Nýja dagblaðið - 06.02.1936, Page 2
2
N Ý S A
DAGBLAÐIÐ
Freviu-kafflbætirinn
þykir bezli og drýgstf kaffibstirinn
„Nú hlakka ég iil að fá mépkaffisopa með FreyjU'
kaffibæfi, því þá veif eg að kaffið hressir mig“
8ameiginlegt fyrir austur- og vestur- Skaftfellinga,
verður haldið í Oddfellow-húsinu fimmtudaginn 20. þ.m.
og hefst með borðhaldi kl. 8 síðdegis,
Askriftarlistar liggja frammi í verzl. Vík, Laugavegi
52. Parísarbúðinni, Bankastræti 7. Kaupfélagi Reykja-
víkur, Bankastræti 2 og á skrifstofu iðnsambandsins,
Suðurgötu 3.
Aðgöngumiðasala verður á sömu stöðum.
F orstöðunef ndín.
Nýsviðnir hausar
af vænum dilkum daglega til sölu.
íshúsid Herdubreid
Chevioi
úr íslenzku þeli.
Gefjun, Laugaveg 10
Nemendasamband
Samvinnuskólans
heldur fund á Hótel Borg
(uppi) kl. 8,30 annað kvöld
Stjórnin.
Sími 2678.
Nýjar rjúpnr on gæsir
til BÖlu,
Saumanámskeíð
fyrir dömur hefst 10. þ. m.
Dagtímar: kl. 2—4 mánudaga, miðvikud, og fösfudaga.
Kvöldtímar kl. 8—10 sömu daga.
Sólveig’ Guðmundsdótfír,
Mjóstræti 3.
K a u p i ð
15. febrúar
Kaupendur Nýja Dagblaðsins, sem eiga heima utan
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar
M U N I Ð að fyrsta ársfjórðung blaðsins ber að greiða
fyrir 15. febrúar,
M U N I Ð að þeim sera ekki hafa greitt blaðgjöld
fyrir árið 1935 í síðasta lagi 15. febrúar
n. k. verður ekki sent blaðið áfram.
Bálfarufélag Islands
Innritun nýrra félaya í Bókaverzl.
Snæbjarnar Jónssonar. Árgjald kr.
3,00. Æfitillag 25.00. Gerist félagar.
»Rauðir
pennar«
Safn af sögum, ljóð-
um og ritgerðum eftir
nýjustu innlenda og
erlenda höfunda. —
Rvík 1935.
Framh.
III.
En látum nú vera hina
grunnfæru þekkingu þeirra á
mannlegu eðli og hina bjart-
sýnu trú á frelsun þess og alla
unaðarvímu rithöfundarins H.
E. Laxness yfir því, að vera
samrunninn þessari „kviku í
lífi fólksins". Menn hafa áður
trúað á endurfæðingu og
kraftaverk. Og áreiðanlega er
allt því um líkt vel mögulegt
fyrir guði, enda þótt hann sýn-
ist venjulega hafa þurft að
fara nokkuð langar eyðimerkur-
ferðir með hinar útvöldu þjóð-
ir áður en þær reyndust hæfar
til að vera leiddar inn í fyrir-
heitna landið. Samt sem áður
er ekkert nema gott um það að
segja, ef þeir félagar reynast
Móse snjallari að siða og upp-
ala lýðinn. En það er annað,
sem ég vildi frekar finna að
hjá þessum höfundum og það
er tilfinnanlegur skortur þeirra
á rökvísri hugsun. Tæplega er
hægt að lesa nokkra grein svo
til enda, að höfundurinn sé ekki
búinn að fara í gegnum sjálfan
sig margsinnis og undrast
maður þá geysilegu leikni, sem
þeir hafa náð í þessari íþrótt.
Mun þetta sennilega vera eitt
af einkennum hinnar nýju
Sovétstefnu í bókmenntum og
því eiga að teljast með þeim
höfuðkostum, sem eru æðri öll-
um skilningi „borgaranna“.
Quod licet Jovi non licet bovi,
sögðu Rómverjar. Þannig er
það harðlega átalið, að borgara-
stéttin hafi gert listina að
hlekkjaðri ambátt sinni og Pe-
gasus að víxluðum húðarjálk
fyrir vagni kapitalismans, en
hins vegar er það talið skylt og
sjálfsagt, að hún þjóni „öreig-
unum“ í allri auðmýkt hjarta
síns. Sami greinarhöfundur
gerir það beinlínis að grund-
vallaratriði í grein sinni, að
verkalýðurinn eigi að taka list-
ina í þjónustu sína og nota
hana að vopni í stéttabarátt-
unni eins og á Rússlandi tíðk-
ast. Það er ekki að taka listina
frillutaki! Með því móti verður
hún frjáls! Eins getur höf. ekki
nógsamlega lýst þeirri and-
styggð, sem hann hefir á því,
íshúsið Herdubreid
Sími 2678.
Líkt með skyldum
Borgbjei-g fyrv. kennslumála-
ráðherra Dana lézt 15. þ. m.
eftir uppskurð við blöðrusótt.
Iiann hefði orðið sjötugur 10.
apríl næstk. og ætluðu stúdent-
ar að gangast fyrir miklum
hátíðahöldum á afmælisdegi
hans.
Borgbjerg var sonur dýra-
læknis og ritaði hann fyrir
nokkru um föður sinn í árbók
dýralækna. Þar stóð m. a.:
— Skömmu fyrir 70. afmæl-
isdag föður míns, var hann
skorinn upp við blöðrusótt.
Uppskurðurinn misheppnaðist
og hann dó nokkrum dögum
seinna ....
Þannig urðu endalok sonar-
ins hin sömu og föðursins.
þegar listin er gerð að óðal-
búnu verkfæri lýðskrumsins,
eins og gerist hjá facistunum í
Ítalíu og Þýzkalandi.En að nota
listir og skáldskap í þjónustu
kommúnismans, það er hið
æðsta fullkomnunarstig, sem
náð verður í þessum efnum.
Manni verður á að spyrja: Eru
svona lagaðar röksemdaleiðslur
settar fram af fullkominni fyr-
irlitningu á almennri dóm-
greind manna í landinu, eða af
sauðfrómu „naiviteti“ þessara
þröngtrúuðu manna? Sjálfur
liallast ég að hinu síðara, því
að það er undraverð sam-
kvæmni í þessari tegund af
rökvísi, sem birtist gegnum
alla bókina. (Meira).
Benjamín Krist jánsson.
Skautasmíði
í Hamri
Skautasmíði í „Hamri“....
Nú eru löngu uppgengnir
allir skautar í verzlunum bæj-
arins og fjöldi fólks, sem vegna
skautaleysis getur ekki notað
hin góðu skautasvell utan bæj-
ar og innan. Er því ástæða til
að geta þess að járnsmiðir í
vélsmiðjunni „Hamri“ hafa
smíðað sér sjálfir skauta, sem
virðast ekki gefa eftir útlendri
framleiðslu.
í gær athugaði tíðindamaður
blaðsins þessa skauta og leizt
vel á. Eru þeir smíðaðir úr bif-
reiðafjöðrum og festir á
skautaskó. Virðist hér því vera
um að ræða iðnað, sem getur
komið sér vel fyrir skautafólk
bæjarins, eldra sem yngra.
Aðeins virðist það skorta, að
einhver skósmiður bæjarins taki
sér fyrir hendur að gera
skautaskó eftir beztu erlendum
fvrirmyndum.
V ígbúnaðnr Brela
Fregnir berast um, að brezka
stjórnin hafi nú ákveðið að
stórauka allan vígbúnað ríkis-
ins, bæði á landi, sjó og í lofti
cg leggja til að tekin verði gíf-
urleg ríkislán í þessu skyni.
Er talið, að hinn brezki land-
her á friðartímum verði, ef til-
lögur stjórnarinnar ná fram að
ganga, aukinn upp í hálfa
miljón manna eða tvöfaldaður
frá því sem nú er. Áætlað er
að smíða á næstu sex árum
200 herskip og 12 þúsund hern-
Framh. á 4. síðu.