Nýja dagblaðið - 19.05.1935, Síða 4
4
N Ý J A
D A G B L A Ð I Ð
I DAG
|Gam!a BSéj
Sýnir kl. 9
Athygli skaS vakin á því að auftlýsiiiÉ’
Sólarupprás kl. 3.08.
Sólarlag kl. 9.44.
Flóð árdegis kl. 5.50.
Flóð síðdegis kl. 6.15.
Ljósatími hjóla og bifreiða ki.
10,25—2,45.
Veðurspá: Hæg norðanátt. Létt-
skýjað.
Messur:
1 dómkirkjunni: kl. 11 sr. Friðrik
Hallgrimsson.
í fríkirkjunni: kl. 12 sr. Árni Sig-
urðsson.
í Hafnarfjarðarkirkju: kl. 2 séra
Garðar porsteinsson (ferming).
í Aðventkirkjunni: kl. 8 síðdegis
Pastor L. Muderspach.
Hneíaleikur
mn konu
Afarspennandi hnefaleika-
mynd, leikna af þremur
heimsmeisturum í hnefa-
leik:
Max Baer,
Primo Carnera
og Jack Dempsey.
Kl. 7: Barkskipið Margrót
síðasta sinn!
Kl. 5: Galdra-ÓIi
talmynd með Litla ogStóra.
Ann&U
Söfu og skrifstoiur:
pjóðminjasafnið .............. 1-3
Náttúrugripasafnið ........... 2-3
Safn Ásm. Sveinssonar ....... 10-7
Bréfapóststofan ............ 10-11
Lögregluvarðst. opin allan sólarhr.
Heimsóknartimi sjúkrahúsa:
Landsspítalinn ............... 3-4
Landakotsspítalinn ........... 3-5
Vífilstaðahælið . 12(4-1^2 °g
Laugarnesspítali ........... 12^-2
Kleppur ...................... 1-5
Elliheimilið ................. 1-4
Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4
Fæðingarh., Eiríksg. 37 .. 1-3 og 8-9
Næturvörður í Reykjavíkurapóteki
og lyfjabúðinni Iðunn.
Næturiæknir: Jón Nikulásson,
Lokastíg 3. Sími 2966.
Næturlæknir aðra nótt Páll Sig-
urðsson, Garðastr. 9. Sími 4959.
Skemmtanlr og samkomur:
Nýja Bíó: Wonder Bar kl. 7 og 9.
Síðustu 40 ár kl. 5.
Gamla Bíó: Hnefaleikur um konu
kl. 9. Kl. 7 Barkskipið Margrét
Kl. 5 Galdra-Óli.
Nemendahljómleikar Tónlistar-
skólans kl. 2 í Gamla Bíó.
Iðnó: Allt cr þá þrennt er, kl. 8.
Dagskrá útvarpslns:
Kl. 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa
i Dómkirkjunni (sr. Friðrik Hall-
grímsson). 15,00 Tónleikar (frá
Hótel ísland). 18,45 Bamatími:
Bömin og dýrin (Jón Pálsson
fyrverandi gjaldkeri), 19,10 Veð-
urfregnir. 19,20 Tónleikar: For-
leikir að óperum (plötur). 19,59
Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur.
Fréttir. 20,30 Erindi: Dáleiðsla og
trúarbrögð, I (Jón Norlandlækn-
ir). 21,05 Kórsöngur: Karlakór iðn-
uðarmanna (söngstjóri: Páll Hall-
dórsson). 21,35 Tónleikar: Beet-
hoven: Symphonia ni’. 5 (plötur).
Danzlög til kl. 24.
Leikfélag
Reykjavíkur
í kvijld kl. 8:
Alt er
þá þrent er
SÍÐASTA SINN.
Lækkað verð.
Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 dag-
inn fyrir, og eftir kl. 1 daginn,
sem leikið er. — Sími 3101.
Skipafréttir. Gulifoss fór frá
Kaupmannaliöfn í gœrmorgun á
ieið til Leith. Goðafoss var í gær
á leiö tii Hull fi'á Vestmannaeyj-
urn. Bniarfoss var á ísafirði i
gær. Dettifoss kom til Vestmanna-
eyja kl. 4 í gær og kemur hingað
snemma í dag'. Lagax-foss var í
Kaupmannahöfn í gæi'. Selfoss var
í Hafnarfix'ði í gær.
Hjúskapur. Síðastliðinn fimmtu-
dag voru gefin saman í hjóna-
band, af lögmanni, ungfrú Ólöf
Indriðadóttir frá Fjalli S.-þing.
og poi’geir Jakobsson bóndi á Brú-
um í Aðaldal.
Pastor L. Muderspach prédikar
: Aðventkirkjunni í kvöld kl. 8.
Ræðuefni: Líf í Kristi einum. Ó-
dauðleikakenningin um ,,spiritist-
isk“ fyrirbrigði athuguð í ljósi
benningar Ritningarinnar um „líf
i Kristi einum“. Allir hjartanlega
velkomnir.
Sumargistihúsið þrastalundur
við Sogsbiai var opnað í gær.
Sorgarathöfn út af fráfalli Pils-
udski hei’shöfðingja verður á
moi’gun kl. 10 fyrir hádegi í ka-
þólsku kii’kjunni og stendur
pólska konsúlatið fyrir henni.
Skipstjórar á norskum línuveið-
urum, sem komið hafa til KefJa-
víkur, segja að þeir liafi aflað
miklu minna í vetur en venju-
)ega.
Bátar í Keflavík hafa haldið á-
fram í’óðrum í &clnustu viku og
liefir afli verið sæmilegur og
mun nú heildai’afli þar vera orð-
inn meiri en í fyrra.
Togararnir. Af veiðum komu í
gær Baldur með 81 tn., Arinbjöm
bersir með 85 tn., Bragi með 55
tn., Gullfoss með 40 tn., Sindri
með 38 tn. og Belgaum með 75 tn.
Fjöldi fólks hefir ákveðið
skémmri eða lengri ferðalög úr
bænum í dag. Ferðafél. fslands
efnir til ferðar á pingvöll, ung-
mennafél. Velvakandi fer út á
Reykjanes, K. R. efnir til göngu-
fei’ðar á Esju og íþróttafélag
kvenna fer upp að Tröllafossi og
ætlar að ganga þaðan á Skálafell.
Knattspymumót III. flokks hefst
í dag. Kl. 91/2 f- h. Keppa Valur
og Víkingur og kl. 10^2 Fram og
K. R.
Hjúskapur. f gær voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Mar-
grét Lúðvíksdóttir og Leo Sveins-
son lögi’egluþjónn.
Spanskur togari kom hingað í
gær. Er hann hættur veiðum og
fer heimleiðis fljótlega.
Ágúst H. Bjamason piófessor
vei’ður sextugur á moi'gun.
Framsókn kom út í gær helm-
ingi minni en venjulega. Er blað-
ið aðallega heimatilbúnir bx’éfkafl-
ar utan af landi, auk smágreina
um Pilsudski og Magnús Toi’fa-
son. E r Magnús Torfason m. a.
um sumarferðir á 2. blaðsíðu er frá
Strætisvögnum Reykjavíkur h.f.
nefndur hinn „réttsýni sýslumað-
ur Árnesinga" og mun öllum
þykja það maklegt síðan Magnús
sagði slitið samvinnu við „einka-
fyrirtældð".
Dr. Hannes þorsteinsson þjóð
skjalavöi’ður hefir í erfðaskrá
sinni ánafnað Háskóla íslands
næi’felt helmingi eigna sinna. Skal
með þessari gjöf stofna sjóð, er
beri nafn gefanda, og skal verja
vöxtum hans til styrktar ungum
liámsmönnum, er leggja stund á
íslenzka sagnfi-æði hér við Há-
skólann. Háskólai’áðið semur
skipulagsski’á fyrir sjóðinn og
ákveður, hve lengi sjóðurinn skuli
standa á vöxtum, þangað til farið
vei’ður að veita styi’k úr honum.
Háskólaráðinu er lieimilt að
ákveða, að styi’kveitingar séu ekki
bununar við nemendur í íslenzkri
sagnfi’æði við háskólann, heldur
megi einnig verja nokkrum hluta
aí vöxtum sjóðsins til í-annsókna
og í’ita um íslenzka sögu og pex-
sónusögu, ásamt ættfræði, eða til
útgáfurita um þessi efni, sérstak-
lega rita frá síðari öldum, eftir
siðaskiptin.
Pétur Sigurð'sson flytur erindi í
Varðarhúsinu í kvöld kl. 8%, er
hann nefnir: Ofurefli þjóðanna.
Allir eru velkomnir.
Sýslufundur Mýrasýslu hefir
samþykkt að fæklca ljósmæðra-
umdæmum í sýslunni og stækka
þau.
Farsóttatilfelli í apríl voru á
öllu landinu samtals 7577, þar af
3931 í Reykjavík.
Sparisjóður Dalamanna hélt að-
r)fund sinn nýlega. Bjami Jóns-
son lireppstjóri i Ásgarði hefir
verið gjaldkeri sjóðsins síðastl.
30 ár. Á þeim tíma hefir inni-
stæða sjóðsins vaxið úr rúmum
23 þús. kr. í 404 þús. kr. og vara-
sjóðurinn úr 800 kr. í 77 þús. kr.
Héraðsbúar hafa minnst þessa
merkilega starfsafmælis Bjarna
með því að fœra honum að gjöf
vandað gullúr með gullfesti.
Félag barnakennara við Eyja-
fjörð hélt aðalfund sinn um síð-
ustu helgi á Akureyri. Fundar-
sijóri var Friðrilc Hjartar, en
íundarritari Hannes J. Magnús-
son. Ilelztu mál, sem tekin voru
fyrir voru þessi: Fræð^lulögin,
launamál, kennslutæki og bóka-
söfn, bindindismál og skólasýning-
ar. Voru ályktanir gerðar í öllum
þessurn máium. í stjórn félagsins
voru kosnir: Snorri Sigfússon, for-
maður; Hannes J. Magnússon og
Ingimar Eydal, meðstjórnendur.
Wonder Bar heitir myndin, sem
Nýja bíó sýnir í fyrsta sinn í
kvöld. Myndin gerist á nætur-
slcemmtistað í París og sýnir lífið
þar í sínum margbreytilegu og
skuggalegu myndum. pangað
sækja menn af öllum stéttum,
ríkir og fátækir, hamingjusamir
og óhamingjusamir og allir eiga
þangað sama erindið, að gleyma
áhyggjunum og erfiðleilcunum í
skemmtana-glaumnum. Mikiðfhef-
ir verið til myndar þessarar kost-
að, enda er hún talin með þeim
íullkonmustu, sem gerð hefir
verið á þessu sviði. Aðalhlutverk-
Jð leikur gamanvísnasöngvarinn
frægi, A. Jolson, en helzta kven-
hlutverkið Dolares del Rio.
Hús
Húseignin Grjótagata 7 fæst
keypt nú þegar. Upplýsingar í
síma 2775.
Aðalfundur
Nautgriparæktar og mjólk-
ursöluféiags Reykvíkinga í
Varðarhúsinu klukkan .1 I
dag.
STJÓRNIN.
DSvanar frá 35 kr.
MIKIÐ 1| ÚRVAL
af nýtízku ý stoppuðum
Húsgögnum
Húsgagnaverzlun
Kristjáns Siggeirssonar
Laugaveg 13.
Skofatnaður
Brúnir leðurskór með hrá-
gúmrnísólum og hælum.
Stærðir: 36 til 41 kr. 5.75
Stærðir: 42 til 45 kr. 6.50
Strigaskór með gúmmíbotnum:
Stærðir: 22—28 Verð 1.90
do. 29—35 — 2.50
do. 36—42 — 3.00
Karlmannsskór úr leðri 9.00
Skóv. B Stelánssonar
Laugaveg 22 A. — Sími 8628.
Trúlofunar-
hrlugarnír
frá Jóni Sig-
mnndsyni
hafa ávallt reynzt bestir.
Nýja Bfó
Wonder Bar
Stóifengleg amerísk tal- og
söngvakvikmynd. — Aðal-
hlutverkin leika:
Al. Jolson, Dolores Del Rio
o. fl.
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd kl. 7 og 9.
SÍÐUSTU 40 ÁR
pessi stórmerkilega kvik-
mynd vorður sýnd kl. 5.
Lækkað verð.
# Odýrn |g|
anflýsingarnar
Notað karlmannsreiðhjói
oskast til kaups nú þegar. A.
v. á.
Kaupið smárétti á kvöldborð-
ið. Alltaf tilbúnir. Laugavegs-
Automat.
Freyju kaffibætir
er beztur. Ef þið hafið ekki
notað hann áður, þá reynið
hann nú um helgina, því ekki
er sízt þörf að fá gott kaffi á
sunnudögum.________________
Ódýr húsgöngn til sölu. —
Gömul tekin í skiftuin. Hverf-
i&götu 50. Húsgagnaviðgerðar-
stofan.
Gulrófnafræ.
Gauta-gulrófur og rússnesku
gulrófurnar (Krasnoje Sel-
skoje) sem aldrei tréna, fæst í
Kaupfélagi Reykjavíkur.
Qmvötii, hárvötn og hr*ia-
lætísvörur íjölbreytt úrvai hjá
Kaunfélagl Rayfcjavflror.
Fasteignasala Helga Sveins-
sonar er í Aðalstræti 8. Inng.
frá Bröttugötu. Sími 4180.
Kristall Bronce silfurpostu-
lin, fæst hjá Har. Hagan,
Austurstræti 3. Sími 3890.
Góðar og ódýrar sportbuxur
selur GEFJUN, Laugaveg 10.
Sími 2838.
D
Tilkynning&r
Til Stykkishólms alla mánu-
daga og fimmtudaga. Bifreiða-
stöðin Hekla. Sími 1515.
Nýja bifreiðast, Simi 121».
Aðalstöðin, síml 1383.
Átvinna
Hraust og barngóð telpa, 10
—12 ára, óskast á gott sveita-
heimíli. Uppl. gefur Jarþrúður
Einarsdóttir, Austurbæjar-
skóla. >
Duglegur maður óskar eftir
vorvinnu hér við bæinn. Vanur
að vinna í görðum, við skurð-
gröft og túnavinnslu. A. v. á.
Húsnæði
TD
Ódýrt herbergi til leigu. Að-
gangur að eldhúsi og vaska-
Iiúsi getur fylgt. Uppl. á Lina-
argötu 41, miðhæð.
2 herbergi og eldhús eru til
leigu 1 mánuð, með sann-
gjörnu verði. A. v. á.