Nýja dagblaðið - 06.02.1936, Blaðsíða 4
4
N t J A
DAGBLAÐIÐ
IBiBl Gamla Bíó
Léttlynda
Maríetta
Gullfalleg og hrifandi óp-
eretta eftir frægasta óper-
ettu8káld Banaaríkjanna
Victor Herbert.
Aðalhlutverkin leika
og syngja:
Janette Mc Donald
Nelson Eddy
af framúrskarandi snilld.
Annáll
Veðurspá fyrir Reykjavík og ná-
grenni: Sunnan kaldi. Rigning.
Næturvörður er þessa nótt í
I augavegs- og Ingólfs apótekum.
Nemendasamband Samvinnuskól-
ans heldur fund á Hótel Borg
(uppi) annað kvöld.
Ótvarpið í dag: kl. 7,45 Morgun-
leikfimi. 8.00 Enskukennsla. 8,25
Dönskukennsla. 10,00 Veðurfregnir.
!5,00 Veðurfregnir, 18,45 Erindi
Búnaðarfélagsins: í Miklumýrum,
II (Árni Eylands ráðun.). 19,10
Veðurfregnir. 19,20 Útvarpshljóm-
sveitin (pór. Guðm.): Lög úr ó-
perettunni „Eva“, eftir Lehár. 19,40
Auglýsingar. 19,45 Fréttir. 20,15
Krindi: Orkulindir og hráefni, IV.:
Járnið (Einar Magnússon mennta-
skólakennari). 20,40 Hljómsveit út-
arpsins (dr. Mixa); a) Schu-
mann: 1. Allegro briRante; 2. In
modo d’una Marcia (úr píanókvin-
tett, Op. 44); b) Tschaikowsky:
Rússneskt tema (Op. 48). 21.05
I.esin dagskrá næstu viku. (Dag-
skró lokið kl. 21,15).
ísfisksala. í gær seldu Hilmir í
Grimsby 794 vættir fyrir 558 sterl-
ingspund, Júní i Grimsby 1240
vættir fyrir 676 sterlingspund og
Gylfi í Hull fyrir 736 sterlings-
pund.
„Karlakór Reykjavíkur“
eftir
Wilh. Meyer-Förster
'.erður leikið í Iðnó á morgun
kl. 8.
(Venjulegt leikhúsverð).
Aðgm. seldir frá kl. 4—7 í
dag og frá kl. 1 á morgun.
Pantanir sækist fyrir kl. 3
sýningardaginn.
Aðgöngumiðasími: 3191.
Skugia-Sveiin
eftir Matthias Jochumsson.
Sýning í kvöld kl. 8 í lönó.
Lækkað verð!
Aðgöngumiðar seldir í dag
eftir kl. 1.
Eblblossarnir, sem sáust héðan i
fyrrakvöld framundan Akrafjalli,
stöfuðu af sinubrennu. Kveiktu
bændur í Kjós i sinu þá um
kvöldið og stóð eldurinn langt
fram á nótt.
Bæjarstjórnarfundur er kl. 5 í
díig. Fer þar fram kosning á fasta-
■ nefndum bæjarins, o. fl.
Bíll veltur. Sá atburður vildi til
ri Laufásveginum í gærkvöldi, að
stór bíll rann á hálkunni og kast-
aðist út af veginum. Var rriesta
mikli að ekki hlauzt slys af, því
margir menn voru í bílnum. Bíll-
inn var keðjulaus, enda myndi
sounilega aldrei hafa til þessa
komið, ef hann hefði haft keðjur.
Ei þetta til viðvörunar fyrir bíl-
stjóra, sem margir hverjir trassa
það um of að nota keðjur, þegar
þeirra þarf með.
„Litið gleður vesælan", má segja
u|*i Morgunblaðið og Vísi þessa
daguna. Pólitískir leiðarar beggja
þessara blaða eru i gær helgaðir
I gilsstaðafundinum, þar sem í-
haldinu og' „einkafyrirtækinu"
heppnaðist eftir mikla fyrirhöfn
flð smala saman um 30 liræðum
og láta þær samþykkja vantraust
:i stjórnina.
porbergur porleifsson alþm. kom
liingað til bæjarins í gær með
F.sju.
Kaupf éla gsst j ór amir Jón ívars-
son, Hornafirði, pórhallur Sig-
tryggsson, Djúpavogi og Benedikt
Guttormsson, Stöðvarfirði, eru
gestkomandi liér í bænum.
Esja kom úr strandferð að aust-
an í gær.
Af veiðum komu i gær togararn-
ir Gulltoppur með 3400 tonn, Haf-
steiim með 3000 tonn og Kári með
2300 tonn.
Skugga-Sveinn verður leikinn í
kvöld í Iðnó, með lækkuðu verði.
F.ru efalaust margir, sem eiga eft-
ir að sjá leikinn. Ættu þeir nú að
nota tækifærið, því nú verður
leikurinn aðeins sýndur i örfá
skifti.
Skipafréttir. Gullfoss var á
Siglufirði í gær. Goðafoss er í Rvík.
Dettifoss er á leið til HullogHam-
borgar. Brúarfoss var væntanlegur
til Reykjavíkur í morgun. Lagar-
foss er í Reykjavík. Selfoss fór frá
Leith í gær.
Háskólafyrirlestrar á frönsku.
I ngfní Petibon flytur í kvöld kl.
8,15 fyrirlestur í háskólanum.
Efni: „Napoléon et les Ecrivains.
i ne visite á Fontainebleau'1.
Slysavarnaíélagið brezka hefir
átt annríkara í síðastliðnum janú-
armánuði, en nokkru sinni í janú-
armánuði á undanförnum 33 ár-
um. Sextíu og tvisvar sinnum urðu
tjörgunarbátar að fara á flot í
janúar, og 44 mannslífum var
bjargað. — FÚ.
Pólitískur sendikennari. Stjórn
heimspekideildar háskólans í Ar-
ósum hefir nú vísað frá kröfu
stúdentanna um það, að þýzka
sendikonnaranum, dr. Dohme,
verði vísað frá kennslustörfum við
háskólann. Stúdentar hafa tekið
þessu mjög illa og draga mjög í
efa hæfileika og kunnáttu dr.
Dohme, en saka hann um það, að
vera einungis undirróðursmaður
fyrir nazista, gerður út til þess að
hafa áhrif á danska stúdenta.-FÚ.
Feikna mikill trjáreki hefir verið
undanfarið á öllum Ströndum,
aöallega þó norðan til. Björn
Blöndal Jónssonf löggæzlumaður
hefir það eftir Guðjóni hreppstjóra
Guðmundssyni á Eyrum í Arnes-
lireppi, að á Óseyri við Ingólfs-
fjörð hafi 8 menn verið fyrir
slcömmu heilan dag að bjarga
rekaviði undan sjó. Einnig sagði
hann að i noklcrum víkum, sem
ekki yrði komizt að sakir kletta
Karlakór Reykjav.
,Alt Heídelberg-*
NYJA BIÓ
Framh. af 1. síðu.
bezta að segja. Aðrir en höf-
uðpersónumar tvær og Harald-
ur Björnsson, eru flestir al-
gerðir viðvaningar á leiksviði.
Þess ágætara vitni ber árangur-
inn Haraldi Björnssyni um alla
leikstjórn og flokknum um
gott mannval og vilja til að
njóta tilsagnar og þjálfunar. Er
sjaldgæft hér, og reyndar hvar
sem er, að sjá t. d. hópsýning-
ar fara viðvaningum svo ágæt-
lega úr hendi, að nálega hvergi
sé viðvaningsbragur á. Sjálfur
gerði Haraldur Björnsson ágæt-
lega skil Lutz kammerþjóni;
víða aðdáanlega, sem hinum
drembna gikk, er hann lítur
niður fyrir sig og eins sem
hinni hrelldu þýsál, er á móti
blæs. —
Frú Regínu sá ég á Akur-
oyri 1932. Hún var þá viðvan-
ingur, en með áberandi hæfi-
leika, sem nú hafa öðlazt
þroslca við ágæta tilsögn, svo
að hér hefir okkur bætzt veru-
lega góð leikkona, að því er séð
verður, með valdi yfir fagurri
rödd og framgöngu allri, til
svip- og látbrigða, í gleði og
sorg. Maður hennar, Bjami
Bjarnason frá Geitabergi, sem
1932 kom víst í fyrsta sinni á
leiksvið í sama hlutverki og
nú, hefir að öllu bætt við sig;
leikur hans er yfirleitt djarf-
lcgur og slindrulaus og rödd
hans og söngur með ágætum.
Ámi Benediktsson gerði
furðu góð skil hinum íðilgóða,
óhirðvana heiðursmanni, dr.
Júttner, sem nokkuð beiskur
og þverlundaður hefir orðið í
nepjunni frá hinum kaldrifjuðu
Nasistaleiðtogi
myrtur
London í gærkvöldi. FÚ.
Foringi svissneskra nazista,
Giilows, var myrtur í gær.
Gulows var rúml. þrítugur
og stofnaði svissneska nazista-
flokkinn 1930. Hann var þýzk-
ur ríkisborgari og var álitið
tímaspursmál hvenær honum
yrði vikið úr landi.
Banamaður hans, David
Frankfurter, er læknisfræði-
nemi og þjáist af ólæknandi
sjúkdómi. Fyrir viku hvarf
hann af sjúkrahúsi, þar sem
hann var.
Þýzkir nazistar harma mjög
fráfall Gúslows og hefir stjórn
Þýzkalands fyrirskipað sorg í
öllum nazistadeildum erlendis.
og brims, væru nú breiður af reka-
viði. Fyrir tveimur árum var þar
mikill trjáreki og rak þá stórviði,
cn nú var reki miklu meiri að
vöxtum on trén minni. Sumt af
þessu er unninn viður, en meginið
cru sívalir trjábolir, stýfðir fyrir
enda, og iiggur allur þessi viður
ósnertur á fjörunum. Sumir ætla,
;ið viðarskip hai'i farizt í nánd við
ísland, en Guðjón álítur, að viður
þcssi hafi komið frá Síbiríu og
muni hafa týnst. þar í fljót, er hon-
urn hefir verið fleytt til sjávar.-FÚ
konungsmönnum. Bjarna Egg-
ertssyni fór vel úr hendi hlut-
verk von Passarze, hirðmar-
skálks og hágöfgi, og Skúla Á-
gústssyni fórst mjög heiðarlega
í hinu dálítið þunglamalega
Hindenburgsgervi. Hermann
Guðmundsson er nú ólíku rösk-
legri stúdent en útilegumaður í
Skugga-Sveini, en bæði hann og
Daníel Þorkelsson, sem líka lék
mjög rösklega, töluðu á stund-
um nokkuð ógreinilega. Góð
skil gerði Sveinn Björnsson,
Bilz, en mætti kveða dálítið
fastara að latínunni. Og Sveinn
Þorkelsson var prýðilega „út
úr“.
Af öðrum smærri hlutverkum
má sérstaklega nefna Rúder
veitingamann, sem Nieljohnius
Ölafsson lék, og Schölermann
hertogaþjón, sem Haraldur
Kristjánsson lék; þeir voru báð-
ir prýðilegir. Og afbragð var
Kellermann gamli þjónn, í
höndum Lárusar Hanssonar.
Síðast en ekki sízt á mikið
lof skilið Sigurður Þórðarson
söngstjóri, fyrir lagið við
kvæðið „Dvergurinn“, og hann
og Karlakór Reykjavíkur fyrir
snilldarlegan söng; hljómsveit-
arstjórinn, Þórarinn Guð-
mundsson og reyndar hljóm-
sveitin öll; Freymóður Jó-
hannsson leiktjaldamálari fyrir
sinn hluta og sömuleiðis ljósa-
meistarinn, Hallgrímur Bach-
mann.
Leikhúsið var troðfullt og
fögnuður leikhússgesta óvenju
mikill. Þessi leikur verður vafa-
laust mjög vel sóttur og að
verðleikum.
S. H. f. H.
Hvernig hefir málum
sjómanna verið sinnt
af núv. ríkisstjórn?
Framh. af 3. síðu.
um fundi bar Vilhjálmur Þór,
af hálfu Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, fram frv. til laga
um S. í. F„ í samræmi við of-
anskráðar tillögur Jóns Áma-
sonar. En allt var fellt fyrir
Vilhjálmi Þór.
Stjórnin greip nú í taumana,
og setti á haustþinginu 1934
lög um fiskimálanefnd, útflutn-
ing á fiski, hagnýtingu mark-
aða, o. fl., eins og hér hefir
verið drepið á nýlega. Eru þar
í sérstök ákvæði um félag fisk-
framleiðenda, verði það stofn-
að, og stofnað og starfrækt
öðruvísi en lögin um samvinnu-
félögin frá 1921 mæla fyrir.
Með þessari framtakssemi
núverandi stjórnar, var gerð
möguleg með löggjöf hug-
kvæmd Jóns Árnasonar og
annarra samvinnumanna um
skipulagða sölu á fiski —
enda bar hún þann árangur,
að nýtt fisksölusamband
var stofnað í maí í fyrra og
lög samþykkt fyrir það um
leið. Þau lög fara í meginatrið-
um eftir framanskráðum tillög-
um Jóns Árnasonar. Og þó að
enn megi nokkuð að finna, frá
sjónarmiði samvinnumanna, þá
hafa þeir þó unnið hér mikinn
sigur, því að hér er að ræSa um
Njósnir
gegn njósmim
Amerísk tal- og tónmynd
frá Fox-félaginu, er sýnir
æfintýraríka og spennandi
njósnarsögu, er gerist í
Frakklandi og við Pan-
amaskurðinn í Ameríku.
Aðalhlutverkin leika:
Ketty Gallian,
Spencer Tracy o. fl.
Aukamynd:
TALMYNDA-
FRÉTTIR.
Börn fá ekki aðgang.
II Kanp og sala ||
so fr Fasteignasala Helga Sveins- nar er í Aðalstræti 8. Inng. á Bröttugötu. Sími 4180.
Olíulampar vandaðir. Sýnis- horn. Kaupfélag Reykjavíkur.
meginbreytingu til bóta frá því
sem áður var, enda þarf þá
heldur ekki að grípa til neyðar-
úrræða, eins og t. d. að taka
upp einkasölu á saltfiski.
Og núverandi stjórn á miklar
þakkir skyldar fyrir að hafa
með löggjöf sinni um þessi mál
þvingað þá, sem áður höfðu
tekið sér einræði í þeim, til
þess að beygja sig undir al-
mennt félagsfyrirkomulag, og
með því tryggt sjómönnum og
smærri útgerðarmönnum eðli-
legan íhlutunarrétt um þessi á-
hugamál sín, nægan til þess að
koma í veg fyrir hin brjálæðis-
kenndu kapphlaup stórspekú-
lantanna eftir hinum og þess-
um refilsstigum, kapphlaup,
sem á venjulegum tímum eru
heimska og böl, en á slíkum
tímum sem nú hafa yfir geng-
ið, hreinasta þjóðarmorð frá
hagfræðilegu sjónarmiði.
Vígbúnaður Breta
Framh. af 2. síðu.
aðarflugvélar og byggja flug-
hafnir og endurbæta vopn og
víggirðingar hvarvetna um hið
brezka heimsveldi. — Þessi
stórkostlega vígbúnaðaráætlun
verður lögð fyrir brezka þingið
nú í þessum mánuði.
Skíðaafrek á Húsavík.
Framh. af 1. síðu.
Ilafa menn stöku sinnum rennt
sér á skíðum suður eða vestur
aí fjallinu og hefir þótt fræki-
legt að standa svo bratta
brekku.
Nýlega hefir ungur maður í
Húsavík, Gísli Steingrímsson,
farið tvisvar upp á fjallið og
rennt sér suður af því, Efst í
fjallinu er þó hengja mikil,
sem skíðamaðurinn þurfti að
kasta sér fram af. I fyrra
skiftið var Gísli 31 sekúndu
niður á jafnsléttu, en síðara
skiftið 27 og eina fimmtu sek.
— Vegalengd er áætluð 500
metrar. Er þetta fljótasta ferð
niður fjallið, sem farin hefir
verið.