Nýja dagblaðið - 12.03.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 12.03.1936, Blaðsíða 1
4. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 12. marz 1936. 60. blað Litla Bandalagid loiar að ganga úr Þjóðabandaiagiim með Frökkum, efi Locarnosamnixigarmr verða ekkí haldnir. T veir dómar Lögmaður kveður upp ósamhljóða Frönsk blöö telja sennilegt, aö Belgia og Rúss- land geri pað sama. dóma í tveimur hliðstæðum málum, sem risið hafia út afi hlaðaskuldum. EStír Pál Magnússon lög'Sræöing’ frá Vallanesi. AFULLTRtJARÁÐSFUNDI LITLA BANDALAGSINS, sem haldinn var í Genf í gær, var tekin sú ákvörðun, að ríki bandalagsins, Júgóslavía, Rúm- enía og Tékkóslóvakía, skuli styðja Frakka á hverju sem gangi, og vera reiðubúin að fylgja þeim úr Þjóðabandalag'- inu, ef Locarnosáttmálinn verð- ur ekki haldinn. Frönsk blöð fullyrða, að Belgía myndi einnig fylgja Frakklandi úr Þjóðabandalag- inu, og jafnvel Rússland. Eru frönsku blöðin í gær yf- ifleitt á einu máli um það, hvaða flokki, sem þau tilheyra, að lífsnauðsyn sé að slaka í engu til við Þjóðverja, og segja flest þeirra, að ekki tjái annað en framfylgja þeirri kröfu með ýtrasta harðfylgi, að alþjóða- samningar séu haldnir. Franska stjómin mótmælti í gær þeim orðrómi, að hún myndi sætta sig við þá lausn á hervæðingu Rínarhéraðanna, að tala hermannanna væri tak- mörkuð og Þjóðverjar byggðu þar eigin vígi. Jafnframt lýsti stjómin því yfir, að hún hafi enn ekki gert neitt til almennrar hervæðing- ar, aðeins fært tiltækan herafla nær landamærunum. Af ráðstefnu ríkjanna, sem standa að Locarnosamningun- um, er það kunnugt, að Frakk- ar halda því fram, að ekki tjái að semja við Þjóðverja fyr en þeir hafi dregið her sinn til baka úr Rínarhéruðunum. Ann- ars sé réttmæti samningsbrots- ins í raun og veru viðurkennt. Sieindó r bíður h nn fyrsia ósigur í baráiiunni fyrir sér. réttindum sínum Kosning sérleyfishafa í skipu- lagsnefnd fólksflutninga lauk í gær. Hafði Steindór Einarsson borið fram sérstakan lista, en Bifreiðastöð Reykjavíkur ann- an. Var einskonar kosninga- bandalag milli þessara tveggja aðila og gerði Steindór með stuðningi Shell og annara góð- vina sinna, allt sem stóð í hans valdi til þess að koma að a. m. k. tveim mönnum. Þriðji listinn var studdur af andstæðingum Steindórs. Úrslitin urðu þau, að Stein- dórslistinn fékk 9 atkv. og kom að Steindóri sjálfum. B. S. R.- listinn fékk 6 atkv. og kom engum að. Andstæðingalisti Steindórs fékk 18 atkv. og kom að Sigurjóni Danivalssyni og Ivristjáni Kristjánssyni á Ak- ureyri. Hefir Steindór því beðið full- kominn ósigur í kosningunni og er þetta eiginlega hans fyrsti ósigur í baráttunni fyrir sér- réttindum sínum. I skipulagsnefndinni eiga sex menn sæti, ríkisstjórnin skipar þrjá. Fyrir ca. tveim árum fól blað- ið „Lögrétta“ lögfræðingi í Rvík að innheimta fyrir sig útistandandi skuldir. Var hvort- tveggja, að þetta þótti eklci sæta tíðindum, enda varð ekk- ert blaðanna til að gera inn- heimtu þessa, eða málsóknir þær, sem. af henni leiddu, að umtalsefni. Á öndverðu s. 1. ári fól gjald- keri „Tímans“ mér að inn- heimta nokkrar útistandandi skuldir þess blaðs hjá mönn- um, sem hann taldi hafa góðar ástæður til að greiða skuldir sínar. — Var skuldurum, svo sem venja er til, fyrst sent kröfubréf og þeiní gefinn kost- ur, með nægum fyrirvara, að semja um skuldirnar, svo að ekki þyrfti að beita málsókn. Ég var varla byrjaður á þessari innheimtu, er Morgun- blaðið og blaðið „Frams8kn“ hófu árásir á Framsóknar- flokkinn út af henni. Gáfu blöð þessi í skyn, að hér væri um ósæmilega fjárheimtu að ræða, því að það bæri ekki að ætlast til, að menn greiddu blað, sem þeir hefðu aldrei gerzt áskrif- endur að, enda þótt þeim hefði verið sent það að staðaldri og þeir notfært sér það. Innheimtutilraunir mínar báru, eins og gerist, misjafnan árangur. Margir greiddu eða sömdu um greiðslu, enda var þeim sýnd fullkomin sanngimi er til samninga kom. Sumir brugðust hinsvegar illa við og kváðu sig alls ekki skylda til að greiða blaðið. Báru þeir fyr- ir sig nákvæmlega sömu við- skiptakenninguna, sem Morgun- blaðið og blaðið „Framsókn" höfðu þá fyrir skömmu boðað. Má telja alveg víst, að þessi skrif umræddra blaða hafi átt sinn þátt í því, að þessir menn kusu heldur að láta lögsækja sig, en semja um skuldir sín- ar. — Og fari nú svo, sem eng- inn vafi er á, að þeir tapi mál- unum fyrir hæstarétti, geta þeir þakkað þessum blöðum, að þeir verða, um það er lýkur, að greiða, ekki einungis skuld sína, heldur og kostnað við málaferli, sem nemur hærri upphæð en skuldin sjálf. Það, sem einkum gerir þessi afskipti umræddra blaða víta- verð, er það, að þeim hlaut að vera kunnugt um, að fyrir lá ársgamall lögmannsdómur, ó- haggaður, um þetta efni frá því í Lögréttumálunum fyr- nefndu. Sá dómur kvað alveg skýrt á um greiðsluskyldu við- takanda blaðs í nákvæmlega sömu tilfellum, sem hér var um að ræða. Kenningar þessara í- haldsblaða miðuðu þess vegna ekki einasta að því að koma inn hjá almenningi röngum og siðspillandi skoðunum í við- skiptum, heldur gátu þær orðið til þess að lokka fjölda manna út í algerlega vonlaus málaferli. Aðalástæðan til þess að ég rita þessa grein, er þó ekki fymefnd framkoma þessara blaða, heldur dómar, sem ný- lega voru kveðnir upp af lög- manni í nokkrum af þessum málum. Þegar ég höfðaði mál- in, var ég ekki í neinum vafa um hvernig þeim myndi reiða af fyrir undirrétti. Mér var kunnugt um hinn fyrnefnda lögmannsdóm í nákvæmlega samskonar máli „Lögréttu", og með því að sá dómur var órask- aður, var ég ekki í neinum vafa um að dómar í þessum málum „Tímans“, myndu hljóða alveg eins. Mér kom þess vegna mjög á óvart, er ég fékk dóma í málunum, sem fóru gersam- lega í þveröfuga átt við „Lög- réttudóminn“, sem kveðinn var upp tæpum tveim árum áður af sama dómara. — Til þess að menn geti af eigin sjón geng- ið úr skugga um, að hér er rétt frá skýrt og að málsástæð- ur í þessum málum eru ná- kvæmlega þær sömu, birti ég hér „Lögréttudóminn“ og dóm í einu máli „Tímans“. „Ár 1934, laugardaginn 17. marz var í gestarétti Reykja- víkur í málinu 439/1933 Magnús Thorlacius f. h. Þorsteins Gíslasonar gegn Stefáni Diðrekssyni kveðinn upp svohljóðandi dóm- ur: Mál þetta er, eftir heimild í lög- um nr. 59, frá 10. nóv. 1905 höfðað fyrir gestaréttinum með utanrétt- arstefnu dags. 5. ágúst þ. á. af Magnúsi Thorlaciusi cand. jur., t. Frh. á 3. gíðu. Fundarsfaöur Þjóðabandalagsins iluttur til London fyrir tilmæli Breta. RÁÐSTEFNA ríkjanna, sem stóðu að Locamo-samn- ingunum, hefir verið flutt til London frá París. Heldur hún þar áfram í dag. Jafnframt hefir verið ákveð- ið að fundur Þjóðabandalags- ins skuli ekki haldinn í Genf að þessu sinni, heldur í St. James höll í London. Fundin- um hefir jafnframt verið frest- að til laugardags. Hefir þetta hvorttveggja verið gert eftir óskum ensku stjórnarinnar. Frönsk og belgisk blöð eru yfirleitt ásátt með það, að CHURCHILL UM VÍGBÚNAÐ ÞJÓÐ- VERJA OG HITLER LRP. 10./3. FÚ. í áíramhaldsumræðu um landvamamálin flutti Churchill ræðu í neðri málstofu brezka þingsins í gær, og komst þá meðal annars svo að orði um vígbúnað Þýzkalands: Geysi- legt vandamál liggur fyrir Þýzkalandi, ef það heldur á- fram að vígbúast. Síðan Iiitler komst til valda, hefir Þýzka- land eytt sem svarar 1500 mill- jónum sterlingspunda til hem- Frh. á 4. síðu. íundarstaður Þjóðabandalags- ins skuli fluttur til London. í ítölskum blöðum kveður við annan tón og segir eitt blaðið m. a. að Þjóðabandalagið hafi „glatað allri blygðunartilfinn- ingu með því að flytja sæti sitt frá strönd Genfarvatnsins til Thamesárbakkanna* ‘. Flandin mætir fyrir Frakka og Grandi fyrir ítali. (FÚ). Almenni borg'arafund- urinn í Hafnarfirði varð íhaldlnu fil sárra vonbrigða. Almenni borgarafundurinn í Hafnarfirði, sem Morgunblaðið skýrði frá í gærmorgun, að haldinn yrði þá um daginn til þess að mótmæla nauðungar- uppboði á nautgripum 111 greiðslu á verðjöfnunargjaldi, fór á annan veg en blaðið og íhaldsforingjarnir hér í bænum hófðu gert sér vonir um. Var fundurinn haldinn í því skyni að koma á stað uppþoti og æsingum í Hafnarfirði gegn s k: pulagningu mj ólkursölunnar. Formlega boðuðu til fundar- ins mjólkurframleiðendur þeir, sem nauðungaruppboðið er gert hjá (kaupmennirnir Þorsteinn Bjömsson, ólafur Runólfsson og Guðmundur Magnússon), en fögnuður Morgunblaðsins í gær- morgun út af þessu fundar- haldi gaf það til kynna, að íhaldið stæði á bak við. Var það líka viðurkennt á fundin- um af þorleifi Jónssyni bæjar- fulltrúa og auk hans höfðu sig þar mest í frammi Ólafur Þórðarson bæjarfulltrúi og Bjarni Snæbjörnsson læknir til þess að tala máli uppreisnar- innar. Fundurinn hófst kl. 4 síðd. og stóð í rúma 4 klst. Var fundarsalurinn troðfullur allan tímann og er talið að á fjórða hundrað manns hafi sótt fund- inn. Frh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.