Nýja dagblaðið - 06.02.1936, Síða 1
Karlakór Reykjavíkur
„Alt Heideiberg"
Leikstjórí: Haraldur Björnsson
Ráthie (Regina Þórðardóttir) rneðal glaðra stúdenta.
m
Tveir togarar stunda veiðarnar og'
trönur verða reístar, sem taka 1200
tonn af blautum fiski
Allt, sem Wilhelm Meyer-
Förster hefir skrifað, er þegar
komið undir græna torfu að
kalla má, nema „Alt Heidel-
berg“, jafnvel söguna, sem leik-
ritið er sniðið úr, nennir eng-
in manneskja að lesa. En í
hálfan fjórða tug ára hefir
þetta leikrit laðað að sér þyrp-
ingar leikhúsgesta í öllum lönd-
um og sá máttur er ekki enn
í rénun, þrátt fyrir allt sem
breytzt hefir síðan um aldamót.
Ekki er þó hér að ræða um
mikil átök, mikil tilþrif, miklar
bókmenntir. Höfundurinn er
ekki mikið skáld. Hann opnar
hvorki undirdjúpin né sjálfa
himnana; lýkur hvorki upp
læstum hirzlum hjartans né
leynidyrum sálarinnar; heillar
ekki einu sinni áheyrandann
með glæstum orðfylkingum eða
nokkurri seiðhrynjandi í setn-
ingum.
En höfundinum hefir tekizt
að gera leikritið rómantískt í
þokkasælasta lagi, rétt klippt
út úr æfintýrabók. Hér er
prinsinn og þjónustustúlkan á
miðju blaði. Og umhverfis þau
og saklausar ástir þeirra eru
aðalbornir stúdentar, glaðsyngj-
andi undir vínviðarfléttum
veitingaskálans; gamall há-
skólabær við fljót í grænum
dal; skógi vaxnar hlíðar, og
efst á brekkubrúninni ber við
litverpan kvöldhimin stórfeng-
legar hallarrústir, í laufbryddri
umgerð. Hæfilegt svið æskuást,
æskuviðkvæmni, æskusorgum.
Flestir telja það meginskil-
yrði til að ná lýðhylli, að leik-
rit eða saga fari vel. Á þessu
byggir kvikmyndalistin yfir-
leitt. En hversdagstilfinningar
hversdagsmannsins, okkar, sem
einu nafni nefnist almenning-
ur, fá sjálfsagt ljúfasta útrás í
hæfilega blönduðum klökkva
við kæti. Takist vel á slíkt að
hitta, heilla þau ritverk nálega
fjölmennastan hóp, sem enda
mátulega sorglega.
Á þetta hefir höf. „Alt
Heidelberg“ tekizt að hitta, og
í því er vafalaust fólgið hið
mikla áhrifavald leikritsins á
almenning. Hjörtun komast við
og augun döggvast í síðasta
þætti, en dálítið andvarp losar
þyngslin frá brjóstinu á heim-
leiðinni; hér er ekki á enda svo
stórfenglegur harmleikur, að
standi mönnum fyrir svefni;
almenningur veit enn, sem til
Lutz, kammerþjónn
(Har. Bjömsson).
forna, að blóðnætumar eru
bráðastar og að Karl Heinrich
fær erfiðari viðfangsefni við
að glíma til að gleyma versta
sársaukanum, áður en langt
um líður. Og Káthie hefir þeg-
Káthie og erfðaprinsinn
(Regina Þórðardóttir og Bjarni
Bjarnason).
ar að hálfu sætt sig við fram-
tíðina með Franz — og kann-
ske vonina um nokkra glókolla
á heimilinu til að létta sér
kyrðina.
En framar öllu öðru veit á-
horfandinn, að um leið og höf-
uðpersónur æfintýrsins, prins-
inn og þjónustustúlkan, eru
slitin sundur af örlögunum, þá
eru þau líka tryggð æfilangt
gegn öllum vonbrigðum hvers-
dagslífsins. Einmitt af því, að
þau eru viss um að sjást aldrei
framar, geta þau öðlazt full-
sælu i endurminningu, sem
aldrei verður annað en fegurð,
sem alla æfi verður
„henni sem fylgja frá
húmsins veldi
honum sem stjömubál.“
Um sýninguna sjálfa er eig-
inlega ekkert nema hið allra
Framh. á 4. síðu.
Togararnir Max Pemberton
og Bragi fóru á ufsaveiðar um
helgina og komu aftur í gær.
Höfðu þeir fengið um ca. 50
tonn hver. Er það lítill afli, sem
stafar af því, að vond veður
höfðu hamlað veiðunum.
Max Pemberton mun hætta
veiðunum a. m. k. í bili, en
Bragi fer út aftur og Þórólfur
er nýlega farinn út. Stunda
þeir báðir ufsaveiðar fyrst um
sinn.
Það er Skúli Thorarensen
verzlunarmaður, sem gengst
fyrir þessum ufsaveiðum og
hefir hann tekið togarana á
leigu. Jafnframt hefir hann
í verkfallinu í Smithfield
hefir fátt gerst sögulegt í dag.
Atvinnurekendur hafa gefið
út yfirlýsingu þess efnis, að
þeir vilja ekki láta undan, þar
sem verkfallið sé ólöglegt, og
undanhald geti því orsakað
mikla hættu fyrir matvæla-
markað borgarinnar í framtíð-
inni.
Skíðaferðir eru nú mikið
iðkaðar í Siglufirði.
í gær fór fram skíðastökk
og náðu þessir menn beztum
árangri:
Jón Þorsteinsson, 14 ára, 40
metra, Sigurgeir Þórarinsson
40 metra og Alfreð Jónsson 37
metra.
Áður hafði Björn Ólafsson
18 ára, stokkið 36 metra, en
hann hefir nú orðið fyrir því
slysi að fótbrotna við skíða-
stökk. Var því um kennt, að
snjór í brekkunni fyrir neðan
flugið hafi verið stamari, en
áður hafði verið. — Ýmsir hafa
fengið 120 hjalla leigða hjá
Fiskimálanefnd og er langt
komið að reisa þá suður í
Öskjuhlíð. Er gert ráð fyrir að
þeir geti tekið um 1200 tonn af
blautum fiski í einu og hefir
blaðið heyrt, að Skúli muni
hafa í hyggju að fvlla þá þris-
var sinnum af ufsa.
Fyrir forgöngu Skúla var
töluvert hert af ufsa hér í
fyrra og gafst það vel. Er hér
um nýja útflutningsvöru að
ræða og er þessi starfsemi
þakkarverð bæði fyrir þá sök,
og eins hitt að hún veitir
mörgum mönnum atvinnu,
einkum við hirðingu ufsans.
Verkfallsmenn stöðvuðu
vinnu á Gyðingamarkaðinum í
morgun og kjötvörur eru ekki
afgreiddar nema til sjúkrahúsa.
Segjast verkfallsmenn vera ein-
huga og vissir um að vinna
sígur.
í einu Lundúnablaði birtist
í morgun auglýsing frá slátr-
ara, sem býðst til þess að
senda kjöt með pósti beint til
húsmæðra.
stokkið styttri stökk en hér
voru greind.
Stökk Jóns Þorsteinssonar er
mesta skíðastökk, sem kunnugt
er um hér á landi.
Skíðaafrek
á Húsavík
Húsavík í gær. FÚ.
I Húsavík eru skíðaferðir
iðkaðar með mesta móti af
ferðamönnum og íþrótta-
mönnum. Mesta skíðabrekka
nærlendis er Húsavíkurfjall, um
350 metra hátt og mjög bratt.
Framh. á 4. síðu.
Von Asterberg (Herm. Guðm.) ber Engelbrecht (Sv. Þork.)
„óvígan“ út frá prinsinum, sem stendur við dyrnar.
Kjötverkfallið í London
Slátrari reynir að eyðileggja verkfallið með pví
að senda kjöt í póstí.
London í gær. FÚ.
Lengsta skíðastökk
á íslandi
14 ára unglingur stekkur 40 metra.
Siglufirði í gær. FÚ.