Nýja dagblaðið - 25.01.1936, Page 4

Nýja dagblaðið - 25.01.1936, Page 4
4 N t J A DAGBLAÐIÐ sýnir kl. 9: Hin konan liefir legið þar undanfarið og tekið fisk af bátum til útflutnings. IJnuveiðarinn Ólafur Bjarnason tekur einnig fisk af bátunum. — Afli er sæmilegur. í Sandgerði héfir verið reitings- afli undanfarna daga. Brezkir námuverkamenn vilja að ráð<1jafanefnd fjalli um vinnudeilur Falleg og 8kemmtileg amerísk talmynd fram- úrskarandi vel leikin af: MYKNA LOY og. WILLIAM PCWELL Ann411 Veðurspá fyrir Reykjavík og ná- grenni: Austan- eða norðaustan- göla og bjartviðri. Næturlæknir er í nótt þórður pórðarson, Eiríksgötu 11, sími ■4655. » Næturvörður er næstu nótt í Laugavegs- og Ingólfs apóteki. Útvarpið: 8.00 Enskukennsla. 8,25 Dönskukennsla. 10,00 Veður- fregnir.. 15,00 Veðurfregnir. 10,10 Veðurfregnir. 19,20 Útvarpstríóið: Tríó í c-moll, eftir Mendelssohn. 19,40 Auglýsingar. 19,45 Fréttir. 20,15 Útvarpshljómsveitin (pór. Guðm.): Létt lög (til 'kl. 21). Skipafréttir. Gullfoss er væntan- lega í Leith. Goðafoss fer frá Ham- borg í dag á leið til Hull. Brúar- foss er á Patreksfirði. Dettifoss er a leið vestur og norður. Lagarfoss var á pórshöfn i gær. Selfoss er í I.eith. Rán kom frá Englandi til >Hafn- arfjarðar á þriðjudaginn. Fisktökuskipið, Nurder, kom til Hafnarfjarðar á miðvikudaginn, tók þar 10 þús. fiskpakka og hélt síðan á leiðis til útlanda samdæg- urs. Fisktökuskip, Nurder, kom til llafnarfjarðar á miðvikudaginn og Esja fór í hringferð vestur og norður í gærkvöldi. Aflasölur. í fyrradag seldi Sindri 913 vættir fiskjar í Grímsby íyrir 530 st.pd., Otur 829 vættir fyrir 1474 st.pd. og Jupiter 973 1 vættir fyrir 683 st.pd. Enskt kolaskip kom í gær með kol til pórðar Ólafssonar. Geir kom inn með veikan mann í gærmorgun. Fór aftur á veiðar í gær. Snorri goði fór á veiðar í gær- inorgun. ís á Hrútafirði. Hrútafjörður er lagður ís fram að Reykja- og Kjörseyrartöngum, eða nokkuð út fyrir Borðeyri. Er talið hæpið, að skip, scm ætla til Borðeyrar treystist til þess að brjótast gegn- um ísinn. Vakir eru til og frá á ísnum og ekki var heimildamanni blaðsins kunnugt um það, að enn befði verið gengið á honum yfir fjörðinn. Frá Akranesi. Belgiskur togari ,í annaðsinn4 Eftir SIR JAMES BARRIE Sýning á morgun kl. 8 í Iðnó. Lækkað verð! Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 é morgun. Sími 3191. Skiðafélag Rvíkur fer skíðaför för upp á Hellisheiði í fyrramálið. Lagt á stað ld. 9. Áskriftalisti hjá formanni L. II. Múller. Pcningagjafir til Vetrarhjálpar- innar: Starfsfólk Verzl. Edinborg og He'ildverzl. Ásgeirs Sigurðsson- ar 66 kr., Starfsfólk Silla & Valda 40 kr., Starfsmenn á húsgagna- vinnustofu Hjálmars porsteinsson- ar 22 kr. — Kærar þakkir. F. h. Vetrarhjálparinnar. Stefán Á. Páls- son. Farþegar með Dettifossi vestur og norður: Ingvar Guðjónsson, Oskar Jónsson, Gísli Jónsson og frú, Skúli K. Eiríksson, Jón Fann- berg, Sigrún Bergmann, Laufey B. Magnúsdóttir, Sveina Guðvarðs, Axel Ketilsson, Guðm. Friðjóns- son skáld, Jóhann Skaftason og frú, Asa Jóhannesdóttir, Guðfinna Gísladóttir, Valgarður Stefánsson, Snorri Hjartarson, Kristófer Egg- ertsson, Har. Jónsson læknir og ftú, Sæm. pórðarson, Sverrir Jóns- son, Jón Guðjónsson, Hulda Emils- dóttir, Rannveig porsteinsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Kagnheiður Ámadóttir, Knútur Thomsen, Björn Nikulásson, Ásta Bæringsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Kristján Bjarnason, Kristján Ólafs- scn, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir. Allar dráttarvélar í Skagafjarð- arhéraði, 7 að tölu, störfuðu árið sem leið. Talsvert er farið að bera á því, að vélarnar bili, og urðu því afköst þeirra í heild minni en ella. — Framkvæmdir í jarðrælct urðu svipaðar og árið áður, eða um 60 þús. dagsverk. — FÚ. Glímufélagiö Ármann heldur 30 ára. afmælisdansleik sinn í Odd- fcllowhúsinu laugardaginn 25. þ. m. og hefst hann kl. 10 e. h. Askriftarlistar liggja frammi á af- greiðslu Álafoss, hjá pórarni Magnússyni og á skrifstofunni. Dansleikurinn er aðeins fyrir fé- laga og gesti þeirra. Nefndin. Laugvetningafélagið hélt aðal- fund sinn og skemmtisamkomu s. 1. sunnudagskvöld. — Fráfarandi stjórn gaf yfirlit um starfið. Hefir það aðallega verið fólgið í mál- funda- og skemmtistarfsemi, og með því haldið uppi gagnkvæmri kynningu á milli gamalla og nýrra Laugvetninga. í stjórn fé- lagsins i'yrir næsta ár voru kosn- ir: formaður Sigmundur Guð- mundsson íþróttakennari, ritari Gunnar Eggertsson sölumaður og gjaldkeri Guðni Ö. Steindórsson, bilstjóri. Eiiiar Markússon ríkisbókari læt- ur af störfum 1. febr. næstk. sam- kvæmt lögum um aldurhámark opinbcrra starfsmanna. Hann varð sjötugur á síðastl. sumri. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar við Skúlagötu, gegnt Sænska frysti- húsinu, tekur á móti gjöfum til starfseminnar alla virka daga kl. 10—^12 f. h. og kl. 1—6 e. h. — Sími 1490. Ríkisreikningar Noregs ívrir fyrri helming ársins 1935 liggja nú fyrir. Sýna þeir 12.9 miljón krónu tekjuafgang. — FÚ. Héraðamót eru orðin algeng hér í Rvík. Er það góður siður að 1-oma saman einu sinni á ári af ræktarsemi við gamlar stöðvar, og til þess að endurnýja gamlan kunningsskap. En heldur er það hjákátlegt þegar þessi mót eru ætluð fólki af rfjarlægum stöðum, sem engar samgöngur eða kunn- Kolanátmiverkfailinu Íokið London kl. 17, 24/1. FÚ. • FULLTRÚAR brezkranámu- ’ manna héldu fund með sér í dag, og ákváðu að fallast á síðustu uppástungur námu- eigenda. Námueigendur höfðu algerlega neitað tveggja shil- linga kauphækkuninni, með þeim rökum, að slík kauphækk- un væri þeim ofviða. En tilboð þau, sem nú lágu fyrir, fólu í sér nokkra hækkun frá fyrri ingsskap hefijr milli sín, eins og t. d. Patrcksfirðingar og vér Hnapp- dælingar. Heyrst hefir að Lang- nesingar og Austur-Skaftfellingar séu að hugsa um að hafa sameig- inlegt héraðsmót bráðlega! Mun kynning þeirra á meðal vera álíka mikil og Vestfirðinga og Snæfell- inga. Hnappdælingur. Sala sjávarafurða í Noregi hefir orðið þannig á s. 1. ári, að síldar- saia til Englands og pýzkalands hefir aukizt allverulega purfisk- sala til Ítalíu og saltfisksala til Portúgal, Spánar og Braziliu hefir aítur á móti minnkað. Hinsvegar hafa Norðmenn selt meira af salt- fiski til Argentínu og Kúba en ár- ið 1934. — FÚ. í gær var hæg austan- eða norð- austanátt um allt land. Veður var bjart á Suður- og Vesturlandi, en litilsháttar snjókoma á Norðaust- urlandi. Frost var víðast 4—8 stig, en mest 13 stig á pingvöllum. Bílar eru nú næstum hættir að ganga um Eyjafjörð vegna snjóa, og ■ mjólk til samlagsins er mest- megnis flutt á bátum og sleð- um. — FÚ. Karlakór Akureyrar — 48 manna söngsveit undir stjórn Áskells Snorrasonar, — söng í fyrrakvöld í fyrsta sinni á vetrinum. A söng- skrá voru 12 lög, öll við íslenzka texta. — Aðsókn var allgóð og undirtektir ágætar. — FÚ. prítugasti og sjöundi ping- og héraðsfundur í Vestur-ísafjarfðar- sýslu var settur á pingeyri síð- degis i fyrradag. Seytján fulltrúar úr öllum hreppum sýslunnar voru komnir. Fundarstjóri var kosinn Kristinn Guðlaugsson, hrepps- r.efndaroddviti að Núpi, og vara- fundarstjóri Ólafur Ólafsson, skóla- stjóri á pingeyri, en ritari Björn Guðmundsson, skólast'jóri héraðs- skólans að Núpi. — Á dagskrá eru 22 mál. — FÚ. Alþýðufræðsla Guðspekifélagsins. Vegna óvenjumikillar aðsóknar endurtekur Grétar Fells fyrirlestur sinn um ástir og hjónabönd í Guðspekifélagshúsinu á morgun, kl. 9 síðdegis. Ráðlegra mun að koma tímanlega, ef menn vilja fá sæti. Nýlega var stofnað leikfélag á Siglufirði. — Stjóm þess skipa: Sigurður Björgólfsson, Steindór P. Árdal og Ólafur Ólafsson. — FÚ. Yfirlýsing. Sakir orðróms, sem gengur um það hér í bæ, að ég bafi átt þátt í því, að koma upp um þa menn, er játuðu á sig óleyfilegar skeytasendingar á dög- imurn, vil ég taka það fram, að hann er á engum rökum reistur og mál þetta mér algerlega óvið- komandi. Reykjavík, 22. janúar 1936. Pétur Hoffmann. tilboðum, og að auki ýmsar réttarbætur, sem verkamenn telja sér nokkurs virði. Þar á meðal að komið skuli upp fastri ráðgjaf- arnefnd, skipaðri fulltrú- um námueigenda og verkamanna, sem leggja skuli fyrir ágreinings- mál, þar á meðal kaup- deilumál, að því tilskyldu að kaupsamningarnir nái aðeins til einstakra hér- aða. Fulltrúar námumanna féllust á þessi tilboð, meðfram með tilliti til þess, hve æskilegt væri að komast hjá opinberum deilum eins og á stæði. Umræður á fulltrúafundinum urðu allheitar, og valt atkvæða- greiðslan að lokum mjög á á- skorun Edwards, aðalritara námumannasambandsins. Full- trúar 360 þúsund námumanna greiddu atkvæði með tillögun- um, fulltrúar 112 þúsunda á móti, en fulltrúar 34 þús. verkamanna sátu hjá. Skugga-Sveinn Ég sá Skugga-Svein ný- lega. Leikinn hefi ég séð leikinn allvíða og flest betur en hér var gert. Þó ber eitt af eins og að líkum lætur, en það voru leiktjöldin. Þau eru mörg ,með afbrigðum falleg. Skugga-Sveinn (Ragnar Kvar- an) er leikinn nokkuð með öðr- um hætti, en menn hafa átt að venjast. Þegar hann kemur fyrst inn á sviðið og fer að brynna músum yfir einhverri Rannveigu, sem enginn kann- ast við, dettur manni helzt í hug munkur, sem hafi verið rekinn úr klaustri endur fyrir löngu, fyrir brot á klausturheit- inu, en síðan lifað á betli og smáþjófnaði og samvizkan því orðin nokkuð skollituð. Nokkur gamaldags tilþrif sáust þó hjá Skugga síðar í leiknum. En Skugga-Sveinn Matthíasar og íslenzkrar alþýðu var þetta ekki. Hann á að vera grimmur, kaldur og tilfinningalaus eins og íslenzkur öræfavetur. Sigurður lögréttumaður í Dal (Haraldur Björnsson) var prýðilega leikinn og með fullu samræmi leikinn á enda. Gudda og Gvendur voru bæði illa leikin, einkum þó Gudda. Það lítur út fyrir að leikstjór- inn haldi, að Gudda sé fífl, og því sé um að gera, að leikarinn hagi sér eins og skrípi. Jón sterki var vel leikinn og ekki síður Hróbjartur vinnumaður. Leikur Péturs Jónssonar var ágætur, og þó undarlegt megi HHgNYJA Bió mmm Fagurt er á fjöllunum Hrífandi fögur og skemti- leg þýýsk tal og tónmynd er fjallar * um'(fástir;fog í- þróttalíf, og gerist í undra- heimi svissnesku Alpa- fjallanna. Aðalhlutverkin leika : Hella Hartvig, Walter Riml og hinir víðfrægu skopleikarar og skíðagarp. ar Litli Fietje og Stóri Fietje Aukamynd: Forleikurinn að óperunni Orpheus i undirheimum leikin af hljómsveit undir stjórn Eberhard Frowein Bifreiðastj. sam- ræma ðkugjöldln Lánkeyrsla 25% dýrari en Bt&ögreiðslukeyrsla Bifreiðastöðvamar hér í bænum hafa nú komið sér saman um ákveðna gjaldskrá fyrir bifreiðaakstur við mann- flutninga hér í bæ og ná- grenni, og mun verð á keyrslu fremur hækka við þessa á- kvörðun. Lægsta gjald fyrir að hreyfa bifreið er 1 kr. frá mið- bæ innan. Barónsstígs, Sellands- stígs og Hringbrautar (að sunnan). Akstur á milli Vest- ur- og Austurbæjar innan Æg- isgötu og Hólatorgs, að vestan og Skálholtsstígs, Bjamarstígs, Týsgötu og Klapparstígs að austan kostar líka krónu. Þetta er miðað við beinan akstur, en hver viðkoma án tafar kostar 25 aura og not af bifreiðinni í bakaleið 25 aura. ökugjald hækkar eftir því sem lengra dregur frá miðbæn- um, og geta menn fengið ná- kvæma skrá yfir það á bif- reiðastöðvunum. Lánkeyrsla er 25% hærri en staðgreiðslukeyrsla. Tímagjald fyrir kennsluakstur er 6 kr. á kl.st., en fyrir almennan akst- ur 5 kr. á kl.st. virðast, þá voru það þeir Har- aldur Bjömsson og Pétur Jóns- son, sem gerðu leikinn þess verðan að sjá hann, því þeirra hlutverk eru þó fremur dauf frá hendi höf. og oftast leikin án verulegra tilþrifa. Haraldur útilegumaður er venjulega illa leikinn, en hér var eiginlega ekki ver með leik farið en efni stóðu til. Sú sem lék hlutverk Ástu í Dal mun hafa verið til þess valin vegna söngraddar- innar, en hvorki vegna mál- færis eða útlits. Nóg um það. Yfirleitt varð ég fyrir sámm vonbrigðum. Þó ég sæi ekki eft- ir að hafa farið í leikhúsið til að sjá túlkun reykvískra leik- enda á þjóðlegasta leikriti ís- lendinga. Gestur.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.