Nýja dagblaðið - 18.03.1936, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 18.03.1936, Blaðsíða 3
N í J A DAGBLAÐIÐ 8 Borgarfj arðarsagan Svar frá VígSásí Guðmundssyní. NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaöaútgáfan h.f Ritnefnd: Guðbrandur Magnússon. Gísli Guömundsson, Guöm. Kr. Guömundsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: pórarinn þómrinsson. Ritstjórnai’skrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald 2 kr. á mán. -í lausasölu 10 aura eint. - Prentsm. Acta. Sími 3948. Andfæli Þegar nýlega var í blöðum Framsóknarflokksins gengið & sjónarhæð og litið yfir upphaf og ófamað íhaldsins í landinu, vaknaði Morgunblaðið upp með andfælum. Hyggst það þá að rétta hlut sinn með því að bregða enn að nýju undir tönn útslitinni og gertugginni lýgi utm þólitískan andstæðing. Morgunblaðið er upphaflega gefið út af hálfdanskri hags- munaklíku og fyrir fé, sem ýmsir styrktarmenn blaðsins beinllnis stálu úr sjálfs sín hendi af þeim fjárupphæðum, sem bankamir trúðu þeim fyrir til atvinnureksturs. Hinar þjóð- félagslegu og siðferðislegu hug- myndir styrktarmannanna hafa endurspeglast í svip blaðsins öllum og málafylgju fram á þennan dag. Og þótt blaðið hafi skipt að nokkru um eigendur, hefir það ekki skipt um inn- ræti. Hin siðferðislega eitrun hefir verið nægilega gagnger, til þess að mergsmjúga þá and- legu svefngöngumenn, sem síð- an hafa tekið að sér að verja glæpsamlegt framferði og af- glöp hinna pólitísku liðsmanna. Morgunblaðið kallar það fjár- drátt, að senda reikninga með fylgiskjölum upp í stjómarráð og óska eftir greiðslu. Hvaða nafn myndi þá hæfa ávísana- grandvarleik Mjólkurfélagsins, ínaldsráðvendninni við fjár- hirzlur' Landsbankans, Korp- úlfsstaðarausninni og Hesteyr- arheiðarleikanum, svo fátt eitt sé talið. Ef Morgunblaðið óskar eftir að taka upp í stað röksemda um stjómmálaviðhorfið þess- háttar vopnaburð, þá mun vera þess ærinn kostur að rita ráð- vendnissögu þeirra manna, sem fyllt hafa flokk þess, allt frá því er þeir ráðstöfuðu milljón- unum úr íslandsbanka og þangað til þeir tóku þrælsmút- ur fyrir að ofurselja íslenzka landhelgi erlendum veiðiþjóf- um. Það munu áreiðanlega ekki vera þess nein dæmi, að í jafn fámennu stjómmálaliði hafi á jafnskömmum tími vaxið upp og leikið lausum hala jafn- margar andlegar og siðferðis- legar vanmetaskepnur eins og í flokki íhaldsins hér á landi. Eeykjavíkuríhaldið hefir um alllangt skeið sótt pólitískar morgunbænir sínar í málgagn þafi, sem nú þykist vará við Vegna ritgerðar Bjöms Ja- kobssonar í N. Dbl. s. 1. sunnu- dag vil ég biðja um rúm fyrir nokkrar línur. — B. J. gerir at- hugasemdir aðeins við það, er honum finnst sagt til hnjóðs þáttum Kr. Þ. og vill m. a. fá þar sumt skýrara fram. Líkum- ar benda því til að honum þyki lof Dvalarritdómsins um þá réttlátt og svo sé einnig um að- finnslumar við kvæði H. H., rítgerð Pálma, söguhrafl Guð- brandar, formála E. A. og þá elcki sízt lofsyrðin um ytri frá- gang bókarinnar, sem Bjöm sjálfur á góðan hlut af, þar sem hann meðal annars sá um prentunina og las prófarkimar. B. J. kvartar yfir því að að- finnslum mínum fylgi ekki nóg- ar skýringar, — að ég nafn- greini ekki alla þá, er ég telji, að hafi gleymst að óþörfu o. s. frv. Þessu olli bæði skortur á rúmi o. fl. og verð ég að biðjast afsökunar á, ef þetta hefir skilist sem svo, að ekki væri af nógu að taka í bókinni. Það, sem helzt var hægt að segja „sögunni" til lofs var víst flest talið upp í ritdómnum, bæði vegna þess að ég vildi gjaman vekja athygli á því, sem vel væri um hana og svo tók það upp — þótt tæmt væri að mestu — svo miklu minna rúm, held- ur en ef ég hefði átt að telja upp alla gallana. Lofið um flest borgfirzkt læt- ur vel í eyrum okkar, sem eig- um heima í Borgarfirðinum, og ég býst við að það sé engu ó- kærara fyrir þá Borgfirðinga, sem einhverra hluta vegna eiga heima annarsstaðar — sé lofið verðskuldað. En lof um eitt- hvað langt fram yfir verðleika, er aukin ástæða til athuga- semda. Gullkomin úr sagnarit- um hins mæta bændaöldungs á Stóra-Kroppi ættu ekki síður að glóa skært, þó að leidd sé at- hygli að því að ýmislegt skyggi stundum á þau. Hvergi er sagt í Dvalarrit- dómnum, að Kristleifur gleymi alveg þeim fátæku. En hitt má vel skilja á ritdómnum, að „sag- an“ muni betur eftir efnuðu fólki, og því sem gætt er „ætt- arþrótti“, einkum sé það af Húsafellsættinni eða eitthvað tengt henni. — „Sögunni“ er fært til lofs í ritdómnum, að hún sé víða mjög skemmtilega skrifuð. Það er dálítið annað en að vera ekki hrifinn af öll- um útúrdúmm (þótt þeir geti verið góðir sem reyfaralestur), því búið að taka upp umræður um ráðvendni. Ávextir þessa pólitíska uppeldis hafa komið giögglega fram ekki sízt nú á allra síðustu tímum. Sögulegar skýringar á afleiðingum og árangri þessarar uppeldis- fræðslu íhaldsins gæti vissulega orðið fróðleg og ekki allskost- ar óskemmtileg lesning nú f vetrarfásinninu. X. | fylli þeir rúmið á kostnað nauð- synlegasta fróðleiks. — Ég minntist á nokkur skáld, sem mér fannst óréttur ger, þegar talað var um alþýðumenntun Borgfirðinga, en þeirra lítið eða ekki getið. Gott er að það skuli ciga að koma bragarbót um þau í næsta bindi, en það þyrfti að vera um margt fleira, sem átti sérstaklega heima í þessari bók, sem komin er. Skipulags- leysið á efninu er einna allra versti ókostur þessa 1. bindis. Leiðinlegast er við þessa rit- gerð B. J., hve tilvitnanir henn- ar eru slitnar út úr samhengi, meira en búast mátti við af jafn góðum dreng og Björn er. Þeir, sem ekki hafa lesið ritdóminn, íá því ranga hugmynd um hann. Ég ætla þessu til sönn- unar að birta orðrétt úr rit- dómnum það, 6em B. J. eyðir langmestu rúmi til að hnekkja, og það er umsögnin vegna Eyj- ólfs „ljóstolls". Það skal játað, að ofdrykkja er óprýði á hverjum manni, en það má B. J. vita, að þó að margir ágætir menn hafi eyði- lagzt fyrir aldur fram vegna vínhneigðar sinnar.þá hafaþeir stundum, þrátt fyrir það, verið í hópi þeirra, er „lagt hafa traustastan grundvöllinn að framtíðinni og unnið hvað bezt lífsstarfið". Þó að það sé rauna- legt að sjá hrausta og vel gefna menn verða ofdrykkjunni að bráð, mega þeir — líka í sög- unni — njóta þess, sem þeir hafa vel gert. — Síðan ritdóm- urinn kom í Dvöl, hafa fjórir menn komið til mín, sinn úr hverri sýslu, og þakkað mér fyrir umsögnina um Eyjólf ,.ljóstoll“ og látið þess getið, að helztu menntunina í ungdæmi sínu, hafi þeir hlotið hjá Eyj- ólfi. Honum eigi þeir það að þakka, að þeir urðu vel læsir og náðu góðri rithönd. Kaflinn um Eyjólf í Dvalarritdómnum, sem hneykslað hefir mest vin minn Bjöm Jakobsson, er svona orðréttur: „Aftur á móti %andar kulda- lega (þ. e. í héraðssögunni) til einstaka einkennilegra manna, eins og t. d. Eyjólfs „ljóstdlls“. Hann eyðilagðist að vísu vegna vínhneigðar sinnar, en var gi-eindur og fræðandi efnismað- ur á yngri árum og fræddi æskulýðinn á margan hátt. M. a. kenndi hann mjög mörgum Borgfirðingum á síðari hluta 19. aldarinnar fagra rithönd, er víða hefir sézt merki um hjá eldri Borgfirðingum, alveg fram á þessa tíma. Borgfirðingur kvað um Eyjólf látinn m. a.: „Margan háttinn kvaöatu kátt, kátt því lyndi barstu. Loks þó dátt varö gefiið grátt, grátt þvj leikinn varstu*'. „Mörgum beindi braut aí »t*fl barns ófleygum anda. Smátt þó virti þjóOin þafl; ■ þótti ö litiu ttanda** Vesfan um haf Einar Olgeirsson f „Lögbergi“. Einar Olgeirsson hefir nýlega ritað grein í enskt tímarit „La- bour Monthly", þar sem hann predikar sínar venjulegu blekk- ingar um yfirráð og kúgun brezka auðvaldsins á Islandi. Einhver kunningi vestanblaðs- ins „Lögberg" hefir rekizt á greinina, snúið henni á íslenzku og fengið blaðið til þess að birta hana með þeim formála, að Islendingum vestra „sé það blátt áfram heilög ástríða, að fylgjast með og láta sér annt um andlega og efnalega afkomu stofnþjóðarinnar á Fróni“. Það er vel mælt, en þá ættu hinir fróðari menn meðal landa vestra ekki að villast á öfga- og blekkingarfullum skrifum pólitískt blindra æsingamanna og meðhöndla þau eins og ein- hver dýrmæt sannindi. Islendingar skáldmælt- asti þjóðflokkurinn í Canada. „Canadian Overtones" heitir stórt ljóðasafn, sem nýlega er i komið út vestra. Eru kvæðin eftir skáld ýmsra hinna fá- mennari þjóðflokka í Canada: 1 íslendinga, Svía, Norðmanna, Ungverja, ítala, Grikkja og ’ Ukraníumanna. Hefir Watson Kirkconnell, prófessor í klass- ; iskum fræðum við Wesley skól- | ann í Winnipeg, þýtt öll kvæð- in á ensku. Meira en helmingur allrar 1 bókarinnar er helgaður íslenzku 1 skáldunum og Stephan G. Step- hansson telur próf. Kirkconnell | mesta skáld Canada. í fyrir- lestri, sem próf. Kirkconnell hefir flutt nýlega um andleg | menningarframlög hinna ýmsu þjóðflokka í Canada af óbrezk- um uppruna, lét hann svo um mælt, að íslendingar bæru höf- uð og herðar yfir þá alla í ljóða- 1 gerð og annari rítmennsku. öll kvæðin eru þýdd úr frum- málunum og lýsir það geysi- legri málakunnáttu. Segir Heimskringla, að þýðingamar séu vel af hendi leystar og á lipru og smekklegu máli eins og allt, er próf. Kirkconnell riti. Frh. á 4. síðu. Togarayiðgerðirnar Á útgerðarmönnum að haldasf uppi að Slyfja pœr úr landinu? Þau tíðindi, sem Nýja dag- blaðið flutti á laugardaginn, að útgerðarmenn myndu hafa í hyggju að láta flokkun, sem gera þarf á togurunum í ár, fara fram erlendis, og flytja þannig mikla vinnu og gjald- eyri úr landinu, hafa vakið ó- skipta athygli og gremju yfir svo þjóðhættulegum ráðstöf- unum. Atvinnuleysið er mjög mikið hér í bænum um þessar mund- ir, sem stafar m. a. af því að togaramir, sem vom komnir á veiðar í fyrra um þetta leyti, liggja flestir í höfn. Hafa út- Og þannig vill oft verða um oln- bogaböm mannfélagsins, sem | máske hafa lagt traustastan i grundvöllinn að framtíðinni og ’ unnið hvað bezt lífsstarfið, að j út yfir gröf og dauða leggur , kulda og fálæti sagnaritaranna, sem skrá sögumar um „höfð- , ingja“ og konunga þjóðanna, sem kaxmske hefir tekizt að j stikla upp í hefðarsess sinn á bognum og lítilsvirtum bökum brautryðjendanna og almúg- ans“. V. G- • 1\ Komið i Vikinga- ^VOl prent eða símið i 2864 og pantið DVÖL til að fá góðar 8káldsögur til lestrar og bvo margt annað skemmtilegt, m. a. ritdóminn um Héraðaíögu Borgarfjarðar, sem birtist i síð- a8ta hefti. Dvöl kostar aðeins 50 aura á mánuði. gerðarmenn þannig lagt drjúg- an skerf til eflingar atvinnu- leysinu. En af öllum sólarmerkjum að dæma virðist þeim góðu mönnum þetta ekki nægilegt. Allt bendir til þess, að þeir muni ætla sér að láta flokkun og viðgerðir á togurunum fara fram erlendis, en þeir eru ekki færri en 18, sem þarfnast slíkra aðgerða á yfirstandandi ári. I janúar og febrúar síðastl. hafa verið unnar viðgerðir á ísl. skipum erlendis fyrir 850 þús. kr., en hér heima fyrri 50 þús. kr. Það þýðir, ef þessari stefnu verður fylgt áfram, að flutt verða úr landi á þessu ári vinnulaun fyrir nál. 1300 þús. kr. Slíkar ráðstafanir á að gera á tímum einna hinna mestu gjaldeyrisvandræða og atvinnu- örðugleika, sem yfir þjóðina hafa komið. Eðli og áhrif slíkra ráðstaf- ana eru þannig vaxin, að það er skilyrðislaus skylda vald- hafanna að taka í taumana og stöðva þær, ef útgerðarmenn- imir sýna sig í því að ætla að hrinda þeim í framkvæmd. Blaðinu hafa þegar borist fregnir um undirbúning til þess að hefta þessar fyrirætlanir út- gerðarmannanna. Ber þess * fastlega að vænta, að honum verði haldið sleitulaust áfram, og Framsóknarflokkurinn treystir á stuðningsmenn sína að hjálpa til þess að mál þetta fái fullnægjandi lauan.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.