Nýja dagblaðið - 08.02.1936, Page 2

Nýja dagblaðið - 08.02.1936, Page 2
2 N * J A ÐAGBLAÐIÐ Skrá yfir aðflutningsgjöld öllum þeim, sem fást að einhvrerju leyti við verzlun, er nauðsynlegt að vita glögg deili á. því. hvaða tollar eru á aðfluttum vórum. A síðasta þingi urðu miklar breytingar á aðfluttningsgjöldum, og því var gefin út ný skrá að til- hlutun Fjármálaráðuneytisins Skráin fæsi í bókaverzlunum og kostar kr. 4,00. Störf við Alþíngí. Umsóknir um störf við Alþingi 1937 skulu sendar skrifstofu þingsins i síðasta lagi 14. þ. m. Þó skulu um- sóknir um innanþingsskrift- * ir, þeirra sem ætla sór að ganga undir þingskrifara- próf, sendar eigi síðar en 10. þ. m. Umsóknir allar skulu stílaðar til forseta. — Þingskrifarapróf fer fram i lestrarsal Landsbókasafns- ins þriðjudaginn 11. p. m, Hefst það kl. 9 árdegis og stendur allt að 4 stundum. Itfotid PIEIELLI lij óllba. ða Per Albin Hansson Pappír og önnur leggur þingið til. ritföng forsætisráðherra Svía varð 50 ára ekki alls fyrir löngu. Var Það skal tekið fram, að hann við Það tækifæri heiðr- óvíst er, þrátt fyrir prófið, a8ur á mar^an hátt bæði aí , a- a u þjóð sinni í heild og ein s af að nýir menn verði að þessu , , , . : . . . , ijolda vma utan lands og mnan. smm ráðnir tu þmgsknfta. Skrifstofa Aiþíngis Viðtalstími út af umsókn- um kl. 2—3 daglega. Dansleik heldur glímufélagið Armann í Iðnó í kvöld (8. febrúar) kl. 9,30 síðdegis. Ennfremur verður glímusýning, einsöngur og fleira til skemmtunar. Hijómsveit Aage Lorange. Ljóskastarar — Ballónakvöld — Ljóskastarar. Afgreiðslumiðar á afgreiðslu Alafoss og í Iðnó eftir kl. 4. Umboð Happdrætti Háskólans Laufásveg’ 61 Munið að frestur sá, sem gefinn er þeim, sem óska að fá sömu númer og þeir höfðu í fyrra, er útrunninn mánudaginn 10. þ. m, — Eftir þann tíma eiga menn á hættu að miðar þeirra verði öðrum seldir. Endurnýjið þvi strax í dag. Afgreiðslutimi umboðsíns er dag* lega frá kl. 1—10 síðdegis. Sími 3484. Umboðið Laufásvegi 61. Jörgen Hansen. Skíðafélag Reykjavíkur í stað aðalfundar, sem boðaður var 31. jan. s. 1., en eigi varð lögmætur, fer aðalfundur fram, samkv. fólagslögum, mánudaginn 10. febr. kl. 20,30 í Kaup- þingssalnum, Fólagsmenn sýni skýrteini. Stjórnín. __________________________________ í Agætt nauta- og svínalzjöt alltaf fyrirliggjandi. Samband isl. samvinnufélaga Simi 1080 ^ Allt með íslenskmn skipum! f Olga Eggers 60 ára. Þessi mynd er af dönsku skáldkonunni Olgu v. Eggers, þegar hún varð 60 ára. Hún er afar víðförul og við- urkennd fyrir blaðagreinar sín- ar og fyrirlestra. Ennfremur hefir hún gefið út margar bæk- u.r, er náð hafa mikilli hylli. Bálfariifélag Islauds Innritun nýrra félaga i BókaverzL Snæbjamar Jónssonar, Árgjald kr. 3,00. Æfitillag 25.00. Gerist fólagar. »Rauðír pennar« VII. .Annars getur maður spurt þessa menn að því, sem með svo miklu írafán vilja knúsa alia undir ' rússneska pólitík, rússneskan hugsunarhátt og kommúnistiskan bókmennta- smekk og lýsa því í lyriskum hendingum hvemig öldur allra mikilla skáldlegra hreyfinga, hafi borizt til vor utanaðfrá, hvemig á því standi, að söng- list þurfi endilega að vera „þjóðleg“, hversvegna það er hættulegt, ef eitthvert tón- skáldið kynni að taka sér Han- del til fyrirmyndar og læra eitthvað af honum eins og þeir vilja láta sína menn læra að yrkja Sovétskáldskap ? Nei, hér má ekkert syngja, nema rímna- lög og er það „hkm íslenzki tónn“. Væri þá ekki rétt að taka líka upp einokunarverzl- unina, Bessastaðavaldið og all- an þann menningarbrag, er var samferða þessu rímnagauli — og finna þannig „hinn íslenzka tón“ einnig í stjómarfari og verzlun. Ég býst við, að ritgerð eins cg þessi sé dæmi um það, hvernig höfundar rita, þegar þeir skilja ekki sjálfa sig. Sá, sem er hjólliðugastur í þeirn íþrótt að fara í gegnum sjálfan sig, er Gunnar Benediktsson. Eins og sæmir hinu „geistlega elementi" í þessum átrúnaði er hann orðinn svo þaulvígur í öllum rétttrúnaðarins „para- doxum“ að furðu gegnir. Þann- ig prédikar hann það, að efi sé hin fegursta dyggð, er hann snýst að kenningum kirkjunn- ar eða hinu borgaralega þjóð- skipulagi. Snúist hann hinsveg- ar að kenningum marxista eða Sovét-Rússlandi verður hann strax að ódyggð og ræfilshætti. Þannig er og öll trú hleypidóm- ur, er hún fyrirfinnst í kristn- um dómi og nefnist þá hjátrú og fáfræði kirkjunnar. Hún er friður og fögnuður og sjálf- sagðasta andsvar hreinhjart- aðra sálna, er þær heyra fagn- aðarboðskap kommúnismans. Þán nefnist hún: hrifni, stemn- ing og sannfæring. Því að trúin á kommúnismann er sama sem trúin á sannleikann. Þessvegna á heldur ekki nein sannleiksleit rétt á sér lengur eftir rök- semdaleiðslu Gunnars. Hann er „frelsaður" og hefir fundið all- an sannleika. í þessum dúr eru allar rök- semdaleiðslur rauðu pennanna og þyrfti vitanlega miklu lengri bók eða að m. k. aðra jafn- langa til að sýna fram á -allar fjarstæðurnar, en það var ekki ætlun mín með þessum línum. Ilvorki nenni ég því eða tel það þess virði. Þessar línur eru að- eins skrifaðar til þess að sýna fram á hversu þessir menn, sem ganga svo hátíðlega fram í því að látast vera óskeikulir, eru herfilega áttavilltir í skýrri hugsun og hafa lítið vald á því, sem þeir eru að skrifa um. Það skal tekið fram, til að særa ekki trúartilfinningar þeirra að ó- þörfu, að ég get vel ímyndað mér, að eitthvað megi læra af Rússum og ég sé ekkert á móti því, þó að hugmyndir þeirra og stjómarhættir sé eitthvað kynntir. En allt þvíumlíkt verð- ur að gerast með skynsemd og í samræmi við þau menningar- verðmæti, sem til eru í landinu sjálfu. Þjóðfélögin geta ekki vaxið öðru vísi en líkamir ein- staklinganna, með því að til- einka sér utanaðkomandi efni, en vaxta þó eftir sínum eigin lögum. Að gleypa og melta ekM þýðir rotnun og dauða, auk þess sem slík þjóð, er þannig fer að ráði sínu er hætt að hafa nokkurt frumlegt eða sjálfstætt gildi, né er líkleg til að geta lagt nokkuð af mörk- um í sameiginlegan sjóð menn- ingarinnar. Hún biður um það eitt, að fá að verða að rófu- beininu á Rússum. Það er þessi naivi Sovétkul- tus og hjálpræðisherslega til- beiðsla rauðu pennanna, sem dregur mjög úr ánægjunni, sem annars mætti hafa af rit- smíðum þeirra, ásamt tilfinnan- legum skorti á rökvísi og vönt- un á allri hófsemi í dómum. Þyki þessum mönnum, sem stundum sé óvægilega um þá dæmt, þá stingi þeir hendinni í sinn eigin barm og athugi hvernig þeir dæma sjálfir. Á þeim sannast aðeins hið forna máltæki: Með þeim mæli, sem þér mælið öðrum, mun yður og mælt, verða. Niðurl.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.