr- ir rétti og sænd lands síns, en gaf engum tálvonir. Þannig liðu árin. — Traust Landsbankans óx út á við og í skjóli hans traust landsins. Til- ! trú útlendinga á landinu óx. Landsbankinn og ríkið stóðu í skilum með skuldbindingar sín- ar. Viðskiftin um verzlun og fjármál færðust að méira leyti en áður var til Englands. Til- trúin á fjármálastefnu Magn- úsar Sigurðssonar var grund- völlur þeirrar breytingar. Framfaralánið 1930 var að langmestu leyti undirbúið af Magnúsi Sigurðssyni. Þá voru engir milligöngumenn. Þá voru engar 100 þús. krónur greiddar fyrir aðstoð fjárglæframanna. Tveir stórir bankar voru reiðu- búnir að hjálpa Islandi til að koma því láni á markaðinn. Annar þeirra var einn af 5 stærstu bönkum í Bretlandi. En það voru einmitt þeir bankar, sem Magnús Sigurðsson hafði átt mest skifti við. Og leiðtog- ar þessara banka fóru ekki dult með, ag traust þeirra á Islandi væri fyrst og fremst byggt á reynslu þeirra á Landsbankan- um. Áhrif Magnúsar Sigurðsson- ar sjást bezt á því, ef bomir eru saman Landsbankinn í árs- byrjun 1917 og 1930 við Is- landsbanka 1917 og 1930. Á stríðsárunum var Islandsbanki stórveldi, en Landsbankinn kot- banki. 1930 var Islandsbanki í rústum en Landsbankinn þjóð- bandi Islands. Giftumunurinn lá í mun þeirra, sem stjómað höfðu bönkunum. Hið nýja líf Landsbankans varð til er Magn- ús Sigurðsson kom í bankann, og bankinn dafnaði síðan ár frá ári undir stjóm hinna þriggja ágætu samstarfs- manna. Jafnframt má marka aðstöðuna út á við með því að bera saman aðstöðu ríkisins 1921 og 1930. I fyrra skiptið verður ríkisstjómin að treysta á Kúlu-Andersen til lántöku- rnála í Englandi. I síðara skiptið er það þjóðbankinn og Magnús Sigurðsson. Saga 1/andsbankans og þjóðarfjár- málanna er auðskilin af þessum tveim myndum. Síðan 1930 hefir Magnús Sig- urðsson endumýjað tvö stór- lán í London, fyrst „ókjaralán- ið“ frá 1921, með stórlega end- urbættum skilyrðum, og nú fyrir nokkrum dögum fært saman í eitt lán til 35 ára tvö lán sem ríkið hefir ábyrgst fyrir Útvegsbankann og nokk- ur eyðslulán frá stjómartíma Þorsteins Briem og Magnúsar Guðmundssonar. Þau lán lágu erlendis eins og hengingarvíxl- ar og gerðu fjármál ríkisins ó- trygg. Magnúsi Sigurðssyni tókst að bræða þau| í eina heild, semja um langan tíma, og lægri vexti, heldur en íslenzka ríkið hefir nokkru sinni greitt af erlendu stórláni. Þeir, sem hafa fylgzt með starfi Magnúsar Sigurðssonar síðan hann kom í baráttusæti í Landsbankanum 1917, hafa margs að minnast. Hann kom þar inn fyrir atbeina og bar- áttu umbótamannanna í land- inu. En þeir fóiu honum ekki að vera þar málsvari einnar stefnu eða einnar stéttar. Hann myndi heldur ekki hafa tekið slíku boði. Hann hefir að vísu tryggt öllum stéttum1 jafnrétti í bankanum, en heldur ekki meira. I öllum sínum störfum innan lands og utan, er Magn- ús Sigurðsson fyrst og fremst góður íslendingur, sem vinnur fyrir land sitt og þjóð. Magnús Sigurðsson er kyr- látur og dullyndur maður. Haxm hefir unnið sitt mikla verk í kyrþey. En vegna verksins sjálfs þarf þjóðin að vita um viðburði, sem eru jafn þýðing- armiklir fyrir frelsi hennar og framtíð, eins og vöxtur þjóð- bankans síðan 1917 hefir verið, og sú aukna trú erlendra þjóða á gæðum landsins og heiðarleika íslendinga, sem Magnús Sigurðsson hefir átt svo mikinn þátt í að skapa. J. J. Hátekjumenn í Reykjavík Framh. aI 1. síðu. Enginn þeirra, sem nú hafa verið taldir, er í þjónustu rík- isins. Alls voru 739 menn hér í Reykjavík árið 1933, er ráku einkarekstur og höfðu yfir 6 þús. kr. árstekjur. 151 höfðu frá 10—15 þús. kr., 55 frá 15— 20 þús. kr., 24 frá 20—25 þús. kr., 13 frá 25—30 þús. kr., 6 frá 30—35 þús. kr., 5 frá 35— 40 þús. kr., 8 frá 40—45 þús. kr. og 4 frá 45—49 þús. kr. — Auk þess eru þeir allra tekju- hæstu, sem hafa yfir 50 þús. og áður hafa verið skilgreindir sérstaklega. Auk þessara manna voru í Reykjavík sama ár 273 starfs- menn ríkis og ríkisstofnana (bankar meðtaldir) sem höfðu yfir 6 þús. kr. tekjur. 54 höfðu frá 10—15 þús. kr., 16 frá 15 —20 þús. kr. og 4 frá 20—27 þús. kr. Það var vegna þessara há- tekna, sem breytingin á skatta. lögunum var gerð á Alþingi 1934. Yfirleitt dylst ekki nein- um, sem þessa skýrslu les, að H Nýja BíóBH Karl Friðrik stjórnar Sænsk tal- og tónmynd, er vakið hefir mikla eftirtekt um ðll Norðurlönd. Aðalhlutverkin leika: Sigurd Wallen, Pauline Brunins o. fl. § Odýru § auglýsingarnar Katip og sala NÝI LAKKRÍSINN frá okkur er búinn til úr beztu efnum og með ný- tízku vélum. Kaupið hann. LakkrísgerS Reykjavikur h.f. Sími 2870.---Sími 2870. Gott eikarskrifborð til sölu með tækifærisverði. A. v. á. Við erum eina verzlunin á landinu, sem hugsar aðál- lega um íslenzkan búning, og hefir saumastofu eingöngu fyr- ir hann. Höfum því fyrirliggj- andi: Silkiklæði, Ullarklæði, Peysú- fatasilki, Upphlutasilki, Upp- hlutsborða, Knipplinga, Gull- leggingar, Peysufata- og upp- hlutafóður og allt tillegg, Kven- brjóst, Hvítar Pívur, Svartar Blúndur, Skotthúfur, flöjel og prjónaðar, Skúfa, Skúfasilki, Vetrarsjöl, Kasimirsjöl, Frönsk Sjöl, Kögur á Sjöl, Slifsi, Slifsisborðar, Svuntuefni, Upp- hlutaskyrtuefni. — Hvergi betra úrval í þessúm vörum. Spegilflöjel og Prjónasilki í peysuföt væntanlegt bráðlega, Vörur sendar gegn póstkröfu um allt land. _________Verzlunin „DYNGJA“. Fermingin nálgast. Þegar mæður fylgja börnum sínum inn ldrkjugólfið, klæðast þær jafnan sínum skrautleg- ustu fötum. Ekkert er fallegra til fyrir konur á peysufötum, í slifsi og svuntur, en Geor- gette með flöjelisrósum, hvítt eða mislitt. Sent gegn póst- kröfu umi allt land. Fæst ávalt í úrvali í Verzlunin „DYNGJA“. Tilkynningar Sá sem hefir orðið var við perlufesti í frakkavasa sínum á árshátíð samvinnumanna, er vinsamlega beðinn að gera við- vart í síma 4311. 1456, 2098, 4402 hafa verið, eru og verða, beztu fisksímar bæjarins. Hafliði Baldvinsson. Mig vantar mann vanan skepnuhirðingu. Þorst. Björns- son, Hverfisgötu 33 Hafnar- firði. Sími 9312. hinn gífurlegi munur á tekjum þeirra, sem virma að fram- Jeiðslunni hörðum höndúm og hinna, sem taka laun sín af framleiðslunni á annan hátt, er langt um meiri en hóf sé 6.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.