Nýja dagblaðið - 03.01.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 03.01.1936, Blaðsíða 1
 LAKD3Ú0 KA3ÁFN m .139 433 is/a ITDS Nýárs kveðja fovsæiisváðherva flutt f útvarpið á nýársdag. Góðir íslendingar! Það, sem ég tala við ykkur ! í dag, er ekki sagt á ábyrgð meðráðherra minna né stuðn- ingsflokka ríkisstjórnarinnar, heldur tala ég til ykkar á eigin ábyrgð um nokkur mál, sem ég tel miklu skipta. Það eru mörg mál sem þörf er að ræða, þar á meðal ýms þeirra, er afgreidd voru á ný- afloknu Alþingi. En með því að flest þeirra hafa verið rædd í útvarpi frá Alþingi nýlega, skal ég ekki endurtaka það og ég mun líka heldur kjósa að ræða um málin og viðhorfið meira almennt. Eitt af því hryllilegasta, sem huganum mætir, þegar ái?tand- ið er athugað, er ófriðarvofan, sem nú liggur yfir heiminum eins og ægilegur skuggi. ófrið- ur geysar nú í Suðurálfu og öðru hverju er talið vafasamt, að komið verði í veg fyrir að sá hildarleikur berist inn fyrir takmörk Norðurálfunnar. Viðskiptakreppan heldur á- fram, heimsviðskiptin milli þjóða eru nú talin helmingi minni en fyrir ófriðinn mikla. Ríkisskuldir þjóðanna hafa stóraukizt. Okkar þjóð er eins og einn hlekkur í þessari keðju. Eftir viðskiptaástandinu í heiminum almennt fer við- skiptaafkoma okkar. Lokun íyrir gömlu markaðina, vegna viðskiptareglunnar, króna mæti krónu: ég á við lokun mark- aða fyrir aðalframleiðsluvöru okkar í Miðjarðarhafslöndum, er tilfinnanlegra áfall en flest- ar aðrar þjóðir hafa fengið í sinni utanríkisverzlun. Af þessu og öðrum verulegum innflutningshömlum fyrir framleiðslu okkar til annara landa, stafa erfiðleikar at- vinnulífsins. Það er þessi stór- fellda lokun fyrir sölumögu- leika afurða okkar, sem gerir innflutningshöft og ýmsar verzlunarhömlur innanlands, sem eru óeðlilegar á venjuleg- um tímum, — lífsnauðsyn fyr- ir þjóðfélagið nú. — Þau verkefni, sem nú eru framundan, eru því fyrst og fremst að reyna að vinna nýja markaði, breyta framleiðslunni í samræmi við það, og kapp- kosta að framleiða í landinu sjálfu það sem þjóðin þarf að j nota. Það sparar gjaldeyri, ' eykur atvinnuna, gerir þjóðina sjálfstæðari. En þótt baráttan við hina hörðu og löngu heimskreppu Hermann Jónasson, forsætisráðh. sé mikil og alvarlegri nú en á undanförnum árum, þá er þó full ástæða til að gefa fleiru gaum á þessum tímamótum. Ófriðurinn er nú ekki aðeins yfirvofandi milli þjóða, heldur innbyrðis í sjálfum þjóðfélög- unum. Einu þjóðskipulagi er kollvarpað, annað reist á rúst- um þess, og hið nýja skelfur á grunni eftir fárra ára líf. Umrótið er stórfellt og hraði breytinganna er mikill. Rit- frelsi, málfrelsi, trúfrelsi og persónufrelsið sjálft, öll háleit- ustu réttindi, sem þjóðimar hafa úthellt blóði sínu til að ná, eru nú sumstaðar næstum afnumin á nokkrum dögum, og allt frelsi fært í fjötra. En það er í senn athyglis- vert og ánægjulegt fyrir okk- ur, að í öllu þessu brimróti breytinga og byltinga, standa nábúaríki okkar, Norðurlönd og England, eins og klettar úr hafinu á grundvelli þingræðis og lýðræðis. í því sambandi held ég, að það sé rétt, að við minnum okkur á hvers virði þetta írelsi er fyrir einstaklingana og þjóðirnar, hvernig það hef- ir verið varðveitt og á hvem hátt ýmsar aðrar þjóðir hafa glatað því. Grundvöllur hins sanna frelsis, eins og lýðræðis- þjóðirnar neyta þess, er mál- írelsi og ritfrelsi, almennur kosningaréttur, þingstjórn, þar sem meirihluti þings vinn- ur að þjóðmálum, og loks ríkisvald, sem er byggt á vilja frjálsra, menntaðra og löghlýð- inna boi-gara. Ríkisvald, sem Framh. á 2. síðu. Fesknaleg gremja útaf árás Itala á Raufia-Krossinn sænska London kl. 17 l./l. FÚ. Fréttin um það, að ítalskir flugmenn hafi kastað sprengj- um á sænskan Rauða Kross sjúkravagn á suðurvígstöðvun- um, hefir vakið feikna mikla giemju, bæði í Stokkhólmi, og í Addis Abeba, og valdið tals- verðum æsingum. í Stokk- hólmi var í gærkvöldi nokkrum gamlársguðsþjónustum snú- ið upp í sorgarathafnir vegna þessa atburðar. Þá voru æsing- ar á götum úti, og ítalir hróp- aðir niður. Lögregluvörður var settur um bústað ítalska sendi- herrans London kl. 17 2./1. FÚ. Samkvæmt einni fregn fór- ust tveir ítalskir hermenn, sem voru undir læknishendi vegna sára, þegar loftárásin var gerð á sænska Rauða-Kross sjúkra- FYnrnh. á 1 siOu. Oddur Björnsson heiðursborgari Akureyrar Þann 29. f. m. var Oddur Björnsson prentmeistari kjör- inn heiðursborgari Akureyrar með svohljóðandi fundarálykt- un: „Bæjarfulltrúum er það ljóst, að hinn mesti heiður, sem bæj- arfélagið getur í té látið, megi þeim einum hlotnast, sem ver- ið hefir öðrum til fyrirmyndar, og með störfum sínum unnið bæjarfélaginu svo mikið gagn og sóma að ætla megi samhuga vilja allra góðra íbúa bæjarins, að honum verði auðsýndur hinn fyllsti vottur virðingar og þakklætis. Herra prentmeistari Oddur Bjömsson, hefir um þriðjung aldar dvalið á Akureyri, rekið þar prentiðn og bókaútgáfu við ágætan orðstír, auk þes$ hefir hann safnað bókum alla æfi, helgað því starfi tómstundir sínar og umhyggju og loks sýnt þá höfðinglegu rausn að gefa Akureyrarbæ bókasafn sitt, frábært að verðmæti með fögru fyrirheiti um mikla fjár- hæð til því viðhalds og efling- ar. Framh. á 4. síðu. Róstnr, eldkveikiur og ölæði a gamlárskvöld Búðnr brotnar i lögreglustödlnni. Lögreglnþjónn etnnginn. Kvikn&r í Á gamlárskvöld og nýárs- nótt var venju fremur óróa- samt hér í bænum og hafði lögregluliðið ærið að starfa. 1 Það vakti sérstaka athygli á gamlárskvöld, að unglingar bæjarins söfnuðust saman til allskonar óknyttaverka, og sóttu mjög á það að safna kössum og öðru rusli saman, hella benzíni og olíu í það og kveikja bál. Horfði til vandræða af þessu víðsvegar um bæ og má telja furðulegt, að lögreglunni skyldi takast að koma í veg fyrir stórfelld slys af íkveikju. Þessar íkveikjutilraunir eru því óhemjulegri, þegar þessergætt að einmitt þenna sama dag ber- ast hingað fregnir af ægileg- asta eldsvoða, sem orðið hefir hér á landi um langt skeið. Bendir það á óskemmtilegt hugarfar, að æska bæjarins skuli að nýafstöðnum svo hryllilegum atburði, í kæru- leysi stofna til þess að svipað geti endurtekið sig. Voru m. a. kveikt bál nálægt dyrum Frí- kirkjunnar, við Mennaskólann og víðar á slíkum stöðum. Nokkrar róstur urðu vegna íkveikjutilrauna á Austurvelli. Um kl. 10 á gamlárskvöld varð lögreglan þess vör, að nokkrir hálfvaxnir unglingar höfðu dregið saman kassa og annað 1 rusl, sem þeir höfðu stolið þar I í kring, hellt á olíu og benzíni ! og borið á eld. Ennfremur geifðu piltarnir tilraun til að | bera í bálið stórt jólatré, sem stóð á vellinum. Níu látnir Af völdum brunans í Kefla- vík hafa alls látizt 9 manns. Inni í húsinu brunnu tvær konur, Kristín Halldórsdóttir (75 ára) og Guðrún Eiríksdótt- . ir (56 ára) og fjögur börn, : Loftur, sonur Kristins Jónsson- j ar frá Loftsstöðum (9 ára), ] Borgar, sonur Björns Guð- mundssonar (7 ára), dóttir Guðmundar Guðmundssonar á Bala (7 ára) og Guðbjörg dótt- ir Sigurgísla Guðjónssonar (7 ára). fötum unglingspiltg, Einn pilturinn hafði óvart hellt benzíni í föt sín og læsti eldur sig í þau. Tók einn lög- regluþjónninn piltinn, kastaði honum á völlinn og varpaði sér á hann og tókst að kæfa eld- inn. Þegar lögreglan var að reyna að kæfa bálið, tók einn ung- lingurinn sig til og bar jafn- óðum á eldinn. Tók lögreglan hann því fastan og fór með hann í steininn. Fjöldinn, sem horfði á, hélt að farið hefði verið með piltinn á lögreglustöðina í Póst- hússtræti, og í einu vetfangi varð svæðið fyrir framan lög- reglustöðina, fullt af ungling- um og bömum, sem hófu grjót- hríð á húsið, brutu rúður og létu ófriðlega. Lögreglan dreifði mann- fjöldanum, og við það hlaut einn lögregluþjónn stungu í lærið, en aðrir smávægilega áverka. Síðan var lokað umferð um Pósthússtræti til kl. 12 á mið- nætti. Mjög varð vart ölvunar é nýársnótt. Frá kl. IV2—U/2 var lögreglan kölluð 22 sinnum út. í bæ vegna óspekta ölvaðra manna. Er þetta leiðinlegt sýnishom á velsæmisskorti sumra bæjarbúa, og þó má telja það óhugnanlegast, að skemmtanir þær, sem íþrótta- félögin — boðberar hreysti og drengilegs leiks — héldu, voru sízt friðsamlegri en aðrar skemmtanir þetta kvöld. af brunanum Kristín Halldórsdóttir var móðir Björns Guðmundssonar, og hefir hún því brunnið inni með sonarsyni sínum. Af brunasárum hafa tvær manneskjur látizt á Hafnar- fjarðarspítala Þóra Eyjólfsdótt- ir (um 70 ára) og Ámi sonur Júlíusar frá Hlíð (8 ára), og á Landakotsspítala ein telpa, Anna dóttir Guðmundar Gísla- sonar (10 ára). Fmmh. á 2. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.