Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 08.01.1936, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 08.01.1936, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Sig’urðnr Ounnarsson Framh. af 1. síöu. Stykkishólms. Þar dvaldi hann fram til 1916, er hann sótti um lausn frá prestskap, vegna raddbilunar, sem gerði honum ófært að gegna embætti sínu' á- l'ram. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og hefir lengstum búið með dóttur sinni, frk. Sigríði Gunnarsson. Sigurður var prófastur í Norður-Múlasýslu 1890—94 og Snæfellsnessýslu 1895—1916. Hann var þingmaður Sunn- mýlinga frá 1891—99 og Snæ- íellinga 1909—1911 og 1914— 1915. Árið 1873 kvæntist hann Sof- fíu Einarsdóttur frá Brekku. Af bömum þeirra hjóna náðu aðeins tvær dætur fullorðins- aldri, frk. Sigríður og Bergljót, fyrri kona Haralds heit. Níels- sonar. Sigurður var hinn mesti at- gerfismaður til líkama og sálar, eins og hin mörgu trúnaðar- störf, er hann gegndi, benda líka til. Hann var glímumaður mikill á yngri árum, og er það í minnum haft, að hann var annar þeirra, sem fékkst til að sýna Kristjáni IX. íslenzka | glímu á .Þingvöllum 1874. Fagrar liatir . Gframla Bíó: Krossfararnir Cecil B. Mille hefir viljað gera hér stórfenglega mynd og haft til þess allan ytri búnað, sem bezt má verða. En eins og oftar í svipuðum myndum frá hans hendi — og reyndar fleiri — er þráðurinn veikur og uppi- staðan barnaleg í meira lagi. Þótt Ríkarður ljónshjarta væri sjálfsagt meiri bardagagarpur en gáfumaður, hefir hann þó varla verið jafn lítilfjörlegur og hann í raun og veru er hér gerðuv. Eini maðurinn, sem þarna eru verulega góð skil gerð, er Saladin, enda má það vel sögulegra sanninda vegna. — En á hinn bóginn er margt „teknist“ ágætlega gert; t. d. gefur þarna að líta langsam- lega trúlegustu og blóðugustu höggorustu, sem sézt hefir á leiksviði eða lérefti, enda frétt- ist, er myndin var tekin, að margir hefðu slasast og er það meira en trúlegt. Nýja Bíó: Rauða akurllljan Þeir munu vera margir, sem lesið hafa bók eftir barónessu Orczy, með þessu nafni, sem hlotið hefir miklar vinsældir. Þótt mynd sú, sem nú er sýnd á Nýja Bíó og gerð er eftir þessari sögu, sé á marga lund prýðileg, munu þó flestir sem lesið hafa söguna, hafa búizt við enn betri mynd. Er hún að nokkru frábrugðin sögunni og efamál hvort það er til bóta. En þótt þessi mynd hefði ekkert að bjóða nema hinn frábæra leik brezka leikarans, Leslie Howard, sem leikur stærsta hlutverkið, er hún þó þess verð, að allir þeir, sem góðri list unna, verji einu kvöldi til að horfa á myndina. Menuhin tekur hvild Yehudi Menuhin, ameríski Gyðingurinn, sem frá fyrstu framkomu sinni, sem undra- barn, fyrir nokkrum árum síð- an, hefir verið einn allra aðdá- anlegasti fiðlusnillingur heims- ins, lék í dezember í Albert Hall í Lundúnum og ætlar svo ekki að leika opinberlega í tvö ár, heldur hverfa heim á sveitabýli sitt í Kalifomíu, fyrst og fremst til hvíldar, en einnig til að kynna sér betur hljómlistaverk yfirleitt. — Nú síðast kom hann úr ferð kring- um hnöttinn, og hafði í henni leikið 100 sinnum í 63 borgum í 13 löndum og til þess farið 120,000 kílómetra leið. f Mel- bourne og Sydney, milljóna- borgum Ástralíu, lék hann 11 sinnum i röð á fyrri staðnum, en 10 sinnum í hinum seinni. K a a p í ð Tilkynning, Hérmeð tilkynnist, að mér eftirleiðis er bannað, með dómi nýuppkveðnum, að selja mínar velþekktu heimabökuðu kökur hér á heimili mínu á öðrurn tímum en venjulcgar brauðasölubúðir gera, og mun ég því hér eftir ekki selja þessar kökur lengur en til kl. 7 á rúmhelgum dögura og kl, 1 á sunnudögum. Jafnframt eru það vinsamleg tilmæli mín til minna mörgu kæru viðskipta- vina, að þeir athugi eftirleiðis þennan lokunartíma og gæti þess að gera innkaup sín nógu tímanlega. Vænti ég þess. þrátt fyrir takmörkun þessa, að ég megi áframhaldandi verða viðskiptanna aðnjótandi og mun framvegis, ekki síður en hingað til, gara mér far um að vera ávalt vel birg af allskonar góðum heimabökuð- um kökum. — Eg mun ef til vill síðar, í blaðagrein, gera nánar grein fyrir málaferlum þeim, sem undanfarið hafa staðið yfir út af kökusölu minni og einelti því, sem bakarameistararnir hér í Reykjavík hafa látið sér sæma að leggja mig í frá því er ég fyrst hóf kökusölu. Vifðingarfyllst Gfruðmunda Nielsen Tjarnargötu 3. — Sími: 2477. Hey Norðlenzka íöðu og úihey handa kúm og hestum, útvegum við meö stuttum fyrirvara. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080 í heildsölu Frosið kjöt af vænu rosknu fó. Kjötið er ágætt og mjög ódýrt samanborið við aðra matvörur. Samband ísl. samvínnufélaga Simi 1080. Kjötverzlaiiir / Seljum hreinsaðar kindagarnir. Samband isl. samvínnufélaga Simi 1080 Perfídí í Nefnd í félagj orðar ósjálf- rátt yfirlýsingar sínar dálítið annan veg en einkapersónur. Ef ég hefði verið einráður um orðalagið á Athugasemd við rit- róm (N.Dbl. 31. des.), og einn ábyrgur fyrir því, sem stóð þar, mundi ég hafa lcveðið fastara að orði um álit mitt á þeim bluta af ritdómi hr. B. Kr., sem yíirlýsingin fjallar um, nfl. þá staðhæfingu ritdómarans, að Brennandi skip sé 1) skrifað handa börnum, 2) hættulegt börnum. Ég hefði þá heldur ekki getað orða bundizt um að lýsa viðbjóði mínum á hinni ógeðslegu siðavandlætingai'- slepju þessa ritdómara, en slík slepja er sem kunnugt er, hér- umbil undantekningarlaust ein- kenni á ákveðinni tegund sið- menningar, sem ekki er þörf á að skilgreina nánara í þessu sambandi. Nú geri ég ekki ráð fyrir, að þess sé að vænta, að Bandalag íslenzkra listamanna ætli sér í framtíð fremur en í fortíð að hreyfa andmælum í hvert skipti sem auðvirðilegur ritdóm ur birtist á prenti, enda geri ég ekki ráð fyrir, að Bandalagið, né neinir einstakir meðlimir þess, séu þess um komnir að stöðva hið móðursjúka lof eða last um bækur, sem hér tíðkast nú mjög. Og það er, að því er ég til veit, jafnfjarri B. I. L. að ásaka Nýja Dagblaðið sér- staklega fyrir óvandaða rit- dóma. Ég get bætt því við frá eigin brjósti, að ég þykist hafa veitt því eftirtekt, að N. Dbl. hafi meira að segja tekið sér fram um að sýna virðingar- verða viðleitni í bókmennta- gagnrýni, og mér er persónu- lega kunnugt um, að ritstjóri þess hefir mjög þroskaðan listasmekk og bókmennta, enda fjöllesinn maður. Um hvað er þá deilt? ritdómum Við höldum því fram, að það se perfídí að saka hr. Gunnar M. Magnúss um að hafa skrif- að barnabók, sem sé siðspill- andi fyrir börn, þar sem um ræðir bók hans Brennandi skip. Það kemur nefnilega hvergi fram, að bók þessi sé skrifuð handa börnum, og mætti því með sama rétti fordæma meiri hlutann af öllum skáldsögum heimsins, hversu góðar sem þær væru, og sennilega meiri hlutann af öllum sígildum bók- menntum allra alda. Með sama rétti mætti einnig fordæma hvaða matvöruverzlun sem væri, fyrir að hafa á boðstól- um vörur, sem að líkindum mundu spilla heilsu brjóstmylk- | inga. Það getur vel verið rétt, að gagnrýna matvörukaup- manninn á þeim grundvelli, að hann reki verzlun sína illa á einn eða annan hátt, hafi slæm- ar vörur eða sé ekki fullkom- lega vandaður í verzlunarhátt- um. En það er perfíd að bera það á hann, að hann reki verzl- un sem spilli heilsu brjóstmylk- inga. Á sama hátt er það perfíd að ásaka hr. Gunnar M. Magn- úss fyrir að hann hafi skrifað bók, sem spilli siðferðislífi barna, eða sálarlífi, eða hvað það nú er kallað. Þetta kemur ekkert því máli við, hvort bók hans sé að öðru leyti vel eða illa gerð. Það var gegn þessari tegund af perfídí, sem rithöf- undadeild B. 1. L. leyfði sér að hreyfa andmælum. Perfídí er vont. Nóg er samt. Rvík, 2. jan. 1936. Halldór Kiljan Laxness. ATIIS. Nýja Dagblaðið birt- ir þessa grein hr. H. K. Lax- ness, þótt ádeilan sé lítt frá- brugðin fyrra skrifi hans, sem nefndarmanns ásamt öðrum, aðeins persónulegar lituð og ó- Framh. á 4. síðu. Síðasta mynd af Grace Moore Nýlega er komin kvikmynd á markaðinn, þar sem hin heimsfræga söngkona Grace Moore leikur aðalhlutverkið. — Myndin hér að ofan er af hinni dáðu söngkonu í þessari kvikmynd, ásamt tveimur ungum söngmönnum, sem leika með henni.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.