Nýja dagblaðið - 21.02.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 21.02.1936, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Tilkynning frá nýbýlastjóm Þeiry sem hugsa sér að reisa nýbýli á yfirstandandi ári, og óska stuðnings til þess samkvæmt lögum um nýbýli og samvinnubyggðir, sendi umsóknir fyrir 1. apríl n. k. til nýbýlastjóra, Steingríms Steinþórssonar búnað- armálastjóra. Gögn þau er umsækjanda ber að senda með um- sókninni eru þessi: 1. Afrit af tveím síðustu skattframtölum hans, staðfest af viðkomandi skattanefndum. 2. Vottorð frá hreppstjóra og formanni búnaðarfélags um það, að hann hafi þá þekkingu á búnaði sem nauðsynleg verður að teijast, og hafi starfað við landbúnað minnst 2 ár. 3. Vottorð kunnugra og málsmetandi manna um að um- sækjandi sé reglu- og ráðdeildarsamur. 4. í landi hvaða jarða eða á hvaða stað hann hugsar sér að reisa nýbýli, og skal þar nánar tiltekið: a. Hvernig umráðarétti yfir landinu er varið. b. Hvort landið sé veðsett, hverjum og hvernig. o. Hve landið er stórt og hverjir kostir og hlunnindi fylgja því, hvort ræktað land fylgi og hve mikið. d. Hvernig byggingar hann hugsar sér, og úr hvaða efni (steypu, hleðslugrjóti, torfi, timbri) og hvern- ig háttað er byggingarefni á staðnum. e. Hvort hann hugsar sér að koma nýbýlinu upp á einu ári, eða lengri tíma, og á hvaða framkvæmd- um hann hyggst að byggja, f. Hvernig búskap hann hyggst að reka á nýbýli. 5. Aðrar upplýsingar er umsækjandi telur máli skifta. Þeir sem þegar hafa sent umsóknir áminnast um að senda þegar þær upplýsingar sem að framan eru nefndar, að svo miklu leyti sem þeir ekki hafa gert það áður. Þeir, sem hugsa sér að hefja undirbúning að sam- vinnubyggðum eða nýbýlahverfum, tilkynni það nýbýla- stjóra, er mun taka málið til rækilegrar athugunar og rannsóknar, Björn Konráðsson Sormaður Bjarni Ásgeírsson. Bjarní Bjarnason. Odýrar vðrur. Matskeiðar frá 0,20 Matgafflar frá 0,20 Teskeiðar f: á 0,10 Vatnsglös frá 0,30 Tínglös frá 0,50 Desertdiskar frá 0,35 Asjettur, gler, frá 0,25 Barnakönnur frá 0,60 Sjálfblekungasett á 1,50 Litunarkassar, barna 0,35 Höfuðkambar, filabeiu 1,25 Höfuðkambar, srartir 0,35 Hárgreiður frá 0,50 Handsápur frá 0,40 K. Einarsson & Björnsson Baukastræti 11 Dansleikur á Garðí laugardaginn 22. þ. m., kl. 10 síða. Aðgöngumiða má panta hjá skemmtinefnd Garðs. Allir háskólaborgarar vel- komnir meðan húsrúm leyfir Stjórnin. Kviðið ekki e r f i ð i þvotta- dagsins. Leggið aðeins þvottinn nætur- langt í PERÓ- jþ væli - þá nást öll óhreinindi fyrir- hafnarlaust burtu. TILKYNNING. Lokað föstudag og laugardag- vegna málníngar á búðinni. SOFFÍUBÚÐ. H. f. Eimskipaiélag íslands Aðalfundur / Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 20. júní 1936 og hefst kl. 1 e.h. Dagskrá s I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yf- irstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1935 og efnahagsreikning með at- hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt fólagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngu- miða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afheutir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félags- ins í Reykjavík, dagana 16. og 18. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík 18. febrúar 1936 Stjórnin. Fólkítötrum Fjórar bækur eftir Halí- dór Kiljan Laxness. V. Síðasta saga Laxness, „Sjálf- stætt fólk“, er úr sveitiuni. Bjaitur er vinnumaður i 18 ár á heimili hreppstjórans og safn- ar á þeim tíma litlum efnum til að gera nýbýli á heiðum. Ilann vill vera sjálfstæður, og hin ianga þjónusta hans á stór- bænum hefir myndað í honum uppréistarkennda beiskju, gagn vart húsbændunum. Sú beiskja og sjálfstæðisþráin knýja hann •áfram við landnámið. Hann kaupir eyðikotið, byggir lítinn, fátæklegan bæ, flytur þangað i)ústofn sinn, og konu, sem son- itr hreppstjórans hefir dregið á tálar, og hin kæna hreppstjóra- í frú lokkað til að giftast Bjarti. j í nýbýlinu byrjar hin harða ! lífsbarátta. Konan er nauðug, ; með hug sinn annarsstaðar. ! Húsakynnin léleg, maturinn að- I allega soðin saltkeila og graut- ur. Engin mjólk, því að skuldir 1 fyrir jörð og bæ verða að ganga fyrir öllu. Síðan koma | hin löngu baráttuár einyrkjans i á heiðinni. Kona Bjarts deyr af ! harðrétti og sorg eins og kona Brands prests hjá Ibsen. Barn ; hennar, Ásta Sóllilja, lifir, og kallar Bjart föður sinn. Bjart- ur giftist í annað sinn, og á : nokkur börn. En sú kona vesl- ast iíka upp af þjáningum og harðrétti, en móðir þeirrar konu lifir með Bjarti, eins og hermaður í langvinnri styrjöld, sem kúlurnar vilja ekki hitta. Að lokum kemur nýi tíminn til Bjarts, eins og að Óseyri við i Axlarfjörð. Kaupfélag rís upp við fjörðinn. Kaupfélagsstjór- inn er stjómmálamaður, verð- ur síðan bankastjóri og ráð- herra. Sósíalismi, kommúnismi, verkföll og stéttabarátta gerir vart við sig. Að lokum hefir Bjartur með óhemju sjálfsfóm borgað jörðina og fjölgað fénu með stríðsgróðanum. Nú er hann orðinn stórbóndi eins og hreppstjórinn. En ókyrrð ald- arandans nær til hans líka. Bjartur vill byggja og byggja stórt. Kaupfélagið ýtir honum til að taka stórt lán, en í miðju kafi er lánstraustið þrotið og húsið hálfgert og verra til íbúðar en gamla landnámskot- ið. Að lokum eru Sumarhús tek- in af honum. Bjartur lendir í kaupstaðnum í kynningu við kommúnista sem eru í verk- falli, er hungraður og peninga- laus og etur hjá þeim illa feng- inn brauðbita. Þessi atburður lamar í bili sjálfstraust hans. En það varir ekki lengi. Hann er útlægur úr Sumarhúsum. Orrustulíf hans er endað með fullkomnum ósigri. En kjarltur hans er ekki bilaður. Hann gefst ekki upp, en leitar sér að nýju heiðarkoti.Konur hans eru báðar dánar og böm hans dá- in eða tvístruð í ýmsar áttir. En Ásta Sóllilja, barn hrepp- j stjórasonarins fylgir honum í útlegðina, eftir að hafa á fá- ' um árum tæmt nokkumvegin?i 1 eins mikið af beiskju lífsins, j eins og Bjartur á langri æfi. Hetjuskapur Bjarts bilar aldr- : ei, nema ef vera skyldi í stuttri samleið . við kommúnistana. j Hann er stálhraustur, sívinn- j andi, sífelt öruggur til varnar og sóknar, hvort sem heldur er að rata í blindsvörtum stór- I hríðum, eða að vinna holdvot- ur og svangur í kraparigning- J um. Inn í þetta dapurlega æfin- ! týri koma svo ýmsar minni | persónur, bændur og sveitakon- , ur, prestur, hreppstjóri, nú- tímaspekúlantar, berklaveikur barnakennari, ung eftirlætis- stúlka úr kaupstaðnum, sem betur myndi hafa fengið sinn biæ í Los Angeles en í Firðin- um á íslandi. Auk þess koma ýms nýleg smáatvik úr sögu siðustu ára inn í söguna, svo sem fjáfdrápsmál drauganna í Húnaþingi, Móakotsmálið, part- ar úr umtöluðum fermingar- • ræðum í útvarpinu o. s. frv. Ömurleiki fátæktarinnar er enn átakanlegri í sögunni af Bjarti, heldur en barátta Sölku Völku og mátti þó litlu á bæta. (Framh.). J. J,

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.