Nýja dagblaðið - 20.09.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 20.09.1935, Blaðsíða 1
3. ár. Reykjavík. föstudaginn 20. sept. 1935. 216. blað Stór bruggunarstöð uppi í heiði í Efstabs í Slrorradal Björu Blöndal og þrir lögreglumsnn gerðu hús- rannsókn og fundu bruggunarstödina VítaverB vanræksla sýslunannsins i Borgarnesi Stríðið skellur á eða hálfau mánuð, segir London kl. 16.15, 19/9. FÚ, Bjöm Blöndal löggæzlumað- ur kom heim seint í fyrra- kvöld. úr rannsóknarför, sem hann hafði farið að Efstabæ í Skorradal, en sterkur grunur hefir legið á því, að bruggun færi þar fram í stórum stíl. Tíðindamaður blaðsins hitti Bjöm að máli í gær og spurði hann frétta úr ferðalaginu. — Ég lagði á stað héðan, sagði Bjöm, kl. 6 á þriðjudags- morgun, ásamt lögregluþjónun- um! Sigurði Gíslasyni, Pálma Jónssyni og Jakobi Bjömssyni. Förinni var heitið að Efstabæ í Skorradal, til þess að leita þar eftir heimábrugguðu • á- fengi og bruggunartækjum, samkvæmt ósk fjölmargra manna úr Sorradal og Lundar- reykjadal. Óskir þessar byggð- ust á því, að ýmsir unglingar í þessum! sveitum voru að verða ofurseldir áfengisnautn, vegna vínframleiðslu, sem talið var að ætti sér stað á þessu heimili. Héðan var sent dulskeyti á undan okkur til símstöðvarinn- ar á Fitjum í Skorradal og áttum við samkvæmt skeytinu að fá hesta kl. 23 um kvöldið að Stóru-Drageyri. Þangað vor- um við komnir kl. 22.20, en engir hestar voru komnir og biðum við til kl. 23.30 í bíln- um. Lögðu þeir Pálmi og Sig- Hvert sæti var skipað í Iðnó þegar hinn vinsæli vestur- íslenzki gestur, frú Jako- bína Johnson gekk inn á leik- sviðið, til þess að lesa fyrir Reykvíkinga nokkur af kvæð- um sínum. Hún býður af sér einstakan yndisþokka þessi látlausa kona, og hún vinnur hjörtu áheyrendanna umi leið og þeir líta hana augum. Hún þakkar fyrst mjög inni- lega móttökumar hér og hina einlægu vináttu, er hún alstað- ar hefir mætt. Fyrsti kvæðaflokkurinn, sem hún les, eru nokkur ættjarðar- kvæði, sögulegs efnis. 1 fyrsta kvæðinu, Minni, urður þá á stað heim að Haga til þess að vita, hvort ekki væri hægt að fá hesta þar. Kl. 1.15 um nóttina héldum við Jakob síðan á eftir þeim, en þegar við höfðum gengið í 45 mín., kom Þórður Runólfsson bóndi í Haga méð hesta og vorum við komnir heim til hans kl. 2.30. Drukkum við þar kaffi, en Pálmi og Sigurður héldu áfram að Bakkakoti, því við fengum ekki nógu marga hesta. Svo rösklega höfðu þeir gengið, að við náðum! þeim ekki aftur fyrr en hjá Vatns- homi, en þangað mun vera 18 km. leið. Að Bakkakoti komum við kl. 4 og brá bóndinn þar, Eggert Guðmundsson , skjótt við, náði í hesta og fylgdi okkur að Efstabæ. Náðum! við ekki áfangastaðnum fyr en kl. 6 um morguninn. Var þá strax hafin húsrann- sókn, og liðinu skipt þannig, að nokkrir leituðu í heimahúsum', en aðrir fóru inn á afrétt. Um svipað leyti og rannsókn- inni var lokið heima fyrir, kom einn leitarmaðurinn af afrétt- ir.um og flutti mér þau skila- boð frá Jakobi Björnssyni, að ég skyldi koma til þeirra upp á heiðina og hafa með mér það af áhöldum, sem ég teldi nauð- synleg við jarðhúsfund. Lagði Framh. á 3. síöu lýsir hún landinu eins og hún lítur það í fjarlægðinni, og hún lítur í fjarska atburði sögualdarinnar og sér þá í hinu fagra ljósi liðna tímans. Þá les hún fagurt kvæði, er hún nefnir Fund Helgu fögm. Næsti kvæðaflokkurinn eru ýms hugðarefni skáldkonunn- ar. Vil ég sérstaklega nefna kvæðið um samferðafólkið á lífsleiðinni, fagurt kvæði er lýsir hinni innilegu samúð skáldkonunnar með meðbræðr- um hennar og systmm. Það er óvenju hlýtt kvæði, er sýnir að skáldkonan skilur sam sam'- ferðafólk sitt og finnur til Framh. á 4. síðu. Senor Madariaga, fomiaðúr fimm manna nefndarinnar, af- henti í gærkvöldi uppástungur nefndarinnar og tóku þeir við fulltrúar Abessiníu og Italíu. Báðir létu þess getið, að nokkr- ir dagar kynnu að líða áður en svör kæmu. I Genf þykir lítið útlit fyrir að fallizt verði á tillögur nefndarinnar. Þær hafa enn ekki verið birtar, en búizt er við að nefndin stingi upp á því meðal annars, að útlendir ráðu- nautar verði skipaðir Abes- siníustjóm til aðstoðar, sér- staklega í viðskipta- og iðnað- armálum. Þá er búizt við því, að Bretland endurtaki tilboð sitt um landskika handa Abes- siníu og að Frakkland bjóði fram annan, til þess að gera Abessiníu greiðara fyrir að breyta landamærum sínum í þágu Ítalíu. 1 Genf gerir hvorki að reka eða ganga. Það er álitið að barón Aloyisi hafi sagt að, í núverandi mýnd sinni væru til- lögur fimm manna nefndarinn- ar óviðunandi fyrir Italíu. Þjóðabandalagið bíður enn eft- ir hinu opinbera svari, en það getur ekki komið fyr en í vikulok. Ráðherrafundur er ákveðinn í Róm! á laugardag. Mikil æsing í Frakk- landi gegn Italin Mikil æsing er í Frakklandi og eru blöðin ekkert mýrk í máli um ástandið. Figaro seg- ir: „Voðaleg ábyrgð hvílir nú á Mussolini, sem hefir það á valdi sínu hvort friðuí á að verða eða ófriður. Eitt orð nægir til að hleypa stríði af stað og það þarf heldur ekki nema eitt orð til að tryggja, frið“. Spánn og Suður-Afríka hafa bæði látið í ljósi skoðun sína á ráðstöfunum þeim, sem gerðar hafa verið í Genf. — Spönsku blöðin lofa mjög þá stefnu, sem Bretar hafi tekið. Eitt af forystu blöðunum' í Madrid segir að Bretland hafi nú gert Þjóðabandalagið að þeirri friðarstofnun, sem því var upprunalega ætlað að verða. Smuts hershölðingi. Ræða Smuts kershöfð- ingja: Þjóðabandalagid eða lög frumskóganna Afstaða Suður-Afríku kom fram í ræðu sem Smuts hers- höfðingi hélt í dag. Hann mælti á þessa leið: „Suður- Afríka er einráðin í því, að standa með Þjóðabandalaginu í orði og verki, Þó að Þjóða- bandalagið sé veikt, er það vafalaust mesta friðarstofnun, sem hingað til hefir verið sköp- uð á jörðunni. Það táknar hug- sjón réttlætisins gegn ofbeld- inu, og ef það á að líða undir lok, þá erum vér aftur komin undir þau lög, sem að ríkja í frumskógunum“. Hann heldur áfram og segir: „Þjóðabanda- lagssáttmálinn gerir ýtarlega grein fyrir því, hvenær óófrið- ur má teljast löglegur. Þessi lög eru þau sömu fyrir Bret- land og sambandsríki þess. Stóra-Bretland lendir ekki í lög- legum ófriði án þess að það snerti sambandsríkin. Ekki vegna þess, að þau séu sam- bandsríki Bretlands, heldur af því, að þau eru meðlimir Þj óðabandalagsins“. Alit IJoyd George Lloyd George hefir látið í ljós þá skoðun, að áður en vika eða hálfur mán. sé liðinn, þá | sé ófriðurinn skollinn á. Minnt- eftir viku Lloyd George ist hann á það á fundi í dag 'í Bradford og sagði meðal ann- ars: „Viðskiptalegar refslráð- stafanir hefðu getað komið að baldi fyrir einum mánuði. En héðan af er ekki lengur til neins að tala um þær og síst í vægari myndum. Einhver hef- ir brugðizt Þjóðabandalaginu. En nú er það hlutverk olíkar, að koma upp þingflokki, sem ekki leyfir að út í slíka ófæru sé haldið“. „Eg safna ekkl eyði- mðrkum", segir Mussolini Kalundborg kl. 17, 19/9. FÚ. 1 dag átti Mussolini viðræðu við fréttaritara enska blaðsins Daily Mail og eftir því sem fréttaritaranum segist frá um viðtalið, má telja öllum vonum um friðsamlega lausn Abessin- íudeilunnar lokið. Mussolini tal- aði af háði og beiskju um til- lögur fimm mánna nefndarinn- ar og sagði að það væri engu líkara, en að þessir menn héldu að hann safnaði eyði- mörkum eins og drengir frí- merkjum. En Italía myndi ekki láta hrekja sig af réttu máli með loforðum um nýjar eyði- merkur til viðbótar við þær sem hún hefir.^ 1 ítölskum blöðum er tillög- um fimml manna nefndarinnar Framh. á 4. síðu. Dómsíólaraál útaf danska gjaldeyrisverkfallinu Kalundborg kl. 17, 19/9. FÚ. Bráðlega verða dómstólar látnir skera úr því í Danmörku hvort að gjaldeyrisráðstafanir þær, sem L. S. félögin dönsku hafa hafið, eru lögum sam1- kvæmar. Verður fyrsta málið hafið gegn sláturhúsi í Kold- ing. Stjórn sláturhússins í Svendborg hefir ákveðið að fiesta framkvæmdum í gjald- eyrismálinu þangað til úrskurð- ur dómstólanna er fenginn. Ákveðið hefir verið að bráð- lega fari fram umræður í danska útvarpinu um gjald- eyrismálið og það hvort bænd- ur fái sanngjarnt verð fyrir gjaldeyri sinn. Upplestnrinn i Zðnó

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.