Nýja dagblaðið - 14.08.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 14.08.1935, Blaðsíða 1
Heima á bernskusiöðvu m eftir 47 ár í fjarlægri heimsálfu Bræðurnir sr. Alberi og Hannes Kristjánssynir skýra A'ýja dagblaðinu frá för sinni um landið. Þeir lögðu af siað iil Ameríku með Brúarfossi i gær Tveir hæstaréttardómarar fengu í gœr lausn frá embætti Tveir Vestur-íslendingar, bræðurnir séra Albert Krist- jánsson og Hannes kaupmaður Kristj ánsson, héldu í gærkvöldi af stað áleiðis vestur um haf, eftir tveggja mánaða dvöl hér á landi. Þeir komu hingað eftir 47 ára fjarveru til að svala átt. iiagaþrá sinni og færa heim með sér rétta mynd af ætt- landinu og þjóðinni. Þeir hafa að undanförnu ferðast víðs- vegar um landið. 1 gær lagði tíðindamaður blaðsins leið sína að „Garði“ og hitti séra Albert að miáli. Á bernskustttðvunum í Ytrl-Tungu á TJðnusi. — Hvað er í fréttum úr ferðalagi ykkar bræðra? — Allt hið bezta. Það var eins og sól og sumar fylgdi okk- ur hvert sem við fórum. Við íorum héðan með skipi norður til Húsavíkur og dvöldum þar í nokkra daga. Síðan héldum við að Ytri-Tungu á Tjömesi. Við höfðum náð takmarki ferð- arinnar — heim til bemsku- stöðvanna. Ég var aðeins 11 ára þegar ég fór þaðan og Hannes 4 ára, svo að vitanlega voru minningamar fáar og ó- ljósar. Samt sem áður hefir þessi blettur bundið okkur sterkum böndumi og þráfaldlega dregið að sér allan hug okkar. — En bmgðust ekki vonir ykkar? — Nei. Við komumj að Ytri- Tungu í dásamlega fögru veðri og fólkið þar þekkti til okkar og bauð okkur með sér að vera. Þær tvær nætur, sem við dvöldum þar, gekk sólin aldrei til viðar. Okkur hafði dreymt marga fagra draumia, en sá feg- ursti hafði rætzt. Eftir að við höfðumi farið austur á Reyðarfjörð, dvalist á Vattamesi, séð Ásbyrgi og aðra merka staði, komum við aítur að Ytri-Tungu. Föstudag- inn 5. júlí var okkur haldið þar fjölmennt samsæti. Frá þessu fagra sumarkveldi höf- um! við dásamlegustu minning- arnar úr ferg okkar. Allt fólkið var okkur svo eðlilega innilegt, að hughrifin fengu algert vald yfir okkur. Og um miðnætur- skeið fylgdi allur hópurinn okk- ur út að landamjærum jarðar- innar, sem fóstraði okkur í æsku og lét okkur fegursta skrúð sitt í té á kveðjustund- inni. — Komuð þið landveg aftur hingað? — Við fórum á bifreið um Mývatnssveit, Bárðardal og dvöldum nokkra daga í Eyja- firði. Þaðan fórum við til Borg. arfjarðar og dvöldum þar í vikutíma. Síðan við komúm hingað til bæjarins, höfum við farið víðsvegar og m. a. kom- ið á Þingvelli, að Gullfossi og Geysi. Hvar var fagurat? — í Ásbyrgi, aaglr Haun- m Kriat]án«M>n. — Og hvar þótti ykkur f»g- urst á Fróni. — Náttúrlega á Tjömesi! Annars er náttúra landsins ákaflega fjölbreytileg og hin- ar mötuðu andstæður, sem mæta auganu við hvert fótmjál, grípa hug manns hvað mest. T. d. er mjög fallegt á Vattar- hesi og í Ásbyrgi —. — Já, Ásbyrgi, segir Hann- es Kristjánsson, sem hafði komið að og hlustað á tal okk- ar sr. Alberts. Það er fegursti staðurinn, sem ég sá í ferðinni. Hið kalda mikilfenglega stand- berg við hlið blómlgresis og skógar virtist brosa við sinni eigin mynd, sem speglaðist í tjöminni í kyrru og fögru veðri. — Og hvaða áhrif hafði landið á ykkur? — Um það getum við í raun- inni lítið sagt, segir Albert, áhrifin eru svo margháttuð, að það er eins og engixm tími hafi gefist til að mjelta öll þau ósköp. Veðrið og viðtökumar hefir hjálpast að til að gera okkur ferðalagið ógleymanlegt. Við höfum sótt heim ættlandið, svalað margra ára þrá og hverfum héðan með endurnærð. ar minningar, sem við munum þráfaldlega dvelja við í fram- tíðinni. PlógarnlatUHnnlpglii •r sterkari vastau hafs en austan. — En bera allir Vestur-la- lendingar í brjósti löngun til að sjá gamla landið, og álítur þú að þjóðemistilfinning þeirra sé sterkari en okkar, sem dvelj- um heimja? — Jé, það iriá ganga að því vísu, því að það er algild regla, að átthagaástin verður aterk hjá þeim, sem dvelja lengst að heiman. Eins er um íslendinga vestan hafs. Þótt heimþráin að vísu verði ekki hemill á við- fangsefni þeirra, þá brýzt þó öðru hvoru út þrá til að sjá gamla landið. Það er alltaf sér- stakur heimur í hugskoti ein- staklingsins. Við höfum líka gert okkur fulla grein fyrir því hve okkur er það mikilsvert að lialda við þjóðernistilfinning- unni. Ég tel að það þurfi ekki að valda neinum misskilningi, þótt það sé viðurkennt að við þjáumst ekki daglega af heim1- þrá. T. d. erum við bræðumir búnir að fullnægja löngun okk- ar, og heimþrá okkar stefnir nú í öfuga átt — í vestur. íslendingar eiga að hætta að þérast. — Finnst þér ekki fram- koma og hugsunarháttur okk- ar hér heima vera með nokkuð öðrum hætti en landa okkar vestan hafs? — Fólkið hér er tæplega eins frjálsmannlegt og létt til við- kynningar í fyrstu. En þó mun vera um verulega framför að ræða í því efni. Þið leggið þann skilning í þéringamar, að þær séu nokkurskonar vamargarður gegn frekari viðkynningu við náungann. Þessvegna þurfið þið hið bráðasta að losa ykk- ur við þær og þann húgsana- hátt, sem við þær loðir. Mér finnst öll framkoma, bæði ein- staklinga og eins í opinberu lífi, bera vott um vöknun til sið- menningar, sem tekin hefir ver- ið full geist, og er ýmist of eða van, unz allt færizt í eðlilegt horf. Það er stundum eins og um lærdóm sé að ræða, en ekki eðlilega þróun. Lærið ai Amaríku- möimum fremur eu Hvrópþþjóðunuiru seglr sr. Albert — Og hvað finnst þér um at- vinnuhætti okkar? — Það sem ókunnugur tekur strax eftir, er það, hve miklar framkvæmdirnar eru og dreifð- ar um allt landið; hve fólkið er fátt, en möguleikamir miklir. Aðkomumanni úr þrautræktuðu landi kemur það einkennilega fyrir sjónir, að ræktaðir skuli vera smáblettir með löngu millibili, en allt landið á milli þeirra virðist geyma sömu skil- yrði, en er óræktað. Þessi dreifing byggðarinnar virðist Fremh. & 4 rfBu. Samkvæmt tillögu dómsmála- ráðherra hefir konungur í gær veitt hæstaréttardómurunum Eggert Briem og Páli Einars- syni lausn frá embættum. Þeir eru nú orðnir meira en 65 ára að aldri. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu, ritaði ráðherrami fyrir nokkru þessum tveim embættis. mönnum bróf og óskaði eftir að þeir bæðust lausnar. Þeir múnu Eins og kunnugt er, var kjötverðlagsnefndin upphaflega Páll Zóphóniasson alþm. skipuð til eins árs. Var nefndin því endurskipuð nú í vikunni. Sú breyting hefir orðið á Með Gullfossi þ. 25. júlí síð- astl. kom til Reykjavíkur skozkur fj árrækt&rfræðingur, Jan Cumming, Allanfeam In- verness í Skotlandi. En af fjár- stofni þessa manns keypti Hallgrímur Þorbergsson Bor- der-Leicester fé það, sem flutt var hingað til lands og hann hefir síðan haft til varðveizlu1 á Halldórsstöðum í Laxárdal og fór þar eftir tillögum land- búnaðarráðuneytisins skozka. Jan Cumming kom til lands- ins meðal annars til þess að skoða þennan fjárstofn á Hall- dórsstöðum og kynna sér hvemig eldi h ans og gæzla hefði gefizt hór á landi. Um Jan Cumming ®r rótt að geta þess, að hann ar í uro miklu áliti, »em sérfræðingur um þetta fjárkyn, að hann er j þó eitthvað hafa veigrað #ér við því, nema því aðeins, að þeir fengju einhverjar ráðu- neytisyfirlýsingar viðvíkjandi eftirlaunum. En nú hafa þeir »«m s«gt íengið lausnina. Dómaraembættin raunu verða auglýst til umsóknar, og nýir menn skipaðir í þau, þegar réttarfríinu lýkur. skipun nefndarinnar, að Jón ívarsson kaupfélagsstjóri hefir látið af formannsstarfi. Skorað- ist hann undan að gegna því áfram, vegna þess, að það krefst allmikillar dvalar hér í bænum, en starf hans heimia fyrir er mjög umfangsmikið og leyfir það ekki. Við starfi Jóns tekur Páll Zóphóníasson ráðunautur, er hann var áður varaformaður nefndarinnar, og aðalmaður í íjarveru Jóns. Aðrir nefndaimenn em þeir sömu og áður, Jón Árnason framkvæmdarstjóri tilnefndur af Sis, Helgi Bergs tilnefndur af Sláturfélagi Suðurlands og Kaupfélagi Borgfirðinga, sr. Ingimar Jónsson tilnefndur af Alþýðusambandinu og Þor- leifur Gunnarsson tílnefndur af iðnaðarmönnum. einn af þremur verðlaunadóm- urum Border-Leicester-fjárins á búfjársýningum í Skotlandi og íriandi. Jan Cumming skoðaði ná- kvæmlega hverja skepnu og gerði samanburð á hreinrækt- uðu dilkunum og einblendings- dilkunum, og fara hér á eftir kaflar úr umsögn hans, sem hann lét í té áður «n hann hvarf af landi burt: íslenzka Border-Leicesterféð. „Þegar ég athugaði ofan- greint fé, þótti mér fróðlegt að sjá mismuninn á einblend- ingslömbunum og íslénzku lömbunum. Að mínu áliti «ru •inblendingslömbin miiklu þyngri og sterklegri að öllu Fremh. á 4. aíðu. KjötYerðlagsnefndin endurskipuð Páll Zóphéniasaon er iormaöar neindarinnar Skozka féð og einblendingsræktin Skozkur tjárrœktartrœðingur heflr skoðað féð og sagt álit eitt um það

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.