Nýja dagblaðið - 02.05.1935, Blaðsíða 2
2 NÝJA DAOBLABIS
TJtsýni í Stresa
Handsápa
Sólsápa
Stangasápa
Krystalsápa
Skóáburður
Tannkrem
Næturkrem
Dagkrem o. fl.
Sj afnarvörur eru langódýrustu hreinlætisvörurnar miðað við gæði.
Búnar til úr beztu íáanlegu hráefnum, með fullkomnustu nýtísku-vélum
Spyrjið kaupmann yðar ávalt tyrst um
SJAFNAR - V0RUR
f
0
t
Guðrún Björnsdóttir
frá Grafarholti
Fyrir aldarfjórðungi var
ungmennafélagshreyfingin ung
og voldug í landinu. Æskan
fann í þessum félögum við-
fangsefni fyrir öfl, sem lengi
höfðu verið innibyrgð. Þjóði.i
iiafði nýfengig frelsi, stjórn
þjóðmálanna í landinu sjálfu.
Það gekk hlý vorbylgja yfir
landið. Unga fólkið vildi hefja
öfluga sókn, og bæta úr svefni
margra liðinna alda.
Hér í Rvík var margt á-
gætra manna, bæði kvenna og
karla, sem var hrifið af þess-
ari nýju stefnu. En í nágrenni
Reykjavíkur var eitt félag,
sem bar af flestum öðrum.
Það var „Afturelding“, ung-
mennafélagið í Mosfellssveit.
Þar var líf og fjör og þróttur.
Þar var æskan samtaka um1 að
taka í einingu á vandamálum
héraðsins og þjóðarinnar.
I þessum hóp voru hin
mörgu og efnilegu systkini frá
Grafarholti í fremstu röð. Og
í þeirra hóp var ein systirin
beinlínis foringi í málum æsk-
unnar. Það var Guðrún, þriðja
barnið í röðinni. Hún var há
og fallega vaxin, fríð og
sköruleg, gáfuð, vel menntuð
og áhugasöm. Allir sem
Kynntust henni, vissu að hún
gat ekkí lifað án hugsjóna.
Nú er þessi kona dáin. Hún
andaðist af krabbameini ann-
an dag páska, og var þá 46
ára að aldri. Hún verður jarð-
sett í dag heima á óðali ættar
sinnar, Grafarholti.
Þegar ég hugsa um Guðrúnu
í Grafarholti, er hún í hug
mínum einn af brautryðjend-
um sinnar samtíðar. Hún er
konan frá aldamótunum. Hún
er ein af þúsundum kvenna,
sem nú bera uppi líf og menn-
ingu þjóðarinnar, sem fann
frelsið og framfarirnar koma í
fang sér, þegar hún var ung.
Meðal annars kvenfrelsið
sjálft. Sú kynslóð varð að
byrja að velja og hafna. Átti
konan, sem í margar aldir
hafði verið svift frelsi og
mannréttindum, að nota hið
nýfengna frelsi og jafnrétti?
Atti kona hins nýja tíma að
ganga út í lífsbaráttuha og
taka þátt í umbóta- og at-
vinnubaráttunni við hlið karl-
mannanna? Eða átti konan,
sem var ung á morgni aldar-
innar, að fylgja sið mæðra og
formæðra, starfa inn á við, og
táta hið nýja frelsi vera sér ó-
viðkomandi ?
Guðrún í Grafarholti fékk í
foreldragarði hið bezta upp-
eldi, og síðan á unglingsárun-
um þá beztu skólagöngu, sem
þá var völ á í landinu. Grafar-
holtsættin var frjáls og sterk.
Þar var ekki dreginn kjarkur
úr æskunni að nota hið ný-
fengna frelsi.
Og Guðrún í Grafarholti
valdi fyrir sig. Hún var leið-
togi í sínu ungmennafélagi, og
í ungmennafélögum landsins
yfirleitt. Hún varð kennari.
Hún fór tvisvar utan, til að
verða enn fullkomnari kenn-
ari. Henni buðust störf utan-
lands. En hún hafnaðí þeim.
Hún vildi út til Islands eins og
Snorri Sturluson. Hún vildi
taka þátt í baráttu sinnar
kynslóðar. Hún vildi starfa á
Islandi og hvíla þar að starf-
inu loknu.
Ég hafði eitt sinn aðstöðu
til þess að bjóða Guðrúnu í
Grafarholti betra starf við
kennslu, heldur en það sem
hún hafði skapað sér sjálf. En
hún þáði það ekki. Hún vildi
vera frjáls, hafa sinn eigin
skóla, geta kennt á þann hátt,
sem hún hugði beztan vera.
Síðustu þrjú árin, sem hún
lifði, hafði hún fyrirmyndar-
skóla fyrir lítil böm. Hún
hafði varið miklum' tíma til að
búa sig undir það starf. En
áður en skilyrði voru til að ná
verulegum árangri, kom dauð-
inn og hreif hana burt.
En gátan, sem hún byrjaði
að leysa, er enn óráðin. Eiga
allar ungu, fögru og gáfuðu
konurnar, að ganga út í lífs-
baráttuna og keppa þar um
sigurlaunin?
Ef til vill er líka hægt að
vinna eftirsóknarverða sigra
heima fyrir, jafnvel fyrir þær
konur, sem hafa góða hæfi-
leika og mikla löngun til að
fylla hug og hjarta með á-
hyggjuefnum samtíðar sinnar.
Þessi gáta bíður óleyst. En
með Guðrúnu Bjömsdóttur er
hnigin í valinn ein af fyrstu
konunum, sem fagnaði hinu
nýfengna frelsi kvennanna, og
sem hætti á að nota. það til
fulls, meðan æfin entist. Hún
Myndin er af útsýninu un> glugga hallarinnar í Stresa,
þar sem hin margumtalaða ráðatefna var háð fyrir skömmu.
Vart er hægt að hugsa sér fegurra umhverfi, en á þessum
slóðum, og ef slíkt getur haft áhrif á þurrlynda stjórnmálar
garpa í þá átt, að gera þá liðiegri í samningum og fúsari
til sátta, þá má segja, að í þetta sinn hafi staðurinn verið
vel valinn.
Samvinnan
* f*
vorunnar
skapar
Verifi hagsýn og gerið kaupín í
__ REYKJAVIK •
- LITUNTnÍRA^PREffUN-
-HRTTRPREffUN - KEMlfK
FF\TR OG JKINNVÖRU =
HRE.IN/UN "
Atgralðsla og hraðprauun Langaveg 20 (Innganaur frá Klapparatig)
Slmi 4203 Varkamiðjan Baldursgðtu 20 Póathólf 02
Aukin viðskipti frá óri til árs eru bezta sönnunin fyrir hinni
víðþekktu vandvirkni okkar. Allir hinir vandlótu skipta við okkui.
þið, sem ekki hafið skipt við okkur, komist í þeirra tölu og reynið
viðskiptin. Ef þér þurfið t. d. aö láta lita, kemisk-hreinsa eða gufu-
pressa 2 klæðnaði, sendið okkur þann sem er ver útlítandi, en hinn
i annan stað, gerið svo samanburð, þá munu okkur tryggð áfram-
haldaiuli viðskipti yðar.
Fullkomnustu vélar og áhöld. — Allskonar viögerðir.
Sendum. Síml 4203. Sækjum.
Móttaka hjá Hirti Hjartareyni, Bræðraborgarstíg 1, sími 4258,
Afgr. i Hafnarf. i Stebbabúð. Linnetsstig 2, sími 9291.
— Sent gegn póctkrðfu um aUt land. —
unni hugsjónum. Hún hefði
aldrei getað unað að lifa án
hugsjóna. í minningu frænda,
vina og góðkunningja lifir hún,
meðal þeirra, sem var trú
æskuhugsjón sinni, J. J.