Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 25.01.1936, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 25.01.1936, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Nú er tækifærið að kaupa ódýra kjötið í dýrtíðinni Aðeins 85 aura pr. 1 kg. í frampörtum. Kr, 1,00 pr. 1 kg. í lærum. E NNFREMUR: Súr hvalur Vínarpylsur Soðið hangikjöt Miðdagspylsur Sogin svið Kjötfars Reykt kindabjiigu Nýtt daglega Kjötbúð Reykiaviknr Vesturgötu 16 Sími 4769 Framvegis verður lágmarksverð á bifreiðaakstri i Reykjavik og nágrenni ekv. ettirtarandi gjaldskrá Akstur í beinni línu frá stöð innan Barónsstfgs að austan, innan Sellandsstígs að vestan, innan Eringbraut- ar að sunnan 1 kr. Fyrir hverja viðkomu, án tafar, sem ekki er í beinni leið 0,25. — Fyrir not af bifreiðinni í bakaleið 0,25 Fyrir akstur milli austur- og vesturbæjar á svæði innan Ægisgötu, Eólatorgs að vestan og Skálholtsstígs, Bjarnarstígs, Týsgötu, Klapparstígs að austan, 1 kr. Á svæði innan Bræðraborgarst., Asvallagötu að vestan, Njaiðargötu, Frakkast, að austan, kr. 1,25. A svæði innan Barónsstígs að austan, Eringbrautar að sunnan, Seljavegs og Eringbr. vestan kr. 1,50. Tímagjald: Kennsluakstur kr. 6.00 pr, kl.st.: A1- mennur akstur kr. 5 00 pr. klst ; fyrir klst. akstur kr. 1.50; fyrir 1/2 klst. akstur kr. 2.75. — Skuldakeyrsla má vera allt að 25«/0 dýrari en kontantkeyrsla. — Næt- urkeyrsla, frá kl. 1—7, 25% hærri en dagkeyrsla. Lágmarksgjald kr. 1,50. Tími reiknast frá því bifreið fer af stöð þar til hún hefir skilað farþegum. Bið reiknast samkv. tíma- gjaldi Lágmarksgjald fyrir 7 manna bifreið kr. 1,50 (þeg- ar um hana er beðið) og sfðan 25% hærra en fyrir 4 manna. Skrá yfir gjöld til ákveðinna staða í nágrenni bæjarins geta menn fengið á bifreiðastöðvunum. Reykjavík, 23. janúar 1936. Bifreiðastöðvar bæjarins Agætt nanta- og1 svínakjöt alltaf fyrirliggjandi. Samband isl. samvinnufélaga Sim! 1080 Aístaða bók- menntanna til samtíðarínnar Framh. af 1. síðu. að því er snertir bókmenntim- ar. Af nýrri íslenzkum rithöf- undum met ég sérstaklega mik- ils Gunnar Gunnarsson, Hall- dór Kiljan Laxness, Kristmann Guðmundsson og Sigurð Nor dal. — Eiga bókmenntimar að fjalla um lífsstefnur og vanda- mál samtíðarinnar eða fyrst og fremst að vera persónulýsing- ar? — Það er mitt álit að ef skáldinu er það eðlilegt vegna listar sinnar og persónu að lýsa stefnuhvörfum samtíðar sinn- ar, er það vitanlega mikilsvert, ekki sízt fyrir eftirkomend- urna, að eiga listþrungna lýs- ingu á lífi og baráttu samtíð- arinnar. En það er eins með sérhvert skáld og alla aðra menn, að þeir bera föstust mót ákveösins tímabils. Og það skáld sem þvingai sig til að lýsa nýjustu vandamálum sam- tíðarinnar getur ávt á hættu að rit hans verði mótuð af stj >m- málum, en ekki íist — Hafa bókmenr.iímar eins mikið gildi fyrir aD.ienning og áður fyrr? — Ég ætla að þær hafi enn meira gildi nú en áður. Kvik- myndimar, sem eru sérstæð grein listar, hafa aukið mátt orðsins. Hin munnlega túlkun verður að sitja í fyrirrúmi fyr- ir öðru, bæði í leikhúsi og í samveru manna á þroskabraut þeirra. — En hvað getið þér sagt um rithöfundarferil yðar? » — Mína eigin bókagerð? — Ég byrjaði af þörf til að gleðja sjálfa mig og aðra. Síðan, þeg- ar ég skrifaði bækur alvarlegs efnis, hugsaði ég aldrei um við- fangsefni eða tilgang. Og efnið kemur líka af sjálfu sér á margan hátt. Maður getur orð- ið hugfanginn við að athuga andlitsdrætti þeirra, sem mað- ur sér á götunni eða í spor- vagninum — andlit, sem virð- ast bera merki örlaganna. Mað- ur les orð, setningar eða heyr- ir brot úr samtali — þessi at- vik blunda í vitundinni, vaxa og skapa bók. Auk þess getur komið fram hliðsjón af efni einnar bókar 0g fætt af sér aðra bók. Líka koma fram hug- Nýkomið: íslenzkar Rófur og Kartðflur Kiötverzl. Herðnbreið Kirkjuvegi 7 Simi 4565 myndir meðan maður skrifar, og þannig heldur þetta stöðugt áfram. — Er það rétt að norrænar bókmenntir hverfi stöðugt meir að þjóðlífsstefnum samtíðar- innar? — Já, að því er snertir hinar yngstu og nýjustu bókmenntir sem enn hafa ekki fundið hæfi- legt viðfangsefni — ekki fund- ið hlutverk sitt — eða hafa jafnvel lítinn skilning á öðru, en séreinkennum samtíðarinn- ar um þáð er viðkemur ástríð- um og kynferðislífi. — Að öðru leyti ætla ég að svara megi þessari spurningu neitandi. Að því er snertir nútímabók- menntir íslendinga, segir skáld- konan að síðustu, virðist mér þær vera' beinn arftaki hinnar fornu gullaldar. Þær bera með sér svip hins. stórfenglega lands og yndisleik hinna léttu blæ- brigða. Þannig virðast mér hinar hreinlegu, ágætu nútíma- bókmenntir á eyjunni , Atlants- hafi. B. S. Lærið sænsku Svíþjóð er fólksflest allra Norð- urlandanna (íb. 6 milj.) Svíar eru með gagnmenntuðustu þjóð- um veraldar. Sænskan er fram- úrskarandi fagurt mál, og það hefir verið fyrsti túlkur margra djúpviturlegra og fagurra hugs- ana, sem skipa heiðurssess í heimsbókmenntunum. Svíar eru ein nánasta frændþjóð Islend- inga, og sænskan er að mörgu leyti líkari íslenzku en hin Norð- urlandamálin. — Að öllu þessu athuguðu mætti ætla, að það væri mjög eftirsóknarvert fyrir okkar litlu þjóð, að vera í sem nánustu sambandi við þennan „stóra bróðuru, fyrir handan hafið. — I þessu sambandi er vert að geta þess, að fyrsti prentarinn hér á landi var Svíi, og Svíar urðu fyrstir útlendra manna, til að gefa gaum forn- ritum okkar og varðveita þau frá glötun. Lengi var „kóngsins Kaup- mannahöfn11 menntamiðstöð ís- lendinga. Á þeim tímum blöskr- aði engum, þó að danska væri kennd í menntaskólanum 4—6 stundir á viku í 6 vetur, og mundi þó minna hafa gagn gert. En nú er öldin önnur. Á síð- ustu árum fer þeim stöðugt fjölgandi, sem leita sér mennt- unar annarstaðar en í Dan- mörku, og gildir þuð jafnt um stúdenta og aðra. En gamla lag- ið er enn í fullu gildi í mennta- skólanum. Áður fyrri leituðu fáir íslendingar til Prakklands. Frönskukennslan í menntaskól- anunj miðast enn við það. (Kennd 3 vetur). Kokkrir íslend- ingar hafa þó lokið háskólaprófi í Paris á síðustu árum. Upp á síðkastið hefir dálítil kvísl af menntamannastraumnum einnig beinzt til Sviþjóðar. Engin sænska er þó enn kennd í menntaskólanum, en nokkrir alþýðuskólar hafa nú sænsku- kennslu og mun hún þó ekki skyidunámsgrein nema í Sam- vinnuskólanum. Dæmið um dönsku- ogfrönsku- kennsluna í menntaskólanum er Leiðrétting Til skýringar við grein í N. D. í fyrrad. um „Sundmennt Norðurlanda“, viðkomandi því, hvernig erlendir menn með reynsluþekkingu telja að bezt verði komið fyrir sætum fyrir áhorfendur í sundhöllum, vil ég taka þetta fram: Álitið er að bezta fyrirkomulagið sé það að hafa sæti fyrir áhorfendur lausa, upphækkandi bekki, sem eru settir á gangstéttimar með- fram sundþrónni þegar kapp- sund fara fram. Að kappsund- inu loknu eru svo þessir bekkir teknir burtu af gangstéttunum og þær (stéttimar) notað- ar við sundkennsluna. Eins og tekið er fram í nefndri grein, álíta þessir sömu menn, sem mesta reynslu hafa, að það sé ekki rétt að steypa áhorfenda- svæðin, það hleypir mikið fram verði húsanna og er auk þess mun verra fyrir áhorfendur, þar sem þeir með því móti eru lengra frá lauginni og súlumar, sem þá þarf að steypa til þess að bera uppi þakið, taka af út- sýni til sundmanna úr áhorf- endasætum. Þetta er hér tekið fram til þess að fyrirbyggja misskilning, af þvi að línur, sem snertu þetta atriði grein- arinnar í blaðinu í gær, höfðu ruglazt. M. S. lítið, en mjög athyglisvert sýnis- born af íhaldsseminni i íslenzk um skólamálum. Það er orðin hefð hér á landi að byrja tungu- málanám á dönskunni. Vegna þess eigum við danska orðabók með íslenzkum þýðingum, en enga sænska eða norska. En þótt liafa megi mikil not dönsku orðabókarinnar við lestur hinna Norðurlandamálanna, vegna hins nána skyldleika þeirra, þá mun hefð þessi ekki verða brotin á bak aftur, fyr en út hafa verið gefnar sænskar og norskar orðabækur, a. m. k. með þeim orðum úr þessum málum, sem algeng eru, en gagnólík tilsvar- andi orðum í íslenzku og dönsku. — Það er hálfgerð háðung fyrir íslendinga, þessa viðurkenndu, námfúsu menningarþjóð, að lesa sænska og noska höfunda — f dönskum þýðingum! Margirmunu heldur viljakynn- ast Tegnér, Fröding, Strindberg, Heidenstam, Selmu Lagerlöf og öðrum sænskum höfundum í sinni upphaflegu mynd, en í dönskum flíkum. í vetur hefir Reykvíkingum gefizt óvenjulegt tækifæri til að læra sænsku. Það setn af er vetri, hefir sænski sendikenn- arinn, docent Áke Ohlmarks, kennt tveim flokkum: stúdent- um og utanháskólafólki (byrj- endum). Nú hefir íslenzk-sænska félagið, Svíþjóð, hlutazt til um að stofnað yrði til námsskeiðs fyrir fólk, sem komið er nokk- uð áleiðis í málinu, og hófst það i gær. Væntanlega setur sig enginn úr færi, sem á annað borð hef- ir ástæður til, að nota þetta ágæta tækifæri til að nema bet- ur hið „málmi skærra máLu L.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.