Nýja dagblaðið - 07.02.1936, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 07.02.1936, Blaðsíða 4
N t Í A DAGBLAÐIÐ 4 IGamla BlóE Létflynda Gullfalleg og hrífaudi óp- eretta eftir frægasta óper- ettuskáld Bandaríkjanna Victor Herbert. Aðalhlutverkin leika og syngja: Janetfe Mc Donald Nelson Eddy af framúrskarandi snilld. í SÍÐASTA SINN. Ann&ll Veðurspá fyrir Reykjavík og ná- grcnni: Sunnan eða suðvestan kaldi. Skúrir. Útvarpað í dag: kl. 7,45 Morgun- leikfimj. 8,00 íslenzkukennsla. 8,25 Pýzkukennsla. 10,00 Veðurfregnir, 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veður- fregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Létt lög. 19,40 Aug- lýsingar. 19,45 Fréttir. 20.15 Bœkur og menn (Vilhj. p. Gíslason). 20,30 Kvöldvaka: a) Jónas por- nergsson útvarpsstjói’i: Ásmundar saga fótlausa; b) Arndís Björns- dóttir leikkona: Saga eftir Jóhann Bojer; c) Spurningar og svör. — Gnnfremur sönglög. (Dagskrá lok- iö um kl. 21,45). Bæjarstjórnarfundur var lialdinn í gær. Kosið var í fastanefndir hæjarins, endurskoðunarmenn bœj- arreikninganna o. fl. Voru þeir all- ir endurkosnir, sem áður höfðu gegnt þessum störfum. Aðfaranótt miðvikudagsins urðu þau hjónin Sigurður pórðarson, (ónskáld og frú Áslaug Sveins- dóttir fyrir þeirri þungu sorg, að missa einlcason sinn, Gunnar. — Fyrir nálega ári síðan áttu þau á hak að sjá ungri dóttur. Misritast hafði í gær í blaðinu, þar sem skýrt var frá afla togar- anna, tonn í staðinn fyrir körfur. Guðspekifélagar! Fundur í Sept- ímu í kvöld kl. 8V2. Alt Heidelberg verður sýnt í Iðnó kl. 8 í kvöld. Á tvær undan- farnar sýningar hafa komizt færri en hafa viljað og eflaust verða margir frá að hverfa að þessu :,inni. Skráning atvinnuleysingja er ný- lokið hér í hænum. Alls létu skrá sig 690 menn, þar af 14 konur. f fyrra á sama tíma voru skróðir 097 menn, þar af 6 konur. ísfisksala. Belgaum seldi í gær 1280 vættir fyrir ca. 600 st.pd. Brynjólfur Stefánsson trygginga- fræðingur hefir af atvinnumála- ráðherra verið skipaður forstjóri 'i'ryggingastofnana ríkisins frá 1. ji.príl n. k. Hann lauk nómi í tryggingafræði við Kaupmanna- hafnarháskóla 1927. 1933 varð „Karlakór Reykjavíkur“ eftir Wilh. Meyer-Förster verður leikið í Iðnó í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 1. Pantanir sækist fyrir kl. 8 Aðgöngumiðasími: 3191. liann forstjóri Sjóvátryggingarfé- lags íslands og hefir gegnt því embætti síðan. Rafstöð Reykholtsskóla stöðvað- ist 7. f. m. vegna vatnsskorts og hefir skólinn orðið að notast við olíuljós síðan. í gær talaði blaðið að Reykholti og var skýrt frá því, að asahláka vœri í Borgðarfirði, 'cn rafstöð skólans hefði ekki enn tekið til starfa að nýju. Mjólkurbúið í Hafnarlirði. Gert er ráð fyrir að búið taki til starfa n. k. laugardag. Mun vera búið að róða danskan mann til að síjórna mjólkurvinnslunni og búizt er við að auk hans starfi við hú- ið tveir menn fyrst í 3tað. Bldborgin kom fró Sandgerði í fyrradag, eftir að hafa tekið þar 4000 körfur af ísfiski til útflutn ings. Skipið fór héðan í gær á- loiðis til Englands, Hollands og Belgíu. Trésmiðafélag Reykjavíkur heldur fund í baðstofu iðnaðarmanna laugardaginn 8. þ, m. kl. 8,30 e. h. Dagskrá: I. Lagðar fram breytingatillögur við Iðnsambandslögin II. Rætt um tillögur frá trósmiðameisturum. III. Lagt fram erindi frá Verkamannafólaginu Dagsbrún IV. önnur mál. Stjórnín. Um leið ogf Bretar vígbúast af kappí lýsir þíng peirra andstyggð sinni á vígfbúnaðarkapphlaupinu fNYJA BIÓ Njósnír gegn njósnum Amerísk tal- og tónmynd frá Fox-félaginu, er sýnir æfintýraríka og spennandi njósnarsögu, er gerist í Frakklandi og við Pan- amaskurðinn í Ameríku. Aðalhlutverkin leika: Ketty Gallian, Spencer Tracy 0. fl. Aukamynd: TALMYNDA- FRÉTTIR. Börn fá ekki aðgang. Brúarioss kom í gærmorgun austan um land úr hringferð. Af veiðum komu í gær: Tryggvi gamli fullfermdur af ísfiski og Baldur með 2700 körfur. Bæði skipin héldu í gærkvöldi áleiðis til Englands með afla sinn. Norskt saltskip fór héðan í gær. Ingerto, norskt kolaskip, er vænt- anlegt hingað fyrir hódegi í dag. Rakarastofunum verður lokað kl. 6y2 e. h. á laugardag, vegna þeirr- ar skemmtunar er rakarar halda þá um ltvöldið. Eldur kom upp í rafmagnsstaur innarlega á Hverfisgötu í fyrra- kvöld. Var slökkviliðið kvatt á vettvang. Kviknað hafði út frá rafþræði, en ekki skemmdist staurinn mikið. 60 ára varð í gær frú Sesselja Sveinsdóttir, Akranesi. Skautasmíði. Út af grein í blað- inu í gær um skautasmiði í „Hamri“, hefir blaðið fengið þær upplýsingar, að algengt sé, að járnsmiðir hér i bæ smíði skauta handa sjálfum sér, og munu smið- ir í Landssmiðjunni hafa riðið ó vaðið í því efni. Nemendasamband Samvinnu- skólans heldur fund að Hótel Borg (uppi) kl. í kvöld. pess cr vænst að eldri sem yngri nem- cndur Samvinnuskólaps fjölmenni. Skátar! Munið dansleikinn í Oddfcllowhúsinu í kvöld kl. 9. — Aðgöngumiðar verða afhentir í Bókhlöðunni i Lækjargötu til kl. 63/2 3 kvöld. Gulibrúðkaup óttu i gær Jó- liannes V. H. Svcinsson kaupmað- ur og Guðlaug Björnsdóttir Frey- jugötu 6. Sunnanótt var um allt land í gær. Rigning eða skúrir voru á Suður- og Vesturlandi, en bjart- viðri norðaustanlands. Hiti var um 4—6 stig. Frá Ólafsvík verða gerðir út 10 opnir vélbátar ó þessari vertíð, eða jafnmargir og í fyrra. Bát- arnir hafa nú róið öðru hvoru undanfarna daga, en aflað lítið.FÚ Kirkjur í Rangárvallasýslu hafa flestar verið óhitaðar til skamms tíma, en nú eru þær allar hitaðar nema ein. Eru kolaofnar í 14 kirkjum, en rafmagshitun aðeins í einni. — FÚ. Ennþá hefir ekki komizt. á sam- 1 omulag milli útvegsbændafélags- ins í Vestmannaeyjum og Sjó- mannafélagsins Jötuns, viðvikj- andi ráðningakjörum á komandi vertið, og hafa því engir bátar byrjað róðra. — FÚ. Tilfinnanlegur vatnsskortur var orðinn i Vestmannaeyjum ó und- an þessum bata og horfði til stór- vandræða, cn nú hefir rignt á ann- an sólarhring og hefir það hjálp- að í iiili, — FÚ. London í gær. FÚ. í umræðunum út af tillögu George Lansburys í brezka þinginu í gær, um að þingið skoraði á stjórnina að gangast fyrir því, að efnt yrði til al- þjóðarráðstefnu um nýlendu- mál, töluðu m. a. stjórnar- sinna þeir Mr. Arthur Evans, í- haldsmaður, L. M. S. Amery, sama flokks, og Cranborn lá- varður, aðstoðarmaður Ant- hony Edens í utanríkismála- ráðuneytinu. Mr. Evans kom fram með breytingartillögu við tillögu Mr. Lansburys. Hann algði til, að þingið samþykkti fyrri hluta tillögu Lansburys, þ. e., að það lýsti því yfir, að það væri sann- fært urn fánýti ófriðar, og stæði stuggur af öllum ófriðar- undirbúningi; en að það síðan lýsti trausti sínu til stjórnar- innar, að hún drægi svo sem unnt væri úr ófriðarhættunni, og starfaði áfram að eflingu friðarmálanna. Bauðir pennar Framh. af 2. síðu. í því fólgið, að sjá ekkert ann- að en það, sem ljótt er. Hins- vegar takmarkast trú Kristins við það í hverju sannleikurinn sé fólginn. Að hans ætlun er sannleikurinn = kommúnismi. Marxisminn, segir hann, hefir gefið hinni nýju bókmennta- stefnu skilninginn á þeim lög- málum, sem lífið er háð. Þess- vegna kann hún „að taka rétt við þeim persónum, sem veru- leikinn hefir mótað, því að hún skilur samband þeira við hann“. Með öðrum orðum: Þessi bók- menntastefna skilur alla leynd- ardóma fyrir opinberun Marx. Og menn geta ekki náð hinu æðsta stigi skáldþroskans, nema að meðtaka af frómum huga byltinguna í Sovétríkjunum og „Áætlunina miklu" (áætlun er skrifað með stórum staf eins og guð hjá rétttrúuðum). Svo þurfa og hugsanir manna að breytast samkvæmt þessu. Ást (á verkalýðnum) og hatur (á öllum hinum) þarf að' skýrast í brjóstum þeirra“ 0. s. frv. Eftir þessum nótum er svo skáldunum skipt í þrjú eða fjögur þroskastig, sem hér segir: Mr. Evans lét í ljós þá skoð- un, að orsakir styrjalda, að minnsta kosti eins og nú stæðu sakir, væru fremur stjórnmála- legar en hagfræðilegar. Þegar til atkvæðagreiðslu kom, var breytingartillaga Mr. Evans við tillögu Lansburys samþykkt. Eanp og sala Fasteignastofan Hafnarstr. 15. Annast kaup og sölu fast- eigna í Reykjavík og úti um land. Viðtalstími kl. 11—12 og 5—7 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. Sími 3827. Jónas. F erðamanna- straumurinn beinist til Norðurlanda Norska blaðið Handels- og Sjöfartstidende skýrir frá því, í bréfi frá London, að líkur séu til þess, að ferðamannastraum- urinn muni á þessu ári ekki beinast svo mjög til Miðjarðar- hafsins og Suðurlanda, heldur einmitt til Norðurlandanna, sem vel megi búast við aukn- um komum ferðamannanna. — FÚ. I. Sovétskáld. II. Verklýðsskáld. III. Skáld úr borgarastétt, som gengið hafa á hönd verka- lýðshreyfingunni, en eru auð- vitað talið seinast, af þvi að þau eru „getin í synd“. — í fjórða flokki eru svo talin skáld, sem hlynnt eru verka- lýðnum og er þar með talinn Davíð Stefánsson. Fær hann þó þann vitnisburð, að hann sé svo háður hinum spillandi öflum borgaranna, að öll fylgd hans við alþýðuna sé hikandi og stefnulaus. Skáldið á þannig á hættu „að fyrirgera þeim þroska, sem náin tengsl við marxismann og verkalýðshreyf- inguna geta ein veitt“ (bls. 40). Guð hjálpi þeim Goethe, Schiller og Ibsen, sem hvorki voru Sovétskáld eða verkalýðs- skáld, ásamt öðrum góðum mönnum, sem áður hafa þótt liðtækir í þessari list! Nú er víst búið með þeirra frægð hér, og til öndvegis gengin hin ís- lenzku Sovétskáldin, sem nýj- ust eru af nálinni. Ritsmíðar þeirra eru dæmi um hinn bless- unarríka ávöxt þessarar bók- menntastefnu. (Meira). Benjamín Kristjánsson. l-J - 1_auLLJiiniiiHiiTPinri TilkjnnÍKgar Byrjum nýtt sníða- og sauma- námskeið 12. þ. m. — Nánari upplýsingar. — ólína og Björg, Miðstræti 4. Ný tíllaga um Sríðarverð- launin Kaupm.höfn í gær. Einkaskeyti FÚ. Stjórn Bandalags kvenna í Noregi hefir sent Nobelsverð- launanefnd Stórþingsins áskor- un um það, að friðarverðlaun Nobels verði næst veitt Lady Aberdeen. Tillaga þessi hefir hlotið meðmæli erkibiskupsins af Kantaraborg, og ýmissa þingmanna í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Barnaveíki Barnaskólanum á Hellissandí var lokað í gær og allar skemmtisamkomur bannaðar sakir þess að barnaveikin hefir gosið upp að nýju. Næstu daga verða börn og unglingar bólusett til þess að hefta frekari útbreiðslu veik- innar. — FÚ. Bálfarufélag Islands Iimritnn nýrra félaga í Bókaverzl. Snœbjarnar Jónssonar. Árgjald kr. 3,00. Æfitiliag 25.00. Gerist félagar.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.